Morgunblaðið - 17.05.1997, Side 18

Morgunblaðið - 17.05.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verðbréfaskráning íslands hf. stofnuð í byijun næsta mánaðar Pappírslaus verðbréfa- viðskipti hefjast 1999 ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir STRÁKARNIR á Álsey VE frá Vestmannaeyjum voru í óða önn að koma fiskitrollinu í land og skipta yfir á humartroll þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði en gáfu sér þó tíma til að seljast niður eitt augnablik og brosa breitt. Humarvertíðin hófst á miðnætti í gær Haugabræla og lítil veiði STEFNT er að því að setja á stofn sérstakt undirbúningsfélag um svo- nefnda verðbréfamiðstöð í byijun næsta mánaðar undir nafninu Verð- bréfaskráning íslands hf. Hugbún- aður fyrir slíka miðstöð hefur þegar verið boðinn út og gera áætlanir ráð fyrir að hún geti hafið starfsemi í byijun árs 1999. Verðbréfamiðstöðinni er ætlað það hlutverk að annast tölvuskrán- ingu verðbréfa sem leysa mun af hólmi áþreifanleg verðbréf. Verð- bréfaviðskipti yrðu þar með papp- írslaus sem leiða mun til mikillar hagræðingar og sparnaðar fyrir aðila á fjármagnsmarkaði, auk þess sem verkefnið telst vera um- hverfisvænt. Þá hefur því lengi verið haldið fram á fjármagns- markaði að erlendir fjárfestar myndu vart fjárfesta í íslenskum verðbréfum í neinum mæli meðan núverandi fyrirkomulag ríkti í þessum efnum. Tölvuskráning verðbréf væri mikilvæg forsenda fyrir fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum verðbréfum. Annarri hindrun fyrir erlendum fjárfesting- um var rutt úr vegi nú í vikunni þegar Verðbréfaþing íslands tengdist upplýsingakerfi Reuters Ávöxtun ríkisvíxla lækkar TEKIÐ var tilboðum fyrir 2.412 milljónir króna í útboði á þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bár- ust 19 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 4.753 milljónir króna. Meðalávöxtun samþykktra til- boða í ríkisvíxla til þriggja mánaða er 7,0% sem er lækkun um 0,12% frá 16. apríl sl., sex mánaða 7,40% sem er lækkun um 0,07% frá 16. apríl. Engum tilboðum var tekið í tólf mánaða ríkisvíxla að þessu sinni. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla er nokkru lægri en ávöxtunarkrafa á Verðbréfa- þingi. Næsta útboð ríkisverðbréfa hjá Lánasýslu ríkisins er útboð spari- skírteina miðvikudaginn 28. maí. ------------ Kaffiverð hækkar London. Reuter. KAFFTVERÐ hélt áfram að hækka í Evrópu í gær og miklar hækkan- ir á heimsmarkaði hafa leitt til þess að framvirkt verð í Bandaríkj- unum hefur ekki verið hærra í 20 ár. Smásöluverð hefur nú síðast hækkað í Frakklandi og Bretlandi. Framleiðslulönd óttast að fólk hætti kaffidrykkju og drekki te og gosdrykki í staðinn og kunna að samþykkja að hætta við fyrirætl- anir um útflutningskvóta á ráð- stefnu í London í næstu viku. Maíverð í New York lækkaði í gær, en er lítið lægra en á fimmtu- dag, þegar verðið var 2,79 dollarar pundið - það hæsta í 20 ár. Birgðir eru litlar, framboð er lít- ið í Rómönsku-Ameríku og óttazt er að ný frost verði í Brasilíu. Af þessum sökum hefur eftirspurn aukizt. sem teygir anga sína um allan heim. Stofnkostnaður áætlaður 85 milljónir Umræða um að setja á stofn Verðbréfamiðstöð hér á landi hefur reyndar verið í gangi allt frá árinu 1991 og nokkrar nefndir fjallað um málið frá þeim tíma. Slíkar mið- stöðvar hafa verið starfræktar í nágrannalöndunum um árabil. Frumvarp um rafræna eignaskrán- ingu verðbréfa var lagt fram á al- þingi í vetur, en ekki náðist að af- greiða það