Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skipbrot í heil- brigðismálum REYKJAVÍKURBRÉF Morgun- blaðsins, laugardaginn 26. apríl, er helgað heilbrigðismálum. Tilefnið er erindi Ólafs Olafssonar landlæknis á þingi BSRB, þar sem hann gerir úttekt á stöðu heil- brigðismála á grund- velli könnunar sem landlæknisembættið hefur látið gera. Niður- staðan er ekki glæsileg fyrir ríkisstjóm Islands. Stór hluti fólks hefur ekki efni á að leita sjálf- sagðrar þjónustu og biðlistar hafa lengst verulega með skelfileg- um afleiðingum. Bæði núverandi ríkisstjóm og sú síðasta hafa stað- ið fyrir verulegum nið- urskurði í heilbrigðis- þjónustu. Það sama hefur gerst víða annars staðar á Vesturlöndum. Gmndvallarmunur er hinsvegar á þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi og erlendis. Hér hefur ríkisstjómin beitt gömlum og úrelt- um aðferðum, þ.e. flötum niður- skurði í kerfi fastra fjárlaga. Verk- efni einstakra stofnana hafa ekki verið endurskoðuð eða hlutverki þeirra breytt. Hröð þróun á síðustu árum í rannsóknum og meðferð hefur vald- ið mikilli breytingu á öllum starfs- háttum. Þörf fyrir sjúkrarúm og legudeildir hefur farið ört minnk- andi og möguleikar eru á ýmsum ráðum til að draga úr kostnaði við þjónustuna. Föst fjárlög koma i veg fyrir eðlilega þróun á þessu sviði og nánast alls staðar í nálægum löndum hafa verið farnar aðrar leið- ir til fjármögnunar. Menn hafa leit- að allra leiða til hagræðingar og eitt af því sem hefur skilað mjög verulegum árangri er ferliverka- starfsemi, sem er auðvitað mun ódýrari þjónusta en sólarhringsvist. Hér á landi er það hinsvegar að gerast að aðgerðir heilbrigðisráðu- neytis í ferliverkamálum, sem byggjast á því að setja þá þjónustu á föst fjárlög, munu sennilega leiða til stöðnunar í þróun þessara mála hér á landi. Erlendis hafa verið farnar aðrar leiðir. Þar hefur fjöldi stofnana verið lagður niður og aðrar sameinaðar. Endurbætur hafa verið gerðar á fjár- mögnun og víðast tekið upp það ein- falda atriði að fjár- magnið fylgi sjúkling- um og fari þangað sem þjónustan er veitt. Kostnaður hefur verið greindur á hvem sjúkl- ing þannig að auðvelt er að fínna það form þjónustunnar sem skil- ar mestri hagkvæmni og kemur í veg fyrir sóun. Sjálfstæði stofn- ana hefur verið aukið en þær jafnframt gerð- ar ábyrgari fyrir sínum rekstri. Sjúkrahús hafa getað nýtt sér öra þró- un í lækningum á þann veg að þjóna sjúkling- um í vaxandi mæli á dagdeildum í stað sólarhringsdeilda og spara þannig mikið fé. Þau hafa einnig getað nýtt sér nýjustu tækni bæði í almennum rekstri og beinni þjónustu við sjúklinga. Það er mikill Ríkið á að kaupa þjónustu af þeim, segir Olafur Om Arnarson, sem reka heilbrigðis- stofnanir misskilningur hjá Mbl. þegar það heldur að ný tækni og ný lyf valdi ávallt aukningu kostnaðar í heil- brigðiskerfínu. Þvert á móti hefur það sýnt sig að slíkt sparar og eyk- ur hagkvæmni þegar til lengdar lætur. Tæknibúnaður er einmitt for- senda þess að mögulegt er að veita fullnægjandi þjónustu á mun ódýrari hátt en áður. Leiðir Mbl. Mbl. sér aðeins tvær leiðir til þess að leysa vanda heilbrigðiskerfisins. Önnur er sú að veita mun meiri fjár- magni af skatttekjum til reksturs þess. Ég er sammála Mbl. í því að Ólafur Örn Arnarson Næsti prestur í Garðasókn Hans Markús Hafsteinsson HINN 31. maí nk. fara fram prestskosn- ingar í Garðasókn þar sem sóknarbömum gefst kostur á að velja sér prest í lýðræðisleg- um kosningum. Tveir frambjóðendur eru í boði: Sr. Örn Bárður Jónsson og Hans Mark- ús Hafsteinsson, guð- fræðingur og starfandi lögreglumaður. Varla þarf að fara mörgum orðum um aðdraganda þess að ákveðið var að viðhafa almennar kosn- ingar eftir að sóknar- nefnd hafði áður valið