Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 16

Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ___________________LANPIÐ Hættir hafbeitarstöðin í Hraunsfirði í sumar? Búðardal - Áhrif hafbeitar- stöðvarinnar í Hraunsfirði (áður Silfurlax hf.) á laxveiði í laxveið- iám við Breiðafjörð, eru landeig- endum og veiðirétthöfum mikið áhyggjuefni. Þetta kom fram á fundi sem samtök veiðirétthafa við innanverðan Breiðafjörð og Hvammsfjörð héldu nýlega í fé- lagsheimilinu Árbliki í Dalasýslu. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir landeigendur og veiðirétt- hafa. Gestir fundarins voru Sigurð- ur Már Einarsson, fiskifræðingur og Ásgeir Þór Árnason lögfræðing- ur veiðiréttarhafa. Sigurður kynnti niðurstöður úr umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem staðið hefur yfir í þrjú ár. Ein af niðurstöðum þessarar rannsóknar er að árið 1994 veidd- ust 0,9% af náttúrulegum laxi í stöðinni við Hraunsfjörð, þessi tala var 1,1% árið 1995 og loks 3,6% sl. sumar sem er uggvænleg stærð ef þetta er reiknað niður á áætlað heildarmagn. Rannsóknin sýndi einnig fram á að lax úr fleiri ám á Vesturlandi og jafnvel af Norður- landi veiðist í hafbeitarstöðinni við Hraunsfjörð. Niðurstöður þessar þykja taka af allan vafa um að hagsmunum bænda við Breiðafjörð er ógnað ef veiðiaðferðum hafbeit- arstöðvarinnar verður ekki breytt. Bændur í Dölum hafa allt frá árinu 1990 haft efasemdir um lögmæti veiðiaðferða hafbeitarstöðvarinn- ar. Að mati lögfræðings þeirra skortir mjög á skýra lagasetningu varðandi þetta mál. Ákvæði land- búnaðarráðherra eru of rúm til reglugerðar varðandi úrskurð á slíkum ágreiningsefnum sem þess- um. Fram kom allhörð gagnrýni á vinnubrögð veiðimálastjóraemb- ættisins og landbúnaðarráðuneyt- isins í meðhöndlun þessa máls frá upphafi. Á fundinum komu einnig fram skoðanir annarra veiðirétt- hafa utar á Snæfellsnesi sem lýstu yfir sannfæringu sinni á skaðsemi veiðiaðferða hafbeitarstöðvarinnar þar sem veitt væri á flóði og í sjó sem er bannað með lögum. Samkvæmt heimildum fréttarit- ara hefur stjórn samtakanna bréf frá landbúnaðarráðuneytinu um að starfsemi hafbeitarstöðvarinnar verði hætt í síðasta lagi 7. júlí 1998 og þá geti veiðirétthafar far- ið að koma laxveiðiám í Breiðafirði í samt lag. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FÉLAGAR í Flugbjörgunarsveitinni, fulltrúar Landsbjargar, Radiómiðunar og Einars J. Skúlasonar. Tölvukennsla á Heklutindi Hellu - hópur á vegum Flugbjörgunarsveitarinn- ar á Hellu fór á Heklu, þar sem nýr töivubúnað- ur sveitarinnar var reyndur og meðlimir hennar fengu kennslu í notkun hans. Sljórn Landsbjargar gaf 27 aðildarsveitum sínum fullkomnar fartölvur ásamt öllum kortum af Islandi á geisladisk. Áður hafði Radíómiðun gefið sveitunum afnotarétt af Maxland forritinu, en það ásamt GPS staðsetningartækjum gerir mögulegt að nota slíkan tölvubúnað í bílum og bátum. Búnaðurinn var afhentur í lok vetrar og haldin þijú námskeið í Reykjavík og á Akureyri með um 100 þátttakendum. Fartölvurnar eru af tegundinni AST frá Einari J. Skúlasyni og hafa reynst vel. Sveitirnar eru þær fyrstu sem eru tölvuvæddar hérlendis og jafnvel þær fyrstu í heiminum sem eru tölvuvæddar á þennan hátt. Markvissari björgunaraðgerðir Að sögn Ólafs Proppe formanns Landsbjarg- ar sem var með í för á Heklu byggja nú allar FÉLAGAR í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu um borð í snjóbíl sveitarinnar. björgunarsveitir Landsbjargar tölvukerfi sitt á sama grunni sem gerir gagnasöfnun og gagna- skipti möguleg og markvissari. Búnaðurinn verður í bílum, snjóbílum eða bátum en með þessu kerfi má m.a. sjá staðsetningu á landa- korti, spara tíma og fyrirhöfn í leiðarreikning- um eða sjá fyrir aðstæður á varhugaverðum svæðum. Það er hægt að geyma og skoða öll kort af íslandi, sem gefin hafa verið út í mælik- vörðunum 1:250 000 og 1:50 000, geyma upplýs- ingar um leiðir, leitarskipulag eða staðsetningu tækja og tóla og senda gögn á milli staða á auðveldan hátt í gegnum símkerfið. Ný félagsaðstaða UMF Selfoss Selfossi - Á dögunum var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri bún- inga- og félagsaðstöðu UMF Sel- foss. Húsið mun rísa á íþróttasvæði félagsins, við norðurenda aðalvall- arins. Kostnaður við byggingu húss- ins, sem er 315 fm, er áætiaður í kringum 30 milljónir. