Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Tommi og Jenni Ferdinand Líkar þér við Geri ég hvað? „Geri ég hvað?“ Ég geng alla leið Gleymdu Gleyma mig, Kalli? hingað til að spyija þig spurning- því, Kalli! hveiju? ar, og allt sem þú getur sagt er: „Geri ég hvað?“ O-hamingjusamar Kópavogsstúlkur Kæru Ó-vinir, fröken Elísabet og fröken Fríða Rós Frá Arnari Valgeirssyni: NÚ ERUM við komin í ritdeilur um unglingaþáttinn Ó. Kannski dálítið kjánalegt, en ég vil benda ykkur á hvað lá að baki bréfi mínu 30. apríl sl. Síðasti Ó-þátturinn var auglýst- ur: „Hvað gera unglingar á lands- byggðinni sér til skemmtunar?" Eins og þið vilduð meina: „sýndi hvað unglingar úti á landi gera sér til skemmtunar". En hann sýndi það ekki neitt, heldur borgarbörnin Selmu og Markús að skemmta sér á keyrslu um hringveginn. Niður- staðan er að að borgin er „kúl“ en dreifbýlið ekki. Það er rétt að ég er „kominn á þann aldur“ að ég geri mér grein fyrir því að ekki er hægt að tala við alla á Akureyri í þetta stuttum þætti. Hvað þá í öllum þorpum og bæjum landsins, því þátturinn var ekki bara um Akureyri. Þó spjöll- uðu þau við alla sem þau hittu á Fáskrúðsfirði. Þátturinn var um 35 mín. sem er auðvitað allt of stuttur tími til að gera landinu skil, þeim mun meiri ástæða til að vanda sig. Rúm- lega 11 mínútur (30% af þætti) fóru í að sýna Ó-stjórnendur fíla sig á keyrslu. Ég sagðist „ekki vera nokkru nær, eftir þáttinn, um hvað ungt fólk á landsbyggðinni gerir yfirleitt, nema ...“ (3 dæmi). Það er rétt, en ég hef búið á mörg- um stöðum í öllum landshlutum og veit að sumstaðar er þó nokkuð að gerast í félagslífi unglinga. Húsa- vík var eini staðurinn þar sem kom- ið var inn á það, talað við eina stúlku þar. Eflaust njóta þau Selma og Markús „mikillar hylli um land allt“ og kannski að „flestum ef ekki öll- um líki vel við þau, því þau eru svo indæl". Mér líkar ekkert illa við þau, það er bara ekki málið. Þau sýndu óvönduð vinnubrögð í þess- um þætti, það er málið. Ég er ekki að gagnrýna unglingana sem komu fram. Þið bendið á að „nokkur þúsund unglinga hafi komið fram“ í þáttunum og þeir sem hafa ekki gert það eigi vini sem komið hafa fram í Ó-inu. En þetta eru nánast allt unglingar af höfuðborgarsvæð- inu. Nú átti að sýna hvað krakkar gera á landsbyggðinni. Strákar að vinna í fiski, stelpur að vinna í sjoppum, sem eru nú engar nýjar fréttir. Landsbyggðin var afgreidd ansi snubbótt. Ó-ið rúllaði í gegnum Fáskrúðs- fjörð. „Við höfum keyrt hér í 10 mínútur og ekki séð eina einustu LIFANDI HRÆÐU. Þetta er eins og Palli var einn í heiminum." Svo tóku þau viðtal við kisu. Staðurinn var alveg jarðaður. „Þau eru bara að dissa dreifar- ann,“ sagði félagi minn. Semsagt, gera grín að dreifbýlinu og þó að „persónlega finnist ykkur stór- skemmtilegt að sjá fólk kafna úr hlátri" var varla hlegið á Fáskrúðs- firði, kannski að þorpinu. Selma segir við unga pilta á Blönduósi: „Hvað gera krakkar á kvöldin hér á Selfossi?" Svo ráku Ó-stjórar upp ofsa hlátur og voru enn hlæjandi á leið úr bænum. Hvað gera unglingsstrákar sem sitja inni í sjoppu, þegar frægt fólk kemur inn, beinir upptökuvélum upp í nasirnar á þeim og fer að skellihlæja? Jú, þeir verða vand- ræðalegir. Og hvað gera krakkar á Blönduósi á kvöldin? Ég veit það ekki, það gleymdist að fá svar við því. Þetta er að „dissa dreifarann“. Egilsstaðir voru afgreiddir á 4 sekúndum, Eskifjörður á 7 og Höfn (tvær stelpur með brennivín, sér til skemmtunar) á 8 sek. Það komu skemmtileg innslög í þáttinn, t.d. Priscilla, Fargo og litli jeppi á landakorti, enda geta þau Ó-stjórar verið sniðug. Það er líka gott mál að þau vinni með hópi unglinga úr skólum höfuðborgar- svæðisins. Ég sagði m.a: „Þau Markús og Selma hafa gert margt gott,“ „... hafa sýnt að þau geta miklu betur“ og: „Leiðinlegt þegar fólk með frjóar hugmyndir gleymir sér á endasprettinum." En ég tók fyrir tvo þætti (ég má - prentfrelsi og allt það) sem mér fannst illa gerð- ir, hringferðina og afmælisþáttinn. Þrátt fýrir ábendingar ykkar um að þátturinn hafi „veitt öllum þeim sem komið hefðu fram ómælda gleði“ finnst mér enn að þetta hafi verið montþáttur, þó mörgum hafi þótt gaman að sjá sjálfa sig aftur í sjónvarpinu. Hann var auglýstur sem afmælisþáttur og þá býst maður við að eitthvað sér gert i því tilefni. Þegar einhver á afmæli heldur hann veislu og húllumhæ (eins og þú veist, Elísabet, til ham- ingju með tvítugsafmælið) en býður ekki gestum að skoða gömlu myndaalbúmin. Eins og ég sagði; „geggjuð gandreið, með skot úr öllum áttum“. Það helsta úr 50 þáttum í 30 mínútur. Frekar „lásí“ afmælisveisla. Ég veit að ég er ekki í unglinga- markhópi þáttanna, og þið „þykist vita“ hvað ég er gamall. Ég er sko bara þtjátíuogeins, takk fyrir, og frábið mér ýkjur í vitlausa átt. Þetta er viðkvæmt mál. Það er rétt hjá ykkur að það á ékki að láta skoðanir þröngsýnna manna hafa of mikil áhrif á sig. En það má horfa gagnrýnum aug- um bæði á það sem manni finnst skemmtilegt - og svo líka allt hitt, því á landsbyggðinni býr helmingur unglinga landsins og í þætti nr. fimmtíuogeitthvað eru þeir teknir fyrir. Og hvað gerir ungt fólk á landsbyggðinni sér til skemmtunar? Ó-svar: Ekkert, það er ekkert að gerast þar. Nú kveð ég ykkur, kæru Ó-vin- ir, fröken Elísabet og fröken Fríða Rós. ARNAR VALGEIRSSON, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. “rctv'*"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.