frá efnahags- og við- skiptanefnd. Undirbúningi verður hins vegar haldið áfram í sumar og er stefnt að stofnun undirbúningsfé- lags um málið um næstu mánaða- mót, eins og fyrr segir. Alls verða ‘A hlutaijár hins nýja félags í eigu banka, sparisjóða, verðbréfafyrir- tækja og fjárfestingarlánasjóða, rík- issjóður verður með V? hluta, lífeyr- issjóðir V? hluta og hlutafélög á verðbréfaþingi V7 hluta. Áætlað er að stofnkostnaður Verðbréfamið- stöðvarinnar verði um 85 milljónir, en þar af er kostnaður við tæknilega hlutann áætlaður 30-40 milljónir. Benedikt Ámason deildarstjóri FOSSHÓTEL ehf. og Streng- ur hafa í samvinnu við Hótel Reynihlíð og Ferðaskrifstofu íslands þróað nýtt bókunar- og hótelkerfi tengt hinni út- breiddu viðskipta- og upplýs- ingastjórnunarlausn Fjölni/Navision. Kerfið held- ur utan um almennan hótel- rekstur og tengist viðskipta- manna-, birgða- og Qárhags- bókhaldi Fjölnis, svo og sölu- og reikningakerfi þess, segir í fréttatilkynningu frá Streng. Fosshótelkeðjan hefur val- ið Fjölni/Navision fyrir Hótel Lind, City Hótel, Hótel Hörpu, Hótel Kjarnalund, Hótel Hallormsstað, Hótel Áningu í Varmahlíð og á Sauðárkróki og Hótel Bifröst. hjá viðskiptaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að sérstök undirbúningsnefnd hefði leitað til- boða í hugbúnað á síðasta ári. „Síð- an hefur farið fram umræða um hvernig skuli haga undirbúningi að stofnun félags og nú liggur fyrir á hvaða formi félagið verður. Fyrir liggja tilboð frá Tölvumyndum, VKS og samstarfsaðilunum Ný- heija og EFA í Kanada. Undirbún- ingsnefndin gerði drögð að tíma- ramma þar sem við það er miðað að verðbréfamiðstöðin geti komist í gagnið um áramótin 1998/1999 eða eftir tæp 2 ár. Ef smíði hugbún- aðarins hefst nú í sumar má gera ráð fyrir að þetta gangi eftir. Það tekur væntanlega um eitt ár að smíða hugbúnaðinn og síðan er mikil vinna eftir við að yfirfæra hlutabréf og skuldabréf yfir í papp- írslaust umhverfi. Stjórnar Verð- bréfaskráningarinnar bíður því mikið verk á næstunni. Verðbréfamiðstöð eins og við gerum ráð fyrir að koma á fót hér á landi hefur verið starfrækt frá árinu 1981 í Danmörku. Þetta er talið lykill að því að íslenskur verð- bréfamarkaður verði talinn gildur á alþjóðlegum vettvangi.“ Þannig má sjá í miðlægum gagnagrunni hver staðan er á bókunum í öllum hótelum samtímis, skráningar verða markvissari og unnt er að veita viðskiptavinum betri upplýsingar. Auk Fosshótela nota Ferða- skrifstofa íslands, Hótel Reynihlíð, Hótel Mar og Vatnajökull hf. hótelkerfi Fjölnis. í framtíðinni er gert ráð fyrir að veita fleiri aðgang að upplýsingum frá bókunar- kerfum, s.s. ferðaskrifstofum, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Heimilistæki hf. eru ráðgef- andi og sölu- og þjónustuaðili á tölvubúnaðinum, tengingum milli staða, símkerfi og alneti. HUMARVEIÐAR hófust á mið- nætti í gær. Veiði var fremur dræm fyrsta hálfa sólarhringinn en bræla hamlaði að mestu veiðum á suðvest- ursvæðinu og flestir bátar í höfn. Leiðindaveður var einnig á miðun- um á suðaustursvæðinu og því segja skipstjórar þessa byijun ekki gefa rétta mynd af framhaldi vertíðar- innar. Alls hafa 60 skip humar- kvóta en alls má veiða 1.500 tonn á þessari vertíð. „Mér líst illa á þessa byijun. Humarinn er mjög smár þó að hann komi inn í talsverðu magni,“ sagði Kristinn Guðmundsson, skipstjóri á humarbátnum Bjarna Gíslasyni SF frá Hornafirði, en hann var þá að veiðum í Hornafjarðardýpi. Hann hafði tekið tvö höl þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gærmorgun, fékk 130 kíló af slitnum humri í öðru en 90 í hinu. „Þó svo að magnið sé aðeins meira en í fyrra er humarinn það smár að aflinn verður lítið meiri. Sjórinn er frekar tær og yfirborðs- hitinn er minni en hann var í fyrra og hittifyrra. Samkvæmt því ætti aflinn að verða lélegri núna en ég ÍSLENSKI nótaskipaflotinn er þessa stundina á síldveiðum innan fær- eysku lögsögunnar en veiði er ennþá freinur treg, þó einstaka skip nái þokkalegum köstum. Ákjósanlegt veður hefur verið til nótaveiða und- anfarna daga og eru sjómenn enn bjartsýnir á að veiði fari að glæðast. Alls hafa íslensku skipin nú veitt tæp 90.000 tonn af síld frá því að veiðarnar hófust 3. maí, en samtals mega íslendingar veiða 233.000 tonn af norsk-íslenska síldarstofn- inum á þessu ári. Síldin gefúr lítíð færi á sér Sighvatur Bjarnason VE var á leið til Vestmannaeyja með 1.050 tonn af síld þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund Sveinbjörnsson, skipstjóra, í gærmorgun. Hann sagð- ist hafa fengið aflann á löngum tíma og í mörgum köstum. „Við höfum verið óheppnir og og erum aðeins að landa í annað skipti. Það er mik- ið flakkað á milli Síldarsmugunnar og færeysku lögsögunnar og ein- hvern veginn höfum við alltaf verið held að aflinn geti hreinlega ekki orðið lélegri en þá,“ sagði Kristinn. Þarf að grípa tíl aðgerða Kristinn segir að veiði síðustu tvö ár gefi það til kynna að grípa þurfi til aðgerða við veiðistjórnun á humri. „Að mínu mati ætti að svæðaskipta veiðunum. Eins mætti hreinlega loka sumum svæðum hér í dýpunum þegar humarinn er þetta smár. En fyrst og fremst þyrfti að hvíla þessi svæði því bátamir eru að skarka hér með ýmis veiðarfæri allt árið. Fiskifræðingamir okkar virðast líta alveg fram hjá þessu atriði. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Kristinn. Jón Hafdal, skipstjóri á Hafnarey SF frá Hornafirði, sagðist vera bú- inn að taka eitt hal í Breiðamerkur- dýpi og hafa fengið 125 kíló. „Það er ekki nógu gott svona í upphafi vertíðar. Skilyrðin í hafinu virðast vera ágæt en það er ekki gott að segja til um hvemig veiðarnar þró- ast í sumar, maður verður að skoða sig betur um á þessum hefðbundnu svæðum," sagði Jón. á röngu róli. En yfirhöfuð er síldin ennþá á miklu dýpi og gefur lítið færi á sér. Ef hún kemur upp, end- ist það stutt og aðeins nokkur skip sem ná góðum köstum. En það er nú einmitt það sem heldur í manni voninni. Svona er sfldin, maður veit aldrei hvar maður hefur hana,“ seg- ir sagði Guðmundur. Átan eykst og hitastig hækkar Átan í síldinni er að aukast enda segja fiskifræðingar mikið af átu á svæðinu. Átan er hinsvegar á eftir í þroska miðað við árstíma og svo virð- ist sem síldin éti hana ekki fyrir en hún hefur náð vissu stigi. Seint vor- aði á þessum slóðum en skipstjórar segja hitastig sjávar hafa hækkað frá því að veiðarnar hófust og það sé einnig vísbending um skánandi veiði. Þorsteinn EA gerði tilraun með veiðar í flottroll í Síldarsmugunni í vikunni en með fremur slökum ár- angri og er á leið inn í færeysku lögsöguna á ný. Þá hefur Bjarni Ólafsson AK tekið tvö höl með troll- ið en lítið fengið. GUNNAR Halldórsson frá Heimilistækjum, Þorvaldur Ingi Jóns- son og Ólafúr Þorgeirsson, frá Fosshótelum og Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri Strengs. Hótel með sameigin- legt bókunarkerfi Búið að veiða tæp 90.000 tonn af síld Vísbendingar um skárri veiði \ ! > i i í \ (-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.