Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 27 AÐSENDAR GREINAR Borgarsljóri, biðlistar og sannleikur MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í leik- skólum hjá Dagvist barna í Reykjavík á und- anförnum árum. Sú upp- bygging hófst í stjórn- artíð sjálfstæðismanna. Á síðasta kjörtímabili voru 10 leikskólar teknir í notkun. Áróður R-listans fyrir síðustu kosningar miðaði mjög að því að gera lítið úr þessari uppbyggingu. Hann yfirbauð áætlanir sjálfstæðismanna mynd- arlega. R-listinn lofaði að útryma biðlistum barna á aldrinum 1-5 ára á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðis- menn bentu á að vart væri hægt að íjölga leikskólarýmum hraðar en gert væri því 40% starfsmanna leik- skólanna væru faglærð og leggja þyrfti áherslu á að fjölga þeim. Nú er sannleikurinn að koma í ljós. R- listinn hefur lagt áherslu á bygging- ar með miklum tilkostnaði, en fjölg- un barna á leikskóla er hæg. Enn eru 1.200 börn á biðlistum og fag- lærðir starfsmenn leikskóla eru enn í miklum minnihluta. Þrátt fyrir mikinn byggingakostn- að hjá R-listanum er staðreyndin sú að mesta aukning í dvalarstundum á leikskólum milli ára fram til þessa dags var í tíð sjálfstæðismanna 1993 og 1994. Þar var m.a. beitt hagræð- ingarleiðum, s.s. viðbyggingum og sérstökum samningum við leikskóla- kennara. Þessi uppbygging var í anda sjálfstæðismanna. Við viljum vandað leikskólastarf en til hliðar við það viljum við nútímalegar lausn- ir til þess að foreldrar geti verið með börnum sínum. R-listinn stend- ur nú frammi fyrir að svíkja loforðið um útrymingu biðlista. Hans eigið yfírboð reynist honum um megn. Nýjasta útspilið er að lofa því að það verði efnt á næstu öld. Enn eitt loforð R-listans kemur upp úr hattin- um sem falsloforð. Með einhæfum lausnum sínum í málefnum barna og foreldra gátu forsvarsmenn R- listans sagt sér sjálfir að þeir réðu aldrei við að útryma biðlistunum á þessu kjörtímabili. Sannleikurinn Það sem sorglegra er að til að fegra verk sín og slá ryki í augu borgarbúa hefur borgarstjóri valið að fara með ósannindi í fjölmiðlum. Hún hef- ur sagt að 2.500 börn hafi verið á biðlistum eftir leikskólum þegar þau tóku við en nú séu þau „bara“ 1200. Árni þór Sigurðsson, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í R-listanum og formaður stjórnar Dagvistar barna, veit betur því sannleik- urinn kom fram þeg- ar R-listinn hélt að hann gæti staðif við stóru orðin við upp- haf kjörtímabilf ns. í sameiginlegri jókun R-listans og sjálfstæðismam.'' 23. júní 1994 segir að við upphaf kjör- tímabils R-listans hafi 1.530 börn verið á biðlistum eftir leiksólavist. Það skeikar því tæplega 1.000 börn- Það er uppeldislega já- kvætt og foreldrum til hagsbóta að bjóða val- kosti í dagvistun. Arni Sigfússon telur það einnig fjárhagslega hagkvæmt. um í fullyrðingum Ingibjargar Sólr- únar og staðfestum tölum. Þær eru skjalfestar í bókun stjórnar Dag- vistar barna. Þessi sameiginlega bókun var til þess gerð að ekki væri hægt að sveigja sannleikann síðar. Nú eru 1.200 börn á biðlistun- um. Fjölgun barna á leikskólum það sem af er tímabili R-listans er sam- tals 400. Þetta kallar R-listinn „þrekvirki". Alls eru 5.300 börn á leikskólum borgarinnar. Fleiri