Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 21
ERLENT
Samkomulag Rússa og Atlantshafsbandalagsins fer fyrir rússneska þingíð
Sagt útiloka
staðfestingu
Rússa á Start-2
Óvíst er hver niðurstaða rússneska þingsins verður
þegar samningurinn við NATO verður tekinn fyrir.
Talsverð andstaða við hann, eins og segir í grein
Urðar Gunnarsdóttur, en þó telja margir andstæð-
ingar stækkunar NATO að Rússar megi vel við una.
ÞRÁTT fyrir að Rússar og Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) hafi náð samkomulagi um
stækkun NATO, er málið þó fjarri því að
vera í höfn. Rússneska þingið hefur ekki
staðfest það og eftir að viðræðum um inn-
göngu nýrra aðildarríkja í Austur-Evrópu
lýkur, taka þjóðþing aðildarríkja NATO við
og viðbúið er að það reynist vandaverk að
fá þau öll til að staðfesta stækkun. Þá bend-
ir ýmislegt til þess að samkomulagið komi í
veg fyrir að rússneska þingið samþykki
Start-2 samkomulagið um fækkun kjam-
orkuvopna.
Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO,
ítrekaði í gær að Rússar hefðu ekki neitun-
arvald á ákvarðanir NATO, samkomulag
NATO og Rússa væri ekki lagalega bindandi
og NATO hefði ekki heitið því að flytja hvorki
kjamorkuvopn né herafla til nýrra aðildar-
ríkja, en þessar voru kröfur Rússa.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti krítaði engu
að síður liðugt í sjónvarpsviðtali á miðviku-
dagskvöld er hann fullyrti að Rússar hefðu
fengið þessum kröfum sínum framgengt.
Vestrænir fréttaskýrendur túlka það svo að
þar sem ljóst sé að erfitt verði að sannfæra
Rússa um ágæti samningsins, hafi Jeltsín
ákveðið að túlka hann eins og honum hent-
aði best.
Viðbrögðin í Rússlandi við samkomulaginu
við NATO hafa verið blendin en ekki hefur
komið fram eins hörð andstaða við það og
hafði verið búist við. Kommúnistinn Viktor
Iljúkín, formaður öryggisnefndar neðri deild-
ar þingsins, fordæmdi samninginn, sagði
hann enn eitt dæmið um „svik við hagsmuni
Rússlands".
Hins vegar lýsti flokksbróðir hans, Gennadí
Seleznjov, forseti neðri deildar þingsins, yfir
ánægju með að sér virtist sem tekið hefði
verið tillit til hagsmuna Rússa. í sama streng
tók Vladimír Lúkín, formaður utanríkismála-
nefndar þingsins og yfirlýstur andstæðingur
stækkunar úr Jabloko-flokknum.
ívan Rybkín, sem situr í forsæti rússneska
öiyggisráðsins, er bjartsýnn á að rússneska
þingið muni staðfesta samkomulagið. Kvaðst
hann ennfremur ekki sjá neina ástæðu fyrir
Rússa til að grípa til sérstakra aðgerða gegn
stækkun.
Útilokar staðfestingu Start-2
Hins vegar spáði Rybkfn því að með sam-
komulagi Rússa og NATO væri nánast útilok-
að að þingið samþykkti Start-2 afvopnunar-
samkomulagið. Ástæðan væri ekki síst fjöldi
kommúnista og þjóðemissinna af gamla skól-
anum, breytinga væri ekki von fyrr en kyn-
slóðaskipti hefðu orðið á þinginu. Rybkín
þekkir þingið mætavel, en hann var um tíma
forseti þess.
Andrei Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem nú er óbreyttur þingmaður, sagði
fyrir skemmstu að líkumar á þvi að þingið
samþykkti Start-2 væm „engar".
Start-2 samkomulagið gerir ráð fyrir að
Reuter
GEYMSLUHÓLF fyrir kjarnorku-
flaug af gerðinni SS-20 dregin upp
úr jörð í Ukrainu. Skotpaliarnir eru
hluti af vopnabúrinu, sem Sovétmenn
komu sér upp, og er eyðilegging
þeirra hluti af samningum um að
fækka kjarnorkuvopnum.
