Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 33 ik- Morgunblaðið/RAX lf fræ af þeim plöntum sem tald- slandi og ekki er hægt að flytja nn Runólfsson landgræðslustjóri dgræðslufræi hafi skipt sköpum nelfræ sem verið er að flokka. DGRÆÐSLUAÆTLUNAR skap í landinu. „Menn gætu eftir sem áður sleppt fé í lausagöngu á afrétti sem þola beit og þá þyrfti að girða afréttina frá heimalöndum. Reyndar eru slíkar girðingar fyrir hendi í lang- flestum tilvikum. Og bændur þyrftu að girða meira á milli sín en nú er. Á móti gæti áhugafólk um land- græðslu og skógrækt og ríkisstofn- anir eins og Vegagerðin, --------- Landgræðslan og Skóg- ræktin hætt að eyða háum fjárhæðum í girðingar til þess að geta ræktað í _____________ friði,“ segir Sveinn. Landgræðslan hefur sótt þekkingu til umræddra landa. Þegar blaðamann bar að garði í Gunnarsholti var þar staddur einn af ráðgjöfum Land- græðslunnar, Ian Hannam yfírmaður stefnumótunar- og lagadeildar Land- græðslunnar í Nýju Suður-Wales í Astralíu. Hann telur mikilvægt að settar verði skýrari reglur hér á landi um ábyrgð bænda á búpeningi sínum og ábyrgð eigenda lands og búfjár á -landinu. Ef upp kemst um ofbeit í Ástralíu, hvort sem landið er í eigu einkaaðila eða ríkisins, er mönnum gert að fækka fé á viðkomandi svæði eða friða það alveg. Ástralir hafa sett á stofn dómstóla sem eingöngu fjalla um umhverfismál. Ef bændur brjóta gegn lögum og reglum um sjálfbæra nýtingu landsins er þeim stefnt fyrir þessa dómstóla þar sem hægt er að dæma þá til að greiða háar sektir, allt að 35-40 milljónir íslenskra króna. Nýlega var kveðinn upp dómur þar sem á þetta reyndi í heimahéraði Ian Hannam og í honum var einmitt lögð áhersla á þessi grundvallaratriði um ábyrgð búfjár- eigenda. Lögin þurfa að fylgja „Landgræðslan er sennilega elsta starfandi stofnun af þessu tagi í heim- inum. Ég tel að við höfum þekkingu og reynslu til þess að takast á við uppblástursvandamál þó auðvitað séum við alltaf að læra. Hins vegar erum við ráðþrota þegar kemur að vandamálum varðandi landnýtingu. Lög eru óskýr og veita okkur ekki næg úrræði til að grípa inn í þegar menn eru komnir í ógöngur með nýt- ingu lands. Auðvitað leysum við ekki beitarvandamál með lögum eða lög- regiuvaldi, árangursríkast er að fá alla hlutaðeigandi aðila til samstarfs en lögin verða einnig að fylgja eftir þróuninni svo menn viti hvar þeir standa," segir Sveinn Runólfsson. Hann segir að víðtæk samvinna allra aðila sé best. Það þýði að auka verði fræðslu- og kynningarstarf meðal bænda og auka þátttöku þeirra í land- bótum. „Ég tel að aukin fræðsla og þar af leiðandi þekking landnotenda á sjálfbærri nýtingu muni tryggja skyn- samlega nýtingu auðlinda landsins. Það fer enginn vísvitandi illa með land en stundarhagsmunir vegna ánægjunnar við göngur og réttir verða stundum á kostnað verndunar landkosta." Undir forystu landbúnaðarráðu- neytisins er hafinn undirbúningur að langtímastefnumörkun fyrir land- græðslustarfið. Stefnt er að þátttöku og aðild fulltrúa margra þjóðfélags- hópa sem láta sig málefnið varða. „Við leggjum áherslu á að sem flest- ir komi að þessari stefnumótun þann- ig að niðurstaðan hafi almennan stuðning og að allir landsmenn geti komið að framkvæmd hennar." Viðbótin nýtist vel „Ég vildi geta ráðið fleiri sérmennt- aða menn til starfa til þess að auka fræðslu um landnýtingu og land- vemd, ekki einungis til bænda heldur einnig við búnáðarfræðsluna og leið- beiningarþjónustuna. Ég tel að það myndi skila góðum árangri," segir Sveinn þegar hann er spurður að því hvernig Landgræðslan sé í stakk búin til að vinna að sínum verkefnum. Hann segir