Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 61

Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 61
morgunblaðið LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 61 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP Alvöru Jane Bond HREYFING er komin á undirbún- ingsvinnu fyrir spennumyndina »The Ice Queen“. Myndin, sem byggist á sannsögulegum atburð- um, fjallar um bandarisku alríkis- lögreglukonuna Heidi Landgraf sem lifði tvöföldu lífi og kom upp um víðtækt eiturlyfjasmygl. Upp- lýsingar hennar urðu til þess að 200 menn voru dæmdir í fang- elsi, og eiturlyf og ránsfengur að andvirði 50 milljónir dollara voru gerð upptæk. Sidney Pollack hefur verið ráð- inn af Columbía til þess að leik- stýra myndinni en Michelle Pfeiff- er hefur sýnt því áhuga að leika aðalhlutverkið. Columbia keypti réttinn að sögu Landgraf árið 1994 en erfiðlega hefur gengið að ljúka við handrit sem allir eru sáttir við. Joan Didion og John Gregory Dunne, sem skrifuðu ,,Up Close and Personal" fyrir Pfeiffer, gerðu tilraun en nú hef- ur Pollack ráðið Jeff King til þess að skrifa nýtt handrit. Hvers vegna illa gengur að skrifa handritið er ráðgáta þegar haft er í huga að saga Heidi Land- graf hljómar eins og uppkast að James Bond mynd. Landgraf er MICHELLE Pfeiffer fær væntanlega að leika alvöru Jane Bond á næstunni í mynd- inni „The Ice Queen“. lýst sem glæsilegri ljóshærðri konu sem sinnti hefðbundnu fjöl- sky ldulífi á sama tíma og hún tók á sig gervi eiturlyfjadrottningar- innar Heidi Herrera. Hún þóttist vera dóttir mexíkósks eiturlyfja- smyglara og kom í kring samning- um um eiturlyfjasmygl um allan heim. Þetta verkefni Landgraf var kallað Green Ice og þaðan er væntanlegur titill myndarinnar kominn. BIÓIN í BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson / Amaldur Indriðason / Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIN Donnie Brasco -kirir Tveir dagar í dalnum -k'h Lesið i snjóinn k k'h Málið gegn Larry Flynt k-kk'h SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Lesið í snjóinn k k'h Undir fölsku fiaggi ★ *'h fiMichael ★★ Jerry Maguire ★ ★ ★ innrásin frá Mars kir'h Space Jam ★ ★ Kostuieg kvikindi ★ k'h HÁSKÓLABÍÓ Háðung ★ ★'A Treystið mér ★★★ Return of the Jedi ★★% Kolya ★ ★ k'h Undrið ★ ★ k'h KRINGLUBÍÓ Donnie Brasco ★★★ Veislan mikla ★★★ Jói og risaferskjan ★ ★ k'h 101 Dalmatíuhundur ★ k'h LAUGARÁSBÍÓ Treystið mér ★ ★ ★ Crash ★★★ Evita ★ k'h REGNBOGINN fiSupercop ★★★ Baquiat ★★ Rómeó og Júiia ★ ★ ★ Englendingurinn ★ ★ ★% STJÖRNUBÍÓ Undir fölsku flaggi ★ ★ ★ Einnar nætur gaman ★ k'h kSkemmtilegt * Hátíðlegtk kRegnhelt kAuðvelt★ RentaTent Tjaldaleigan . - bkemmtilegt hf. I___Krókhálsi 3, s. 5876777 Brandtex fatnaður cAjgA Buxur frá kr. 1.690. Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 i I i 4 9&w1kCy4 Brúðhjón Allm lioióhiiiidrtui Gld'sileg ijjaldvara Brúöai hjona lislai <) v Ac.\<n-VERSUININ Lnugtivcgi 52,562 Í2-Í-I. LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSTOÐVANA Sjónvarpið ►21.05 Það er ein- kennilegt hversu sjaldan hæfíleikar Steves Martin í gamanleik hafa nýst honum í bíómyndum; flestar mynda hans eru eins og hálfkaraðar, húm- orinn í þeim moðvolgur. Þetta gildir um Undir bláum himni (MyBlue Heaven, 1990), þar sem Martin leik- ur glæpon sem sætir gæslu alríkis- löggunnar Rick Moranis á meðan hann bíður þess að bera vitni við réttarhöld. Samskipti þeirra eru stundum kostuleg en sem fleiri dríf- ur þessi bara hálfa leið. Leikstjóri Herbert Ross. ★ ★ Sjónvarpið ►22.45 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ^21.05 Eins og stamandi skólastrákur sem staðinn hefur verið að verki á salemi deplar Hugh Grant sig gegnum hlutverk framagosa sem fær nánast hjartastopp þegar kær- astan hans verður bamshafandi