Bandaríkjamenn og Rússar fækki kjamaodd-
um sínum niður í 3.000-3.500. Bandaríkja-
menn eiga nú 8.100 kjamaoddda en Rússar
6.700. Verði það ekki samþykkt, verður það
mikið áfall fyrir Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta, en á fundi hans og Jeltsfns í Helsinki
i mars, var staðfestingu Start-2 heitið.
Kvaðst Jeltsín kokhraustur myndu sjá til
þess að dúman staðfesti hann, en það kann
að reynast erfiðara en hann vill vera láta.
Skref aftur á bak
Felli rússneska þingið Start-2 samkomulag-
ið, má búast við að Bandaríkjamenn seinki
því að staðfesta sáttmálann, sem hlýtur að
teljast skref aftur á bak frá Helsinki-fúndi
Clintons og Jeltsíns, þar sem þeir ræddu m.a.
Start-3-samkomulag um enn frekari fækkun
kjamorkuvopna.
Það kann að virðast einkennilegt að rúss-
neska þingið virðist ætla að fallast á stækkun
NATO og ganga að skilmálum bandalagsins,
en þvertaka fyrir að staðfesta Start-2, sem
gengur jafiit yfir Bandaríkjamenn og Rússa.
Ástæðan er m.a. sú að kommúnistar og
þjóðemissinnar segja Start-2 samkomulagið
tryggja yfirburði Bandaríkjamanna á hem-
aðarsviðinu og auki þá móðgun sem stækkun
NATO sé við Rússa.
Andstaða
á Bandaríkjaþingi
Fátt bendir til annars en að flest hinna
sextán aðildarríkja NATO muni samþyklq'a
ný aðildarríki bandalagsins. Tyrkir hafa
reyndar látið i það skína að þeir kunni að
vera henni andvígir, nema komið verði til
móts við þá á öðrum sviðum, m.a. hvað varð-
ar aðild að Evrópusambandinu. Afstaða
Tyrlqa veldur ekki miklum áhyggjum enn,
en það gerir hins vegar andstaða margra
bandarískra þingmanna.
„Þetta verður ekki auðvelt verk,“ sagði
Richard Lugar, öldungadeildarþingmaður
repúblikana. Bandarísk stjómvöld vonast til
að Lugar geti fengið öldungadeildina til að
samþykkja stækkun NATO. Tveir þriðjuhlut-
ar þingmanna f báðum þingdeildum verða
að staðfesta hana.
Þingmenn skiptast í tvö hom, og þá ekki
eftir flokkslinum, í afstöðu sinni til stækkun-
ar. Hefur m.a. verið minnt á það að stækkun
NATO var hluti af svokölluðum sáttmála
repúblikana við Bandarikin, stefnuskrá þeirra
er þeir náðu meirihluta í báðum þingdeildum
í kosningunum 1994.
Sumir telja að hættan á að Rússar geri
árás á lönd í Mið- og Austur-Evrópu sé ekki
liðin, og þvi beri að notfæra sér veika stöðu
Rússa nú. Það telja aðrir varhugavert, þar
sem það kunni að ýta mjög undir þjóðemis-
og hemaðarhyggju í Rússlandi og stefna
lýðræðinu þar í voða. Þá hefur verið bent á
að þurfi einhver ríki í Mið- og Austur-Evrópu
á vemd NATO að halda, vegna ógnana
Rússa, verði það Eystrasaltsríkin og Úkra-
ína, ekki Tékkland, Ungverjaland og Pól-
land, sem víst er talið að boðin verði aðild í
sumar.
Stækkun NATO er ekki aðeins spuming
um valdajafnvægi og breytta stöðu í vamar-
og öryggismálum Evrópu, hún snertir ekki
síður viðkvæman streng, sem em peningar.
Ljóst er að Bandaríkjamenn munu bera
stærstan hluta kostnaðarins og þeir hafa reynt
að áætla hver hann verður, þótt útkoman
hafi verið æði misjöfn, frá 27-35 milljörðum
dala (1900 til 2500 milljarðar íslenskra króna)
og upp í 125 milljarða (8750 milljarða króna).
Þessar tölur hafa staðið í mörgum þingmann-
inum, en hvort þær verða til þess að Banda-
rílqaþing samþykki ekki aðild nýrra rílq'a,
kemur vart í ljós fyrr en á næsta ári.
•Byggt á: The New York Times, The Washington
Post, Jylkmds-Posten og Reuter.
