Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Innsta eðlið „TIMARNIR breyt- ast og mennirnir með.“ Þessi fomi málsháttur af latneskum uppruna er oft hafður á orði og á hann þó naumlega rétt á sér nema í mjög takmörkuðum skiln- ingi. Innsta eðli mannsins, erfðaástríð- ur hans og frumstæð- ustu tilfmningar hafa áreiðanlega ekki breystst ýkjamikið frá því, er vér höfum fyrstu spumir af Þeim Jón Thor Upp á svið Gíslason hugans Á tímum fádæma grósku, um- brota og sviptinga er einkenndu listasviðið í upphafi aldarinnar kom fram á sjónarsviðið einn merkileg- asti brautryðjandi og meistari í list- hugmyndum 20. aldarinnar. Sá hét Marcel Duchamp og endurspeglaði hann á sláandi hátt það samfélags- lega uppgjör, sem fólst í hrani hefð- bundinna lífsviðhorfa og trúar, er ól af sér andlegt öryggisleysi og þjóðfélagslegt öngþveiti, en eins og mönnum er kunnugt komu hörm- ungar fyrstu heimsstyrjaldar mann- kynssögunnar í kjölfar þessara umskipta. Allt þetta leiddi hinsveg- ar til langþráðs frelsis listamanna og leyfði þeim loksins að gera opin- berlega uppreist gegn hlekkjaðri fortíð. Og þá gerðist það að málara- listinni er Iyft upp á svið hugans. Duchamp benti á að einræði sjáald- ursins hefði skaðleg áhrif, þar sem það leiddi til óhjákvæmilegrar dýrk- unar á handverkinu sem skilaði sér á kostnað fleygrar hugsunar. Menn settu samasemmerki við heimsk- ingjann og listmálar- ann. Ur þessu varð eitthvað sem nefnt hef- ur verið and-list og kom andi þessara við- horfa sérstaklega vel fram í uppátækjum dadaistanna. Menn höfðu hreinlega fengið sig fullsadda á fagur- fræði 19. aldarinnar og tóku nú til við að splundra hinni „sam- ræmdu heild fegurðar- innar“. Þessi hug- myndafræði þróaðist svo áfram fram eftir öldinni og í því sam- bandi er við hæfi að minnast á hugmyndir Joseph Beu- ys, þýsks orustuflugmanns í ann- arri heimsstyijöldinni, sem segja má að hafi „frelsast" með ákvörðun sinni að gerast listamaður í lok þess mikla stríðs. Áhrif hans á yngri listamenn hafa verið mikil, bæði meðan hann lifði og eftir dauða hans, og skipar hann fyrir marga þeirra hlutverk einskonar „gúrú“ listheimspekinnar. Umhugsunar- vert er hinsvegar með þetta í huga að þrátt fyrir að bæði Beuys og fyrirrennari hans Duchamp hafí svo að segja hafnað öllum hefðbundn- um gildum listarinnar vora báðir þessir miklu áhrifamenn stórkost- legir fagurfræðingar, en verk þeirra bera því best vitni og vekja hrifn- ingu allra þeirra er skynbragð á hafa. Fagurfræði Áhugavert er í framhaldi af þessu að gera sér aðeins grein fyr- ir hvað felst í orðinu „fagurfræði", en það er þýðing á erlenda hugtak- inu „ásthetik“, sem notað var sem samt við sig Fagurfræðin hefur aftur fengið uppreisn æru, segir Jón Thor Gíslason, í hugleiðing- um sínum um list og listamenn. heiti yfír hina „samræmdu heild“, sem takmarkaðist satt að segja fyrr á öldum við fremur þröngsýnar feg- urðarhugmyndir, en af þessum ástæðum hefur orðið fengið á sig slæman stimpil, þannig að margir mega ekki heyra á það minnst enn þann dag í dag. Upprana orðsins „ásthetik", er hinsvegar að fínna í grískri tungu, líkt og raunin er um mörg önnur djúpstæð hugtök, en það er dregið af orðasambandinu „aisthetike episteme", sem leggja má út sem: skynræn athugun og þekking á áhrifum og tilfínningum, komið af nafnorðinu „aisthetikos“, þ.e.a.s.: skynræn eftirtekt, eða það að fínna skynrænt fyrir einhveiju, sem myndað er úr sögninni „aistha- nesthai": það að taka eftir, fínna fyrir einhveiju... Af þessu má sjá að með hugtak- inu er í rauninni einfaldlega átt við að vera skynrænt vakandi, á þann hátt að veita hinum skynræna heimi eftirtekt og rannsaka með sjáöldr- unum þau