Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 IflKU MORGUNBLAÐIÐ m Vínmenn- ing á und- mnhnitU á SpániP Hingað til hefur áfengissýkin helst þótt tilheyra norður evrópska kynstofninum. Þorri Jóhannsson kynnti sér ný viðhorf í Miðjarðarhafsmenninfflinni á Spáni þar sem vínmenningin er orðin innflutt vandamál. SPÁNVERJI við rauðvínsdrykkju. GETUR verið að vínmenn- ingin sé á undanhaldi á Spáni með nýjum norður- evrópskum siðum? Norðurlandabú- ar hafa oft öfundað Suður-Evrópu- þjóðir af frjálsræði og menningar- legum drykkjusiðum. Spánn sem áður var talinn öðruvísi hefur nálg- ast vesturevrópska siði æ meir við Evrópuþróunina. Auk þess hefur fjöldi norðurevrópskra innflytjenda og ferðamanna við ströndina haft einhver spillandi áhrif, en strand- svæði Spánar eru að verða hvíldar- og dvalarheimili eldri Evrópubúa. Nú stefnir í að alkóhólismi verði opinbert vandamál. Áður fyrr var vínið enn sjálfsagðari hluti af dag- legu lífi Spánverja. Bömum var gef- ið rauðvínsbleytt brauð með sykri sem sætindi og komust snemma á bragðið. Einhver sagði að það hefði verið stefna alræðisstjómarinnar að hafa áfengi ódýrt til að lægja óá- nægju. En böm og unglingar vönd- ust því að umgangast vín daglega og sem sjálfsagðan hlut og drakku yfirleitt vatnsblandað vín með mat. Stór hluti af vínmenningunni er það að áfengi er sjálfsagður og ódýr hluti af umhverfinu sem alltaf er hægt að ná í. Óþarfí er að klára flöskuna. Sumir vinnandi Spánverj- ar byrja snemma á morgnana með koníaki eða anísbrennivíni og kaffi, um tíuleytið er kannski drakkinn bjór eða vín með langlokum. Um tólfleytið fær fólk smá pásu sem eytt er á bamum og er oft drakk- inn lystaukandi eins og þurrt sérrí eða vermúth og oft bjór og vín með tapas auðvitað. Bjórinn eins og Coca-Cola hefur náð gríðarlegi útbreiðslu á kostnað víndiykkju. En kókið er þó nokkuð dýrara en almenn borðvín og bjór. Víndrykkja hefur minnkað með há- degisverðinum kl. 14-16 en margir innbyrða mikið magn af bjór eða víni oft blandað með límonaðigosi (Gaseosa) og er því fljótt að valda vellíðan. Ómissandi er koníakskaffi „carajillo" eða kaffí og koníak á eft- ir. Um sexleytið er óhætt að fá sér sterkan blandaðan drykk. Auðvitað er svo drakkið með kvöldverðinum klukkan tíu og farið fyrst á barinn til að auka lystina og bæta melting- una eftir á. Hefðin hefur verið að narta oft- ast í eitthvað með drykk enda er þjóðin sísnæðandi ef hún hefur efni á því. Ekki er gerður greinarmun- ur á að fá sér í glas og stunda vinnu enda drykkjan jöfn og regluleg, inn- an marka. En þetta er auðvitað alls ekki algilt. Séu Spánverjar spurðir út í þessa ágætu siði er svarið oft- ast, „þetta er hefð“. Hætrtur áfengis Nýlega þinguðu í Madrid 550 „fyrrverandi" áfengissjúklingar um leiðir til að forða þjóðfélaginu frá hættum áfengis. Fare, samtök „fyrrverandi“ alka, hélt sitt fimmta þing og þar vora fulltrúar frá öðr- um Evrópulöndum. Eitt af mark- miðum þingsins er að finna leiðir til að þeir sem neyti áfengis geri það á ábyrgan hátt án þess að ánetjast. „Samtök okkar era ekki forræðis- sinnuð, við vitum að áfengið er lög- legt vímuefni sem við verðum að lifa með,“ segir Francisco Vila, forseti Fare. Fyrir Vila sem er einnig forseti Alþjóðlegu allsgáðu samtakanna (Sobriety Internacional) er mikil- vægt að breyta almenningsálitinu og hafna kreddulausnum. En mikil- vægast fyrir Fare er að mynduð verði opinber stjómarstefna um áfengissýki. Það er ekki