umsækjanda til starfans. Nú standa sóknarbörn Garðasóknar frammi fyrir því erfíða verkefni að velja á milli tveggja hæfra umsækjenda, því aðrir umsækjendur kusu að draga umsóknir sínar til baka. Eins og títt er, þegar kosið er á miili manna, sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra og víst er að báðir uppfylla settar kröfur. Svo virðist sem hluti sóknar- nefndar Garðasóknar hafi þegar ákveðið að standa að baki Emi Bárði Jónssyni án þess að kynna sér hinn frambjóðandann, Hans Markús Haf- steinsson, sem vissulega er óskrifað biað innan kirkjunnar. Hans Markús er 45 ára, guðfræðingur, sem nú hefur ákveðið að leggja verk sín og reynslu undir dóm sóknarbama Garða- sóknar. Sérstaða hans er ótvírætt sú að hann hefur 'aldrei skipað sér í raðir ákveðinna „arma“ innan kirkjunn- ar og er því góður val- kostur fyrir þá sem ekki vilja taka afstöðu í deilumálum innan kirkjunnar. Hans hefur undanfarin 23 ár starf- að sem lögreglumaður við embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Þar öðlaðist hann mikil- væga lífsreynslu og kynntist öllum hliðum mannlífsins og hefur í gegn- um tíðina orðið að mæta hinum voveiflegustu atburðum í stafí sínu. Við slíkar aðstæður áttaði Hans sig á að sárlega vantaði áfallahjálp og sálgæslu til handa þeim sem verða að takast á við mannlega harmleiki og félagslega niðurlægingu skjól- stæðinga sinna. Það varð til þess að Hans fékk áhuga á sálgæslu og áfallahjálp, sem síðar varð lokaverk- efni hans til embættisprófs við guð- Matthías Guðm. Pétursson sú leið er illa fær og reyndar ekki nauðsynleg. Hin leiðin sem Mbl. tel- ur færa er að taka upp þá tilraun sem gerð hefur verið á Nýja-Sjá- landi, þ.e. að sjúklingar eigi þess kost að greiða þjónustuna fullu verði og komast þannig hjá bið. Viðbrögð við þessarri hugmynd hafa hingað til verið slík að það er eiginlega óskiljanlegt, að Mbl. skuli detta í hug að um hana kunni að nást ein- hver sátt í þjóðfélaginu í dag, og því raunhæf leið til lausnar á vand- anum. Mbl. virðist því á þeirri skoð- un að eina leiðin sé að fá nýtt fjár- magn inn í reksturinn á óbreyttum forsendum. Þetta er rangt. Hvað er til ráða? Hver er þá leiðin sem við eigum að fara? Við eigum auðvitað að líta til þeirra þjóða sem eru næst okkur og skoða hvað þær eru að gera eins og að ofan er getið. Það þarf að draga úr hlutverki ríkisins í beinum rekstri. Ríkið á að kaupa þjónustu af þeim sem reka heilbrigðisstofnan- ir og tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Þeir sem sjá um rekst- urinn geta verið opinberir aðilar, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og einkaaðilar. Það verður að greina allan kostnað á hvern sjúkling og íjármagnið verður að fylgja sjúkl- ingnum. Það verður að gera kerfmu mögulegt að nýta sér ódýrustu leið- irnar til þess að veita þjónustu en ekki leggja stein í götu þeirra eins og nú er verið að gera. Það verður að hætta að refsa sjúklingum fyrir að njóta þjónustu dag- og göngu- deilda eins og nú er gert með mis- munandi greiðslum. Sjúklingar í sól- arhringsþjónustu greiða ekki neitt. Það þarf að dreifa valdi í stað þeirr- ar miðstýringar sem nú er við lýði. Sveitarfélögin eiga að taka yfír rekstur heilsugæslu. Þessar hug- myndir eru ekki nein bylting. Hér er um að ræða leiðir sem farnar hafa verið annars staðar í mörg ár. Bretar hafa góða reynslu af umbót- um í sínu kerfi og Verkamannaflokk- urinn hefur lýst því yfír að ekki verði hróflað við þeim. Ríkisstjórn íslands hefur margt jákvætt gert á sínum ferli. í heil- brigðismálum hafa henni hinsvegar verið mislagðar hendur. Framtíðin getur oltið á því hvemig til tekst með að ná þjóðarsátt um þennan viðkvæma málaflokk. Höfundur er læknir, framkvæmdastjóri v. Sjúkrahús