Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 40

Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 SIGRIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR + Sigríður Þórð- ardóttir fæddist á Ljósalandi i Vopnafirði hinn 19. apríl 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 8. maí síðastliðinn eftir stutta sjúkra- legu. Foreldrar hennar voru Þórður Jónasson, bóndi á Ljósalandi, f. 1867 á Fossi í Vesturhópi, d. 1938, og kona hans Albína Jóns- dóttir, f. 1874 á Hóli í Kelduhverfi, d. 1966. Systkini hennar voru: Jóhanna, saumakona í Reykjavík, f. 1900, d. 1969, Jónas, skrifstofumaður á Akureyri, f. 1901, d. 1994, María, f. 1902, d. 1934 í Kanada, Ingibjörg, saumakona í Reykja- vík, f. 1904, d. 1982, Fríða, saumakona og húsmóðir í Reykjavík, f. 1907, Guðrún, verslunarkona í Reykjavík, f. 1909, Sigvaldi, arkitekt í Rey^javík, f. 1911, d. 1964, Helgi, bóndi á Ljósalandi, f. 1915, Guðbjörg, kennari, búsett í Svíþjóð, f. 1918, og Steingrím- ur, bankamaður í Reykjavík, f. 1922. Sigríður giftist 26. júní 1940 Páli Metúsalemssyni, bónda á Refsstað, f. 24. ágúst 1899, d. 11. júní 1975. Þau eignust fjög- ur börn: 1) Svava, f. 1941, leik- skólastarfsmaður á Vopnafirði, maður hennar er Konráð Ólafs- son sjómaður, þau eiga þrjár dætur. 2) Þórður, f. 1943, bóndi og framkvæmdastjóri á Refs- stað, kvæntur Ágústu Þorkels- dóttur, eiga þau þrjá syni. 3) Ásgerður, f. 1946, bóndi á Geitaskarði í Langadal, gift Ágústi Sigurðssyni bónda og eiga þau fjögur börn. 4) Gunnar, f. 1948, bóndi á Refsstað, kvæntur Marie Therese Robin og eiga þau tvö börn. Þegar Sigríður kom í Refsstað var Páll ekkjumaður með fjögur ung börn. Stjúpbörn Sigríðar eru: 1) Víglundur, f. 1930, banka- starfsmaður á Vopnafirði, kvænt- ist Jóhönnu Einarsdóttur, þau skildu, börn þeirra eru fjögur. Sambýliskona Víglundar er Elín Friðbjörnsdóttir og eiga þau tvö börn. 2) Björn, f. 1931, járn- smiður í Reykjavík, kvæntist Katrinu Valsdóttur, þau skildu, synir þeirra eru þrír. Sambýlis- kona Björns er Svava Guðjóns- dóttir. 3) Guðlaug, f. 1932, hús- móðir í Reykjavík, gift Steinari Péturssyni, þau eiga fimm dæt- ur. 4) Erlingur, f. 1933, verka- maður á Vopnafirði, kona hans er Anna Geirsdóttir, eiga þau þrjú börn. Börn og stjúpbörn Sigríðar eiga nú 35 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Sigríður nam við húsmæðra- skólann á Staðarfelli 1929-30, var vinnukona á Akureyri og í Reykjavík og starfaði að búi foreldra sinna þar til hún gift- ist. Hún var húsmóðir á Refs- stað í 40 ár, en síðustu 15 árin bjó hún í leiguíbúð fyrir aldraða í þorpinu á Vopnafirði. Útför Sigríðar fer fram frá Vopnafjarðarkirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 14, en jarðsett verður að Hofi, að at- höfn í kirkju lokinni. Það þykja líklega ekki stórtíðindi þegar tæplega níræð kona kveður þennan heim. Samt er það svo að samferðamenn Sigríðar á Refsstað verða glögglega varir við það skarð sem hún skilur eftir sig, enda lífs- ferillinn á margan hátt óvenjulegur. Hún ólst upp í ellefu systkina hópi, sú sjötta í röðinni. Hópurinn