Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 14

Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/RAX ÍSLENSKA lopapeysan var meðal þess sem kynnt var í útsendingunni frá Austurvelli. Bárður Sigurgeirsson, yfírlæknir á meðferðarstöð Bláa lónsins, sagði í viðtali í beinni útsendingu frá lækningamætti lónsins fyrir psoreasis-sjúklinga og sagði reynsluna sýna að í mörgum tilfellum entist batinn í allt að heilt ár eftir meðferð í Bláa lóninu. Hráslagalegt veður við útsendingu á Good Morning America í gær ^ Mikiðspurtum Island eftir þáttinn HELDUR viðraði illa á tökuliðið sem stóð að útsendingu banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC á morgunþættinum Good Morning Americafrá. Bláa lóninu og Austurvelli í gær. Við Bláa lónið var sunnanrok og rigning, en í Reykjavík var það heldur skárra. Stjómendur þáttarins virtust ánægðir með hvernig til tókst og lofuðu landið og móttökur íslend- inga hástöfum. Spencer Christ- ian, einn stjórnenda þáttarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að Island væri mjög ólíkt öllum þeim stöðum sem hann hefði kom- ið til áður. Jákvæðar viðtökur ís- lendinga og áhugi á þættinum hefði gert þeim auðveldara fyrir með vinnuna og veðrið léti hann ekki á sig fá. Hann Iiti á það sem upplifun. Þegar Morgunblaðið ræddi við Einar Gústafsson, framkvæmda- stjóra skrifstofunnar i New York, við Bláa lónið að útsendingunni lokinni kvaðst hann afar ánægð- ur með þáttinn. Spurður um hvort veðrið hefði spillt fyrir sagði hann það síður en svo vera. „Eg tel að veðrið hafi skapað skemmtilegri stemmningu og er sannfærður um að það eigi eftir að selja ísland mun betur en sænskt sólskin," sagði hann. Rauðglóandi símalínur hjá Ferðamálaráði í New York Meðan á viðtalinu stóð fékk Einar upphringingu frá skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, með þeim fréttum að símalínur þar væru hreinlega rauðglóandi ír kjölfar útsendingarinnar frá Is- landi og starfsfólk þar hefði vart undan að útvega bæklinga og svara fyrirspurnum um Island, ekki sist um Bláa lónið. „Þetta gerir framtiðarvinnuna miklu að- gengilegri og setur okkur á allt annan pall en áður,“ sagði Einar og benti á að eftir þessa miklu umljöllun yrði leiðin inn í banda- riska fjölmiðla greiðari. „Okkur gafst tækifæri og við gripum það,“ sagði Magnús Odds- son ferðamálastjóri. „Síðan fer árangurinn eftir tvennu; hvernig við vinnum úr því og viðbrögðum þeirra sem horfðu á þáttinn úti. En það er alveg á hreinu að þetta var mjög gott tækifæri til að koma okkur á morgunverðarborð 23 milljóna Bandaríkjamanna." Eineygði rísinn og ísland í SUNNAN roki og rigningu í Bláa lóninu buðu stjórnendur morgun- þáttar bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar ABC áhorfendum sínum góðan daginn. Þetta var slæmur dagur fyrir hárgreiðsluna, „a bad hairday," eins og þáttastjómendur komust að orði. Þau Joan og Charl- es voru köld og blaut og rigningar- dropamir á linsu tökuvélarinnar gerðu þau bólgin og annarleg á svip, en samt brostu þau sínu breiðasta þáttinn á enda. Ekki var laust við að landinn kviði því eilítið að sjá sjálfan sig með Plöntusalan er hofin. Verið velkomin, Eyjafjarðarsveit Sími 463 1129 Fax 463 1322 Heimasíða: http:www.nett.is/grisar póstfang: grisara@nett.is V J Skyldi sjálfsmynd smáþjóðarinnar hafa þolað athygli eineygða rísans, spyr Þröstur Helgason sem horfði á útsendingn ABC sjón- varpsstöðvarinnar frá Bláa lóninu og Reykjavík í gærmorgun. Morgunblaðið/Ásdfs H VORT íslenskir karlmenn að glíma hafi vakið ferðalöngun í brjósti áhorfenda er er fitt að segja til um. glöggum augum bandarískra sjón- varpsmanna. Fyrir þáttinn vom jafn- vel uppi efasemdir um að hann myndi verða landi og þjóð góð kynning. Dönum þótti stjómendur hans draga upp heldur skakka mynd af sér, en þátturinn var sendur út frá Kaup- mannahöfn síðastliðinn mánudag. En þó að sumum hafi kannski þótt stjóm- endur gera heldur mikið úr sunnangol- unni og úrkomunni var komið annað hljóð í strokkinn eftir þáttinn - við komum bara alls ekki svo illa út; sjálfsmynd smáþjóðarinnar molnaði þá ekki í frumparta sína undan rann- sakandi augnablikstilliti risans. Menn óttuðust kannski helst að hinn sjónvarpsvæddi risi væri ein- eygður. Dönum þótti vera dregin upp mjög einlit mynd af Kaupmanna- höfn, jákvæð en einlit. Auðvitað átti það sama við hér, enda kannski ekki tilgangur þáttarins að fjalla á gagn- rýninn hátt um land og lýð. Af ummælum þáttastjórnenda var til- gangurinn þvert á móti að þeir skemmtu sjálfum sér og áhorfend- um. Einnig vildu þeir upplýsa, en á sinn einstaka ameríska máta. Allt varð skyndilega mest, best, fallegast og stærst á litla íslandi; Reykjavík varð stærsti smábær í heimi, falleg;- ustu konur í heimi búa á Akureyri, besti fískveitingastaður Evrópu stendur við Tjörnina og af veðurfar- slýsingum þáttastjórnenda mátti telja að ísland væri harðbýlasta land í heimi. Hér skipta líka allir svo miklu máli því við erum svo fá. Pétur og Páll geta meira að segja pantað sér viðtal við ráðherra. Og það er líka hægd; að hringja í forsætisráðherra því hann er í símaskránni. Eða banka upp á heima hjá honum, eins og þáttastjórnendur gerðu; hann var bara ekki heima og konan hans vildi ekkert við þá tala. Þannig er ísland. Náttúrufegurð landsins fékk ómælt lof og prís og þarf væntan- lega að gera ráðstafanir vegna auk- ins ferðamannafjölda - búist er við að um tuttugu milljónir manna hafi horft á þáttinn. Og bikinistúlkurnar í Bláa lóninu verða sennilega ekki til að draga úr ferðamannastraumnum. Eða hvað? Var kannski talað um að það væru einkum bandarískar húsmæð- ur sem horfa á þáttinn? Hvort íslenskir karlmenn í sokka- buxum að glíma á Austurvelli hafi vakið ferðalöngun í bijósti áhorf- enda er hins vegar erfiðara að segja til um. Nákvæm grein var gerð fynr virkjunarmöguleikum á landinu og meintum lækningarmætti leðjunnar í Bláa lóninu en lítið sem ekkert fjall- að um bókmenntaarfinn, eða menn- ingu og listir yfirleitt. En hvað um það. Joan og Charles voru ánægð með útkomuna. Þau höfðu aldrei skemmt sér jafn vel. Og aldrei höfðu þau lent í öðrum eins aðstæðum á tökustað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.