áhrif sem hið sjáanlega hefur á okkur mannfólkið. Afrakst- ur þessara athugana er svo um- myndun hinna margvíslegu þátta yfir í „samræmda heild“, þ.e.a.s. yfír í listaverkið. Hitt er annað mál hvort menn vilja í þessu sambandi tala um grandvöll allrar fegurðar, eða eitthvað annað, en óhætt er að fullyrða að fagurfræðin sem slíkt hafi fylgt myndlistinni allt frá upp- hafi, enda má sjá á ofangreindum skýringum að „ferli" það, sem hún inniheldur, bjó enginn til, heldur er það einfaldlega hluti af tilveru okk- ar. Það að afneita fagurfræðinni ásamt allri tæknilegri kunnáttu á sínuin tíma var hinsvegar áhuga- vert uppbrot í listasögunni, sem kenndi okkur á vissan hátt að sjá og skilja öðruvísi og víkka þar með sjóndeildarhringinn, en leiðir óhjá- kvæmilega til aðgerðarleysis og stöðnunar þegar fram í sækir og vill þá raunin verða sú að menn fara að leita út fyrir hinn eiginlega miðil. Myndin, þ.e.a.s. hið skyn- ræna, týnist í „orðinu", sem gerist þegar byijað er að framsetja mynd- list í formi texta. Hér eiga við orð Björns Th. Björnssonar sem finna má í bók hans Aldaslóð, en þar segir hann á einum stað eftirfar- andi: „Myndlistin er svo sjálfstæður miðill, að oftast nær er ógerningur að færa inntak hennar yfír í annað form, og þá kannske sízt af öllu í orð. Myndrænt listaverk hefur sitt eigið mál, sitt tjáningarkerfí, sem hægt er að nálgast á ýmsan hátt, opna að leiðir til skilnings, en aldr- ei að skýra að innsta eðli til. Væri það hægt, þá væri myndlistin óþörf sem sjálfstæð tjáning mannshug- ans.“ Frelsi í málningarlykt Er sú kynslóð var að komast til vits og ára, sem greinarhöfundur tilheyrir, bar mest á nýlistarmönn- unum í augum listspírannar, en svo hafa þeir verið kallaðir hér á landi, er aðhylltust hugmyndafræðilistina (sbr. konzeptlist, flúxus), en margir minnast blómatímabils SÚM-hóps- ins og Nýlistasafnsins. Flestir þeir, er þá vora upprennandi listamenn, tóku að meira eða minna leyti þátt í þessu ævintýri, en mörgum varð þó fljótt innanbijósts líkt og Du- champ forðum, þegar honum of- bauð málningarlyktin, fleygði penslinum og tók til við að tefla skák í leit að frelsi, að þeir öfugt við meistarann fundu pensilínn aft- ur og leituðu að sínu frelsi í máln- ingarlyktinni. Höndin en ekki hugvitið Myndlistin er sjónræn upplifun og getur sem slík ekki breyst í hreina fílósófíu, þó að ákveðin hug- myndafræði eða öllu heldur hug- myndaheimur sé hluti af gerðinni. Svo lengi, sem menn halda áfram að fæðast og deyja, munu skoðanir og hugmyndir vera á sífelldri hreyf- ingu líkt og rafeindirnar í kringum atómið. Nú við inngöngudyr nýrrar aldar er ljóst orðið að fagurfræðin, andstætt öllum spádómum, hefur aftur fengið uppreisn æru, m.a. í húmanísku málverki; þannig leikur tíminn við okkur. En hvað sem öllu þessu líður er rétt að hafa í huga að hvað sem verður þegar fram líða stundir, þá lifum við í sífellt tækni- væddari og upplýstari heimi og því mikilvægt að týna ekki tengslunum við efnislegan og andlegan uppruna lífsins. Margir mannfræðingar halda því fram að það hafi verið höndin en ekki hugvitið sem kom af stað þróun mannsins til vits- munavera. Veram því minnug þess að hugur og hönd eiga samleið og þrátt fyrir að á stundum hneigist menn til allt að því hrokafullrar oftrúar á aukna hugræna vitneskju og speki, sem ótvírætt markmið þess háleitasta í þróun mannsins, er hollt að minnast þess að enn er blóðið og holdið á sínum stað og innsta eðlið samt við sig, nema hvað... Höfundur er myndlistarmaður. Ógleymanleg leikhús- ferð í maí 1952 ÞAÐ VAR Um kl. 19.20 sunnu- daginn 25. maí 1952 að ég var að stinga upp kartöflugarð að Sveins- stöðum, sumarhúsi ijölskyldunnar hjá Vatnsenda