Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 20

Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 20
20 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ! ERLENT Forseti Suður-Kóreu í miklum vanda vegna spillingarmáls „Krónprinsinnu líklega hand- tekinn í dag Seoul. Reuter. SPILLINGARMÁLIÐ, sem tröllriðið hefur stjómmálum Suð- ur-Kóreu, virtist vera að ná há- marki í gær þegar sonur Kims Young-sams forseta viðurkenndi að hafa tekið við tugum milljóna króna frá kaupsýslumönnum eftir tveggja daga yfírheyrslur saksókn- ara. Sonurinn, Kim Hyun-chul, neitar hins vegar að hafa þegið mútur og óstaðfestar fregnir hermdu að hann hygðist reyna að sanna sakleysi sitt fyrir dómstól- um. Líklegt þykir að Kim yngri, sem hefur verið kallaður „krón- prinsinn", verði handtekinn í dag. Saksóknarar yfírheyrðu Kim Hyun-chul vegna ásakana um að hann hefði þegið mútur og brotið lög um greiðslur í kosningasjóði. Búist er við að Kim forseti gefi út yfirlýsingu í næstu viku til að freista þess að draga úr þeim skaða, sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins. Dagblaðið Joong- Ang Ilbo sagði að stjóm forsetans gæti riðað til falls ef sonur hans yrði handtekinn. Saksóknaramir sögðust hafa sannanir fyrir því að Kim yngri hefði tekið við að minnsta kosti þremur milljörðum wona, sem svarar 240 milljónum króna, frá kaupsýslumönnum, sem vom margir hveijir skólabræður hans. Sáttaum- leitun Ross ber lítinn árangur Jerúsalem. Reuter. DENNIS Ross, sérlegur erindreki Bandaríkjastjómar, hélt í gær til Bandaríkjanna frá ísrael eftir mis- heppnaða tilraun til að blása lífi í friðarviðræður ísraela og Palest- ínumanna sem hafa legið niðri í tvo mánuði. ísraelskar herþotur gerðu árásir á stöðvar palestínskra skæraliða í suðurhluta Líbanons eftir að þrír ísraelskir hermenn höfðu fallið þar í hörðum átökum. Níu daga ferð Ross til Mið- austurlanda þótti bera lítinn árangur. Ross ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra- els, á fímmtudag en Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, neit- aði að hitta hann fyrir heimförina. „Ferð Ross misheppnaðist al- gjörlega,“ sagði Marwan Kana- fani, talsmaður Arafats. „ísraelar neituðu að stöðva framkvæmdimar og stækkun byggða gyðinga [við Austur-Jerúsalem]. Bandaríkja- stjóm tók málið ekki alvarlega og vildi ekki skerast í leikinn. Þetta er eins og að hafa mann í hringn- um sem styður annan andstæðing- anna.“ Flugskeytaárásir í Líbanon Tvær ísraelskar herþotur skutu átta flugskeytum á búðir Hiz- bollah-skæraliða á kömbum í suð- urhluta Líbanons. Daginn áður höfðu þrír ísraelskir hermenn fallið og sjö særst í bardaga á þessum slóðum, að sögn ísraelska hersins. Talið er að samstarfsmenn „krónprinsins" hafí auk þess ávaxtað jafnvirði 780 milljóna króna fyrir hann. Stjómarand- stæðingar segja að megnið af því fé, sem félagarnir ávöxtuðu, hafi verið tekið úr kosningasjóðum Kims forseta vegna kosningabar- áttunnar árið 1992, þar sem sonur hans gegndi veigamiklu hlutverki. Tveir af samstarfsmönnum Kims Hyun-chuls vora ákærðir fyrir fjársvik, mútuþægni og fleiri lögbrot. Þriðji félaginn, Kim Ki- sup, fyrrverandi yfírmaður í leyni- þjónustunni, hefur einnig verið sakaður um að hafa misnotað fé úr kosningasjóðunum. Þjarmað að forsetanum Forsetinn er undir miklum þrýst- ingi að gera grein fyrir því hvem- ig