Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 41 ina að leiðarljósi, t.d. var hún mjög flughrædd en hún lét það ekki stöðva sig heldur söng hún og fór með kvæði á meðan á fluginu stóð. Elsku amma, þú varst einstak- lega gefandi og það var svo gott að vera nálægt þér, að fá að alast upp með þér veitti okkur eitt það besta veganesti út í lífið sem hugs- ast getur og verðum við þér ævin- lega þakklátar fyrir það. Þegar þú ert horfín til nýrra heima, elsku amma, er söknuðurinn mikill og stórt skarð komið í Refsstaðarfjöl- skylduna en þú munt ávallt vera ofarlega í okkar huga. Gunnhildur, Sigríður og Sandra. Elsku besta amma mín. Það er mér þungbært og sárt að setjast niður og reyna með fátæklegum orðum að þakka þér allt. Þú hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Á stundu sem þess- ari streyma minningar fram eins og þær hafi gerst í gær. Yndisleg- ustu, fallegustu og bestu minningar mínar um þig, amma mín,_ eru úr sveitinni heima á Refsstað. í mínum huga varst þú stærsta slagæðin þar, þú varst þessi fasti punktur, þetta bjarg sem allir gátu reitt sig á. Þú varst alltaf til staðar jafnt í gleði sem í sorg og tilbúin að taka á móti öllu og öllum. Ég var ekki gömul þegar ég skynjaði alla þína hjartahlýju, þína einstöku lífssýn, fróðleik og mátt sem þú bjóst yfir. Það eru viss for- réttindi, elsku amma, að hafa feng- ið að alast upp með þér á heimili ykkar afa Páls á Refsstað. Þú varst mikil fjölskyldu- og heimilismann- eskja, enda bera böm þín sem og stjúpböm þér fagurt vitni sem góðri móður. Umhyggja þín og ástúð gagnvart þeim og þínum nánustu var mikil, sem og fyrir öllum öðr- um. Heimili þitt var stórt og þú stjómaðir því svo vel, þar ólust upp margar kynslóðir saman, ungir jafnt sem aldnir nutu umhyggju þinnar og hlýju. Heimilið þitt ein- kenndist af menningu, reisn, glæsi- leika og virðingu. Þú kenndir það svo vel og komst því svo fallega frá þér hvernig bera skyldi virðingu fýrir fólki og eigum þess. Þú dæmd- ir aldrei neinn, þú sagðir aldrei að neinn væri ljótur eða vondur, þú sagðir að mannfóikið væri misjafn- lega vel af guði gert og ytri fegurð skipti ekki máli, það væri innri feg- urð og útgeisiun hverrar sálar sem skipti máli í lífínu. Og eitt er víst að þá fegurð og þá geisla vantaði ekki í þína sál. Þó heimilið þitt væri stórt og krefðist mikillar út- sjónarsemi og vinnu, man ég aldrei eftir að þú kvartaðir. Þú varst svo ósérhlífin og natin við störf þín, þér féll aldrei verk úr hendi, þín ein- staka lífsgleði fyllti hjörtu allra fögnuði. En þrátt fyrir allt þetta álag áttir þú alltaf tíma til að gefa af þér og á þann tíma varst þú óspör. Þú varst alltaf að miðla fróðleik þínum og engan hef ég þekkt, amma, annan en þig sem gerðir það með þvílíkri snilld samhliða verkum þínum. Þú varst svo góðum gáfum gædd, víðsýn og raunsæ. í mínum huga varstu allt sem prýtt gat góða manneskju, þú varst þessi ekta demantur sem allir þrá að eiga. Demantur sem Guð einn getur skapað, demantur sem ekki er hægt að stela eftirlíkingu af. Elsku amma, við áttum svo margar yndislegar stundir saman, þú varst mér svo góð og svo traust. Þú kenndir mér svo margt, þú sagð- ir mér svo margt um lífíð og til- gang þess. Þú kenndir mér að lesa, ég man hvað þú varst þolinmóð. Ég sé þig fyrir mér með „Gagn og garnan" og ekki má gleyma prjónin- um sem þú notaðir til að benda á stafina og halda réttri línu. Þú varst alltaf rétta manneskjan á réttum stað hvaða hlutverki sem þú gegnd- ir og eitt er víst að hlutverk þín voru mörg. