Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝSKIPAN ÖRYGG- ISMÁLA í EVRÓPU SÖGULEGT samkomulag Atlantshafsbandalagsins og Rússa í öryggismálum er til þess fallið að bægja ógn hernaðarátaka frá Evrópu og Atlantshafssvæðinu og felur í sér nýja skipan öryggismála í álfunni til næstu framtíð- ar. Mikilvægt er, að samkomulagið náðist án þess að Rúss- ar fengju neitunarvald um fyrirhugaða stækkun NATO til austurs og það greiðir fyrir því, að vinna við inntöku nýrra ríkja í bandalagið getur hafizt fyrir alvöru. Á móti er Rúss- um gert kleift að fylgjast með áætlunum bandalagsins og verður sérstakt samstarfsráð sett á stofn í því skyni. Er það fyrst og fremst gert til að eyða tortryggni og verður ráðið vettvangur til víðtæks samstarfs og samráðs í öryggis- málum. Eitt mikilvægasta ákvæðið í samkomulaginu fyrir Rússa felst í yfirlýsingu NATO-ríkjanna um það, að bandalagið hafi engar fyrirætlanir um, eða ástæður til, að koma kjarn- orkuvopnum fyrir í þeim ríkjum Austur-Evrópu, sem kunna að fá aðild að því eða nýta þá aðstöðu fyrir kjarnorkuvopn sem fyrir eru í þeim ríkjum. Rússum hefur staðið mikil ógn af því, að kjarnorkuherir NATO gætu búið um sig við landa- mæri þeirra. Þetta ákvæði greiðir ennfremur fyrir því, að samkomulag takist um frekari fækkun og eyðingu kjarn- orkuvopna og að ákvæðum þegar gerðra samninga um fækkun gereyðingarvopna verði framfylgt. Rússar hafa haft í hótunum um að gera það ekki vegna stækkunar NATO. Samkomulagið er mjög víðtækt og felur í sér samstarf á fleiri sviðum en hernaðarlegum, t.d. er ákvæði um sam- vinnu á sviði efnahags- og umhverfismála og vísinda, um aðgerðir til að auka öryggi í flugi, samstarf í björgunarmál- um og baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Allt mun þetta stuðla að auknu trausti milli aðila. Samkomulagið verður undirritað í París á fundi leiðtoga NATO-ríkjanna og Rússlands 27. maí n.k. Öll aðildarríki bandalagsins þurfa að staðfesta það fyrir þann tíma og hefur íslenzka ríkisstjórnin ákveðið að gera það. Ýmsir hafa haft áhyggjur af því, að hagsmunir Eystrasaltsríkj- anna yrðu ekki nægjanlega tryggðir í samkomulaginu, en Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur látið svo um mælt, að það sé þeim í hag sem öðrum Evrópuríkjum. Utanríkisráðherra lýsir samkomulaginu sem mikilvægu og sögulegu og hafa verði í huga heildaröryggishagsmuni álf- unnar. FYRIRMYND FRA FRAKKLANDI STRAND risaolíuskipsins Amoco Cadiz á Bretaníuskaga 16. marz 1978 hafði gífurleg áhrif á strandlengjuna á norðvestanverðu Frakklandi. Mengunarslysið kallaði á viðamiklar ráðstafanir fránskra stjórnvalda í kjölfar þess. Guðjón Ármann Éyjólfsson, skólameistari Stýrimanna- skólans í Reykjavík, fjallaði um slysið og strand Víkartinds við Þjórsárósa í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur fram ótrúlega margt sem líkt er með aðdraganda strand- anna. Samkvæmt alþjóðlegum siglingalögum er litið svo á, að skipstjóri geti bezt metið yfirvofandi hættu sem að skipi hans steðjar og því geti menn ekki tekið fram fyrir hendur honum. Eftir strandið við Bretaníuskaga urðu viðbrögð franskra stjórnvalda þau að setja strangar varúðarreglur. Strandsvæðunum og lögsögu nærliggjandi hafsvæða var skipt í þijú meginsvæði, sem heyra undir sérstaka siglinga- málastjóra, sem hafa vald til að grípa inn í fari eitthvað úrskeiðis um borð í skipum, sem eru innan 50 mílna frá landi. Þeir hafa lögregluvald og framfylgja siglinga- og hafréttarlögum. Siglingamálastjóri getur gefið skipstjóra ströng fyrir- mæli, hvort sem skip er innan