Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 43 MINNINGAR VILHJALMUR HALLDÓRSSON + Vilhjálmur Halldórsson var fæddur í Vörum í Garði 5. júlí 1913. Hann lést á Garð- vangi 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskála- kirkju 12. apríl. Árið 1988,, síðast í október fór stór hópur íslendinga, á vegum Guðna Þórðarsonar (áður ferða- skrifstofan Sunna) til dvalar í Palma, höfuðborg Mallorca. Sumt af fólkinu ætlaði að vera fram að jólum, aðrir höfðu kosið að vera þrjá mánuði í viðbót eða til marz- loka. Fólkið var alstaðar af landinu og á öllum aldri, flestir þó eldri borgarar. Allir ætluðu að láta sér líða vel í sól og sumaryl. Sumir stunduðu sól og sjóböð og var gleð- in þar við völd og aðrir voru dugleg- ir við skokk og gönguferðir. Bóka- safn var til afnota á hótelinu, kvöld- vaka var einu sinni í viku og einnig spilakvöld. Við höfðum frábæran fararstjóra og hjúkrunarkonu. Mörg ferðalög voru í boði og margt skemmtilegt að sjá. Eftir áramót kom nýr hópur til dvalar næstu þrjá mánuði. I þeim hópi var Vilhjálmur Halldórsson, sem nú hefur kvatt þennan heim. Vilhjálmur var áberandi glæsilegur á velli glaðvær og hlýlegur. Hann átti eftir að koma því til leiðar, að vekja áhuga okkar á golfi eða pútti. Hann fann mini-golfvoll umgyrtan háum trjám, með blóma- og trjá- runnum, sem rekinn var af enskum hjónum. Aðgangseyririnn var frek- ar sanngjam og innifalið var kúla og „púttari". Seinni hluta febrúar frétti Vilhjálmur um grasvöll og fórum við nokkrum sinnum þangað. Líka var æft pílukast við hótelið okkar og keppni haldin í því. Einn- ig þar var Vilhjálmur fremstur í flokki. Þegar heim kom, hóaði Vilhjálm- ur okkur saman til að leika pútt úti á Seltjamarnesi. Stuttu síðar vildi hann stofna alvöru púttklúbb fyrir aldraða, og var hann stofnaður þriðjudaginn 6. júní 1989. Stofnfé- lagar vora átta: Vilhjálmur Hall- dórsson, Bergþór Jónsson, Sigutjón Björnsson, Ottó Benediktsson, Mar- grét Heiðdal, Stella Magnea Karls- dóttir og Hulda Valdimarsdóttir Ritchie. Fljótlega óx félagatalan. I stjórn vora kosin: Vilhjálmur Halldórsson, formaður, Bergþór Jónsson, gjaldkeri og Hulda Valdi- marsdóttir, ritari. Nafn klúbbsins er „Púttklúbbur Ness“ . Vilhjálmur hafði allan veg og vanda af stofnun klúbbsins og samdi við stjómendur Golfklúbbs Seltjarnamess um að- stöðu þar og þurfa félagar hvorki að greiða félags- né vallargjöld. Einnig hafði hann samið við golf- klúbbinn Keili Hafnarfirði og GR í Grafarvogi. Markmið klúbbsins er, að fá aldraða til að koma út, fá sér gott loft og hreyfingu og hafa góða skemmtun. „Við hættum ekki að leika okkur vegna þess að við eld- umst. Við eldumst vegna þess að við hættum að leika okkur,“ era einkunnarorð klúbbsins. Fyrsta púttmótið (keppni) var haldið 28. júní á Seltjamamesi og auðvitað hafði Vilhjálmur látið útbúa verðlaunapeninga, gull, silfur og brons. Seinna lét hann útbúa verðlaunabikara til eignar og far- andbikar. Barmnælu lét hann gera með upphafsstöfum klúbbsins - P.K.N. og ártalið ’89. Fyrir mörgum áram stofnaði Vil- hjálmur púttklúbb í heimabyggð sinni á Suðurnesjum. Nú eru reknir mjög góðir púttvellir í Keflavík, tveir úti, í hjarta bæjarins, svo og mjög vel búinn innivöllur. Villi kynnti okkur fyrir félögum í Pútt- klúbbi Keflavíkur og keppni hefur verið haldin á milli okkar, ýmist í Keflavík eða Reykjavík. Við þökk- um Vilhjálmi innilega fyrir að koma þeim samskiptum á, þar sem það er sérstaklega ánægjulegt að heim- sækja og keppa við Keflvíkinga. Væri óskandi að við gætum ein- hvemtíma tekið á móti