Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 17 VIÐSKIPTI Ármannsfell hf. sér fram á bjartari tíma eftir erfiðan vetur Tapið nam 15 milljón- um króna árið 1996 LIÐLEGA 15 milljóna króna tap varð hjá Ármannsfelli hf. á árinu 1996 og er það nokkru lakari af- koma en árið áður þegar tæplega 2 milljóna hagnaður varð hjá félag- inu. Árið 1996 varð fyrirtækinu á flestan hátt erfitt ár og mikil próf- raun fyrir stjómendur þess. Nú eftir erfíðan síðasta vetur virðist vera að rofa til og mikil verkefni eru framundan og þegar í fram- kvæmd, að því er fram kemur í ávarpi Ármanns Amar Ármanns- sonar forstjóra í ársskýrslu sem lögð verður fram á aðalfundi á fímmtudag. „Eftir mikil vonbrigði í ársbyijun 1996 þegar Ijóst var að við höfðum ekki fengið byggingu stækkunar álvers í Straumsvík átti að ráðast í byggingu 75 glæsilegra íbúða á einum besta stað í Reykjavík, Kirkjusandi. Þær fengu þegar í upphafí mikinn meðbyr og var stór hluti íbúða þegar frátekinn áður en hönnun var lokið. Síðan lenti fyrir- tækið í pólitísku fjaðrafoki og urðu þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eitt aðalfréttaefni fjölmiðla stóran hluta ársins. Lauk því með því að byggingar vora lækkaðar og færðar til og íbúðamagn breyttist í 53. Varð fyrirtækið með öllum þessum málatilbúnaði fyrir tugmilljóna tjóni. Það er kaldhæðni örlaganna að nú hefur þeirri reglugerð sem allur málatilbúnaðurinn byggðist á verið breytt, þannig að ekkert væri nú til fyrirstöðu að byggja það, sem upphaflega var áætlað,“ segir Ármann í ávarpi sínu. Permaformíbúðir seldust treglega Þá greinir hann frá því að íbúð- ir í Grafarvogi sem var annar aðal- framleiðslustaður fyrirtækisins fyrir Permaformíbúðir, seldust treglega og verðlag fór lækkandi þrátt fyrir aukinn tilkostnað. Þar við bættist að tilraun fyrirtækisins til íbúðabygginga í Þýskalandi reyndist illa tímasett og varð fyrir- tækið, eins og þúsundir annarra erlendra sem innlendra fyrirtækja, fyrir þeirri miklu kreppu sem reið yfír þýskan byggingariðnað og kveðst Ármann vænta þess að fé- lagið hafí að fullu afskrifað tap sitt vegna þeirra framkvæmda. Sölutregða íbúða og annarra verkefna fyrir eigin reikning varð til þess að félagið þurfti á veru- legu lánsfjármagni að halda og m.a. vegna mikils umtals vegna Kirkjusands naut það ekki jafn- hagstæðra kjara og ef til vill hefði mátt ætla. Þess vegna var fjár- magnskostnaður félagsins mjög hár á síðasta ári. Aftur á móti hefur gengið vel að selja íbúðir sem fyrirtækið er að byggja í Kópavogi, en þar er nú verið að byggja síðasta áfanga 60 íbúða byggðar. Félagið hóf nýlega framkvæmd- ir við Nesjavallavirkjun í samstarfi við nokkra aðila og er gert ráð Ármannsfell m. Úr ársskýrslu 1996 Rekstrarreikningur 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 1.130,8 765,8 +47,7% Rekstrargjöld 1.119,0 741,3 +51,0% Hagnaður án fjármunatekna og fjárm.gj. 11,8 24,5 -51,8% Fjármagnsgjöld (26,9) (22,6) Hagnaður ársins (15,1) 1,9 Efnahagsreikningur 31. des. 1996 1995 Breyt. I Eignir: j Veltufjármunir Milljónir króna 400,3 410,3 -2,4% Fastafjármunir 127,5 140,8 -9,5% Eignlr samtals 527,8 551,1 -4,2% I Skuldir oa eioiO tó: I Skammtímaskuldir 300,9 371,1 -18,9% Langtímaskuldir 134,0 77,8 +72,2% Eigið fé 92,9 102.1 -9.0% Skuidir og eigið fé samtals 527.8 551.1 -4.2% Kennitölur 1996 1995 Breyt. Veltufé frá rekstri 10,6 21,0 -49,5% fyrir eðlilegri framlegð af því verki. Þá er fyrirtækið að að bjóða í stöðvarhús við