lausnir Helsta skýringin á því hversu hægt gengur á biðlistana er að R- listinn hefur hafnað flestum hug- myndum sjálfstæðismanna sem ætl- að er að auka valkosti í þjónustu við fjölskyldur í Reykjavík og gætu þar með dregið úr þörf fyrir leik- skólarými. Við sjálfstæðismenn teljum að til Árni Sigfússon hliðar við öfluga uppbyggingu leik- skóla á síðustu 7 árum hefði á sl. þremur árum átt að veita nýjum hugmyndum sjálfstæðismanna um stuðning við fjölskyldur brautar- gengi. Hér er um að ræða aðgerðir til sveigjanlegs vinnutíma borgar- starfsmanna, hlutastarfa og sveigj- anleika í fæðingarorlofi. Hér eru þættir sem Reykjavíkurborg gæti haft áhrif á, a.m.k. gagnvart 9.000 starfsmönnum sínum. Þannig gæti borgin sýnt verðugt fordæmi. Þá geta foreldragreiðslur boðið aukið val til margra foreldra sem velja að sinna börnum sínum heima. Sérstak- lega gæti slíkt orðið raunhæft ef hlutastörf og sveigjanleiki í störfum verða meira í boði en nú er gert. Sjálfstæðismenn telja einnig að auk- inn stuðningur við dagmæður og hærri stofnstyrkir til einkarekinna heimila, séu meðal lausna sem hefðu gjörbreytt þeirri stöðu sem borgin er nú í. Flestir foreldrar kjósa 4-5 tíma vistun Nýleg könnun á vegum Dagvistar barna sýnir að stærstur hluti for- eldra barna sem fædd eru 1995 og 1996 vill fá 4-5 stunda vistun fyrir börn sín. Stefna R-listans hefur hins vegar verið að fækka 4-5 stunda plássum en fjölga 8-9 stunda pláss- um. Þessi stefna hefur leitt til þess að þrátt fyrir mikil fjárútlát við byggingar leikskóla, hefur aðeins fjölgað um 400 börn á leikskólunum s.l. þrjú ár. 30% foreldra vilja annað form á þjónustu en leikskólavistun á vegum borgarinnar. Þetta er at- hyglisvert vegna þess að nánast enginn annar stuðningur býðst og því er erfitt fyrir foreldra að velja á milli annarra raunverulegra kosta. Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til að fleiri valkostir í þjón- ustu við foreldra geta komið mörg- um fjölskyldum betur en það kostn- aðarsama loforð R-listans að byggja leikskóla yfir öll börn. Viíjum við að skattar hækki áfram? Það er ekki aðeins áhyggjuefni að með leið R-listans sé biðlistum ekki útrýmt. Sú leið sem hann vel- ur, með ofuráherslu á nýjar bygging- ar, bendir til að borginni verði fjár- hagslega ofviða að reka kerfið í framtíðinni. Nú stefnir í að útgjöld við rekstur leikskóla séu um 20% af rekstrarútgjöldum Reykjavíkur- borgar á síðasta ári. Það er því ekki aðeins uppeldis- lega jákvætt að veita aukna val- kosti í þjónustu við fjölskyldur held- ur er það einnig nauðsynlegt ef skattheimta á ekki að aukast í fram- tíðinni vegna aukins kostnaðar borgarinnar. Leið vinstri flokkanna í R-listanum er vörðuð skattahækk- unum. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- nmmrn í borgarstjóm Reykjavíkur. „Húskarlar“ Páls á Höllustöðum ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþing- ismaður vék orði að húsnæðismálastjóm í ræðu sinni í eldhús- dagsumræðum á Al- þingi 14. maí síðastlið- inn. Hún taldi það ríkisstjórninni til for- áttu að „húskarlar" fé- lagsmálaráðherrans húsnæðismálastjórn hefðu orðið við umsókn Hússjóðs Öryrkja- bandalags íslands um lán til 40 félagslegra íbúða. Húsnæðismála- stjórn ákvað lánveit- ingar til