Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 39 ELIN KRISTJÁNSDÓTTIR + Elín Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á ísaflrði 18. ágúst 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Krist- ján Guðm. Einars- son sjómaður, f. 27. nóv. 1883, fórst með kútter Geir 24. febr. 1912, og kona hans Elínbjört Hró- bjartsdóttir, f. 21. mars 1884, d. 23. jan. 1926. Alsystkin Elínar eru: Marinó Andrés, f. 25. júní 1906, Elisabet, f. 12. maí 1909, Kristjana Guðrún f. 27. sept. 1912, d. 21. des. 1952. Hálfsystkin Elínar, börn Elín- bjartar og seinni manns hennar Jóns Bergssonar eru: Elín, Katrín og Ragnar Bergur. Elín giftist 18. des. 1929 Árna Kristjánssyni bónda á Stálpa- stöðum í Skorradal, f. 18. des. 1894, d. 10. febr. 1966. Þau bjuggu á Stálpastöðum til 1946, 1946-1947 í Langholti í Bæjar- sveit. Árið 1947 festu þau kaup á jörðinni Kistufelli í Lundar- reykjadal og bjuggu þar síðan. Eftir lát Arna bjó Elín þar áfram mað Kristjáni syni sínum til ársins 1974. Eftir það dvaldi hún hjá Tóm- asi syni sínum á Kistufelli til ársins 1992 að hún fór á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgamesi. Börn Elínar og Árna eru: Kristján, búsettur á Skálá í Sléttuhlíð, f. 14. mars 1929, Sigrún, búsett í Borgarnesi, f. 1. okt. 1931, Frið- jón, búsettur í Mel- gerði í Lundarreykjadal, f. 3. mars 1934, Steingrímur Krist- inn, búsettur í Hafnarfirði, f. 30. mai 1939, Elín búsett í Reykjavík, f. 28. ágúst 1942, Þóroddur Már, búsettur á Norðfirði, f. 9. júlí 1945, Helga, búsett í Hafnarfirði, f. 16. ág- úst 1948, Tómas búsettur á Kistufelli, f. 3. júní 1950, og Jón búsettur í Hafnarfirði, f. 25. maí 1951. Barnabörnin eru 16, barnabamabörnin 16 og barna- barnabarnabarn er eitt. Útför Elínar fer fram frá Lundarkirkju í Lundarreykja- dal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulega mamma mín. Þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð veit ég ekki hvar skal byrja. Það er svo margt sem ég vildi segja og svo margt sem ég hef að þakka. Við vorum alla tíð svo nánar og þó ég sé nú orðin móðir og amma, hef ég alltaf á einhvern hátt verið litla stelpan þín og það hefur verið yndisleg og gefandi tilfinning. Til- finning sem þú, mamma mín, við- hélst og nærðir í jákvæðri merk- ingu þannig að hún studdi mig og styrkti og gerði mig að betri mann- eskju. Því það er jú hveijum manni hollt að varðveita og rækta barnið í sjálfum sér og það kunnir þú og miðlaðir okkur börnum þínum þannig að við erum ríkari eftir. Þú varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og það öryggi og ástúð sem ég bjó við í uppvexti er ómetanlegt og hefur orðið mér gott veganesti í lífinu. Þá sáru reynslu sem þú varðst að upplifa í bernsku, að fara í fóst- ur til vandalausra fimm ára gömul við sviplegt fráfall föður þíns, barst þú gæfu til að nýta þér til góðs, en það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund að það hafi skilið eftir ör í bamssálinni. Þrátt fyrir þetta var lífsgleðin og létt lund þitt aðalsmerki og ekki heyrði maður þig hnýta í eða hall- mæla öðrum. Mínar fyrstu minningar eru frá því er þú sast með mig eða yngri bræður mína og söngst vögguljóð og ættjarðarljóð af hjartans list. Söngst með fallegu sópranröddinni þinni sem hefði i dag getað lyft þér til frægðar og frama. Þessum söng og vellíðaninni sem honum fylgdi mun ég aldrei gleyma. Eg man varla eftir þér öðruvísi en syngjandi við þín erilsömu störf sem voru æði mörg á stóru og