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, þú dæmdir ekki, þú hlust- aðir. Þú varst svo næm á tilfinning- ar og andlega líðan hvers og eiris. Þú skynjaðir og sást ástandið með þínum fallega skörpu, brúnu aug- um. Mér er minnisstætt hversu oft ég kom með tár á kinn til þín, elsku amma, þá þurfti engin orð. Við átt- um leyndarmál. Leyndarmál sem við töluðum aldrei um, en þú ein skynjaðir að j)að var lítilli bamssál nær ofviða. Á þessum stundum var sama hvað þú varst að gera, þú lagðir frá þér verk þitt og lagðir þína hlýju hönd yfír mig og við fórum inn í betri stofu. Þú lokaðir á eftir okkur, tókst mig í fangið og söngst. Þú söngst alltaf það sama þegar við vorum tvær. Þegar ég rifja þetta upp, amma mín, heyri ég þína fögru rödd syngja... Segðu mér söguna aftur söguna þá í gær Um litlu stúlkuna ljúfu með ljósu fléttumar tvær... Svo söngstu kvæðið um Hjálmar og Huldu. Eftir sönginn útskýrðir þú allt svo vel. Þú ræddir um feg- urð og kraft, hið stóra og smáa, það einfalda og það flókna, gleðina og sorgina — réttlætið og óréttlæt- ið, ástina og örlögin. Þú hafðir skilning á þessu öllu eða það fannst mér að minnsta kosti. Þessar stund- ir okkar voru og eru mér dýrmæt- ar, enda áttu þær mikinn þátt í mótun minni sem bam og ungling- ur, og hafa reynst mér gott vega- nesti í lífinu. Elsku amma, þú gerðir allt svo vel og fallega. Þú söngst svo vel og sagðir svo vel frá, þú pijónaðir svo vel, þú bakaðir svo gott brauð. Og kökurnar þínar, hálfmánamir og kúrenukökumar, minningin ein kallar fram bragðið. Það var svo gaman þegar þú varst að baka fyr- ir jólin, þú fylltir hvem dunkinn af öðram og settir upp á háaloft. Er nær dró jólum fór afí í kaupstað, hann kom með eplakassana, þeir vora líka settir uppá háaloft og geymdir. Eplalyktin fyllti húsið ilmi og oft sat maður fyrir framan Stef- áns-herbergi og taldi dagana til hátíðarinnar og naut eplailmsins. Svo kom Þorláksmessa, hangikjötið soðið, allt þrifíð og gert fínt. Að- fangadagskvöldið var hápunktur- inn, því eftir að við frammi í húsi voram búin að borða og taka upp pakkana var haldið út í hús til ömmu og afa. Þar beið drekkhlaðið veisluborð með ekta súkkulaði, rjó- materta með rabarbara- og rifs- berjasultu svo og kökunum þínum, amma. Eplin fylltu fallegu silfur- skálina þína, nýfægða og gljáandi. Innihaldið í mjúku pökkunum frá ykkur yljuðu höndum og fótum í vetrarkuldanum. Þetta vora yndis- leg kvöld, allir höfðu nægan tíma til að gefa og gleðin skein úr hveiju andliti. Gestrisni þín var einstök, þú tókst á móti öllum með gleði og hlýju, þú töfraðir fram veisluborð dekkað hvítum dúk á engum tíma með engum fyrirvara og bauðst veitingar þínar með reisn, því alltaf var nóg til í litla búrinu í hominu á eldhúsinu eða kistunni í kjallaran- um, þú naust þess að veita, enda allir velkomnir á þitt heimili. .Amma, þú hafðir þessa skemmti- legu, hárfínu kímnigáfu. Mér er minnisstætt þegar þú komst fram í hús að leita að gleraugunum þín- um og varst þá gjarnan með þau á þér, þá slóstu þér á lær og sagðir „kjáni get ég verið“, svo gerðir þú grín að öllu saman og hlóst þínum töfrandi og dillandi hlátri sem kom öllum í gott skap. Amma, þú varst svo mikill náttúraunnandi, enda bar garðurinn þinn þess merki er hann stóð í fullum skrúða á sumrin. Þar eyddir þú þínum fáu frístundum sem þú áttir við ræktun og söng. Stofublómin þín vora gljáandi af glæsileika og var það unum ein að fylgjast með þér meðhöndla þau, þú talaðir við þau. Þú sagðir þeim hvað þú elskaðir þau og værir stolt af þeim. Þarna varst þú með líf milli handa þinna. Þú sagðir alltaf að allt líf ætti að njóta ástar og umhyggju, hvort sem um blóm, dýr eða mannfólk væri að ræða. Elsku amma, þú varst svo glæsi- leg, svo falleg, svo mikil dama, svo elegant að eftir þér var tekið. Aldr- ei fórstu af bæ öðruvísi en fín og vel til höfð. Ég man kjólana þína, kápumar og dragtimar en glæsi- leikinn í klæðaburði þínum var hatt- amir. Það er sama hvaða