Reykjavíkur. fræðideild Háskóla íslands. Þá hefur hann kynnt sér þessi mikilvægu mál - bæði heima og erlendis. Hans Markús sýndi og sannaði að ef ódrepandi áhugi og elja er fyrir hendi er allt hægt til að ná markmiðum sínum. Hann stundaði nám við guð- fræðideild Háskóla íslands með fullri vaktavinnu hjá lögreglunni og lauk prófum á tilskildum tíma. Lokaverk- efni hans, „Sálgæsla og áfallahjálp fyrir lögregluþjóna", er tímamóta- verk þar sem ekki hefur áður verið skrifað á svo ítarlegan og faglegan hátt um þau mál út frá sérstöðu lögreglumanna. í ritgerðinni tók hann viðtöl við ijölda lögreglumanna sem meðal annars höfðu upplifað þá miklu lífsreynslu að leita fólks Hans Markús er góður valkostur, segir Matt- hías Guðm. Pétursson, og bak við hann breiður hópur stuðningsfólks. sem saknað var í snjóflóðunum á Vestfjörðum. í ritgerðinni kemst Hans að þeirri niðurstöðu að sál- gæslu og áfallahjálp sé mjög ábóta- vant meðal þeirra sem vinna við lög- gæslu-, björgunar- og hjálparstörf. Hans Markús Hafsteinsson er fjöi- skyldumaður og drengur góður. Um það vitna þeir sem gerst þekkja hann í einkalífi og sem vinnufélaga. Ef hann nær kjöri sem prestur í Garðasókn mun hann leggja mikla áherslu á að styrkja fjölskylduna og reyna að festa í sessi jákvæðan lífs- GREIN þessi er rituð í tilefni af því að þriðju- daginn 20. maí næst- komandi verður haldinn kynningarfundur á WINschöol kennsluum- hverfínu sem er að ryðja sér braut í tölvuverum á íslandi sem og erlend- is. Kynningin verður haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfírði og er markmiðið með henni er að vekja skólastjóm- endur enn frekar til umhugsunar um nota- gildi tölva sem hjálpar- tækja við kennslu. Tölvur verða sífellt mikilvægari þáttur í lífi og starfi einstaklinga. Nú er svo komið að farið er að nota tölvur í miklum mæli sem hjálpartæki við hvers kon- ar kennslu í skólum. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga, þar á meðal Markmiðið með kynningunni er, segir Þór Clausen, að vekja skólastjórnendur til umhugsunar um nota- gildi tölva sem hjálpar- tækja við kennslu. notkun Internetsins, vinnsla í stýri- kerfum, notkun forrita eins og Exc- el töflureiknis, Word ritvinnslukerf- is, ýmissa bókhalds- og birgðakerfa, tölfræðiforrita, í tungumálakennslu og síðast en ekki síst notkun kennsluforrita. Því má fullyrða að notkun tölva, sem hjálpartækja við kennslu og nám, geti haft töluvert hagræði í för með sér hvort sem um er að ræða raungreinar, tölvunar- fræðigreinar, tungumálagreinar, viðskipta- og hagfræðigreinar eða félagsvísindagreinar. í flestum skól- um landsins er þessara áhrifa farið að gæta. Grunnskólar, framhalds- stíl þar sem vímuefni og lífsflótti eiga sér ekki stað. Hann leggur einn- ig mikla áherslu á safnaðaruppbygg- ingu og vill færa prestinn nær sókn- arbörnunum, t.d. með því að vera með fasta viðtalstíma reglulega í öllum sveitarfélögunum sem mynda Garðasókn. Hann vill einnig leggja sitt af mörkum til að unglingar haldi áfram að stunda kirkjuna sína eftir fermingarathöfnina, t.d. með því að athuga hvort ekki sé ástæða til að breyta messuforminu og aðlaga það mismunandi aldurshópum. Sálgæsla og áfallahjálp er, eins og áður hefur komið fram, eitt af helstu áhugamál- um Hans Markúsar og eitt af mark- miðum hans er að auka líknarþjón- ustu. Þá vill hann að friður náist innan kirkjunnar þannig að allir meðlimir hennar geti sameinast í safnaðarstarfinu. Hinn 31. maí nk. göngum við sókn- arböm Garðasóknar til kosninga og kjósum prest til starfa við söfnuðinn okkar. Slíku vali fylgir mikil ábyrgð sem enginn má skorast undan. Á bak við Hans Markús Hafsteinsson er breiður hópur fólks sem kemur úr öllum þjóðfélagshópum og öllum stjómmálaflokkum. Sérstaða