að það viðbótarfjár- magn sem ríkisstjórnin ákvað að veita til landgræðslu og skógræktar til þess að auka bindingu koltvísýrings komi í góðar þarfir. Sá hluti sem fer í landgræðslustarf, 50 milljónir í ár, fer allur í beina uppgræðslu lands. Dreifist féð nokkuð um landið og er bændum, landgræðslufélögum og verktökum falið að annast fram- kvæmd uppgræðslunnar. Sveinn vill ekki hætta sér út á þá braut að stemma af gróðurreikning okkar kynslóðar. „Rannsóknir á jarð- vegsrofi og vinna við gerð gróður- korta sýnir að enn á sér stað mjög alvarlegt jarðvegsrof. Ég tel að í byrj- un þessa áratugar höfum við farið halloka í barátt- unni, að þá hafi meira eyðst af gróðri en grætt var upp af íbúum landsins og náttúrunni sjálfri. Það er hins vegar okkar mat að nú sé land víða að gróa upp og að í góðum árum grói meira upp en eyðist. Um þetta er hins vegar erfitt að fullyrða og þyrfti til þess dýrar rannsóknir. Það er þó aðalatriðið í mínum huga að allt of víða blasir við okkur lan- deyðing og að við eigum mjög langt í land með að ná tökum á nýtingu landsins þannig að beit verði í sátt við landið og gróður þess,“ segir Sveinn Runólfsson. Ábyrgð á eig endur lands og bændur Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins 80% virkra þátttak- enda hafa fengið vinnu Árangur af starfí Vinnuklúbbsins í Reykjavík, sem tók til starfa í október á liðnu ári, er þegar orðinn umtalsverð- ur og margir hafa fengið vinnu. í vinnuklúbbunum fær fólk, sem hefur verið atvinnulaust lengi, aðstoð við atvinnuleit. Hulda Stefánsdóttir ræddi við forsvarsmenn þessa verkefnis og tvo þátttakendur. Anna Kristín Kristín Halldórsdóttir Ingunnar UM 80% atvinnulausra sem starfað hafa með Vinnu- klúbbnum í Reykjavík hafa nú fengið vinnu. Stærsti hópur þeirra sem leita til klúbbsins er fólk á fertugsaldri sem er að skipta um starfsvettvang. Það vekur athygli að þrátt fyrir að kon- ur séu í meirihluta á atvinnuleysis- skrá þá eru það fleiri karlmenn sem leita til Vinnuklúbbsins. Vinnuklúbburinn í Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborg- ar og félagsmálaráðuneytisins til eins árs. Miðað er að því að aðstoða fólk sem hefur verið atvinnulaust til langs tíma og er tilbúið að stunda atvinnuleit sem fulla vinnu. Gerð er krafa um að þeir sem eru þátttak- endur í Vinnuklúbbnum geti byijað fyrirvaralaust í vinnu, þeir vilji taka þátt í hópvinnu, hafí raunhæfar væntingar og séu áhugasamir og jákvæðir. Meðal þess sem þátttakendur í Vinnuklúbbnum fá aðgang að er vinnuaðstaða, ráðgjöf og aðstoð til sjálfshjálpar, þjálfun í viðtalstækni, aðgangur að tölvum, síma, og dag- blöðum og aðstoð við starfsskýrslu- gerð, eins og kemur fram í kynning- arriti Vinnublúbbsins. Anna Kristín Halldórsdóttir er forstöðumaður og ráðgjafi Vinnu- klúbbsins en með henni starfa þær Kristín Ingunnar og Auður Jónsdótt- ir. Anna Kristín segir fyrirmyndina að Vinnuklúbbnum vera sótta til Bandaríkjanna en að hún hafi einn- ig verið reynd víðs vegar í Evrópu og á Norðurlöndunum og hvarvetna skilað góðum árangri. Sífellt fleiri fá atvinnu Hérlendis fór verkefnið hægt af stað en þeim fer fjölgandi sem til klúbbsins leita og sífellt fleirum hefur tekist að verða sér úti um atvinnu. Alls hafa um 80 manns verið skráðir í Vinnuklúbbinn en þar á meðal eru einstaklingar sem helst hafa úr lestinni. í apríl voru um 65% virkra þátttakenda með vinnu en nú hefur sú tala hækkað og er orð- in 80%. Ekki er þó alltaf um fram- tíðarstarf að ræða. „Við hvetjum fólk til að taka afleysingastörf til að. öðlast reynslu," segir Anna Kristín. Al- gengt er að sjómenn í leit að vinnu í landi leiti aðstoðar Vinnuklúbbsins, einnig