Morgunblaðið - 17.05.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 51
BREF TIL BLAÐSIPdS
Áburðarsala á íslandi
Frá Georg Árnasyni:
MIKLAR vonir eru bundnar við
hreinleika íslenskra landbúnaðaraf-
urða. Þungmálmar eru einn mesti
óvinur landbúnaðarframleiðslunnar.
Einn af þeim þungmálmum sem
getur komið í landbúnaðarafurðir er
kadmín, en hann getur komið úr til-
búnum áburði.
Kadmín er eitur fyrir menn og
dýr. Það hefur alltaf verið í náttúr-
unni en í mörgum löndum óttast
menn að það berist í matvæli í auknu
mæli, sem mengun frá iðnaði og
einnig vegna þess að margar tegund-
ir tilbúins áburðar innihalda nokkurt
magn kadmíns. Skýringin er sú að
fosfat til áburðarframieiðslu inni-
heldur mismikið kadmín frá náttúr-
unnar hendi. Áburður_ sem fram-
leiddur hefur verið í Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi inniheldur lítið
kadmín þar sem valin hafa verið
kadmínsnauð fosfathráefni. Víða er
notað fosfathráefni sem hefur marg-
falt meira kadmínmagn en á íslandi.
Á íslandi er reglugerð um að-
skotaefni í matvælum, þar kemur
fram að hámarksgildi fyrir kadmín
er 0,5 mg/kg.
Þungmálmurinn kadmín safnast
fyrir í líkömum manna og dýra og
getur valdið eiturverkununum fari
styrkur þeirra yfir ákveðin mörk.
Því eykst kadmín í lífverum við auk-
inn aldur. Því er brýnt að bændur í
kjöt- og mjólkurframleiðslu og enn
fremur bændur í grænmetisfram-
leiðslu velji áburð með sem minnstu
kadmíni. Það hefur komið sér vel
að Áburðarverksmiðjan í Gufunesi
hefur valið sér fosfat með lágu
kadmíninnihaldi til framleiðslu
sinnar.
Nú er hafinn innflutningur á
áburði frá Hollandi sem Áburðarsal-
an ísafold flytur inn. Hvert skyldi
kadmíninnihald áburðarins frá Hol-
landi vera?
Ég sem neytandi landbúnaðaraf-
urða mun leytast við að kaupa þær
afurðir sem eru ræktaðar við áburð-
argjöf með litlu kadmíninnihaldi.
Þetta er atriði sem komið er upp
með samkeppni í áburðarsölu því sá
áburður sem er framleiddur við efstu
mörk þungmálmareglugerðarinnar
er ódýrari en hinn, þar sem kadmín-
innihald er í lágmarki. Það getur
verið freisting fyrir framleiðendur
og seljendur áburðar að vera með á
boðstólum áburð með kadmíninni-
hald við efstu mörk reglugerðarinn-
ar. Það er verulegur verðmismunur
á fosfötum eftir kadmíninnihaldi.
Ég vísa á ábyrgð bænda að standa
vörð um hreinleika íslenskrar land-
búnaðarframleiðslu.
GEORG ÁRNASON,
vélfræðingur og starfsmaður í Áburð-
arverksmiðjunni.
Lóöa-og landeigendur
ÁBURÐUR
G GRASFRÆ
V/ð leggjum rækt viðykkar hag
MR búðin •Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
Nú er komið nóg!!!
Frá Sigríði Sigurðardóttur og
Heiðdísi Önnu Þórðardóttur:
NÚ SÉST það og sannast hvað ís-
land er orðið vel sniðið þörfum full-
orðins fólks. Að hækka sjálfræðis-
aldurinn upp í 18 ár dreifír meiri
kurr og uppriesnarhugs meðal ungl-
inga. Að hækka sjálfræðisaldurinn
upp í 18 ár getur eyðilagt mikið
fyrir krökkum sem vegna bágra
heimilisaðstæðna vilja fara að heim-
an 16 ára. Það að hafa sjálfræðisald-
urinn 16 ára, eykur ábyrgð og sjálf-
stæði unglingsins. Það gleymist líka
að hugsa um krakka sem búa fjarri
framhaldsskóla að þeir mega ekki í
sjálfu sér fara í skólann án samþykk-
is foreldranna. Við erum vissar um
að þeir sem greiddu atkvæði með
hækkun sjálfræðisaldursins hefðu
ekki orðið glaðir ef hann hefði verið
hækkaður hjá þeim. Það er svolítið
fyndið að hugsa til þess að maður
megi ekki lita á sér háríð, fá sér
eyrnalokka og ganga í fötum sem
maður vill sjálfur ganga í en foreldr-
ar samþykkja ekki því að alltaf gild-
ir löglega þetta neitunarvald sem
foreldrar og forráðamenn hafa.