þessa unga og óþekkta frambjóðanda er sú að hann þorir, getur og vill þjóna sóknarbömum sínum og kirkjunni í heild - án þess að vera flokkaður sem innan tiltekins „arms“ eða stjómmálahreyfíngar. Hann er þvf ótvíræður valkostur fýrir þá sem vilja ekki taka afstöðu í deilumálum kirkj- unnar en líta fremur á hin raunveru- legu gildi mannlífsins. Fyrir þau gildi stendur Hans Markús Hafsteinsson. Höfundur er markaðsfulltrúi. skólar, menntaskólar, háskólar, endurmennt- unarstofnanir og ýmsir sérskólar eru í auknum mæli að nýta sér betur töivutæknina. Skólamir era reyndar mislangt á veg komnir í tölvuvæð- ingu, því hugur þarf að fylgja hönd í þessu efni, ásamt því sem nægjan- legt fjármagn er nauð- synleg breyta í jöfn- unni. Mikilvægt er að virkja sem flesta kenn- ara til þess að innleið- ing tölvutækninnar í skólana beri árangur og hún fullnýtist. Því er nauðsynlegt fyrir stjórnendur skól- anna að tryggja undirstöðurnar með því að veita kennuram gott aðhald í tölvunotkun, því hún er að verða nánast ómissandi hjálpartæki fyrir kennara í kennslu og jafnframt öflugur stuðningur fyrir nemendur í námi. Kennslutæki framtíðarinnar Komið er á markað kerfi sem býður upp á aukna skilvirkni og hagræð- ingu í kennslu. Kerfíð er kennsluum- hverfi og ber nafnið „WINschool". Kerfið skapar aðgengilegt umhverfí fyrir kennara þannig að hann á að geta kennt á skilvirkari hátt, fylgst með og aðstoðað nemendur eftir þörf- um. Með notkun kerfísins er kennari í sambandi við hvern nemanda í tölvu- verinu í gegnum tölvumar. Því má segja að kerfið sé í raun vatn á myllu þeirra sem hafa stuðlað að byltingu í kennsluaðferðum á íslandi. Grannþættir kerfisins bjóða upp á: • Skjávarp - kennari miðlar kennsiuefni til allra nemenda • Eftirlit - kennari fýlgist með skjá- myndum nemenda á sínum skjá • Aðstoð - kennari aðstoðar nem- anda • Endurræsing - kennari getur endurræst útstöðvar Nemendur og kennari eru með heyrnartól og hljóðnema á höfði og kennari getur því verið í talsam- bandi við einn nemanda eða fleiri. Þetta eykur einnig áhuga nemenda á viðkomandi fagi sem verið er að kenna þar sem tæknin við þetta er spennandi og athyglisverð. Kennari hefur óskipta athygli nemenda þar sem hann sendir skjámynd sína á allar útstöðvar. Hann getur þar af leiðandi tekið hvaða forrit sem er og sýnt nemendum skref fyrir skref virkni þess og leiðbeint við notkun þess. Þannig getur hann til dæmis sent myndir og texta af Internetinu á allar útstöðvar nemenda og um leið gert lyklaborð nemenda óvirkt. Kennari þarf ekki að bogra yfir axlir nemenda, arka horna á milli í tölvuverinu eða eyða dýrmætum tíma af kennslustund í töfluskriftir til útskýringa fyrir valinn hóp nem- enda. Hann getur einnig skoðað skjámyndir nemenda á sinni skjá- mynd og aðstoðar þá nemendur sem biðja um aðstoð, án þess að trufla aðra nemendur í tölvuverinu. Skólar á landinu eru jafnt og þétt að innleiða þetta nýja kennsluum- hverfí. Kennarar sem til þekkja segja það ómetanlegt fyrir kennara sem og nemendur. Kennari hefur fulla stjóm á því sem fram fer í tölvuver- inu og jafnvel raddbönd kennara sparast þar sem samskipti geta far- ið fram í gegnum heyrnartólin og hljóðnemann. Þá verða tengslin við hvem og einn nemanda miklu per- sónulegri og þjónustan við nemendur betri ásamt því sem kennslustundin nýtist betur en ella. Af þessu má draga þá ályktun að kennslan kom- ist betur til skila. Umfram allt eru þeir kennarar sem nota kerfið ánægðir og telja að sökum skilvirkni og hagræðingar sé þetta það sem koma skal í kennslumálum í tölvu- verum á íslandi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Menntun - Kennsluumhverfi framtíðarinnar Þór Clausen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.