tímabil ég rifja upp í huganum ég sé þig alltaf svo góða og tilbúna að hjálpa og gefa, samt þurfti svo lítið til að gleðja þig. Þú varst svo þakklát fyrir allt, hversu lítið sem það var. Þér fannst allt svo mikið sem fyrir þig var gert og þ^kkaðir það og lofaðir. Þú áttir þennan einlæga eiginleika að hæla 'fólki og hvetja það til dáða í einu og öllu. Lífshlaup þitt var ekki létt né án sársauka því alvarleg slys á þín- um nánustu hjuggu djúp skörð. Er þú barst harm þinn í hljóði og hélst ötul fram á við. Aldrei sá ég þig skipta skapi, þú stóðst þó fast t þínu og ef þér sárnaði eða mislík- aði varð enginn þess var. Því þac var þitt áhyggjuefni en ekki ann- arra. Þó kallið hafí komið svo óvænl og sé sárt fyrir okkur sem eftii stöndum, eram við þakklát fyrir ac þér varð að þeirri ósk þinni að þurfa ekki að ganga í gegnum erfíð veik- indi eða vera öðrum háð á stofnun. Við eram þakklát fyrir að þú hélst reisn þinni fram á síðasta dag, þannig vildir þú hafa það. Áður en ég kveð þig, amma mín, vil ég flytja þér hið besta og innileg- asta þakklæti frá henni mömmu. Hún vill þakka þér öll ykkar ár, fyrir allan vinskap, hjálp og sam- vinnu, en þar bar aldrei skugga á. Ég held að ég geti aldrei full- þakkað þér, amma mín, fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér. En ég trúi og veit að nú líður þér vel. Eg veit líka að við eigum eftir að hittast aftur og þá munt þú taka mig í þinn hlýja faðm og syngja fyrir mig og segja mér sögur. Elsku amma mín, Guð geymi þig og minningu þína, ástkæra, hlýja vina. Sofðu vel í nýja og fallega náttkjólnum þínum. Þín Svava Víglundsdóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjaliað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvað- an útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR JÓNAS JÓHANNSSON, Mlklagarði, Dalasýslu, sem andaðist mánudaginn 5. maí sl. verður jarðsunginn frá Staðar- hólskirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Böm, tengdabörn og barnabörn hins látna. + Elskulegur eiginmaður, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN BJARNASSON, Lækjargötu 13, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðju- daginn 13. maí. Hann verður jarðsunginn frá Hvammstanga- kirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 14.00. Karín Blöndal, Þorgerður Traustadóttir, Guðjón Jónsson og afabörn. + Bróðir okkar, PÉTUR ÓLAFUR MAGNÚSSON, frá Siglufirði, Baðsvöllum 16, Grindavík andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. maí síðastliðinn. Vigdís Magnúsdóttir. Hólmfíður Magnúsdóttir, Bragi Magnússon. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT BETTÝ JÓNSDÓTTIR, Melási 6, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 15. maí. Hrafnhildur Guðnadóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Sturla Bragason, Þór Bragason, Jón Bragason, Einar Bragi Bragason, Ása Árnadóttir, börn og barnabörn. + Móðir mín og tengdamóðir, LÁRA MAGNÚSDÓTTIR, lést í Portúgal fimmtudaginn 15. maí. Útförin auglýst síðar. Georgía M. Kristmundsdóttir, Einar Sigurþórsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Jörundarholti 150, Akranesi. Gfsli Pálsson, Kristín Gfsladóttir, Baldur Gfslason, Erla Gísladóttir, Gfsli Arnar Baldursson, Jón Sævar Baldursson, Guðrún Sesselja Baldursdóttir. ———I - + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý hug við andlát og útför móður okkar, tengda móður, ömmu og langömmu, UNNAR BJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður til heimilis í Odda, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Rauðakrosshótelsins. Þórunn Magnúsdóttir, Kristján Gissurarson, Yngvi Magnússon, Helgi Magnússon, Gunnþóra Guðmundsdóttir, Harpa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.