við Elliðavatn. Ég hafði lokið embættisprófí í lögfræði skömmu áður, en mundi nú eftir því, að stúdentaskírteini mitt væri enn í gildi hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og nú væri best að nýta það í síðasta sinn, því afsláttur var góð- ur. Ég hafði um 40 mínútur til þess að aka til Reykjavíkur, kaupa leikhúsmiðann, gleypa í mig matar- bita, skipta um föt og komast í Iðnó fyrir kl. 20.00. Willysjeppi ár- gerð 1946 var tiltækur í för þessa og var greitt ekið í bæinn, mætti frekar segja í loftköstum. Það var altalað, að sá sem þyrði upp í jeppa þennan hjá greinarhöfundi, yrðj aldrei hræddur framar á ævinni. I Iðnó komst ég kl. 19.40 að kaupa leikhúsmiðann og aftur mættur þar kl. 20.00. H. Leikritið hét „Djúpt liggja rætur“ og er eftir tvo bandaríska blaða- menn, sem síðar snera sér að leikritun, þá James Gow og Arnaud D’Usseau. Tómas Guð- mundsson þýddi leik- ritið, en Gunnar R. Hansen leikstýrði. Leikendur voru: Stein- unn Bjarnadóttir, Em- ilía Borg, Brynjólfur Jóhannesson, Erna Sigurleifsdóttir, Elín Júlíusdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðjón Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Loftur Magnússon, Óskar Ingimarsson og Einar Einarsson. Leikritið fjallar um heimili Lang- dons öldungadeildarþingmanns í Suðurríkjum Bandaríkjanna og sam- Engin leikhúsferð hefur orðið mér eftirminnilegri, segir Leifur Sveinsson, hvorki fyrr né síðar. band dóttur hans við þeldökkan liðs- foringja, sem nýkominn er heim úr síðari heimsstyijöldinni eftir fræki- lega frammistöðu þar. Fyrir stríðið höfðu þau sem böm verið leikfélag- ar, hún, dóttir senatorsins og hann, sonur hinnar þeldökku eldabusku. En nú vora þau orðin fullorðin og felldu hugi saman. Það var ekki í lagi að mati föður hennar, senators Langdons. Samdrátt þeirra þurfti að stöðva með einhveijum ráðum. Því fær senator Lang- don þeldökka þjónustu- stúlku á heimilinu til þess að lauma gullúri sínu í rúmið í herbergi liðsforingjans. Síðan kallar hann á Serkin fógeta, sem handtekur liðsforingjann fyrir þjófnað. III. Þannig hefði málinu lokið, ef ekki hefði ver- ið gestkomandi á heim- ilinu Norðurríkjamað- ur, Merrick að nafni, sem komst að hinu sanna í málinu, greip í taumana og krafðist þess, að hinn saklausi yrði látinn laus og málið upplýst. IV. Leikritinu lýkur þannig, að þjón- ustustúlkan viðurkennir að hafa komið gullúrinu fyrir í herbergi liðsforingjans að ósk senators Lag- dons. Fógetinn opnar gullúrið og á bakhlið þessa dýrmæta grips blasir við áletrunin: Heiðurinn ofar öllu. V. Það era 45 ár síðan ég sá þessa leiksýsingu í Iðnó og hefur engin leikhúsferð orðið mér eftirminni- legri hvorki fyrr né síðar. í október 1959 sá ég marga af bestu leikurum Englands á sviði í London: Ralph Richardson í Globe Theatre, Mich- ael Redgrave í Queens Theatre, Nigel Patrick í Haymarket. Nokkru áður hafði ég séð í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- Brynjólfur Jóhann- esson leikari. GREINARHÖFUNDUR og Willysjeppinn vi(jugi árið 1946. IÐNÓ höfn þau John Gielgud og Peggy Aschcroft í Much A Do About Not- hing eftir Shakespeare. Allir þessir leikarar voru frábær- ir en sýningin í Iðnó 25. maí 1952 er mér þó alltaf efst í minni. Að lokum vitna ég í leikdóm Lárasar Sigurbjörnssonar í Eimreiðinni, er hann metur leikárið 1951/1952: „Maður kinokar sér við að segja það, en það verður ekki hjá því komist. Það sem helst horfði í leik- listar átt í höfuðstaðnum á útmán- uðunum og vorinu var að fínna í gömlu Iðnó við Tjömina. Þar tók Brynjólfur Jóhannesson slaginn í hlutverki Langdons senators í sjón- leiknum „Djúpt liggja rætur“.“ Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.