Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra aflient bréf vegna bágs atvinnuástands á Þingeyri ^ 30 manns flylja á næstu vikum VONANDI sjá sjjórnvöld um að reist verði veglegt minnismerki í fyrsta sjávarþorpinu í allri íslandssögunni sem ekki má lengur draga sér björg í bú . . . 0 Uttekt menntamálaráðuneytisins á skólum með nám í viðskipta- og rekstrarfræði á háskólastigi Átta til Qörutíu nemendur á kennara SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bif- röst fær góða einkunn í úttekt menntamálaráðuneytisins á skól- um með nám í viðskipta- eða rekstrarfræði á háskólastigi. Út- tektin náði til Háskóla íslands, Háskólans á Akureyri, Tækni- skóla íslands og Samvinnuháskól- ans á Bifröst. Samvinnuháskólinn þykir hafa unnið markvisst að kennslufræðilegri uppbyggingu námsins. í skýrslunni kemur fram að skólarnir skiptast í tvo flokka hvað varðar fjölda nemenda á hvern fastráðinn kennara. í Há- skóla íslands og við Tækniskólann séu um 40 nemendur á hvern fastráðinn kennara en átta í hin- um skólunum tveimur en þar er kostnaður á hvern nemanda einnig hæstur. Komið er inn á margvíslega þætti í starfi skólanna í úttekt menntamálaráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að hátt brottfall er á fyrstu námsárum sem feli í sér sóun fjármuna og tíma nem- enda og kennara. Brottfall nem- enda sé hins vegar mjög mismun- andi eftir skólum, frá rúmum 10% við Samvinnuháskólann til 50% við viðskiptaskor Háskóla íslands. Brottfall segi þó ekki alla söguna þar sem skólunum séu sett ólík skilyrði um inntöku nemenda. Háskóli íslands er samkvæmt lögum skuldbundinn til þess að veita öllum inngöngu sem lokið hafa stúdentsprófi. Hinir skólamir þrír hafa heimild til að velja úr umsækjendum en Háskólinn á Samvinnuhá- skólinn fær góða einkunn hjá ráðuneytinu Akureyri hefur einnig veitt öllum umsækjendum sem lokið hafa stúdentsprófi inngöngu. Auka má námskröfur í skýrslunni segir að ekki sé nægilega vel unnið að því að koma á nýjungum og auka fjölbreytni í kennslu og námsmati í viðskipta- og rekstrarfræði og eftirliti með kennslu sé víða ábótavant. Kennslumat, þ.e. kerfisbundið mat nemenda á kennslu og kenn- urum sé mikilvægt til að stuðla að betri kennslu og betra skipu- lagi námsins, en er ekki ætíð not- að sem skyldi. Undantekning sé þó Samvinnu- háskólinn á Bifröst þar sem mark- visst hafi verið unnið að kennslu- fræðilegri uppbyggingu námsins og eftirlit, miðlun athugasemda og upplýsinga til kennara þótti til fyrirmyndar. Skýrsluhöfundum þykir sem auka megi námskröfur innan við- skipta- og rekstrarfræðinámsins. Nær þriðjungur nemenda sem brautskráðst hafi úr viðskipta- fræði við Hí og rekstrarfræði við HA og TÍ telji að námskröfur séu of litlar. Launa- og rekstrarkostnaður á hvem nemenda í viðskipta- og rekstrarfræðum er mismunandi eftir skólum. Kostnaður á hvern nemanda í stærri skólum, Háskóla íslands og Tækniskóla íslands, sé mun lægri en í Samvinnuháskól- anum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri sem hafi færri nemend- ur. Tveir síðastnefndu skólarnir geti fjölgað nemendum og aukið þannig hagkvæmni í rekstri án þess að til komi mikil aukning í fjárveitingum ríkisins. Námsframboð á sviði tölvuúrvinnslu mismunandi í könnun meðal brautskráðra nemenda í viðskipta- og rekstrar- fræði kom fram að þeir telja að reikningshald og tölvuúrvinnsla hafi verið þau starfssvið sem hefðu verið mikilvægust í fyrsta starfi þeirra að námi loknu. Einnig kom fram að stærstur hluti forsvars- manna fyrirtækja, sem skýrsluhöf- undar ræddu við, telji fjármál mik- ilvægasta sviðið en tölvunotkun og sölu- og markaðsmálum var einnig gefið mikið vægi. í skýrslunni segir að námsfram- boð á sviði tölvuúrvinnslu sé mis- munandi milli skóla. Háskóli ís- lands og Samvinnuháskólinn á Bif- röst hafi sett sér sérstök markmið varðandi þetta svið og bjóði nám- skeið í tölvuvinnslu og upplýsinga- tækni auk þess sem nemendur hljóti þjálfun í tölvunotkun í mörg- um námskeiðum. Ekki komi fram bein markmið varðandi upplýs- ingatækni í Tækniskóla íslands og Háskólanum á Akureyri. Landssamband sjálfstæðiskvenna Yerðum að vera sýnilegri í samfélaginu Ellen Ingvadóttir Landssamband sjálfstæðiskvenna er samband 16 sj álfstæðiskvennafélaga vítt og breitt um landið. Hlutverk þess er að hvetja konur til virkrar þátttöku í stjórnmálum bæði á landsvísu og í héraði. Á 