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar og er áætlað að húsið verði fokhelt og lóð þess verði tilbúin í haust og framkvæmdum verði að fullu lokið um áramót. UMF Selfoss, sem varð 60 ára á seinasta ári, hefur búið við frekar slæman húsakost miðað við fjölda félagsmanna, en þeir um þúsund talsins. Það verður mikil lyftistöng fyrir félagið að fá húsnæðið, en byggingin er samstarfsverkefni UMF Selfoss og Selfossbæjar. Morgunblaðið/Sig. Fannar. RAKEL Dögg Guðmundsdóttir, fulltrúi ungu kynslóðar UMF Selfoss, tók fyrstu skóflustunguna að nýju búninga- og félagshúsi. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Kvenfélagið afhendir hjálma Hvammstanga - Kvenfélagið Björk á Hvammstanga hefur tekið upp þann árlega sið að afhenda sex ára börnum reið- hjólahjálrna. Formaður kvenfé- lagsins Árndís Jónsdóttir af- henti hjálmana á heimili sínu og Hermann ívarsson, lögreglu- maður, sýndi hvernig ætti að stilla þá og hvatti börnin til að geyma þá ekki inni í skápum heídur nota þá sem mest. 100 ára verslunaraf- mæli Grundarfjarðar Grundarfirði - Það var glatt á hjalla þegar Kristján IX var opnað- ur fyrir skemmstu, en svo heitir veitingahús í Grundarfirði sem nýir rekstraraðilar og eigendur tóku við. Um er að ræða gamla Ásakaffí sem búið er að vera á staðnum í 18 ár og því dugði ekki minni nafngift en Kristján IX til að taka við af Ása eins og Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri orðaði það. Aðaleigendur eru systumar Ey- rún og Anna María Guðnadætur og þeirra makar Sigurður Sigurðar- son og Guðlaugur Gunnarsson. Við opnunina söng litli lionskór- inn og þær stöllur Hjördís Hlíð- kvist Bjarnadóttir og Guðný Lóa Oddsdóttir nokkur lög. Aðalástæða fyrir nafngiftinni Kristjáni IX er sú að í ár er 100 ára verslunarafmæli Grundarfjarð- ar, en fyrir 100 ámm veitti Krist- ján IX þetta verslunarleyfi á Grafa- nesi við Grundarfjörð. Þótti við hæfi að skíra staðinn í höfuðið á konungi. Hugmynda og listasmið- urinn Ingi Hans Jónsson átti veg og vanda að nafngift og útliti veit- ingahússins, útlit og hönnun merk- is o. fl. var unnið af Vikublaðinu ÞEY, og lögðu iðnaðarmenn nótt við dag til að takast mætti að opna aftur á réttum tíma. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ALLIR fyrrverandi formenn Hamars mættu á afmælishátíðina en þeir eru Gísli Páll Pálsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Þorvaldur Snorrason. Iþróttafélagið Hamar 5 ára Hveragerði - íþróttafélagið Ham- ar, Hveragerði, hélt 5 ára afmæli sitt hátíðlegt sumardaginn fyrsta. Hátíðarsamkoma var í íþróttahúsi bæjarins og bauð íþróttafélagið öllum bæjarbúum upp á risarjóma- tertu, ís og aðrar veitingar í tilefni dagsins. Fjölmargir tóku til máls og félag- inu vom færðar góðar gjafír í til- efni tímamótanna. Fjögur fyrirtæki í Hveragerði, HNLFI, Ás, Kjörís og Búnaðarbankinn, færðu íþrótt- afélaginu glæsilegan hátíðarfána að gjöf. Formaður HSK, Árni Þorg- ilsson, færði félaginu veglega bóka- gjöf og Þórður Ólafsson, Verkalýðs- félaginu Boðanum, færði íþróttafé- laginu 100.000 krónur í þágu íþróttastarfs í Hveragerði. Að ávörpum loknum lék íþrótta- fólk Hamars á öllum aldri listir sfnar bæði í fimleikum, fótbolta sem og í körfuknattleik. í körfu- knattleiknum öttu Hamarsmenn kappi við bæjarstjórnarmenn sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir íþróttafólkinu eftir „æsispennandi" leik. íþróttafélagið Hamar var stofn- að 28. mars 1992. Félagar eru nú um 600 talsins en innan félagsins starfa níu deildir. Formaður Ham- ars er Þorvaldur Snorrason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.