var söngelskur og samrýndur í upp- vextinum, og alltaf siðan. Ekki var auður í búi á Ljósalandi á þeim tíma, ?;,jen þó var lögð á það rík áhersla að koma bömunum til mennta eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Öll fóm þau systkin að vinna við búið þegar getan leyfði, og víst er um að það kom sér betur fyrir Sigríði síðar á lífsleiðinni að iðjuleysi var henni flarri. Þegar hún hafði slitið bamsskónum var hún í „vistum“ bæði á Akureyri og í Reykjavík. Frá þeim árum minntist hún með sérstakri hlýju ýmissa þeirra fjöl- skyldna sem hún starfaði hjá. Veturinn 1929-30 var hún í Kvennaskólanum að Staðarfelli ásamt Guðrúnu systur sinni. Næstu 5 árin vann hún þá vinnu sem til féll, en árin 1935 til 1940 stóð hún o-ífyrir búi að Ljósalandi ásamt Helga bróður sínum og Albínu, móður þeirra. Á Refsstað, undir Fjöllum, bjó um þessar mundir Páll Methúsal- emsson, sem hafði misst konu sína, Svövu Víglundsdóttur, frá fjómm börnum, sínu á hveiju árinu, það elsta fætt 1930, hið yngsta 1933. Svava lést 1935. Páll og Sigríður giftu sig 26. júní 1940, og um leið tók Sigríður við búsforráðum á Refsstað. Stjúp- bömin vom nú á aldrinum 7-11 í^ára., og höfðu haft meira fijálsræði en þá gekk og gerðist frá því móð- ir þeirra dó. Á meðan Páll var ekkju- maður stóðu þær mæðgur, tengda- móðir hans og mágkona, fyrir búi á Refsstað. Amman og móðursystir- in sáu ekki sólina fyrir bömunum, sem urðu snemma mjög sjálfstæðir einstaklingar. Ungu húsfreyjunni ju var því nokkur vandi á höndum. Hún var að taka við sem húsmóðir á mannmörgu heimili og axla ábyrgð á uppeldi fjögurra hálfstálp- aðra stjúpbama. Milli Sigríðar og stjúpbamanna þróaðist einlæg vin- átta, sem entist allt til æviloka hennar. Það segir heilmikla sögu að þó að þau systkin kölluðu Sig- ríði aldrei mömmu, þá tala bömin þeirra öll um ömmu Sigríði. Sigríður og Páll eignuðust fjögur börn á átta ámm, og jókst nú enn önn hennar. Við þetta bættist að á Pál hlóðust margvísleg félagsmála- störf sem kölluðu á mikla fjarvem hans frá heimili. Sigríður mátti því, auk húsmóðurstarfanna, hafa nokkra umsjón með búrekstrinum. Leiðir okkar Sigríðar lágu fyrst saman snemmsumars árið 1966. Ég hafði þá ákveðið að gera hana að tengdamóður minni, hvað gekk eftir. Með auknum kynnum okkar birtust mér nýjar hliðar á þessari merkilegu konu. Þrátt fyrir botn- laust annríki áratugum saman van- rækti hún ekki margvísleg hugðar- efni sín. Eitt af hennar áhugamál- um var garðrækt, og garðurinn við húsið á Refsstað vitnar um það. Venjulega em trjágarðar á Islandi sunnan við húsin, en í Vopnafirði em einungis tvær áttir; norður og austur, og þær standast á. Garður- inn er á máli heimamanna sagður ofan við húsíð, en það mun vera milliátt austur þar. Annað áhugamál, mér öllu tor- skildara, var ættfræði. Við lestur á slíkum fræðum gat hún unað þegar hún taldi sig hafa tóm til. Engan einstakling hef ég þekkt jafn elskan að ljóðum og lögum og tengdamóður mína. Sammála vor- um við um það að væri ekki „stuðl- anna þrískipta grein“ í hávegum höfð, ætti ekki að kalla svoleiðis