21. landsþingi sjálf- stæðiskvenna sem haldið var 3. maí síðastliðinn var Ellen Ingvadóttir kosin nýr formaður sambands- ins. — Hvaða augum lítum þú á stöðu kvenna innan stjórnmálanna? „Því miður er staða kvenna í ákvarðanaferlinu í samfélaginu alltof rýr þegar tekið er tillit til hins mikla framlags kvenna í þjóðfélaginu, til dæmis á vinnu- markaðnum. Landssamband sjálfstæðiskvenna starfar eðli málsins samkvæmt innan vé- banda Sjálfstæðisflokksins en þar er hlutur kvenna allt of lít- ill. Það er mjög mikilvægt að konur láti til sín taka í flokks- starfínu, að þær láti í sér heyra um málefni dagsins og gefi kost á sér til ábyrgðarstarfa í sveitar- stjórnar- og alþingiskosningum. Margar konur búa yfír mikilli þekkingu og reynslu sem getur komið þeim til góða í stjómmál- um og í ákvarðanaferlinu en reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að erfítt er að fá kon- ur til að ganga fram fyrir skjöldu og gefa kost á sér. Þessu verður að breyta því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, frumkvæðið verður að koma frá okkur.“ — Hlutur kvenna í þingflokki sjálfstæðismanna er hlutfalls- lega minni en íöðrum þingflokk- um. Kanntu skýringu á því? „Ég kann enga skýringu á því en auðvitað er þetta gjörsam- lega óviðunandi og ég vona að konur taki við sér í komandi sveitarstjórnarkosningum og þingkosningunun eftir tvö ár og bjóði sig fram.“ — Hver eru helstu verkefni sjálfstæðiskvenna? „Þau eru að sjálfsögðu að halda áfram að vinna með öllum ráðum að því að virkja konur. Lands- sambandið er ekki heilög kýr og það eins og öll önnur félagasam- tök þarf að vera í sífelldri endur- skoðun. Ný stjórn landssam- bandsins mun skoða starfsað- ferðirnar með það að markmiði að leita nýrra leiða og að styrkja ímynd Lands- sambands sjálfstæðis- kvenna." — Telur þú að kynjaskipt félög í stjómmálaflokkum séu í takt við tímann? „Ég hef aldrei verið hrifin af kynjaskiptingu hvort sem það er í daglegu starfí eða í starfí stjórnmálaflokkanna. Hins veg- ar er staðan einfaldlega þannig núna að við þurfum á slíkum félögum að halda og það er mið- ur. Staða kvenna innan stjórn- málaflokkanna er þannig að hlutverki sambanda eins og Landssambands sjálfstæðis- kvenna er fráleitt lokið. Það kemur einhvemtímann sá dagur að ekki verður þörf félags til þess að berjast fyrir sjálfsögðum ► Ellen Ingvadóttir er fædd í Noregi árið 1953 og er af íslensku og norsku bergi brot- in. Hún er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi að mennt. Ellen var margfaldur íslands- meistari í sundi og keppti á Ólynipíuleikunum 1968. Hún var pistlahöfundur þjá Rík- isútvarpinu, sat í stjórn Kven- réttindafélags íslands og var ritstjóri tímarits þess um nokkura ára skeið. Ellen rekur fyrirtækið Þýðingar og text- aráðgjöf. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn Ingi Kragh, vélfræðingur og stöðv- arstjóri rafstöðvarinnar í Elliðaárdal. mannréttindum annars kyns- ins.“ — Hverjar verða helstu áhersl- ur þínar sem formanns? „Ég legg mikla áherslu á það að Landssamband sjálfstæðis- kvenna verði sýnilegra í samfé- laginu og virkari þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins, það er í stjómmálaumræðunni. For- mennska í sambandinu gefur rétt til setu í miðstjórn flokksins og þingflokki hans og tel ég afar mikilvægt að sá réttur sé nýttur, því þetta eru ágætir far- vegir til þess að koma jafnréttis- sjónarmiðum á framfæri. Nýja stjórnin hefur enn ekki lagt lín- umar í starfínu en ég held mér sé óhætt að lofa því að ýmislegt nýtt sé í deiglunni." — Ertu bjartsýn á að hlutur kvenna í Sjálfstæðisflokknum aukist á næstunni? „Já, ég er bjartsýn á aukinn hlut kvenna. Ef tekið er tillit til þess sem formaður flokksins sagði í ræðu á síðasta landsfundi hans, að hann væri formaður stærsta kvenfélags landsins, er ég ekki í vafa um það að samstarfíð við flokksforustuna í jafnréttismál- um hlýtur að skila árangri. En á alvarlegri nótum er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem og aðrir stjórnmálaflokkar, em að átta sig á því að nauðsynlegt er að auka áhrif og sýnileika kvenna innan hans. Ungir kjós- endur, sem hafa alist upp við að jafnrétti sé lögbundið og komast síðan að því að jafnrétti ríkir ekki milli kynjanna í þeim mæli sem þeir héldu, krefjast úrbóta.“ Landssam- bandið ekki heilög kýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.