fólk sem af heilsufarsástæð- um eða breyttum fjölskylduaðstæð- um þarf að skipta um starfsvett- vang. Aldursskipting er ljós eftir kynj- um, karlmenn eru flestir eldri en konur í yngri aldurshópum og þó að konurnar séu hlutfallslega færri þá gengur þeim vel að finna störf. Hugarfarið skiptir öllu máli Þegar fólk gengur til liðs við Vinnuklúbbinn eru því fengin gögn þar sem farið er nákvæmlega í gegnum hvert skref atvinnuleitar, allt frá gerð starfsumsóknar til þess að mæta í viðtal. „Fólk kemur hér inn og segist ekki hafa fengið svör við starfsumsókn sinni en ég tel að eftir að það hefur unnið umsóknina hér þá fái það svör í um 97% tilfella. Vinnuaðstaða er^ fyrir hendi sem og aðgengi að tölvu og síma. Grunnþjálfun fyrstu tvær vikurnar Fyrstu tvær vikurnar fer fram námskeið þar sem fólk er þjálfað í því að fara í viðtöl, það er hvatt til að hringja í fyrirtæki og óska eftir að fá að senda inn umsókn eða koma í viðtal. Seinni fimm vik- urnar er ætlast til að fólk komi fyrir hádegi og vinni að sínum umsóknum en nýti tímann seinni hluta dags til að sækja atvinnuviðt- öl. Þátttakendur geta nýtt sér að- stöðu klúbbsins áfram eftir að eig- inlegu sjö vikna námskeiði líkur en þá fækkar viðverustundunum og veltur því meir á fólki að standa á eigin fótum. „Oftar en ekki er þetta spurning um að efla fólk í trúnni á sjálfu sér og því að það geti gert allt sem það vill,“ bendir Kristín Ingunnar á. Báðar eru þær Anna Kristín og Kristín sammála um að í þessu sam- hengi skipti sá stuðningur sem fólk fær af því að starfa saman í hóp að sameiginlegu markmiði mikluf' máli og að jákvæðni sé grunnskil- yrði. Bjartsýnni en áður ÞRÖSTUR Reynisson hef- ur verið atvinnulaus frá 1993. Hann er menntaður matvælafræðingur og hafði gengið erfiðlega að fá starf við sitt hæfi þegar hann leitaði til Vinnu- klúbbsins eftir aðstoð. Hann er bjartsýnn á að nú fari leit hans að skila árangri. „Hér fæ ég aðhald og því verður meira úr vinnu minni. í stað þeirra þriggja umsókna sem ég sendi á viku áður hef ég sent allt að fimm á dag eftir að ég kom hingað,“ segir Þröstur. Hann hafði aldrei treyst sér til að hringja í fyrirtækin áður en var eindregið hvattur til þess. „Ég mannaði mig upp í að hringja og það reyndist ganga stórvel," segir hann og bætir við að umsóknin hans hafi tekið stakkaskiptum og sé nú mun greinilegri. „Hin umsóknin var bara svört og hvít en nú hef ég sett inn mynd og bætt við meðmælendum svo hún lítur mun betur út.“ Þröstur segist engu að síður gera sér grein fyrir að það getur tekið hann upp undir ár að fá vinnu við sitt hæfi en hvatningin sem hann fær hjá Vinnuklúbbnum hafi skipt sköpum í hans atvinnuleit. I fullri vinnu að leita að vinnu AMAL Rún Qase lauk háskólanámi árið 1994. Hún hefur starfað við enskukennslu í kvöld- skóla en starfið sam- ræmdist ekki heimilisað-,^, stæðum hennar þar sem hún á ungt barn og því leitar hún sér nú að hent- ugri dagvinnu. Amal Rún var á leið í sitt þriðja atvinnuviðtal. „Kannski fæ ég vinnu í dag, maður verður að vera bjartsýnn.“ Hún seg- ir að það sé alltaf jafn erfitt að vera sypjað um starf en að það sé þó mun erfiðara að sætta sig við það þegar fyrirtæki auglýsi lausa stöðu og hirði svo ekki um að svarit" umsækjendum. Hún segist ekki trúa því að það sé nokkur maður sem vilji vera atvinnulaus. Það sé andlega niðurdrepandi þegar helgarnar renni saman við virku dagana. „Eg hvet því alla at- vinnulausa til að koma og skrá sig því hér er aðstaðan og hér er fólkið sem getur hjálpað manni að hjálpa sér sjálfur,“segir Amal Rún að lokum. Amal Rún Qase
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.