Reuter
Rússneska mafían fékk
vopn frá Finnlandi
Helsinki. Morgunblaðið.
FJÓRIR fyrrverandi sendiráðs-
starfsmenn við rússneska sendiráð-
ið í Finnlandi munu vera leiddir
fyrir rétt í Moskvu ákærðir fyrir
að hafa smyglað skammbyssum og
selt glæpahópum. Samkvæmt frétt
í rússneska dagblaðinu Izvestija á
föstudaginn hafi mennirnir keypt
vopnin með löglegum hætti í Finn-
landi en smyglað þeim svo til heima-
lands síns.
Finnska lögreglan viðurkennir að
hún hafi aðstoðað starfsbræður sína
í Moskvu í máli þessu en hingað
til hefur ekki komið í ljós að neitt
ólöglegt hafi átt sér stað Finnlands-
megin landamæranna. Útlendir
stjórnarerindrekar geta eignast
skammbyssur samkvæmt finnskum
lögum. Hins vegar eru skammbyss-
ur ekki leyfðar óbreyttum borgur-
um í Rússlandi.
Er búist við að um 250 byssur
og skot sem skipta tugum þúsunda
hafi borist þessa leið og séu hjá
glæpahópum í Rússlandi. Þykja
þessi vopn sérlega góð þar sem þau
eru af vestrænum uppruna og hafa
hvergi verið á skrá í Rússlandi.
Finnska lögreglan mun nú reyna
ná upplýsingum um það hvort
finnskir embættismenn hafi brotið
af sér með því að leyfa mönnunum
að kaupa þetta margar byssur.
Móðir Teresa
íRóm
MÓÐIR Teresa kom til Rómar
í gær og hyggst kynna nýjan
leiðtoga nunnureglu sinnar
fyrir Jóhannesi Páli páfa í
dag. Nunnan er orðinn 86 ára
og læknar þurftu að gefa
henni súrefni 120 mínútur
eftir komuna til flugvallarins
eftir langa ferð frá Nýju
Delhí. Yfírmaður Ítalíudeild-
ar reglunnar sagði þó að
nunnunni liði vel, hún hefði
aðeins verið þreytt.
Óvenjuleg afsökunarbeiðni
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti bað í gær
nokkra blökkumenn opinberlega afsökunar,
menn sem um áratuga skeið þjáðust af sára-
sótt án þess að fá læknismeðferð við henni
þar sem þeir voru óafvitandi þátttakendur í
læknisfræðilegri vísindarannsókn banda-
rískra yfirvalda.
399 blökkumenn í suðurhéruðum Alab-
ama-ríkis þáðu á fjórða áratugnum boð um
ókeypis heilbrigðisþjónustu, án þess að vita
að þeir þjáðust af sárasótt. Þeir urðu tilrauna-
dýr bandarískra heilbrigðisyfirvalda, sem
vildu komast að því nákvæmlega hvaða áhrif
sárasótt hefði á mannslíkamann og stóðu
því að þessari rannsókn sem lauk ekki fyrr
en 1972. Blökkumönnunum var ekki sagt
að þeir gengju með sjúkdóminn og ekki
gefið penisillín, sem allt frá árinu 1947 linaði
þjáningar sárasóttarsjúklinga út um allan
heim.
Úr hópi „tilraunadýranna" eru átta eftirlif-
andi, á aldrinum 91 til 100 ára. Fimm þeirra
voru viðstaddir í Hvíta húsinu er Clinton bar
upp afsökunarbeiðni sína. Fórnarlömbin og
aðstandendur þeirra fengu nokkrar fjárbætur
að tilrauninni lokinni, en í þau 25 ár sem
síðan eru liðin hafði þetta fólk beðið eftir
opinberri afsökun frá hendi stjómvalda.
„Þetta er það sem fómarlömbin, fjölskyld-
ur þeirra og íbúar Macon-sýslu, munu meta
mest og hafa sótzt eftir um langa hríð,“ sagði
Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins.
Afsökunarbeiðni af þessu tagi er óvenju-
leg, en ekki einstök. Clinton hefur áður opin-
berlega harmað að hópur Bandaríkjamanna
skyldi óafvitandi hafa verið látinn þjóna sem
tilraunadýr við rannsóknir á áhrifum geislun-
ar sem fóru fram áratugum áður en hann
tók við embætti forseta.