og hann þarf að færa sig yfir á næsta þroskastig í gamanmyndinni Níu mánuðir (Nine Months, 1995). Myndin á sín augnablik en það er of langt á milli þeirra. Aðrir á bið- stofu fæðingardeildarinnar eru Jul- ianne Moore, sem á von á sér, og Robin Williams í hlutverki læknis sem virðist ætla að gera þá von að engu. Leikstjóri Chris Columbus. ★ ★ Stöð 2 ►22.55 Kvikir og dauðir (The QuickAnd The Dead, 1995) er atrenna hryllingsleikstjórans Sams Raimi að hefð spaghettivestr- anna, sem á sínum tíma voru eins konar paródíur á hefðbundnum vestmm. Mynd Raimis er nánast paródía á paródíum og erfítt að sjá hvar á að byija að taka hana alvar- lega. En ef ekki væri fyrir heldur staglkennuan, endurtekningasaman Martröð í minnum HOLLENSK kvikmyndagerð getur ekki státað af mörgum heimsnöfn- um úr leikstjórastétt. Þekktastir eru þeir sem keyptir hafa verið til Holly- wood eins og Paul Verhoeven, Ge- orge Sluizer og Jan de Bont. En heima við hefur Fons Rademakers um langan aldur verið virtasti leik- stjóri Hollendinga. Hann er fæddur 1920 og sleit sínum faglegu barns- skóm í leikhúsi áður en hann gekk til liðs við kvikmyndimar sem að- stoðarmaður Jeans Renoir, Vittorios De Sica og Charles Chrichton. Eigin bíómyndir hóf hann að gera árið 1958 en meginviðfangsefni hans hefur verið togstreitan í mannlegum samskiptum, bæði pólitísk og per- sónuleg, og stundum hefur hann reyndar sýnt næmni í sálarköfun að hætti Ingmars Bergman, eftir- lætisleikstjóra síns. Að minnsta kosti tvær mynda Rademakers hafa verið sýndar hér- lendis, þriggja klukkustunda stór- virki hans Max Havelaar um spill- ingu í nýlendu Hollendinga, Java, og svo Oskarsverðlaunamjmdin Áhlaupið (De Aanslag, 1986, Sjón- varpið, ►22.45). Hér skyggnist Rademakers inn í þjáningarfullt sálarlíf manns sem 12 ára gamall upplifír ásamt fjölskyldu sinni skelf- ingar heimstyijaldarinnar síðari. Derek de Lint og aðrir í leikhópnum sýna magnaða túlkun en Rademak- ers dregur seiminn heldur of iengi I dramatíkinni, enda myndin á þriðja tíma. Engu að síður besta mynd kvöldsins. ★ ★ ★ söguþráð mætti hafa töluverða skemmtun af myndrænu hugviti og fjölskrúðugum en misjöfnum leik- hópi, ekki síst Gene Hackman. Sharon Stone ætti hins vegar að láta Clint Eastwood um að leika Clint Eastwood. Aldrei myndi Clint reyna að leika Sharon. ★ ★ Stöð 2 ►0.40 Þriðja myndin eftir sögum Toms Clancy um ævintýri ieyniþjónustuhetjunnar Jacks Ryan, Bein ógnun (Ciear AndPresent Danger, 1994) er ekki jafn þétt afþreying og hinar fyrri. Harrison Ford er stífur að venju sem hetjan, sem hér blandast í valdabaráttu í Washington jafnt og viðureign við kólumbíska fíkniefnakónga. Fjör- kippir fara um myndina þegar hasaratriðin taka við. Leikstjóri Phillip Noyce. ★ ★ Sýn ^21.00 Leikstjórinn Walter Hill er gamall stuðbolti í hasar- myndagerð en langt er síðan hann hefur náð sér verulega á strik - Last Man Standing nú í vetur lofar þó góðu - og örugglega lengra en síðan Uppgjörið (Extreme Prejudice, 1987) vargerð. Nick Nolte og Powers Boothe verða vart sakaðir um að slá af í hlutverkum fomvina og nú andstæðinga sem beijast til síðasta blóðdropa á landa- mærum Texas og Mexico. En hand- ritið og ofbeldisdýrkun leikstjórans leggja þeim ekki lið. ★ ★ Ámi Þórarinsson. 977 997 í Perlurmi um hvítasunnuhelgina í tilefni af 20 árn afmæli Fombílaklúbbs íslands. Meðal §ýxiingargripa erj • Forseta-Packardinn sem bíður uppgerðar. * Stórglæsilegur Buick árgerð 1935 sendur sérstaklega frá Færeyjum vegna sýningarinnar. Opið laugard. til mánud. frá kl. 11 til 19 • Aðgangseyrir aðeins 250 krónur. MISSIÐ EKKI AF GLÆSIiFGUSTU FORNBÍLASÝNINGU ÁRSINS í Spywnkqipm fnmhfln vrrrhir við Jms Inpvnrs Ilrlpnsmmr Srrvnrhtifðn í dnp 77. mníkl. 14,00 !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.