félagslegra íbúða á fundi sínum hinn 13. maí sl. Eitthvað hefur nú skolast til hjá Ástu Ragnheiði. T.d. hefur einhver kynvilla hlaupið í lýsingu hennar á Húsnæðismálastjóm ákvað einróma, segir Þórhallur Jósepsson, að fénu væri best ráð- stafað á þann veg sem gert var. þessum hópi sem myndar hús- næðismálastjórn og hún kallar yhúskarla“ félagsmálaráðherrans. I stjórninni sitja sö manns, þar af tvær konur og voru báðar viðstadd- ar umræddan fund. Þótt rétt sé að konur séu menn, er nú varla ástæða til að karlkenna þær og það í þing- ræðu? Það liggur í orðinu „húskarlar“ að Ásta Ragnheiður líti á húsnæðis- málastjórn sem hvern annan hund- hlýðinn hóp vinnuhjúa ráðherrans. Óvíst er að ráðherrann eða starfs- fólk í hans ráðuneyti taki undir þau sjónarmið, eins og samskipti þess- ara tveggja stofnana hafa verið undanfarin misseri. Hitt ætti alþingismanninum Ástu Ragnheiði auðvitað að vera ljóst, að húsnæðismálastjórn heyrir ekki undir félagsmálaráðherra, heldur Alþingi og er kosin þar beinni kosningu samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins og eru skipunarbréf stjórnarmanna undirrituð af forseta Álþingis, ekki af félagsmálaráðherra. Stjórnina skipar fólk tilnefnt af Álþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki. Ákvörðun hús- næðismálastjórnar um skiptingu fram- kvæmdalána var ekki nú, frekar en endra- nær, tekin með tilliti til skoðana félags- málaráðherra eða rík- isstjórnar á því, hvernig skipta bæri. Reyndar veit ég ekki til að komið hafi fram nokkrar upplýsingar um að slíkar skoðanir hafi verið fyrir hendi, þaðan af síður hveijar þær þá væru. Húsnæðismálastjórn var blessunarlega laus við nokkurn snefil af skoðunum ráðherra, eins eða fleiri, á þessari ákvörðun. Rétt er að Öryrkjabandalaginu var ekki veitt lán nú (það er rangt hjá áij að 40 umsóknum hafi verið neitað, umsóknin var ein og um 40 lán). Hið sama er að segja um sex önnur félagasamtök og eitt sveitarfélag. Þá er ótalið, að enginn umsækjenda utan þrír (sem sóttu um eitt lán hver) fékk lán eins og sótt var um. Alls bárust 26 umsóknir um 471 lán, en til ráðstöfunar voru 180 lán og hafa ekki verið færri um langan aldur. Tvö meginsjónarmið voru ráðandi við ákvörðun stjórnarinnar. í fyrsta lagi að láta sveitarfélög eftir mætti sitja fyrir um lán, ekki síst vegna lögboðinnar framfærslu- skyldu þeirra samkvæmt sveitar- stjórnarlögum. Voru þeim veitt 158 lán. í öðru lagi, þegar ákveðið var að veita ekki lán til framangreindra félagasamtaka, var haft í huga hvaða afgreiðslu þau hafa hlotið undanfarin ár, hvaða aðra mögu- leika þau eiga á úrlausnum fyrir félagsmenn sína, hvaða sérstaka tekjustofna þau hafa og væntan- legar rýmingar íbúða á þeirra veg- um, sem leysa munu að verulegu leyti úr húsnæðisþörf. Að öllu samantöldu ákvað húsnæðismála- stjórn, og sú ákvörðun var allra stjórnarmanna einróma, að tak- mörkuðu fé væri best ráðstafað á þann veg sem gert var. Þar komu einungis fagleg sjónarmið að við þá ákvörðun og er ekki sæmandi þingmanni á hinu háa Alþingi að fella órökstudda sleggjudóma um annarleg sjónarmið í því efni. Slík ummæli eru röng og tilhæfulaus. Höfundur á sæti í húsnæðismála■ stjórn fyrir Sjálfstæðisflokk. Þórhallur Jósepsson HANN var staddur á hóteli