þeim í eigin húsnæði! Ekki lét Vilhjálmur þar við sitja að stofna þennan félagsskap. Hann var ötull talsmaður þess að fá Reykjavíkurborg til að útbúa pútt- völl í Laugardalnum, þar era nú tveir vel grónir vellir og heitir sá stærri Vilhjálmsvöllur. Svo er einn völlur við Kjarvalsstaði. Vilhjálmur beitti sér ötullega fyrir því að fá Reykjavíkurborg til að veita okkur inniaðstöðu, sem er okkur eldri borguram nauðsynleg - sú aðstaða er ekki enn komin. í Ármúla 20 var rekinn salur fyrir „mini-golf“ og stuttu eftir heimkomu frá Mallorca lékum við þar „mini-golf“ hvern þriðjudag og sumir oftar, þangað til sú starfsemi var lögð niður vegna slæmrar þátt- töku almennings. Næsti inniæf- ingasalur Golfheimar, er rekinn af þeim Sævari og Jóhanni. Þar er púttvöllur, æfingabásar og golf- hermir fýrir alvöra kylfinga. Þeir Sævar og Jói hafa verið okkur eldri borguram einstaklega velviljaðir. Skák- og bridsklúbb stofnaði hann fyrir aldraða á Vesturgötu 7. Frá upphafi kynna okkar við Vilhjálm hefur hann ekkki gengið heill til skógar, en aldrei kvartaði hann. Alltaf mætti hann í púttið meðan stætt var - það var fýrst þegar Villi fór að taka sér fleiri pásur en áður í púttinu, að við viss- um að heilsan fór fýrir alvöra að bila. Síðastliðið haust baðst hann lausnar á formennsku í Púttklúbbi Ness. Hann gaf félaginu veglegan farandbikar og verður keppt um hann á væntanlegu Vilhjálmsmóti í kringum afmælisdag hans 5. júlí ár hvert. Foringinn er fallinn. Hann sem hefur gefið okkur svo margar ánægjustundir og verið okkur fyrir- mynd um að lifa lífinu lifandi, þrátt fyrir langvarandi veikindi sín. Við þökkum honum öll störfin og vinátt- una. Við munum sakna hans. Gott er þreyttum að sofa. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inkonu hans og þeirra stóra fjöl- skyldu. Félagar í Púttklúbbi NESS, Reykjavík. JÓHANNES ÞÓR JÓNSSON + Jóhannes Þór Jónsson fæddist í Efrakoti (nú Tunguhlíð) í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafírði 10. desember 1938. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 28. apríl. Það varð skammt á milli þeirra feðga, Jóhannesar Þ. Jónssonar og Jóns Dal Þórarins- sonar, því Jón lést 23. febrúar sl. Ég kynntist Jóa fyrir liðlega tveim áratugum, er hann kom inn í fjöl- skyldu fv. tengdafólks míns. Jói bar með sér glaðværð hvar sem hann kom, þótt lífið færi ekki allt- af um hann mjúkum höndum og missir hans var mikill, er eigin- kona hans og dóttir nokkrum árum síðar voru burt kallaðar langt um aldur fram. Hann var afar traustur maður og vinum sín- um sannkallaður haukur í horni. Jói starfrækti um langt árabil áhaldaleiguna Þjöppuleiguna og þekkti margur til hans sem „Jóa í Þjöppuleigunni". Mér er í minni vetrardagur einn fyrir 15 árum, ég hafði steypt loft- plötu í húsi. Hellist þá óvænt yfir grimmdarfrost og það eitt til bjargar nýsteyptri loftplötunni að veija með einangrun og kynda undir dag og nótt. Fyrir þessu hafði ekki verið hugsað en í þessu tilfelli eins og mörgum öðrum kom manni fyrst í hug að leita til Jóa í Þjöppuleigunni, hvort hann ætti enn hitablásara eða hvort aðrir steypukarlar væru búnir að fá þá á undan mér en við því mátti bú- ast. Var nú í hendingskasti keyrt niður í Þjöppuleigu og tjáði ég Jóa vandræði mín og að trúlega þyrfti ég tvo blásara, ef koma ætti í veg fyrir stórskemmdir. Jói brosti og sagði: „Þeir bíða hérna eftir þér,“ Hann hafði séð fyrir vandann og strax ætlað mér blás- arana, hafði reyndar allt að því með hand- afli þurft að veija þá, ' svo fast var að honum sótt af öðrum