barnmörgu heimili enda mun ég ekki hafa verið há í loftinu þegar ég var- farin að taka hástöfum und- ir með þér. Eftir að þú komst í Lundar- reykjadalinn leið ekki á löngu uns þú fórst að syngja með kirkjukór Lundarkirkju og naut hann hæfi- leika þinna til fjölda ára eða meðan kraftar þínir entust. Einsöngur þinn með kórnum er mörgum minnisstæður. Mér varð snemma ljóst hvað söngurinn og starfið í kringum hann gaf þér mikið. Það var sama hversu erilsamur dagur- inn hafði verið, alltaf mættir þú á æfingar og í messur og komst end- urnærð til baka. Það má með sanni segja að söngur og tónlist hafi ver- ið þitt vítamín og fleytt þér yfír alla erfíðleika og gefið þér kraft. í 70 ár var Borgaríjörðurinn þín heimabyggð og bast þú mikla tryggð við hann. Eitt það síðasta sem þú sagðir á banabeði var: „Segðu mér fréttir úr Borgarfirði." Mamma mín, þær stundir sem ég fékk að njóta við sjúkrabeð þinn og halda í hönd þína mun ég ævin- lega þakka guði fyrir og geyma þær dýrmætu perlur í minninga- sjóði sem ég á um þig og mun ylja mér við um ókomin ár. Það er mín trú að þú hafir fengið styrk af þessum samverustundum okkar og ég veit að þú kvaddir sátt við guð og menn. Eitt er víst, þú átt góða heimkomu á himnum og megi góð- ur guð geyma sálu þína, mamma mín. Vertu sæl, elsku mamma. Þegar við hittumst aftur munum við syngja saman á ný. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. (Vald. Briem). Þín elskaúdi dóttir Helga. Að loknum starfsdegi lönpm hér ljúfust er næturværð. I værum blundi þér borin er blessun af himni færð. Þú miðlaðir okkur mild og hlý af móðurkærleikans gnótt. Heim þú fæddir okkur í og annaðist dag og nótt. Sofðu nú róleg, mamma mín. Við munum að hafa hljótt. Þau breiða on’á þig börnin þín og bjóða þér góða nótt. (Kristján Ámason) Börnin. í dag kveðjum við heiðurskonuna Elínu Kristjánsdóttur frá Kistufelli. Kynni okkar Elínar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum. Strax frá upphafi sýndi hún mér einlæga hlýju og ástúð sem hélst alla tíð. Þá voru flest börnin flogin úr hreiðrinu og „litlu strákarnir“ hennar á fermingaraldri. Þó heimil- isfólkinu væri farið að fækka var samt alltaf margt um manninn á Kistufelli. Börn og barnabörn komu til lengri og skemmri dvalar, gestir og gangandi. Alltaf var nóg pláss og hjartahlýja. Elín var vön að reka stórt heim- ili og gerði það af miklum myndar- skap. Ung réð hún sig í sveit og stofnaði þar sitt heimili. Á heimil- inu bjuggu tengdaforeldrar hennar og síðan komu börnin hvert af öðru. Ég spurði hana stundum að því hvort þetta hefði ekki verið erfítt, stór bamahópur og engin þau þæg- indi sem við nú teljum svo sjálf- sögð. Elín gerði aldrei mikið úr því, jú, víst var alltaf nóg að gera og hún kunni svo vel að meta heim- ilistækin sem komu með rafmagn- inu, en aldrei gerði hún lítið úr húsmæðrum nútímans, bar ekki síður virðingu fyrir þeirra störfum, þetta væri bara öðruvísi álag, aðrir tímar. Frístundirnar voru ekki margar og lítill tími til að sinna eigin hugð- arefnum. Elín hafði einstaklega fallega söngrödd og gott tóneyra. Hún söng með mörgum kórum í héraðinu en lengst þó með kirkju- kórnum sínum að Lundi. Söngurinn veitti henni mikla gleði og var hennar hvíld frá amstri hversdags- ins. Elín var mikil hannyrðakona. Sokkarnir hennar vorur einhvern- veginn hvítari, mýkri og pössuðu betur en aðrir sokkar enda vildi hún helst geta mátað sokk á fót til að vera viss um að hvergi væri of eða van. Eins hafði hún