samsuðu ljóð. Hún kunni ókjörin öll af ljóðum eftir höfuðskáldin okk- ar, og henni urðu ljóðin að nokkuð sérstæðum notum. Henni þótti ákaflega gaman að ferðast, en lengi fram eftir öldinni var Vopnafjörður einangrað byggðarlag, og langtím- MINNINGAR um saman varð ekki komist þangað - né þaðan - nema með flugi. Sig- ríður var flughrædd - en flaug samt. En henni féll illa að vita ekki hvar hún var stödd í veröldinni þrátt fyrir flughræðsluna. Hún lét sig því hafa það í einni af sínum fyrstu flugferðum að horfa annað slagið út á leiðinni frá Vopnafirði til Akur- eyrar, en hún fór með ljóð alla leið- ina, sér til hugarhægðar. Allar sín- ar ferðir frá Vopnafirði til Akur- eyrar eftir það fór hún með sömu ljóðin, og taldi sig alltaf vita upp á hár hvar hún væri stödd, enda sagði hún að það stytti sér flugferðir að raula kvæðiskom eða fara með vel kveðna vísu. Engu breytti þó flugtækni og flughraða fleygði fram, vísurnar og ljóðin voru þau sömu. Margar af þessum flugferðum frá Vopnafirði til Akureyrar vom áfangi á leið hennar að Geitaskarði. Þessara heimsókna nutu böm okkar hjóna ekki síður en við; biðu reyndar oft í ofvæni eftir að amma kæmi. Amma nennti nefnilega að segja þeim ævintýri og sögur, syngja fyr- ir þau og breiða yfir þau endalaus- an kærleik sinn. Eins og fyrr segir var annríki hennar mikið á meðan hún var húsfreyja á Refsstað. Þeir sem til þekktu á Refsstað á þessum ámm segja að oftast hafí hún verið syngj- andi við störf sín, og brosið var aldrei langt undan. Hún var bókelsk og las mikið, enda var hún óvenju fróð um land og sögu, og áreiðan- lega hefur tíminn til lestrar oft ver- ið klipinn af naumum svefntíma. Sigríður var óvenju félagslynd og lagði yfirleitt eitthvað jákvætt til hvers máls, og ég hygg að lífsvið- horf hennar hafi byggst á því að mæta því sem að höndum bæri með bros á vör og hugsa um það sem áunnist hefði, en leiða hugann síður að hinu. Eftir að Sigríður var orðin ekkja, og dró úr daglegri önn hennar, fór hún að sinna því áhugamáli sínu sem hvað mest hafði setið á hakan- um; en það var að ferðast. Ýmsa staði innanlands, henni hugleikna og áður ókunna, heimsótti hún. Sjö- tug gerði hún sína ferð til Noregs, og nú í haust, á 89. aldursári, fór hún til Þýskalands í góðra vina hópi. Þess er ég fullviss að á flugi í þessum utanferðum hefur verið farið með ljóð og laglega gerðar vísur; þó ekki væri til annars en mæla vegalengdina sem flogin var. Henni tengdamóður minni þótti allt- af betra að orð færu ekki á skjön við athafnir. Fyrir fáeinum árum varð hún að gangast undir þijár aðgerðir með stuttu millibili sem kröfðust svæfingar. Svæfingarnar fóru illa með hana, hún taldi að andlega hefði sér hrakað langt fyr- ir aldur fram vegna þeirra. Hún trúði mér fyrir því fyrir nokkrum árum að heldur vildi hún deyja en verða að þola eina svæfingu enn. í liðinni viku var hún flutt mikið veik til Akureyrar, og þar beið hennar væntanlega stór aðgerð og svæfing. Áður en til þess kom fékk hún hægt andlát. Fyrir hönd aðstandenda er mér ljúft að flytja öllu starfsliði