kosningabaráttan var fjármögn- uð og svör hans gætu ráðið úrslit- um um hvort hann heldur velli út kjörtímabilið, sem lýkur í febrúar á næsta ári. Þrír af helstu ráðgjöfum forset- ans hafa verið ákærðir vegna mútumálsins og margir Suður- Kóreubúar telja að forsetinn hafí ekki vitað af spillingunni meðal samstarfsmanna hans. Margir ótt- ast einnig að þetta unga lýðræðis- ríki þoli ekki stjómarkreppu ofan á efnahagsþrengingar og gjaldþrot stórfyrirtækja í landinu að undan- fömu. Spillingarmálið komst í hámæli þegar næststærsta stálfyrirtæki landsins, Hanbo, varð gjaldþrota í janúar eftir að hafa safnað gífur- legum skuldum. Rannsókn leiddi í Ijós mikla spillingu, sem banka- stjórar, viðskiptajöfrar og stjórn- málamenn reyndust viðriðnir. Stjórnarandstöðuflokkar halda því fram að Hanbo hafí fengið hag- stæð lán fyrir að leggja fram fé í kosningasjóði forsetans. Reuter SVEITASETUR Mobutus Sese Seko, forseta Zaire, nálægt Lausanne í Sviss. Þarlend yfirvöld hafa sett setrið á lista yfir fasteignir sem bannað er að selja. Mobutu talinn fara í útleg’ð til Marokkó Rabat, Genf, Kinshasa. Reuter. BÚIST er við að Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, fari til Marokkó um helgina og líklegt þykir að hann hafí ákveðið að vera þar í útlegð, að sögn vestrænna stjómarerind- reka í gær. Embættismaður í utanríkisráðu- neyti Marokkó vildi hvorki játa né neita fréttum um að Mobutu hygð- ist setjast að í landinu. Fasteignasali í landinu sagði að Mobutu ætti byggingu sem verið er að reisa í borginni Marrakesh, sem er þekkt fyrir litlar hallir sem era aðallega í eigu franskra kaup- sýslumanna og listamanna. „Mob- utu á, ásamt svissneskum félaga, fímm hæða byggingu með lúxus- veitingahúsi sem verið er að reisa í Marrakesh," sagði fasteignasalinn og bætti við að byggingin væri metin á jafnvirði 700 milljóna króna. Hassan Marokkókonungur er einn af dyggustu bandamönnum Mobutus og þeir hittust síðast í Rabat í febrúar. Marokkómenn sendu hersveitir til Zaire árið 1977 til að kveða niður uppreisn aðskiln- aðarsinna í Shaba-héraði. Sveitasetur á bannlista Áætlað er að eignir Mobutus nemi fjóram milljörðum dala, jafn- virði 280 milljarða króna. Yfírvöld í Sviss ákváðu í gær að setja sveita- setur Mobutus nálægt Lausanne á lista yfír fasteignir sem mætti ekki selja. Hins vegar vora innstæður hans í svissneskum bönkum ekki frystar. Svissneskir bankastjórar sögðu reyndar ólíklegt að Mobutu ætti mikið fé í bönkum landsins þar sem því fylgdi mikil áhætta fyrir þá að stunda viðskipti við einræðisherra eins og Mobutu. Ef það kæmist upp myndi það valda bönkunum álits- hnekki, fæla frá aðra viðskiptavini og valda þeim fjárhagslegum skaða. Mobutu, sem er haldinn krabba- meini, stjórnaði Zaire í 32 ár. Hann var í fyrstu blaðamaður en gerðist hermaður og hrifsaði völdin í sínar hendur árið 1965, fímm árum eftir að landið hlaut sjálfstæði. Hann stjórnaði landinu með harðri hendi og andstæðingar hans saka hann um að hafa lagt efnahaginn í rúst þótt náttúraauðlindimar séu svo miklar að Zaire ætti að vera eitt af auðugustu ríkjum Afríku. íbúamir hafa fengið sig fullsadda á fátæktinni, yfírgangi stjórnarher- manna og spillingu embættis- manna. Margir þeirra hafa því fagnað uppreisnarmönnum, sem hafa náð rúmum helmingi landsins á sitt vald, sem frelsuram. Arangnrslítil barátta