Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 29 AÐSENDAR GREINAR Nýttu tæknina strax, ekki bíða eftir nýrri öld Hvenær á að fjárfesta í nýrri tækni? NÚ ORÐIÐ erþróun í nýrri tækni mun örari en nokkru sinni fyrr. Framleiðendur tækja og búnaðar keppast um að finna tækni- lausnir til að leysa verkefni og vandamál framleiðslu- og gæða- stýringar á hagkvæm- ari hátt en áður. Marg- ar þessara nýjunga eru verulega hagkvæmar og skilar fjárfesting í nýrri tækni sér í mörg- um tilfellum á mjög skömmum tíma, jafn- vel á nokkrum mánuð- um. Það liggur því í ^ Gunnar Óskarsson hlutarins eðli að það borgi sig að nýta slík tækifæri sem allra fyrst til að fara ekki á mis við hagnaðar- tækifæri og einnig til að efla sam- keppnisstöðuna. Fjármögnunarmöguleikar Með nýjum ijármögnunarmögu- leikum, sem eru mun hagstæðari en fyrir nokkrum árum, er fjár- mögnun fjárfestinga sem skila hag- ræðingu í rekstri ekki lengur sú fýrirstaða sem áður var. Fjármögn- unarmöguleikar sem byggjast á 100% fjármögnun og mánaðarleg- um afborgunum opna jafnframt möguleika á nýrri aðferð við að meta fjárfestingar- kosti. Ef fjárfestingin skilar meiri hagræð- ingu en sem nemur mánaðarlegri greiðslu- byrði borgar fjárfest- ingin sig einfaldlega sjálf. Viðhorf og hagsmunir Til að unnt sé að nýta tækifærin sem fýrst þurfa stjómendur að vera opnir fyrir nýj- ungum og stjórnskipu- lagið að vera með þeim hætti að ákvörðunin sé einföld, markviss og fljótvirk. Algengast er að fagfólki ásamt framleiðslu-, deildar- eða verkstjórum sé falið að meta notk- unarmöguleika og ávinning af nýrri tækni. Jafnvel þó að þeir komist að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að nýta nýju tæknina er alltof algengt að svarið sem þeir fái sé „geturðu verið án þess?“ eða eitt- hvað í þá veru. Með slíku viðhorfi eru hagsmunir eigendanna ekki bornir fyrir brjósti því þeir fara á mis við hagnaðarmöguleika sem Fjárfesting í nýrri tækni skilar sér, segir Gunnar Oskarsson, á skömmum tíma. fyrirtækinu standa boða. Með hag fyrirtækisins og hluthafanna að leiðarljósi væri mun eðlilegra að orða spurninguna öðru vísi eða „hveiju skilar fjárfestingin?“ og jafnframt að bjóða fram aðstoð fag- fólks á fjármálasviði til að meta arðsemi og fjárhagslegan ávinning. Að sjálfsögðu er full ástæða til að fara með gætni, en það er engu að síður nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vera vakandi fyrir þeim kostum sem bjóðast til að hámarka hagnað- inn og vera opin fyrir því að skoða fjárfestingarkostina á faglegum grundvelli. Ef fyrir liggja upplýs- ingar og reynsla sem sýnir að tiltek- in tækni virki og bæti reksturinn þarf einungis að meta hversu fljótt og vel hún skilar sér hjá viðkom- andi fyrirtæki. Breytingar í áföngum Önnur algeng ástæða til að fresta ákvörðun er að nýja tæknin verði tekin inn með stórri heildarlausn sem er á döfinni. Þótt það kunni í sumum tilfellum að vera rökrétt er engan veginn sjálfgefið að það sé skynsamlegast. Með því að fresta upptöku nýrrar tækni, sem auðvelt er að taka upp við gildandi aðstæð- ur og sem auðvelt er að samræma síðar öðrum framtíðarbreytingum, verður fyrirtækið af hagnaði sem því stendur til boða um einhvern tíma. Ennfremur getur verið heppi- legra að innleiða breytingamar í skrefum, einfaldlega þar sem það getur sparað aðlögunartíma. Ef viðamiklar breytingar eru