eða utan landhelgi, ef hætta er á að það mengi strendur landsins. Hafni skipstjórinn aðstoð dráttarbáts, eru honum settir úrslitakostir og valdi beitt ef nauðsyn krefur og skipið tekið í tog. Þessar reglur eru vissulega strangar með tilliti til alþjóða siglingalaga, en þær eru nauðsynlegar eins og dæmin sanna bæði frá Frakklandi og Þjórsárósum. Guðjón Ármann segir í grein sinni í Morgunblaðinu í gær: „Full ástæða er til að fylgja þessum málum eftir með löggjöf, sem verndar strendur okkar og hagsmuni“. Morg- unblaðið tekur undir þessi orð. LANDGRÆÐSLA Þarf að ná tc umá Starfsemi Landgræðslu ríkisins hefur veríð að breytast. Nú annast bændur og aðrir áhugamenn uppgræðsluna en starfíð í Gunn- arsholti beinist að því að virkja almenning til þátttöku. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir Helga Bjamasyni að íslendingar eigi enn langt í land með að ná tökum á beitinni þannig að nýting landsins verði sjálfbær og telur að gera þurfí átak á því sviði. ETTA hefur verið slæmt vor, verra en slðustu þrjú til fjögur ár,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri þegar hann tekur á móti blaða- mönnum Morgunblaðsins í höfuð- stöðvum Landgræðslunnar í Gunn- arsholti á Rangárvöllum. Daginn áður hafði verið slæmt moldrok. Sveinn segir að yfirborð jarðvegs á gróður- lausum svæðum molni í frostlyftingu þegar jörð frjósi og þiðni á víxl og því fjúki úr öllum opnum rofsárum, sérstaklega í þurrkum eins og verið hafa í vor. Enn hafa þó ekki komið sömu aftakaveður og árin 1991 til 1993 þegar moldrok lagðist yfir Suð- urland. Höfum bjargað héruðum Starfsemi Landgræðslunnar hefur verið mikið í umræðunni í vor eftir að kynnt var svört skýrsla um niður- stöður rannsókna á jarðvegsrofi á íslandi og sagt frá nýrri land- græðsluáætlun. „Mér finnst útgáfa skýrslunnar um jarðvegsrof vera tímamótaviðburður í þekkingarleit um þessar auðlindir okkar, jarðveginn og gróðurinn. Niðurstöðurnar komu okkur sem mest höfum fjallað um þessi mál hins vegar ekki á óvart,“ segir Sveinn þegar hann er spurður að því hvort hann telji ekki að skýrsl- an sé ákveðinn áfellisdómur yfir Iand- græðslustarfinu til þessa. „Það hefur geysilega mikið áunnist á mörgum sviðum við stöðvun gróð- ureyðingar og í mínum huga er eng- inn vafi á því að við höfum bjargað þó nokkrum héruðum frá þvf að verða að algerum sandauðnum. En skýrslan sýnir einnig að þrátt fyrir 90 ára starf að uppgræðslu þá er gífurlega mikið óunnið og við eigum sérstaklega langt í land með að ná tökum á landnýting- arþættinum. Við erum víða að nýta til beitar land sem samkvæmt öllum nútíma viðhorfum er óbeitarhæft. Því verðum við að breyta og taka upp sjálfbæra landnýtingu en þá á ég við beit sem hvorki gengur á gróður landsins né hamlar eðlilegri gróðurframvindu. Skýrslan sýnir að fjölmörg afréttar- svæði á Suður- og Norð- austurlandi eru ekki beit- arhæf og langur tími mun líða þar til beit þar getur talist sjálfbær eða vistvæn. Það er næg beit í vel grón- um láglendissveitum fyrir núverandi búpening landsmanna og við þurfum aðeins að vera menn til að stjóma því hvar búfénaðurinn gengur. Skýrslan getur því ef til vill talist áfellisdómur yfir landnýtingu okkar,“ segir landgræðslustjóri. Breyttar áherslur Á undanförnum missemm hafa starfsmenn Landgræðslunnar fylgst grannt með þróun í stefnumörkun og lagasetningu í landgræðslu og land- vörslu í öðmm löndum. „Við sjáum að aðgerðir ríkisstofnana duga skammt einar og sér til þess að bæta landnýtingu og takast á við gróður- og jarðvegseyðingu. Við höfum því breytt áherslum í