hand- læknisdeildar FSA þakkir fyrir elskulegheit þessa dagparta sem Sigríður lá þar til að kveðja. Sjálfur þarf ég að þakka fyrir kynni mín af Sigríði og Refsstaðar- heimilinu í ríflega þrjátíu ár, þakka fyrir elskusemi við börnin mín. Það var mannbætandi að kynnast henni, og þeir sem hafa verið svo lánsam- ir að þekkja slíka einstaklinga eru ríkari eftir en áður. Blessuð sé minning Sigríðar á Refsstað. Á.S. Það var dumbungur, rigning og haustlegt um að litast hér í Ástral- íu morguninn eftir að ég frétti af veikindum ömmu minnar. Seinna þann sama dag, var mér sagt að hún væri dáin. Hér, hinumegin á hnettinum, grétu skýin með mér. Mér varð hugsað aftur til bernsku minnar heima á Refsstað. Allar sögurnar sem amma sagði okkur Skúla og Steina, hversu henni var alltaf umhugað um okkur og vel- ferð okkar. Fátt var jafn ljúft og að koma til ömmu og spjalla við hana um heima og geima. Henni þótti alltaf svo vænt um okkur og fylgdist vel með því sem við höfðum fýrir stafni. Og sömu sögu hafa öll önnur hennar böm og barnabörn að segja. Sigríður Þórðardóttir var fædd á Ljósalandi í Vopnafirði og ólst þar upp í stómm og samrýndum systk- inahóp. Hún fór í húsmæðraskóla vestur í Dölum og stundaði síðan ýmis störf, en kom svo aftur til Vopnafjarðar og kynntist þar afa mínum Páli Metúsalemssyni á Refs- stað og felldu þau hugi saman. Hann var þá ekkjumaður með fjög- ur ung böm á framfæri. Það var því stórt heimili strax í upphafi búskapar sem amma mín stóð nú fyrir eftir að þau giftu sig árið 1940. Og á næstu ámm varð þeim ömmu og afa fjögurra bama auðið. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvernig það var að reka stórt sveitaheimili með 8 bömum, flest- um á unga aldri, en aldrei kvartaði amma. Hún sinnti öllu því sem sinna þurfti á stóru heimili og lét aldrei verk úr hendi falla. Oft þurfti hún að vinna myrkranna á milli. En hún hafði athvarf og áhugamál sem létti henni lund í streði hversdagsins. Eftir að allir vom sofnaðir fór amma oft út í garð og stússaði þar um stund fjarri amstri heimilisins. Meðal tijáa og blóma fann hún frið og gleði og nú, fimmtíu ámm síð- ar, er þessi garður hennar hin mesta prýði. Hún hafði yndi af ýmsu öðm, eitt af því var söngur. Fallegur söngur gladdi hana mjög og sjaldan leið henni betur en þegar fjöldskyid- an öll tók þátt í söngnum. Þegar á leið hægðist um hjá ömmu, en allt- af var hún tilbúin að létta undir með öðmm. Hún hafði alltaf yndi af bömum og návist þeirra, en ekki hvað síst þegar hún var orðin ein eftir fráfall afa, vorið 1975. Meðan hún bjó enn á Refsstað passaði hún okkur bræðurna oft og kenndi okk- ur ekki einungis sögur og söngva heldur líka það að meta allt það góða sem lífið hefur uppá að bjóða. Þá varð til sá strengur milli okkar ömmu sem nú hefur slitað. Við munum ávallt minnast ömmu, um- hyggju hennar og elsku hennar á fjölskyldu sinni og þeim áhuga og ánægju sem hún hafði af söng, garðrækt, sögum og öllu því sem fallegt er og gott í lífínu. Mér þyk- ir sárt að geta ekki kvatt þig í hinsta sinn þar sem ég á ekki heim- angengt héðan úr