Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 17
VIÐSKIPTI
Ármannsfell hf. sér fram á bjartari tíma eftir erfiðan vetur
Tapið nam 15 milljón-
um króna árið 1996
LIÐLEGA 15 milljóna króna tap
varð hjá Ármannsfelli hf. á árinu
1996 og er það nokkru lakari af-
koma en árið áður þegar tæplega
2 milljóna hagnaður varð hjá félag-
inu. Árið 1996 varð fyrirtækinu á
flestan hátt erfitt ár og mikil próf-
raun fyrir stjómendur þess. Nú
eftir erfíðan síðasta vetur virðist
vera að rofa til og mikil verkefni
eru framundan og þegar í fram-
kvæmd, að því er fram kemur í
ávarpi Ármanns Amar Ármanns-
sonar forstjóra í ársskýrslu sem
lögð verður fram á aðalfundi á
fímmtudag.
„Eftir mikil vonbrigði í ársbyijun
1996 þegar Ijóst var að við höfðum
ekki fengið byggingu stækkunar
álvers í Straumsvík átti að ráðast
í byggingu 75 glæsilegra íbúða á
einum besta stað í Reykjavík,
Kirkjusandi. Þær fengu þegar í
upphafí mikinn meðbyr og var stór
hluti íbúða þegar frátekinn áður en
hönnun var lokið. Síðan lenti fyrir-
tækið í pólitísku fjaðrafoki og urðu
þessar fyrirhuguðu framkvæmdir
eitt aðalfréttaefni fjölmiðla stóran
hluta ársins. Lauk því með því að
byggingar vora lækkaðar og færðar
til og íbúðamagn breyttist í 53.
Varð fyrirtækið með öllum þessum
málatilbúnaði fyrir tugmilljóna
tjóni. Það er kaldhæðni örlaganna
að nú hefur þeirri reglugerð sem
allur málatilbúnaðurinn byggðist á
verið breytt, þannig að ekkert væri
nú til fyrirstöðu að byggja það, sem
upphaflega var áætlað,“ segir
Ármann í ávarpi sínu.
Permaformíbúðir
seldust treglega
Þá greinir hann frá því að íbúð-
ir í Grafarvogi sem var annar aðal-
framleiðslustaður fyrirtækisins
fyrir Permaformíbúðir, seldust
treglega og verðlag fór lækkandi
þrátt fyrir aukinn tilkostnað. Þar
við bættist að tilraun fyrirtækisins
til íbúðabygginga í Þýskalandi
reyndist illa tímasett og varð fyrir-
tækið, eins og þúsundir annarra
erlendra sem innlendra fyrirtækja,
fyrir þeirri miklu kreppu sem reið
yfír þýskan byggingariðnað og
kveðst Ármann vænta þess að fé-
lagið hafí að fullu afskrifað tap
sitt vegna þeirra framkvæmda.
Sölutregða íbúða og annarra
verkefna fyrir eigin reikning varð
til þess að félagið þurfti á veru-
legu lánsfjármagni að halda og
m.a. vegna mikils umtals vegna
Kirkjusands naut það ekki jafn-
hagstæðra kjara og ef til vill hefði
mátt ætla. Þess vegna var fjár-
magnskostnaður félagsins mjög
hár á síðasta ári.
Aftur á móti hefur gengið vel
að selja íbúðir sem fyrirtækið er
að byggja í Kópavogi, en þar er
nú verið að byggja síðasta áfanga
60 íbúða byggðar.
Félagið hóf nýlega framkvæmd-
ir við Nesjavallavirkjun í samstarfi
við nokkra aðila og er gert ráð
Ármannsfell m.
Úr ársskýrslu 1996
Rekstrarreikningur 1996 1995 Breyt.
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.130,8 765,8 +47,7%
Rekstrargjöld 1.119,0 741,3 +51,0%
Hagnaður án fjármunatekna og fjárm.gj. 11,8 24,5 -51,8%
Fjármagnsgjöld (26,9) (22,6)
Hagnaður ársins (15,1) 1,9
Efnahagsreikningur 31. des. 1996 1995 Breyt.
I Eignir: j
Veltufjármunir Milljónir króna 400,3 410,3 -2,4%
Fastafjármunir 127,5 140,8 -9,5%
Eignlr samtals 527,8 551,1 -4,2%
I Skuldir oa eioiO tó: I Skammtímaskuldir 300,9 371,1 -18,9%
Langtímaskuldir 134,0 77,8 +72,2%
Eigið fé 92,9 102.1 -9.0%
Skuidir og eigið fé samtals 527.8 551.1 -4.2%
Kennitölur 1996 1995 Breyt.
Veltufé frá rekstri 10,6 21,0 -49,5%
fyrir eðlilegri framlegð af því verki.
Þá er fyrirtækið að að bjóða í
stöðvarhús við Sultartangavirkjun.