nóg að beita aðferðum heilbrigðiskerfisins heldur verður einnig að hugsa um opnunartíma, aldursmörk og aug- lýsingar. Þetta er ekki dýrt fyrir stjómina en áfengissýkin kostar billjónir peseta. Fare vill aðeins að lögum sé framfylgt og er fylgjandi því að aldurstakmark sé hækkað úr 16 árum í átján. Að smíða úr draumum DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns FLESTIR hafa hæfileika til sköpunar, að tjá sig á huglægan eða hlutlægan hátt í mynd eða máli en skortir oft kunnáttu til að kveikja á orkuveitum hugans. Þar geta draumamir orðið dýr- mætt afl og tengiliður til frjórra hughrifa og skapandi verka sem gefa af sér gull í mund. Sem dæmi má nefna danska rithöf- undinn Peter H0eg sem varð heimsfrægur og moldríkur á draumi sínum um Smillu og næmi hennar á snjó. En það er einmitt næmi eða innsæi sem er eitt af lykilorðum draumsins að bankahólfum hugmyndanna. Hugmyndir kvikna yfirleitt ekki af sjálfu sér en til að tendra neista þeirra svo úr verði bál, þarf mikinn og góðan eldivið sem má sækja víða, svo sem í ljóðum og öðram hvefjandi lestri, á list- sýningum, í bíó, leikhúsi eða með náttúraskoðun og íhugun. Þenn- an eld opinna skynhrifa má síðan virkja meðvitað til að efla sjötta vit skilnings, innsæið. Þá verða orkuver draumsins virk og milli meðvitundar og dulvitundar opn- ast greið leið. Sú leið er unnin með gæðastjómun svefnsins, skipulagningu minniseinda og samhæfingu draumstafa. Draumar lesenda í eftirfarandi draumum sem era persónulegir eru undirligg- andi tákn einhverra áfalla í fortíð sem með dulinni bælingu gera nútíðina óstöðuga og framtíðina óörugga. Draumur „Natösju“ „Mig dreymdi að ég og ein- hver maður voram að klífa upp hvítt fjall úr salti. Erfitt var að klifra en loks þegar á toppinn var komið var hvelfing yfír hon- um sem myndaði einskonar kross. Einhverjir menn komu og vora æfir yfir að við væram þama og hentu dótinu okkar fram af. Fyrir neðan fjallið var malbikað plan og sá ég hvemig hlutimir molnuðu þegar þeir lentu. Mér fannst þetta vera fyr- ir utan gamla skólann minn og vora fleiri menn inni í skólanum að henda dóti út um gluggana. Síðan fannst mér komin aðfara- nótt jóla og ég í algjörum mínus þar sem ég hafði gleymt að láta konu pabba míns hafa jólatréð sem ég ætlaði að gefa henni (þau era nú skilin). Hún ætlaði út á land yfir jólin og ég hafði misst af henni. Mér fannst líka að ég hefði gleymt að láta pabba hafa sína gjöf en var áhyggjuminni af því. Síðan var ég heima hjá ömmu og afa. Enginn var heima, ég leit út um svefnherbergis- gluggann og sá að sendiferðabíl var lagt fyrir utan og blikkaði hann ljósunum þegar hann sá mig. Eg varð hrædd þar sem ég hélt að innbrotsþjófar væra komnir. Ég ætlaði að hringja á lögguna en þá kom amma og opnaði fyrir þeim. Ég hafði þá tilfinningu að þau væra viðriðin eitthvað glæpsamlegt. Næst var ég í Kringlunni og var þriðja_ hæðin orðin að flottu hóteli. Ég og unnusti minn gistum þar. Við föram svo í partý hjá stelpu sem ég þekki. Þar sé ég stelpu sem var áður að „dúllast" með unnus- ta mínum, þá fatta ég að stelpan sem hélt partýið hafði verið með honum í hléi sem við gerðum á sambandi okkar. Ég varð mjög sár því ég hafði ekki verið með neinum í hléinu og krafði hann um svör við sambandi þeirra. Ég stransaði burt og tékkaði mig út af hótelinu og inn á annað. Þegar Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson DRAUMUR tekur á sig mynd. ég ligg þar hálfsofandi kemur þjónustustúlka og rakkar mig um 15,15 kr. skuld frá hinu hót- elinu, ég er að tína saman pen- ingana þegar unnusti minn kem- ur og borgar þessar 15,15 kr.