teknar í notkun samtímis þurfa starfsmenn mikinn tíma til að læra að nýta sér allar nýjungamar, en það getur tafið fyrir því að taka heildarbreyt- inguna í notkun. Þannig er hugsan- lega mögulegt að auka hagkvæmni og flýta fyrir aðlöguninni með því að innleiða tæknibreytingarnar í nokkrum áföngum. Biðin borgar sig ekki Önnur algeng ástæða til að fresta ákvörðun um að nýta nýja tækni er að áhugi sé á enn fullkomnari lausn, nk. töfralausn, sem leysir fleiri vandamál samtímis. Þótt það geti vissulega verið áhugavert í mörgum tilfellum og tækniþróunin sé örari en áður geta enn frekari breytingar og nýjar uppfinningar tekið mörg ár og sumar lausnir sem kunna að vera áhugverðar líta ein- faldlega aldrei dagsins ljós. Það er því skynsamlegt að láta slíkar óskir ekki tefja ákvarðanatöku um fjár- festingu í nýrri tækni sem nýtist fljótt og skilar mikilli arðsemi, sér- staklega ef endurgreiðslutíminn er stuttur. Það kostar ekki eingöngu að fjárfesta, það getur líka kostað mikið að bíða. Kemur ný lausn eft- ir 1, 2 eða jafnvel ekki fyrr en eftir 5 ár? Ef fjárfesting skilar sér á 1 ári hefur viðkomandi farið á mis við hreinan hagnað sem nemur fjór- földu verðmæti fjárfestingarinnar með því að bíða, ef „töfralausnin" lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 5 ár. Ein ástæðan fyrir því að fresta ákvörðun er að bíða með kaup þar til verðið lækki. Það má vissulega til sanns vegar færa að ný tækni hefur tilhneigingu til að lækka með vaxandi notkun og aukinni sam- keppni. Það er hins vegar engan veginn gefið að um verðlækkun verði að ræða og því síður hvenær. Ef ávinningurinn af nýju tækninni er mikill borgar sig einfaldlega ekki að bíða, heldur að nýta tæknina sem fyrst. Ábyrgð stjórnenda Með auknum fjölda fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er ábyrgð stjórnenda meiri en áður. Afkoma og ákvarðanir hafa áhrif á verð hlutabréfa og hluthafar gera kröfu um sem mestan hagnað. Að nýta nýja tækni til hagræðingar gegnir vaxandi mikilvægi í að hámarka hagnað fyrirtækja og tryggja sterka samkeppnisstöðu. Það þarf ekki að fara saman að spara og fresta fjárfestingum, sérstaklega fjárfestingum með stuttan endur- greiðslutíma og góða arðsemi. Stjómendur ættu því stuðla að stjórnskipulagi og ákvarðanatöku- ferli sem gerir fyrirtækinu kleift að nýta tæknina sem fyrst, en ekki bíða stöðugt eftir nýjum áföngum, nýrri tækniöld eða nýrri öld. Höfundur er hngfræðingur og framkvæmdastjóri FTC Framleiðslutækni ehf. Til hamingju með afmælið, Hjallasöfnuður! ÞAÐ er dálítið und- arleg tilhugsun, að nú sé liðinn heill áratugur frá því að stofnfundur Hjallaprestakalls í Kópavogi var haldinn í Digranesskóla, hinn 25. maí 1987. Já, svo hratt flýgur stund að menn eiga fullt í fangi með að höndla tímann til hinnar mikilsverðu þjónustu sem þeim er falin á meðan ævin treinist. Fyrsta verkefni sóknarnefndar, undir forystu Hilmars Björg- vinssonar, var að kjósa sóknarprest og hlaut sá er þetta ritar kosningu og skipun í embætt- ið frá 1. ágúst 1987. Engin kirkju- leg aðstaða var þá fyrir hendi í prestakallinu, og var því brugðið á það ráð að leita til stjórnenda í Digranesskóla, sem tóku því opnum örmum, að ljá aðstöðu í nýjum sam- komusal skólans. í byijun árs 1988 var salurinn vígður til helgrar þjón- ustu, en kirkjulegar athafnir, svo sem fermingar, hjónavígslur og