Loks hefur verið sótt um byggingu
100 íbúða hverfís við Ástjörn í
Hafnarfírði og sömuleiðis væntir
félagið áframhalds íbúðabygginga
í Kópavogi.
Á aðalfundi Ármannsfells á
fímmtudag verður lögð fram til-
laga um að veita stjóm félagsins
heimild til aukningar hlutafjár um I
allt að 100 milljónir króna og í
öðra lagi heimild til útgáfu skulda- ]
bréfa með kauprétti hlutafjár að
upphæð allt að 30 milljónir króna.
Mikil eftirspurn í hlutafjárútboði Marels hf.
Hluthafar vildu
kaupa hréffyrir
þijá milljarða
HLUTHAFAR í Marel hf. óskuðu
eftir hlutabréfum að nafnvirði rúm-
lega 220 milljónir króna eða 3.025
milljónir króna að söluverðmæti í
hlutafjárútboði félagsins sem lauk í
gær. Nafnverð hlutafjárútboðsins
var hins vegar 40 milljónir króna
og var útboðsgengi til forkaupsrétt-
arhafa 13,75 og söluverðmæti því
550 milljónir króna. Hluthafar vildu
því kaupa bréf fyrir um sexfalt
hærri fjárhæð en var í boði.
Forkaupsréttarhafar töldust þeir
sem skráðir voru í hluthafaskrá fé-
lagsins 12. mars s.l. og nýttu um 500
af 533 hluthöfum forkaupsrétt sinn.
Tilgangur hlutafjárútboðsins var að
fjánnagna kaup félagsins á danska
fyrirtækinu Camitech A/S af Sabroe
Á/S. Camitech hefur sterka stöðu á
heimsmarkaði sem framleiðandi á
tækjabúnaði fyrir matvælavinnslu,
bæði á sjó og landi. Markmið Marel
með kaupum á Camitech er að
mynda fyrirtækjasamsteypu, sem
getur boðið upp á heildarlausnir fyrir
matvælaiðnaðinn, þ.e. kjúklinga- og
kjötiðnað ekki síður en fyrir sjávaraf-
urðir sem Marel hefur verið þekkt
fyrir, að því er segir í frétt.
Hagnaður áætlaður
5-6% af veltu
Áætlun um rekstur samstæðunn-
ar á árinu 1997 gerir ráð fyrir hagn-
aði og er reiknað með að hann verði
á bilinu 5-6% af heildarveltu félag-
anna sem áætluð er 4.400 milljónir
króna. Það sem af er þessu ári hef-
ur rekstur félaganna gengið vel.
Búnaðarbankinn - Verðbréf sá
um hlutafjárútboðið og auk þess sér
Búnaðarbankinn um fjármögnun
kaupa Marel á hinu danska fyrir-
tæki fram að innborgun hins nýja
hlutafjár.
Tilboð opnuð í 51% hlutafjár í Skýrr hf.
Opin kerfi hf. áttu
hæsta tilboðið
OPIN kerfi hf., umboðsaðili Hewlett
Packard á íslandi, áttu hæsta tilboð
í 51% hlut ríkis, Reykjavíkurborgar
og Rafmagnsveitu Reykjvíkur í
Skýrr hf. í lokuðu útboði á hlutabréf-
unum. Tilboðin voru opnuð í gær
hjá Kaupþingi hf. að viðstöddum til-
boðsgjöfum.
Tilboð Opinna kerfa hljóðaði upp
á 161,6 milljónir króna eða gengið
1,58. Kögun, Nýherji og Olíufélagið
buðu sameiginlega 150,8 milljónir í
bréfin, en Tölvumyndir, Hlutabréfa-
sjóðurinn og Vaxtarsjóðurinn buðu
145 milljónir. Til samanburðar má
nefna að starfsmenn Skýrr keyptu
5% hlut í fyrirtækinu fyrir síðústu
áramót miðað við gengið 1,30.
Útboð bréfanna hófst þann 20.
janúar og lögðu bjóðendur fram
bindandi lágmarksverðtilboð, við-
skiptaáætlun og upplýsingar um eig-
in hag þann 14. mars. Að því búnu
voru umræddir þrír bjóðendur valdir
til þátttöku í lokuðu útboði á seinni
hluta sölutímabilsins.
Seljendur hafa frest í eina viku
til að svara tilboðunum, en þeir geta
tekið hvaða tilboði sem er eða hafn-
að öllum. Jóhann ívarsson, verðbréf-
amiðlari hjá Kaupþingi, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að gengi í
hæsta tilboðinu væri í samræmi við
mat Kaupþings á verðmæti Skýrr
sem unnið hefði verið í upphafi. Það
væri jafnframt athyglisvert að ein-
ungis 11% munur væri á hæsta og
lægsta tilboði.