Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á veitingahúsum höfuðborgarinnar Allt að 135% munur á drykkj- arföngum milli veitingahúsa MIKILL verðmunur er á drykkjar- föngum milli veitingahúsa. í verð- könnun sem Samkeppnisstofnun gerði fyrir nokkru á 127 veitinga- húsum á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að allt að 135% munur reynd- ist á hæsta og lægsta verði þegar írski líkjörinn Baiiey’s var annars- vegar. Þá var verðmunurinn 111% þegar um írskt kaffi var að ræða og 110% munur var á hæsta og lægsta verði gosdrykkjar. Minnstur var verðmunur á hæsta og lægsta verði Heineken bjórflösku eða 43%. Enginn einn veitingastaður var áberandi dýrastur í könnuninni og að sama skapi var eng- inn heldur langódý- rastur. Þeir sem í þessari könnun voru með lægsta verðið á einstaka drykkjum voru Grandrokk, Café Jensen, Kína- hofíð, Hrói Höttur, Safarí, Vitabar, Askur, Rauða ljónið, Pítan og 01 ver. Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun hafa svipaðar kannanir verið gerðar áður, en síðast birti Samkeppnisstofnun niðurstöðu úr könnun sem gerð var í maí árið 1995. „Almennt má segja að verðbreytingar á þessum markaði séu litlar á þessu / tveggja ára tímabili og fylgja nokkum veginn verð- breytingum ÁTVR.“ Kristín segir að Samkeppnis- stofnun hafí á síðasta ári gefíð út breyttar reglur um verðupplýs- ingar veitingashúsa og komu þær í stað fyrri reglna stofnunarinnar frá 1994. Aðalbreytingin er að nú ber þeim sem stunda veitingarekst- ur að gefa upp magn á drykkjar- föngum auk verðs til að viðskipta- vinir geti borið saman verð. „Mörg veitingahús bjóða glas af „víni hússins" til sölu og það getur ver- ið erfítt að átta sig á verði og hvað er í boði ef magns er ekki getið. í þessari könnun var magnið á bilinu 12-25 cl. Einungis fjórðungur tilgreindi magn drykkjarfanga." Kristín bendir á að verð á „víni húss- ins“ sé mismun- andi þó um sama magn sé að ræða. Hún segir að á einu veitingahúsi kosti glasið 290 krónur en á öðru 750 krónur. „Auð- vitað er eðlilegt að verðið á veitingshúsum sé mismun- andi. Neytendur þurfa hinsveg- ar að gera sér grein fyrir verð- lagi því það leiðir til virkrar samkeppni. Kristín undirstrikar að ekki hafí verið tekið tillit til þjónustu eða umhverfis en þessi atriði . kunna að hafa áhrif á verðlagn- ’ ingu veitingahúsanna. Könnunina i heild er hægt að nálgast hjá Samkeppnisstofnun. Verðkönnun á drykkjum veitingahúsa ■^SÉI m Vörutegund Fj. veit.- húsa Lægsta verð Hæsta verð Mis- munur Meðalv. í maí ‘97 Gosdrykkur, eitt glas 127 100 210 110% 154 Tvöfaldur vodki í gosi 112 500 830 66% 730 Tvöfaldur gin í gosi 112 500 850 70% 733 Bristol Cream sérrý, 6 cl 100 240 500 108% 324 Martini Bianco, 6 cl 108 220 400 82% 302 Bailey's Irish Cream, einf. 114 170 400 135% 279 Grand Marnier, einfaldur 116 230 450 96% 361 Remi Martin VSOP, einf. 99 350 600 71% 488 Irish Coffee, einf. 111 380 800 111% 605 Beck's, 33 cl flaska 66 350 550 57% 451 Tuborg, 33 cl flaska 47 350 510 46% 451 Egils gull, 33 cl flaska 43 350 510 46% 451 Heineken, 33 cl flaska 43 350 500 43% 452 Viking, 33 cl flaska 40 350 510 46% 456 Tuborg, kranabjór 0,31 24 250 500 100% 360 Tuborg, kranabjór 0,51 24 350 550 57% 468 Egils gull, kranabjór 0,31 19 300 450 50% 367 Egils gull, kranabjór 0,51 20 400 600 50% 497 -jftalchu'ork íslenska bútasaums- blaðið komið út á ensku FYRSTA tölublað þessa árs af ís- lenska bútasaumsblaðinu er komið út á ensku, The Icelandic Patchwork magazine. Blaðið sem kemur út í _______________ 3.000 eintökum á íslensku er til að byrja með prentað í 5.000 eintökum á ensku. Að sögn ritstjórans, Vig- dísar Stefáns- dóttur, hefur hún fengið fyr- irspurnir frá dreifmgarfyrir- tæki í Ástralíu varðandi blaðið og viðtökumar hafa þegar verið það góðar að hún býst við að upplagið á ensku verði jafn- vel stærra næst. Vigdís segir að blaðið hennar selj- ist yfírleitt upp hér heima, enda mikil gróska í bútasaumi. Um 50 bútasaumsklúbbar eru starfandi á landinu, margir eru auk þess komn- ir í samband við stóra alþjóðlega bútasaumsklúbba á alnetinu og von er á íslenskri heimasíðu um búta- saum innan tíðar. íslenska bútasaumsblaðið kostar 698 krónur og í Bandaríkjunum kostar það sex dollara og fímmtíu sent. Verðkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna Vöruverð á landsbyggð- inni fer lækkandi Hárburstar og greiður SKIPHOLTS apótek hefur hafið sölu á vörum frá G.B.Kent & Sons PLC á Bretlandi. Kent hefur m.a. framleitt hárbursta og greiður frá stofnun fyrirtækisins árið 1777. Meðal þess sem selt verður í apótekinu frá þessu fyrirtæki eru hár- og baðburstar