steypukörlum. Þetta finnst mér lýsa lyndis- einkunn Jóa, þ.e. góðvild og hjálp- semi, sem ekki var flíkað en verk- in látin tala. Leiðir okkar Jóa lágu aftur saman eftir nokkurt hlé á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrra, er ég dvaldi þar fáa daga vegna smávandræða, en hann háði sitt stríð við sjúkdóminn grimma, krabbameinið (allt síðastliðið ár og nú til enda) og hefi ég ekki annars staðar orðið vitni að meiri kempuskap og æðruleysi. Minnis- stætt er mér hve Jói gladdist inni- lega, er ég hafði fengið bata og einnig hve hann, oft sárþjáður, var gefandi, er fundum okkar bar saman. Jói var mikill unnandi söngs og góður söngmaður sjálfur, einnig hestamaður af lífi og sál og eigi kæmi mér á óvart þótt góður vin- ur, áður genginn, hefði tekið á móti honum á nýjum vettvangi, hafandi til reiðu gæðing með full- um tygjum, Jói þá undið sér í hnakkinn og farið völlinn einn' ganginn enn með sinn söng og sitt bros á vör. Aðstandendum hins góða drengs votta ég samúð mína. Vert þú kært kvaddur, góði vinur. Gylfí Þór Magnússon. ÞORGEIR LOGI ÁRNASON + Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur I Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 17. apríl. Góðir vinir eru vandfundnir, missir þeirra skilur eftir stórt skarð sem ekki er unnt að fylla. Þorgeir Logi var höfðingi sem ávallt hafði tíma til að vera góður vinur. Orð lýsa manninum en verkin tala. Þannig þekktist Þorgeir best af verkum sínum sem hann skil- aði frá sér, hann lagði kapp á að hafa allt sem fullkomnast. Hann var gæddur þeim sjald- gæfu hæfileikum að taka manni alltaf vel hversu mikið sem hann var sjálfur önnum kafinn og gaf allt af heilum hug. Ekkert vandamál var það lítið eða stórt að hann hefði ekki ráð til að leysa það vel af höndum. Hann var líka nærgætinn í gagn- rýni og hafði þann hátt á að láta mann frekar hlæja að mistökum sínum en skammast sín. Það sýndi vel vináttu og kærleika sem hann kunni að láta í ljós. Hann kunni einnig að sam- gleðjast hjartanlega á góðum stundum og var til í að slá á létta strengi og líka gleðja mann af einstakri hugulsemi og njóta augnabliksins án fyrirvara. Það kom best fram á heimili hans, þar sem gleði og samhugur ríkti og hann stuðlaði svo vel að. Ingunn og Þorgeir vora alltaf nefnd á mínu heimili sem óijúfanleg heild. Góðar minningar lifa að eilífu! Ég þakka samfylgd með góðum fjölskylduvini, sem dýrmætt var að eiga. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Veronica M. Björnsson. Samstafsmenn kveðjast og óska hver öðram góðrar helgar, framundan eru góðir dagar, sólin farin að hækka á lofti, farfuglarn- ir farnir að að koma til sumardval- ar norður við ysta haf. Þá dettur engum annað í hug en allir komi endurnærðir aftur eftir góða hvíld. En forsjónin hagar því þannig að vegir lífsins eru órann- sakanlegir. Eg kynntist Þorgeiri Loga fyrst fyrir tveimur árum þegar Prentsmiðja Árna Valde- marssonar sameinaðist Steindórs- prenti Gutenberg. Þorgeir Logi rak Prentsmiðju Árna Valdemarssonar ásamt fjöl- skyldu sinni, eftir að faðir hans lést langt um aldur fram aðeins 46 ára að aldri árið 1969. Hann hafði því rekið fyrirtækið í 26 ár þegar það sameinaðist Steindórs- prenti Gutenberg um áramótin 1995. Örlögin höguðu því þannig að samstarf okkar átti eftir að verða mjög náið þar sem við höf- um starfað hlið við hlið síðastliðin tvö ár. Það var ómetanlegt fyrir mig að vinna við hlið Þorgeirs Loga sem hafði langa og mikla reynslu af móttöku og öflun verkefna í prentiðnaði, ég varð fljótt var við að hann hafði ríkt markaðslegt