Það er svekkjandi að hugsa til
þess að þegar vinir manns, sem eru
einu ári eldri en maður sjálfur, hafí
fullt frelsi 17 ára en maður gæti
alveg eins verið 8 ára, þvílíkur e
réttur manns. Það má líka nefna það
að það eru of margir unglingar
stimplaðir eftir vissum hópi unglinga
sem aðhafast ólöglegt athæfi, þess
má geta að það má alltaf taka af
þeim sjálfræðið. Flestir unglingar
eru fullkomlega færir um að kljást
við heiminn 16 ára þó að aðrir séu
Þingmennirnir
í skóginum
Frá Guðbjörgu Höllu Arnalds:
ALÞINGISMENN hafa samþykkt að
hækka sjálfræðisaldur um tvö ár úr
sextán árum í átján. Ein helstu rök-
in sem nefnd hafa verið er hvernig
meðhöndla eigi mál ungra fíkniefna-
neytenda. Við þessum rökum er
hægt að finna önnur svör en fyrr-
nefnd hækkun sjálfræðisaldurs. Þau
eru kannski ekki eins einföld en þau
eru ekki leið rolunnar.
í íslenskum lögum er nú þegar
ákvæði sem gefur heimild til þess
að svipta einstaklinga sjálfræði
stofni þeir sjálfum sér eða öðrum í
hættu, þetta á einnig við um þá sem
hafa skerta dómgreind af völdum
eiturlyija. Þessi löggjöf nær jafnt til
ungmenna milli sextán og átján ára
aldurs og annarra. Sú aðferð sem
þing hyggst beita er þó mun einfald-
ari en með henni er verið að refsa
ábyrgu fólki vegna örfárra svartra
sauða.
Því miður er hag unglinganna
ekki alltaf best borgið á heimilum
foreldra sinna. Óregla, vanræksla
og ofbeldi hafa leikið margan grátt
í æsku. Þessi hópur er ekkert minni
en hópur flkla sem eru aðal skálka-
skjól talsmanna hækkunar sjálfræð-
isaldursins. Einhverra hluta vegna
hefur vandamál þessara aðila ekki
orðið eins vinsælt umræðuefni á
Alþingi og vandamál áðurnefndra
fíkla.
Til þess að svipta einstakling sjálf-
ræði þarf að færa fram sannanir um
að hann sé hættulegur sjálfum sér
eða öðrum. í stuttri atkvæðagreiðslu
samþykkja þingmenn á Alþingi ís-
lendinga tillögu um að átta þúsund
unglingar verði sviptir væntanlegu
sjálfræði. Með þessu eru fulltrúar
þjóðarinnar á Alþingi að lýsa því
yfir að við, æska landsins, séum
ekki bara hættuleg sjálfum okkur
og öðrum heldur einnig ófær um að
taka eigin ákvarðanir og lifa lífi
okkar. Þeir skilja ekki að unglingar
hafa sýnt að þeir eru verðugir þjóðfé-
lagsþegnar. Þegnar sem eiga að
hafa rétt til að ráða sínu lífi ef þeir
vilja. Unglingum verða oft á mistök,
en það sama gildir um foreldra og
stjórnvöld.
GUÐBJÖRG HALLA ARNALDS,
grunnskólanemi,
Gijótaseli 11, Reykjavík.
HEÐINN = I|
SMIÐJA T
það ekki. Samt er bara horft á það
fremur litla sem miður fer og mæti
nú þjóðfélagið í heild taka tillit til
þess að unglingar eiga vissar full-
orðnar fyrirmyndir. Ekki fínna þeir
þetta upp hjá sjálfum sér. Þóp er
ekki hægt að ásaka foreldrana að
öllu leyti því að unglingarnir um-
gangast fleira fullorðið fólk en þá.
Foreldrarnir geta ekkert gert í því.
Eins og í sjónvarpsviðtalinu í Ríkis-
sjónvarpinu 14. maí síðastliðinn sást
voru allir unglingarnir á móti þessu.
Svo var þama einn lögreglumaður
sem sá aðeins einn kost við þetta
og hann var sá að það var hægt að
láta unglinginn á meðferðarheimili
en eins og áður kom fram em ekki
99% unglingar dópistar og alkóhó-
listar. Brátt komumst við á kosn-
ingaaldur og þá er ekki hægt að líta
fram hjá því að við vomm svipt frels-
inu á þeim aldri sem við hefðum átt
að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir
og núna höfum við ekkert til að
fræða börnin okkar um þegar þau
ná sjálfræðisaldri 16 ára því að þá
verður búið að fella þetta niður því
að það kemur í ljós að þetta em
mistök sem fólk á vonandi eftir að
taka eftir. Unglingar: Sýnum sam-
hug og mótmælum öll.
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
15 ára, Vaðbrekku, Egilsstöðum.
HEIÐDÍS ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
15 ára, Brúarási, Egilsstöðum.
FATMOX
2
SKÓUERSLUN
KÓPAUOGS
HAMRABDRG 3 • SÍMI S54 1784
ÚTRÝMUM **
% LAGEk
ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR
& •SIIKIBLÓM vaJ/iR
•STYTTUR .BLOIW**v
~s£Rts/err’ skreytinoarefni
• A| IT Á AH CCI IACT
&
""" ALLT A AÐ SEUAST
/>0r VIÐ ERUM HÆTT -
VERÐHRUN
Hónnun • smiði • viðgerðir • þjónusta
STOftÁSI 6 • 210 GAROABÆR • SIIVII S65 2921 • fAX S6S 2927
OG MARGT, MARGT FLE/RA
BLÓMABÚÐ/N FAXAFEN/
SAMA HÚS OO Tékk-KRISTALL