með náttúruleg- um hárum, hárburstar sem eiga að afrafmagna hárið og fleira. Inn- flutning og dreifíng annast Berg- fell ehf. Augnháralitur frá Kanebo KOMINN er á markað augnháralitur frá jap- anska fyrirtækinu Kanebo. Um er að ræða hitanæman maskara sem heitir Kanebo Mascara 38°C Silk Perform- ance. Hann þolir vatn, svita, tár og alla veðráttu en flettist af án þess að renna til þegar hann er bleyttur með 38 stiga heitu vatni. Hann inniheldur silki sem vemdar augnhárin, brettir upp á þau og gefur þeim gljáa. BILIÐ milli vöruverðs þeirra stóru verslana sem eru með lágt vöru- verð og verslana á landsbyggðinni fer minnkandi. Neytendasamtökin og verkalýsfélögin gerðu í byijun mánaðar könnun á verði algengrar neysluvöru í 54 matvöruverslunum víða um land. Bónus var með lægsta vöruverðið en fast á eftir fylgdu Kea/Nettó og Kaskó. Vilhjálmur Ingi Árnason hjá Neytendasamtökunum á Akureyri segir að svipuð könnun hafí verið gerð í nóvember á síðasta ári. Við samanburð kemur í ljós að á fimm mánaða tímabili hefur lægsta verð hverrar vöru sem yfírleitt er að fínna hjá stórmörk- Gróðurvinin er í Mörkinni Ráðleggjum um plöntuval. Sendum plöntur hvert á land sem er. Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma. Auðvelt að semja um hagstæð kjör ef um stærri kaup er að ræða. Góð lausn fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög og bæjarfélög. Tré og runnar Lauftré • Skrautmnnar • Barrtré • Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð lauftré skrautrunna og barrtré í miklu úrvali. • Til eru þrjú veggspjöld með myndum og upplýsingum um skrautrunna, lauftré og barrtré Opnunartímar: • Virkadagakl. 9-21 • Um helgar kl. 9-18 GRÓÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF18, SÚV 581 4288, FAX5812228 Sækið sumarið til okkar .'jMork ^30 uðum eða í lágvöruverðsverslun- um hækkað að jafnaði um 5,2% en lækkað að meðaltali um 2,5% úti á landi. Bilið minnkar því milli verslana úti á landi og á höfuð- borgarsvæðinu." Skráð var verð á 128 vöruteg- undum, þ.ám. landbúnaðar-, ný- lendu-, drykkjar-, og hreinlætis- vörum. Vægi hvers vöruflokks í könnuninni er í samræmi við nýj- ustu neyslukönnun Hagstofu Is- lands, nema þegar kjöt er annars- vegar. Er það einkum vegna þess að erfítt er að fínna sambærilegar kjötvörur þ.s. enginn samræmdur gæðastaðall er til. Fjarðarkaup og Kaskó hafa lækkað verðið Vilhjálmur segir að á ísafírði hafí orðið bylting í vöruverði með tilkomu Samkaupa þar í bæ. „Nú geta ísfírðingar keypt inn á stór- markaðsverði höfuðborgarinnar en það sama er ekki að segja um litlu búðimar annarsstaðar á vest- fjörðum. Þær voru með hæsta verðið í könnuninni. Hann segir athyglisvert að verslunin Fjarðarkaup sem var um 21% dýrari en Bónus í síðustu könnun sé einungis 15% dýrari núna. í Kaskó hefur verðið líka lækkað síðan í fyrra. Þeir eru núna 9% dýrari en Bónus sé miðað við allar búðir í könnuninni. 4% verðmunur á Bónus og Nettó „Engum blöðum er að fletta um að ódýrast er að kaupa inn í Bón- us, en síðan kemur Nettó á Akur- eyri sem er 6% dýrari og Kaskó í Reykjanesbæ með 9% hærra verð. í þessu tilfelli er miðað við allar búðimar í könnunni. Séu þessar verslanir þijár einar og sér bornar saman munar einungis 4% á Kea/Nettó og Bónus og 7% á Kaskó og Bónus.“ - Dýmstu búðimar í könnun- inni? „Það er óbreytt, búðimar á vest- fjörðum, annarsstaðar en á ísafírði em dýrastar svo og verslanir á austfjörðum. Þessar búðir hafa ekki möguleika á að keppa við stærri verslanir, þær ná ekki að gera eins hagstæð innkaup. Það má þó taka fram að í nóvember sl. vom þær 50-60% dýrari en Bónus en nú munar „einungis” 45-50%.“ Lækkun vegna verðkönnunar Sem dæmi um þau áhrif sem verðkannanir hafa á kaupmenn segir Vilhjálmur að í einni búðinni á höfuðborgarsvæðinu hafí verið svo illa verðmerkt að ógjömingur reyndist að hafa hana með í könn- uninni þann dag sem hún fór fram. „Farið var 2 dögum seinna í versl- unina og þá hafði verðið lækkað um 15-20% á þeim vömliðum sem starfsmenn okkar höfðu náð verði á tveimur dögum áður. Kaupmað- urinn vissi að verðkönnun var í gangi og var búinn að lækka verð- ið ef við skyidum koma aftur. Þetta sýnir hvaða áhrif verðkann- anir hafa og hversu mikilvægt er að þær séu gerðar óvænt og eng- inn viti um þær fyrirfram." - Hvaða niðurstöðu dragið þið hjá Neytendasamtökunum af þess- ari verðkönnun? „Hún er sú að litlu búðimar hafa náð að lagfæra verðið hjá sér og að svokallaðar lágvömverðs- verslanir hafa ekki getað haldið verðinu jafnlágu og áður því að maðaltali hefur verð hjá þeim hækkað um 5,2%.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.