Sultartangavirkjun. Loks hefur verið sótt um byggingu 100 íbúða hverfís við Ástjörn í Hafnarfírði og sömuleiðis væntir félagið áframhalds íbúðabygginga í Kópavogi. Á aðalfundi Ármannsfells á fímmtudag verður lögð fram til- laga um að veita stjóm félagsins heimild til aukningar hlutafjár um I allt að 100 milljónir króna og í öðra lagi heimild til útgáfu skulda- ] bréfa með kauprétti hlutafjár að upphæð allt að 30 milljónir króna. Mikil eftirspurn í hlutafjárútboði Marels hf. Hluthafar vildu kaupa hréffyrir þijá milljarða HLUTHAFAR í Marel hf. óskuðu eftir hlutabréfum að nafnvirði rúm- lega 220 milljónir króna eða 3.025 milljónir króna að söluverðmæti í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Nafnverð hlutafjárútboðsins var hins vegar 40 milljónir króna og var útboðsgengi til forkaupsrétt- arhafa 13,75 og söluverðmæti því 550 milljónir króna. Hluthafar vildu því kaupa bréf fyrir um sexfalt hærri fjárhæð en var í boði. Forkaupsréttarhafar töldust þeir sem skráðir voru í hluthafaskrá fé- lagsins 12. mars s.l. og nýttu um 500 af 533 hluthöfum forkaupsrétt sinn. Tilgangur hlutafjárútboðsins var að fjánnagna kaup félagsins á danska fyrirtækinu Camitech A/S af Sabroe Á/S. Camitech hefur sterka stöðu á heimsmarkaði sem framleiðandi á tækjabúnaði fyrir matvælavinnslu, bæði á sjó og landi. Markmið Marel með kaupum á Camitech er að mynda fyrirtækjasamsteypu, sem getur boðið upp á heildarlausnir fyrir matvælaiðnaðinn, þ.e. kjúklinga- og kjötiðnað ekki síður en fyrir sjávaraf- urðir sem Marel hefur verið þekkt fyrir, að því er segir í frétt. Hagnaður áætlaður 5-6% af veltu Áætlun um rekstur samstæðunn- ar á árinu 1997 gerir ráð fyrir hagn- aði og er reiknað með að hann verði á bilinu 5-6% af heildarveltu félag- anna sem áætluð er 4.400 milljónir króna. Það sem af er þessu ári hef- ur rekstur félaganna gengið vel. Búnaðarbankinn - Verðbréf sá um hlutafjárútboðið og auk þess sér Búnaðarbankinn um fjármögnun kaupa Marel á hinu danska fyrir- tæki fram að innborgun hins nýja hlutafjár. Tilboð opnuð í 51% hlutafjár í Skýrr hf. Opin kerfi hf. áttu hæsta tilboðið OPIN kerfi hf., umboðsaðili Hewlett Packard á íslandi, áttu hæsta tilboð í 51% hlut ríkis, Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjvíkur í Skýrr hf. í lokuðu útboði á hlutabréf- unum. Tilboðin voru opnuð í gær hjá Kaupþingi hf. að viðstöddum til- boðsgjöfum. Tilboð Opinna kerfa hljóðaði upp á 161,6 milljónir króna eða gengið 1,58. Kögun, Nýherji og Olíufélagið buðu sameiginlega 150,8 milljónir í bréfin, en Tölvumyndir, Hlutabréfa- sjóðurinn og Vaxtarsjóðurinn buðu 145 milljónir. Til samanburðar má nefna að starfsmenn Skýrr keyptu 5% hlut í fyrirtækinu fyrir síðústu áramót miðað við gengið 1,30. Útboð bréfanna hófst þann 20. janúar og lögðu bjóðendur fram bindandi lágmarksverðtilboð, við- skiptaáætlun og upplýsingar um eig- in hag þann 14. mars. Að því búnu voru umræddir þrír bjóðendur valdir til þátttöku í lokuðu útboði á seinni hluta sölutímabilsins. Seljendur hafa frest í eina viku til að svara tilboðunum, en þeir geta tekið hvaða tilboði sem er eða hafn- að öllum. Jóhann ívarsson, verðbréf- amiðlari hjá Kaupþingi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gengi í hæsta tilboðinu væri í samræmi við mat Kaupþings á verðmæti Skýrr sem unnið hefði verið í upphafi. Það væri jafnframt athyglisvert að ein- ungis 11% munur væri á hæsta og lægsta tilboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.