innsæi og hann átti auðvelt með að sjá bestu og hagkvæmustu leiðir við framleiðslu verkefna. Viðskiptamenn voru ánægðir með viðskipti sín við hann. Hann var glaðlegur og ljúfur í umgengni og hafði jákvætt viðhorf. Þegar tími gafst til var oft skemmtilegt að spjalla við Þor- geir Loga hann hafði víðan sjón- deildarhring og hafði áhuga á mörgum ólíkum hlutum, einnig þekkti hann gífurlega marga sem áhugavert var að heyra hann segja frá. Áhugamál hans númer eitt var flugið. Þegar hann var 15 ára gamall lærði hann svifflug sem hann hafði mikið dálæti á. Það var stórskemmtilegt að fræð- ast af honum um þessi mál. Hann bar gott skyn á útlit prentgripa og hafði mikinn faglegan metnað til að gera vel. Einnig var hann listagóður ljósmyndari og hafði næmt auga fyrir góðum sjón- arhornum sem vel hefur mátt sjá á dagatölum prentsmiðjunnar og víðar. Þorgeir Logi var athafnamað- ur af lífi og sál sem sigldi undir fullum seglum og nýtti byrinn vel. Sár harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni en hún á minningu um góðan og ljúfan mann sem bar velferð fjölskyldunnar mjög fyrir bijósti. Ég sendi Ingunni, börnunum, systkinum, móður og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Gísli Ragnar Gíslason. SVEINN KJARTANSSON + Sveinn Kjart- ansson fæddist á Seli í Grímsnesi 26. janúar 1913. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 24. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 3. maí. Kæri vinur minn, Sveinn á Seli. Ég var úti á sjó þegar ég frétti af and- láti þínu og mig setti hljóðan. Reyndar vissi ég af veik- indum þínum og mér hafði verið sagt að líklega kæmist þú ekki heim að Seli aftur, í sveitina þína, sveitina sem þú unnir svo heitt. I gegnum huga minn rannu minn- ingar um þig og þann góða tíma sem ég átti á Seli. Ég fylltist þakk- læti, þakklæti yfir því að hafa orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa verið í sveit hjá þér og þínu góða fólki. Ég man það, Sveinn, er ég kom að Seli í fyrsta skipti en það var sumarið 1976. Þá var ég fimmtán ára og ekki datt mér í hug að þetta væri fyrsta sumarið af sex sem ég yrði kaupamaður á Seli. Ég kom úr Reykjavík sem óharðnaður unglingur, alinn upp á malbikinu, en hjá þér á Seli kynnt- ist ég sveitalífinu sem alla tíð síðan hefur haft mikil áhrif á mig. Manstu eftir gönguferðunum sem við fóram svo oft í vestur fyr- ir fjall, upp á Mosfeil og að Mos- felli. í þessum ferðum sagðir þú mér frá líf- _ inu eins og það var hér á áram áður þegar fólk bjó við önnur kjör en eru í dag og búskap- arhættir vora aðrir. Ég man eftir ömefn- unum sem þú sagðir mér frá bæði á Seli og Mosfelli. Það var ekki bara, kæri vinur minn, að þú segðir stráknum frá því hvað staðimir hétu heldur vildirðu líka að ég vissi hvers vegna þeir hétu þetta eða hitt. Þú kenndir mér að meta fegurð náttúrunnar og að bera virðingu fyrir náttúranni og öllú því lífi sem hún býr yfir. Manstu eftir vísunum og ljóðun- um sem þú kenndir mér stráknum og er mér sérstaklega minnisstætt þegar þú hlýddir mér yfir ljóðið hans Jónasar Hallgrímssonar um fjallið Skjaldbreið. Þetta eru mörg erindi og þú vildir að ég lærði þau öll. Þú kenndir mér að meta falleg- ar vísur og ljóð. Kindurnar og sveitin vora þér allt og þú naust þess að lifa lífi bóndans enda varstu bóndi og náttúrubarn af guðs náð. Elsku vinur minn, ég þakka þér fyrir alla þá velvild sem þú sýndir mér bæði í orði og í verki. Minning- una um þig mun ég geyma í huga mér alla tíð. Þinn vinur, Hörður Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.