úti á landi, hafði dvalið þar í nokkra daga starfs síns vegna. Þessi ágæti maður hefur farið víða og oft gist á hótelum eða gistiheimilum. Eitt af því fyrsta sem hann gerir þegar hann kem- ur upp á herbergið sitt er að kanna hvort það sé ekki örugglega Bibl- ía eða Nýja testamenti á herberginu. Svo var í þetta skiptið eins og reyndar yfírleitt. Hann styttir sér nefnilega gjaman stundir við að lesa í Nýja testamentinu þegar færi gefst enda i friði og ró á hótelunum eða a.m.k. svona yfirleitt. Að vísu hefur hann alltaf Biblíuna sína á náttborðinu heima hjá sér og hann les oft í henni, þótt það sé nú kannski ekki alveg á hveiju kvöldi. En þegar hann er á ferðalögum hvort sem það er á einkavegum eða vegna starfs síns þá nýtur hann þess að hvílast við lestur Guðs orðs og leyfa því að tala til sín og hugleiða það. Biblían hefur svo sannarlega stytt hon- um stundirnar, jafnt á löngum einmanalegum nóttum, sem og eftir eða á milli stundum erfíðra og þurra funda. Hann hefur lesið mikið í Biblíunni við svona aðstæður og fengið mikið út úr því. Hann hefur meðtek- ið kraft Guðs, frið og blessun á slík- um stundum, þegið uppörvun og verið hughreystur. Hann hefur end- urnýjast í hinu mikilvæga samfélagi sínu við frelsarann eina, Jesúm Krist. Honum er hægt að treysta öllum stundum og jafnvel þegar allt Biblían hefur sannar- lega verið mörgum, seg- ir Sigurbjörn Þorkels- son, dýrmæt hjálp í leit að hinu eina og sanna. annað virðist ætla að bregðast. Hann kynntist Biblíunni eiginlega fyrst þegar hann var ungur maður til sjós. Biblían var alltaf um borð í skipunum sem hann starfaði á og þannig lærði hann að eiga samfélag við frelsara sinn í lestri Biblíunnar og í hljóðlátri bæn. Hann minnist þessara stunda, þær höfðu mikil áhrif á hann og hafa haft mikið að segja fyrir hann allt til þessa dags. Honum varð það snemma ljóst hve mikilvægt það væri að eiga lifandi og persónulegt samfélag við frelsar- ann Jesúm og hefur Biblían eða Nýja testamentið verið honum ómiss- andi þáttur í þeirri viðleitni hans. Já, það getur vissulega verið gott að eiga frelsarann Jesúm Krist að, bæði þegar vel gengur í lífinu að ég tali nú ekki um þegar illa geng- ur og líðanin er misjöfn. Þá er gott að eiga traustan og sannan vin að, vin sem ekki bregst og yfirgefur þig ekki, sama hvað á gengur. Guð gefí okkur að meðtaka kær- leika hans og frið, öðlast blessun hans og sanna lífsfyllingu. Sumir vilja breyta Biblíunni, laga hana að sínum aðstæðum eftir hent- ugleika. Vilja sem sagt öðru vísi Biblíu fyrir sig. En það erum ekki við sem þurfum öðruvísi Biblíu, heldur þyrftum við kannski að líta í eigin barm og sjá hvort Biblían geti ekki breytt okkur eitthvað og það að sjálfsögðu til heilla og bless- unar. Biblían hefur sannarlega verið mörgum dýrmæt hjálp í leit manna að hinnu eina sanna. Vegna hennar hafa margir fundið veginn til Guðs, sem er Jesús Kristur, frelsarinn eini, lífíð eina, eilífa og sanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Islandi. Staddur á hóteli Sigurbjörn Þorkelsson OPTIROC MÚRVÖRUR & VIÐGERÐAR- EFNI • Betokem Dek • Betokem Rep 1 « Betokem ExM J • Ódýrar múrblöndur H Gólflagnir I B SA ÐAÍÍ Ö 6 tf ««pn 664 -kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.