gaman af að leika sér’ með liti og nutu dætur mínar oft góðs af því að amma kom í bæinn og dvaldi hjá okkur. Þá voru gjarnan pijónaðir jólasveinar og litríkar flíkur með fallegu munstri á nakta dúkku- kroppa. Ekki mátti alltaf á milli sjá hver skemmti sér best á þessum stundum. Elín geymdi alla tíð barn- ið i sálinni. Elín var mjög félagslynd og kunni að gleðjast á góðri stundu. Hún var mikil skartkona og það geislaði af henni, uppábúinni og fallegri með sinn smitandi hlátur. Hún hafði mikinn áhuga á fólki og fylgdist vel með, en aldrei heyrði KÁRI SVEINSSON + Kári Sveinsson, bóndi, Ósa- bakka á Skeiðum, fæddist á Ósabakka 14. júlí 1925. Hann varð bráðkvaddur á Ósabakka 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Auðbjörg Káradóttir, frá Ósa- bakka á Skeiðum, f. 20. júní 1899, d. 1988, og Sveinn Gestsson frá Húsat- óftum á Skeiðum, f. 31. ágúst 1890, d. 1964. Kári átti tíu systkini, þau eru: Lijja, fædd 1922, dáin 1943, Guðmundur, fæddur 1923, Kristin, fædd 1924, Helgi, fæddur 1928, Valgerður, fædd 1929, Guðrún, fædd 1931, Ingi- björg, fædd 1933, Skarphéðinn, fæddur 1934, Bjarni, fæddur 1939, og Hafliði, fæddur 1944. Hinn 13. júlí 1980 kvæntist Kári Jónu Egilsdóttur frá Króki í Biskups- tungum. Foreldrar Jónu voru hjónin Egill Egilsson, frá Galtalæk í Biskups- tungum, d. 1984, og Þórdís ívarsdóttir frá Norðurkoti í Grimsnesi, f. 20. maí 1901. Kári og Jóna eignuðust eina dóttur, Auðbjörgu, fædd 29. janúar 1981. Áður átti Jóna tvær dætur: Þórdísi Helgu Ingibergsdóttur, fædd 1. apríl 1968, og Öglu Björk Ólafsdótt- ur. fædd 29. desember 1969._ Útför Kára fer fram frá Ól- afsvallakirkju á Skeiðum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þig breiði. Og sætt er það þreyttum að sof eins og þú með sólskin á minning og leiði. (Þorsteinn Erlingsson) Nú þegar Kári föðurbróðir okkar hefur kvatt þennan heim svo óvænt og fyrirvaralaust, er okkur söknuð- ur í huga. Þótt við vissum að hann hefði ekki gengið heill til skógar undanfarin ár vorum við óviðbúnar eins og alltaf er. Að okkur sækir tómleiki. Okkur finnst að það verði öðruvísi að vera heima á Ósabakka eða að koma þangað og sjá ekki Kára einhvers staðar að sýsla úti við. Hann sem hefur verið hluti af lífi okkar frá bamæsku. Við munum hann í leik og starfi í sveitinni. Við heyskapinn sem unninn var mikið saman, alltaf sat Kári á dráttarvél- inni sem dró bindivélina og stjóm- aði því öilu. Við skepnumar, sér- staklega kindumar, bæði haust og vor og þegar járna átti hest var hann fyrstur kallaður til. í öllum sínum verkum var hann sérstakt snyrtimenni - snyrti- mennskan sat ávallt í fyrirrúmi. Hann sást heldur aldrei öðruvísi en hreinn og snyrtilegur alveg sama að hveiju hann gekk. Hann byggði vönduð hús yfir bústofn sinn og fóðraði hann vel og í húsum hans var hver hlutur á sínum stað, allt vel sópað og fínt. Hann henti aldrei frá sér bandspotta eða öðru smá- legu, allt var hengt upp eða lagt vandlega frá sér. Eins var það þeg- ar heyskapur stóð yfir, hveijum bagga varð að raða vel. Svona var allt hans handbragð og fólk sem kom í húsin hans hafði orð á því hve vel væri gengið um. Kári frændi gat verið snöggur upp á lagið og reiðst og líkaði illa ef ranglæti var beitt. Hann skamm- aði okkur krakkana á hlaðinu þegar við vorum að gera prakkarastrikin en þótt fundið væri að við okkur var stutt í brosið á eftir. Krakka- hópurinn var oft stór á sumrin og því ýmislegt brallað. Kári hafði yndi af hestum og átti mörg