“ Ráðning Draumi þínum má líkja við ferð um lífsins veg og saltfjallið sem þú klífur er hluti af ævi þinni. Táknið er að ferðin verði erfið framan af en erfiðleikamir styrki trú þína (krossinn yfir fjallinu) á sjálfa þig, sem auðgi framhaldið. Þessir erfiðleikar virðast vera meðferðamenn sem þú mætir á leiðinni (einhverjir menn) og stífni í samskiptum (öllu er hent út allstaðar). Þarna er einnig samviskubit (í algjöram mínus) á ferðinni sem hamlar för þinni, jafnvel vantraust til ná- kominna (amma í vafasömum viðskiptum). Þú ert einnig van- trúuð á ástina og metur lítils (15,15 kr.) að hún gangi þér í vil. Þó er það ofangreind trú þín sem breytir vatni í vín, sút í sælu. „Guggu“ dreymdi „Mér fannst ég koma í hús þar sem ég og dóttir mín (2 ára) höfumst við. Húsið var úr tré, gamalt og hrörlegt. Hurðin er með glugga í miðjunni. Strax og maður kemur inn tek- ur við stigi og er það eina leið- in upp. í honum era lausar fjalir hér og þar og skakkar. Mér líður illa í stiganum og hef áhyggjur af dóttur minni. Mér finnst að ekki sé allt með felldu við þetta skrýtna hús og stig- amir séu fleiri (þeir áttu að vera upp eina hæð en vora upp tvær). Þegar ég uppgötva þetta með stigana verð ég hrædd og óttast um dóttur mína. Ég kemst þó upp á efstu hæðina þar sem dóttir mín bíður á stigapall- inum. Hún er fegin að sjá mig og er ekki bragðið þó hún sé nakin og húðin á henni rauðari en venjulega. Ég er undrandi á nekt hennar og velti því fyrir mér hver hafi klætt hana úr og hvort hún hafi lent í einhverju. Ég tek hana í fangið og sé þá tvö herbergi. Inn í öðra þeirra sé ég strák sem er stríðinn á svipinn. Hann er líka án fata og á líkum aldri og dóttir mín. Ég pæli í hvort hann sé hluti af reimleikum hússins og vilji illt, en áræð samt að tala við hann. Þegar ég er komin inn í her- bergið léttir mér mjög og ég fatta að þetta er bara söngleikur sem við eram að leika í og nú kemur fjörugt atriði þar sem við eigum að dansa. Strákurinn og fleiri strákar (stálpaðri samt) stilla sér upp í hljómsveit og gera sig klára að spila. Ég byrja að dansa við dóttur mína og set hana á háhest. Mér finnst vera víðáttumikill garður sem hægt er að ganga út í frá efstu hæðinni. Hann er lengri en hann er breið- ur og girðing í honum langsum. Hinum megin við girðinguna á kunningjakona mín heima og við tölumst við yfir girðinguna. Mér finnst ég þekkja þennan garð mjög vel og vera öragg í honum. Ég eyði líka mestum tíma í hon- um. Þar er bara slétt gras, ekk- ert annað.“ Ráðning Þú í sjálfri þér (húsið) virðist eiga í mestu vandræðum (húsið er skrýtið, stiginn ekki einn held- ur fleiri og það er reimt) að taka skynsamlegar ákvarðanir vegna hafta sem halda þér fanginni í óstöðugleika tilfinninga. Þessi þvingun í sálinni hamlar frjálsum hugsunum og óþvinguðum sam- skiptum (dóttirin speglar það) en ekki vantar löngunina til að kasta hlekkjunum (strákurinn, hljómsveitin, söngleikurinn og dansinn), og þú átt vin (kunn- ingjakona) sem hefur lykilinn að nýjum og ónumdum (bara slétt gras) garði lífs þíns. Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: •Þeir lesendur sem vilja fá draumn síim birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunhlaðið Kringlunni 1 103 Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.