gegn atvinnuleysi í ESB Brussel. Morgunblaðið. ENGIN breyting varð að jafnaði á ijölda atvinnulausra innan Evrópu- sambandsins (ESB) í mars síðast- liðnum samkvæmt samantekt Euro- stat sem birt var í gær. Tæplega 11% vinnufærra vora án atvinnu í mánuðinum og er það sama hlutfall og í febrúar síðastliðnum. Þetta samsvarar því að um 18,3 milljónir manna gangi atvinnulausar í ESB rílqunum 15. Atvinnuleysi hefur nú mælst svip- að að meðaltali innan ESB undanf- arin tvö ár, þrátt fyrir margítrekað- ar yfírlýsingar ráðamanna einstakra aðildarríkja um einarðan ásetning sinn í baráttunni gegn atvinnuleysi. Þykir þetta árangursleysi vera til marks um þann innbyggða vanda sem hinn evrópski atvinnumarkaður eigi við að glíma, sökum lítils sveigj- anleika. Einungis tvö aðildarríki hafa náð merkjanlegum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysi á undangengnum mánuðum, en þau eru Holland og EVRÓPA^ Bretland. í því síðamefnda hefur atvinnuleysi minnkað úr 7,8% í nóv- ember síðastliðnum í 7,3% í mars. í Hollandi mældist atvinnuleysi hins vegar 6,2% í nóvember en var 5,7% í febrúar síðastliðnum. Tölur fyrir mars liggja ekki fyrir enn. Þau ríki sem virðast nú fara hall- oka í baráttu sinni við atvinnuleysi eru hins vegar Þýskaland og Sví- þjóð. Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur aukist úr 9,3% í 9,7% frá því í nóvem- ber og í Svíþjóð er aukningin enn meiri, eða úr 10,2% í 10,9%. Minnst mældist atvinnuleysi sem fyrr í Aust- urríki og Lúxemborg, 4,4% og 3,6%, en langmest á Spáni, eða 21,4%. Árangur Breta í baráttunni gegn atvinnuleysi er m.a. þakkaður sveigjanlegri vinnumarkaði þar í landi en annars staðar innan ESB, m.a. vegna þess að þeir hafí til þessa staðið utan félagsmálakafla ESB. Sú ákvörðun ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins að löggilda sáttmál- ann í Bretlandi hefur því vakið spurningar um hvert framhaldið verði í þessum efnum. Aukinn sveigjanleikí í Hollandi og Bretlandi Bretar þurfa þó vart að örvænta, sérstaklega ef litið er til Hollands, sem átt hefur aðild að félagsmála- sáttmálanum frá upphafi. Hollend- ingum hefur tekist að gera vinnu- markað sinn talsvert sveigjanlegri, m.a. með mikilli aukningu í hluta- störfum. Til marks um þann árangur sem Hollendingar hafa náð, má benda á að atvinnuleysi þar í landi mældist 7% fyrir tveim- ur árum. Hagur Finna að ganga snemma í EMU Helsinki. Morgunblaðið FINNSKA ríkisstjómin telur það þjóðinni í hag að taka þátt í mynt- bandalagi Evrópu strax frá upphafí þess, þ.e. frá árinu 1999. í skýrslu sem ríkisstjórnin afgreiddi í þjóð- þinginu á fimmtudaginn er lögð sér- stök áhersla á pólitísk markmið með að ganga í EMU þegar í upphafí. Telur ríkisstjómin að með þessum hætti fái Finnar aukin áhrif á stefnu- mörkun Evrópusambandsins, ESB. Yfirlýsingin um að Finnar verði í broddi fylkingar þegar ESB-þjóðim- ar stofna sameiginlegt myntkerfi hlaut formlega einróma samþykki ríkisstjórnarinnar. Ekki er þó búið að samþykkja þessa stefnu í stjórn- arflokkunum. Einkum hafa Vinstra- bandalagið og Græningjar verið and- vígir EMU-aðild. Verkalýðsarmur jafnaðarmanna hefur einnig verið uggandi. Ríkisstjómin gerir ráð fyrir því að málið verði afgreitt á þinginu í upphafí næsta árs. Er búist við að umræður á þingi verði mjög harðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.