góð reiðhross. Hann var óspar á að lána kunningjum hross og oftar en ekki fór einhver í göng- ur og í réttir á hesti frá honum. Kári naut þess til fulls að komast á hestbak þótt það væri orðið minna nú í seinni tíð. Þá vildi hann fara hratt yfír og þeysa áfram yfir mela og móa með gleði í hjarta. Ljóðið Fákar eftir Einar Benediktsson geymir ýmislegt sem minnir okkur á Kára. í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vitt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Nú hrífur eðlið hvern hlaupagamm. Hófblökin dynja fastar á vang. Sveitin, hún hljóðnar og hallast fram. Hringmakkar reisa sig upp í fang. Það hvin gegnum nasir og hreggsnarpar granir. Nú herðir og treystir á náranna þanir. Það þarf ekki að reyna gæðingsins gang. Þeir grípa til stökksins með fjúkandi manir. (Einar Benediktsson) Nú eru leiðarlok og Kári lagður af stað yfir í eilífðarlandið. Við minnumst hans með virðingu og þökk. Eiginkonu hans, dóttur, fóst- urdætrum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigrún, Kristrún og Heiðrún, Ósabakka. ' ég hana leggja illt til nokkurs manns. Elín kunni að gleðjast yfir hinu smáa, sólargeisla á glugga, vorinu, gróandanum. Alltaf voru börn henni mikill gleðigjafí, allt sem'v þurfti að hlúa að og vernda. Henni var eiginlegra að gefa en þiggja. Síðustu árin dvaldi Elín á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi og hafði hún oft orð á því hvað starfsfólkið væri elskulegt og hugs- aði vel um sig og er það þakkað. Nú er löngum og farsælum starfsdegi Elínar lokið. Ég og börn- in mín kveðjum hana með þökk og virðingu. Blessuð sé minning Elínar frá Kistufelli. Guðrún. — Vorið, árstími sem við bíðum með tilhlökkun og margir tengja við ljúfar minningar. í mínum minningum tengi ég vorið við elsku Elínu ömmu mína, og beið ég þess oft með töluverðri óþreyju og mik- illi tilhlökkun að komast í sveit til hennar að Kistufelli. Þar fannst mér miðpunktur heimsins vera, sem allt það merkilegasta gerðist og allt sem maður gerði hafði svo mikinn tilgang. Við vorum oft mörg barnabörnin hennar í lengri eða skemmri tíma á sumrin. Oft var líka vinnufólk og mikill gestagang- ^ ur. Því var oft mjög glatt og eril- samt hjá okkur og undrar mig oft hversu góðan aga en samt svo mikla hlýju hún amma veitti okkur þó hún væri störfum hlaðin með svo stórt heimili. Oft þurfti hún að þerra tár og útskýra margt um líf- ið og dauðann sem böm eiga svo erfitt með að skilja, en er eðlilegur hluti af lífinu í sveitinni. Ef físk þurfti handa kisu eða mjólk handa lambi var alltaf hægt að fara inn í eldhús til ömmu. Þar var flest allt sem til þurfti og oft fékk égw eitthvert góðgæti í munninn í leið- inni. Ég mun alltaf minnast söngs- ins og glaða hlátursins hennar ömmu minnar og hversu gaman mér þótti að fylgjast með þegar hún klæddi sig í upphlut fyrir messu eða mannamót. Þá söng hún meðan hún bylgjaði og fléttaði sitt síða, silfurhvíta hár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) 5 Elsku Elín amma. Nú þegar ég kveð þig og fínn hversu mikið ég hef misst er notalegt að finna að þrátt fyrir allt á ég svo mikið, sem eru ljúfar og góðar minningar um þig- Guðrún Helga Þórisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasima 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-« lýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskrcvtingum við öll tækifæri I blómaverkstæði I I JDINNA:« I Skólavörðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.