út- farir, fóru fram frá Kópavogskirkju eða öðrum kirkjum í Reykj avíkurprófasts- dæmi. Um þær mundir, sem söfnuðurinn fékk formlega aðstöðu í Di- granesskóla, var sett á laggirnar byggingar- nefnd þar sem Karl M. Kristjánsson hefur gegnt formennsku allt til þessa dags. Nefndin valdi Hróbjart Hró- bjartsson úr hópi arki- tekta og gerði hann til- lögur að kirkju og safn- aðarheimili. Sóknar- nefnd og byggingarnefnd tóku síð- an ákvörðun um byggingu Hjalla- kirkju að undangenginni lóðarút- hlutun bæjaryfirvalda á þeim stað þar sem kirkjan nú stendur. Á hvítasunnudag árið 1991 tók dr. theol. Sigurbjöm Einarsson biskup fyrstu skóflustunguna að Hjallakirkju. Kirkjan var síðan vígð af herra Ólafi Skúlasyni á páskadag árið 1993. Að vísu var þá einungis aðalhæð kirkjunnar tekin í notkun, Kristján Einar Þorvarðarson HJALLAKIRKJA í Kópavogi. Tíu ár er liðin frá stofnfundi Hjalla- prestakalls í Kópavogi. Kristján Einar Þor- varðarsson segir í þessari grein að íbúa- fföldi í sókninni hafí tvö- faldast á þessum árum. en 28. janúar 1996 var neðri hæð safnaðarheimilisins formlega opnuð og helguð. Sumarið 1995 var lokið við frágang lóðar og bílastæða við kirkjuna. Enn er ýmsu ólokið, svo sem orgelkaupum, klukknaporti, altaristöflu, varanlegum gólfefnum á aðalhæð, lyftu í stigahús o.fl. En allt hefur sinn tíma og mun gerast samkvæmt þeirri áætlun sem unnið er eftir innan safnaðarins. Allt frá upphafi vega hefur verið gætt fyllstu ábyrgðar í fjárfesting- um, þannig að fjárskuldbindingar hafa aldrei farið yfir eðlileg mörk. Af þessum sökum hafði söfnuðurinn burði til að ráða aðstoðarprest í hálfa stöðu að kirkjunni í byrjun árs 1995. Það var sr. Bryndís Malla Elídóttir sem gegndi því starfi í eitt og hálft ár. Hinn 22. desember sl. var sr. íris Kristjánsdóttir vígð til prestsþjónustu við kirkjuna, en ásamt því að sinna starfi sínu sem prestur hefur hún á sinni könnu umsjón með daglegum rekstri kirkj- unnar. Frá næst liðnu hausti hefur sr. Hjörtur Hjartarson annars með- hjálparaþjónustu og tekið þátt í uppfræðslu fermingarbarna. Fyrir þrem árum lét Hilmar Björgvinsson af formennsku í sókn- arnefnd og við tók Eggert Hauks- son. Ég vil fá að nota tækifærið og þakka Hilmari fyrir gott og óeig- ingjarnt starf í þágu safnaðarins. A þessum fyrsta áratug í sögu Hjallasafnaðar hefur íbúafjöldi í sókninni ríflega tvöfaldast. Það gefur augaleið, að þjónustuþörfin er mikil og því oft langur vinnudag- ur hjá prestum og starfsfólki kirkj- unnar. Það er gæfa Hjallasafnaðar, hversu dugmikið og hæft fólk hefur valist þar til forystu og þjónustu frá upphafi vega. Hér hafa einung- is fáein nöfn verið nefnd, en það er sama hvert litið er, sóknarnefnd, byggingarnefnd, safnaðarfélag, kór og organisti, kirkjuvarsla, með- hjálparastörf, barna- og æskulýðs- starf, mömmumorgnar, starf fyrir aldraða, svo eitthvað sé nefnt. Állir hafa lagst á eitt við að láta gott af sér leiða og gefa af kröftum sín- um og hæfileikum eins og hver og einn hefur frekast kunnað. Drottinn hefur sannarlega verið með í verki og honum einum sé heiður og dýrð um aldir alda. Ég óska Hjallasöfn- uði til hamingju með tíu ára afmæl- ið. Guð blessi söfnuðinn og vaki yfír starfínu í Hjallakirkju um ókomna tíð. Höfundur er sóknarprestur í Hjallaprestakalli. OPEL« Astra 4 dyra kr. 1.424.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.