Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 25 m Aldurstakmarkið er þó misjafnt eftir sjálfstjórnarfylkjum. Það er augljóst að 17 ára einstaklingur get- ur verið ábyrgðarfyllri en 21 árs en það verður að samræma mörkin. Ofanritaður man eftir einu atviki í Sevilla fyrir fimmtán árum er hann sat með kunningja sínum, bar- eiganda og þrettán ára syni hans sem sötraði romm og kók. Kunning- inn fór að setja út á þetta en bar- eigandinn reiddist mjög og sagði að sonurinn væri maður eins og hann með sjálfstæðan vilja. Tengslin við heimilin hafa minnk- að og þess vegna hefur vandinn orð- ið til eins og margur annar ung- mennavandi. Götuofbeldi og aukið ofbeldi meðal ungra stúlkna og pilta almennt eins og við þekkjum víðar. Það sem hefur breyst er að ung- mennin drekka ekki lengur heima hjá sér heldur á götum úti með félögum sínum og gæta þá síður hófs og drekka meira á skemmri tíma. Sem leiðir til skríl- mennsku. Sumir hafa talið vín fara betur í Suður- Evrópubúa vegna erfðaeiginleika og langrar drykkjuhefð- ar en t.d. Norður- landamenn. En mórallinn er að minnsta kosti ólíkur. Það er ekki beinlínis verið að fylgjast með því hvað fólk lætur ofan í sig og enginn kippir sér upp við viskí í hádeginu. Barirnir eru mikið fleiri en á Ítalíu og Frakklandi og betur sóttir meðal annars vegna smáréttaáts. Heimamenn eru oft hneykslaðir á fylliríslátum hóp- ferðafólks sólar- stranda en verðið á vínfongum hefur hingað til verið þátt- ur í aðdráttarafli Spánar, var þó enn lægra áður og margt hefur breyst. Með hinum nýju umdeildu hegningarlögum getur lögreglan stoppað menn og skyldað til að blása í áfengismæli en það hefur mætt andstöðu og einn dóm- ari telur það stangast á við stjóm- arskrána. Viðurlögin við að neita að blása eru þau sömu og við því að vera ölvaður undir stýri. A þetta eftir að valda erfiðleikum þar sem flestir keyra undir áhrifum og þótt fjölmiðlar hafi blásið upp eftirlit hefur ofanritaður ekki orðið var við það. Fáir rónar Þrátt fyrir fjölda betlara og götu- fólks sjást fáir rónar á Spáni nema í Baskalandi sem líkist meira norð- urhluta álfunnar. Ef ég man rétt gerðist íslenska bókin Lassarónar í San Sebastian og fjallaði um líf uppflosnaðra farmanna og róna. Samt virðast rónarnir aðallega sötra naumt skammtað rauðvín á börunum eða þeir drekka ódýrt rauðvín í fernum. Einn sá ég leggj- ast til svefns á gangstéttinni í rign- ingunni í Baskalandi eftir lítið rauð- vínsglas um hádegisleytið. Heróínfaraldur hefur lengi verið við lýði í borgum og bæjum Spán- ar og haldist í hendur við aukið at- vinnuleysi sem tvöfaldaðist í stjórn- artíð sósíalista, úr einni milljón í rúmlega tvær. Fíklarnir hafa vald- ið svo miklu ónæði í sumum hverf- um að þurft hefur að gera stór- hreingerningar eftir margítrekuð mótmæli íbúa sem hafa fengið nóg af líkamsmeiðingum og daglegum ránum. Heróínið er sérstaklega út- breitt í fangelsum þar sem margir hafa kynnst því og ánetjast. Er nú svo komið að yfirvöld í Pamplona í Navarra hafa ákveðið að horfast í augu við veruleikann og útdeila nál- um og sprautum í fangelsunum þar til að stemma stigu við smiti. I sumum bæjum mætti halda að maður væri kominn til Reykjavík- ur miðað við ungmennamergðina sem hangir á götum, torgum og fyrir utan bari í miðbænum drekk- andi úr plastglösum. Samkvæmt tölum Fare eru nær 3,5 millj. Spán- verja í hættu við að misnota áfen- gi. Afengið er talið eiga sök á helm- ingi umferðarslysa og um 30% vinnuslysa og talið er að 30.000 lát- ist á ári úr sjúkdómum vegna áfengisneyslu. Konum hefur fjölgað í hópi þeirra innan við 10% ofnot- anda eftir að þær fóru á vinnu- markaðinn og tóku upp barmenn- ingu og venjur karlmanna. Ungmennin hafa líka breytt venjum sínum. Áður var það mat- ar- og vínmenningin á matarborð- um heimilanna þar sem alltaf var neytt víns en nú innbyrða þau mik- ið á stuttum tíma. Þau drekka á götunni og utan heimilanna. En hæpið er að það komi niður á frjáls- legum drykkjusiðum hinna full- orðnu. Þetta er hefð. ÁFENGI þykir sjálfsagður hluti af umhverfinu á Spáni. Áfenglð er tallð elga sðk á helmlngl um- ferðarslysa og um 30% vlnnu- slysa og tallð er að 30.000 látlst á ári úr sjúkdómum vegna áfengls- neyslu. Prófaðu Lotus Við val á salemispappír hættir okkur um of til að láta verðið ráða kaupunum. Það er oftast á kostnað þægindanna því þegar upp er staðið snýst málið um gæði. Lotus er þægilegur og endingargóður salernispappír. Hann er mýkri og sterkari en aðrar ódýrari tegundir og er því drýgri fyrir vikið. Lotus rifhar ekki hvar sem er! til enda!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.