starfsemi stofnun- arinnar, leggjum meiri áherslu á að hvetja og styrkja þegna þjóðfélagsins til þess að vinna að þessum málum. Við náum aldrei fullkomnum tökum á viðfangsefninu fyrr en landsmenn gera sér ljósa grein fyrir þeim tak- mörkunum sem viðkvæmt vistkerfi landsins setur allri landnýtingu. Bændur em langmikilvægasti mark- hópur okkar vegna þess að þeir eiga eða hafa umráð yfir meginhluta landsins." Landgræðslan lagði lengi vel meg- ináhersluna á beinar landgræðsluað- gerðir. Fólk varð vart við fjölda starfsmanna Landgræðslunnar við sáningu og sá flugvélarnar dreifa áburði og fræi. Landsmenn urðu einn- ig varir við baráttu landgræðslustjóra og starfsmanna hans við að draga úr beit á viðkvæmum afréttum. „Fyr- ir áratug fómm við að leggja meiri áherslu á samstarfsþáttinn og það hefur skilað góðum árangri. Á þess- um tíma hefur stofnunin verið að breytast. Við emm enn með eigið starfsfólk en það er eingöngu við sérhæfð sáningarstörf því bændur og aðrir verktakar hafa tekið að sér flest önnur landgræðslustörf úti á mörk- inni. Við erum í formlegu samstarfi við yfir 400 bændur um uppgræðslu og starfandi eru fimm mjög virk land- græðslufélög. Þá má geta þess að Bændasamtök íslands hafa ákveðið að leggja 5 mílljónir kr. af umhverfís- verkefnafé samningsins um sauðfjár- rækt til verkefnisins Bændur græða landið. Hlutverk Landgræðslunnar sjálfrar er aftur á móti að leiðbeina fólki og hvetja til aðgerða. Til að ná árangri með þessum aðferðum höfum við komið á fót svokölluðum héraðasetr- um Landgræðslunnar á fimm stöðum. Flest eru setrin rekin í samvinnu við Skógrækt ríkisins, bændaskólana eða viðkomandi búnaðarsambönd. í höf- uðstöðvum Landgræðslunnar í Gunn- arsholti er starfið sam- ræmt, hér stundum við rannsóknir í samvinnu við Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Skógrækt rík- isins og fleiri stofnanir og miðlum sérhæfðri þekkingu, fræjum og plöntun til landgræðslustarfsins.“ Ábyrgð landnotenda Landgræðslumenn líta mjög til Ástralíu, Nýja-Sjálands og vestur- ríkja Bandaríkjanna enda segir Sveinn að þar séu menn lengst komn- ir í að virkja almenning í landverndar- starfinu. „Á þessum svæðum er lögð megináhersla á markvissa stefnumót- un þar sem allir hlutaðeigandi aðilar Áfellisdómur yfir landnýt- ingu okkar Markmið og leiðir LAN LANDGRÆÐSLAN framleiðir sjá ar eru bestar til uppgræðslu á ís inn með hagkvæmari hætti. Sveii segir að nægilegt framboð af lan fyrir starfið. Hér skoðar hann i MARKMIÐ Stöðvun eyðingar Endurheimt landgæða Sjálfbær nýting dur, nd- í þjóðfélaginu koma að,_ bæij ferðafólk og útivistarfólk. Ýmis 1 græðslu- og landverndarfélög jhafa tekið við fjölmörgum verkefnum j sin- um héruðum, til dæmis rannsókhum, u en ogm leiðbeiningaþjónustu og landvörs í hið opinbera styður og styrkir féii til aðgerða. Þetta er leiðin sem við höfum verið að feta og þurfum að fara alla leið. Meðal sumra þjóða er ábyrgð bú- fjáreigenda á fénaði sínum mjög skýr og ofbeit varðar við lög. Sönnunar- byrðin á því að landið sé ekki ofnýtt hvílir á búfjáreigandanum. Þessu er þveröfugt farið hér á landi, bændur bera takmarkaða ábyrgð á því hvar fé þeirra gengur og þegar um ofbeit er fjallað þarf hið opinbera að sanna landskemmdir," segir Sveinn. Landgræðslustjóri telur brýnt að færa íslenskar reglur um ábyrgð á búfénaði til samræmis við það sem almennt tíðkast erlendis. Það myndi auðvelda allt ræktunarstarf í landinu. Hann telur ekki að breytingin myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bú- 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.