Eyjaálfu, en sendi þér þessa kveðju í staðinn. Ég mun aldrei gleyma þér og ég veit að aðrir sem þekktu þig munu ekki gleyma þér. Hvíl í friði, elsku amma mín. Páll Þórðarson. Hún amma á Refsstað er dáin og nú sé ég svo eftir því að hafa ekki nýtt tímann betur, hitt hana oftar, talað meira við hana og hlust- að betur á það sem hún hafði að segja. Mér fannst að nægur tími væri og ekkert lægi á. Hún amma ýtti líka undir þennan bamaskap minn, því lífsgleði hennar og ótrúleg hreysti var slík að það hvarflaði aldrei að manni að hún væri á för- um. Nú þegar ég veit að okkar tími saman verður ekki lengri rifjast upp fyrir mér allar góðu stundirnar heima á Refsstað þegar ég var barn. Halldór Laxnes lýsir ömmu í Brekkukoti svo: „Væri henni líkt við hjarta hússins mætti um hana segja svipað og heilbrigð hjörtu yfirleitt, að hver sem slíkt hjarta ber í bijósti veit ekki að hann hafi hjarta.“ Þegar ég las þessi orð í fyrsta sinn fannst mér Halldór vera að lýsa henni ömmu minni. Sömu- leiðis áttu þær það sameiginlegt amma á Refsstað og hin í Brekku- koti að aldrei sá nokkur maður þær sofa. Amma var alltaf komin á fætur þegar ég vaknaði á morgnana, sama hversu snemma ég opnaði augun og aldrei sá ég hana ganga til náða á kvöldin. Henni féll aldrei verk úr hendi og hún söng að jafn- aði við vinnu sína og alltaf var amma í góðu skapi. Hún hafði fal- lega söngrödd og kunni heil ósköp söngva og kvæða. Sum lögin hef ég aldrei heyrt sungin nema með hennar röddu og mörg kvæði kunni hún sem sjaldan sjást orðið á prenti. Hún amma var svo blíð og góð. Hún átti alltaf góð orð og hrósyrði handa mér og ég man aldrei eftir að hún hafi skammað mig. Hún var ákaflega barngóð og kunni þá list að umgangast börn, hún áttaði sig á, ólíkt öðrum fullorðnum, að böm vilja vera tekin alvarlega og að á þau sé hlustað. Amma var fróð og vel lesin og fylgdist alla tíð mjög vel með mönn- um og málefnum. Hún var minnug og glögg og það kom mér oft á óvart hvað hún hafði skarpan skiln- ing á ótrúlega margvíslegum svið- um. Ég man líka sögurnar sem hún sagði mér og gönguferðimar upp á mela. Þá kenndi hún mér að þekkja nöfn blómanna og lagði grunninn að áhuga mínum á íslenskum jurt- um. Amma elskaði blóm og jurtir. Garðurinn á Refsstað var hennar verk og geysilega fallegur þegar hann stóð í blóma. Oft á kvöldin þegar ég var komin í rúmið fór amma út í garð að hlú að blómunum og þá barst söngur hennar inn um gluggann, meðan ég var að sofna. Elsku amma, þetta erindi úr kvæði Huldu um grasakonuna verð- ur síðasta kveðja mín til þín. Það var auðvelt að finna falleg orð sem eiga við þig, enda þú manneskja þeirrar gerðar sem skáldin skrifa um. Og konan fagnar. Á friðarstundu hún fijáls má reika um sumarland. í Qarlægð bærinn með köll og kvaðir og kröfur þúsund og reyk og brand. Sem ung hún verður í annað sinni og yndis nýtur við blæ og hljóm, til himins lítur og skoðar skýin og skyggnist um hvar sem spretta blóm. Steingerður Steinarsdóttir. Núna þegar amma er látin er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðvild hennar, hjálpsemi og hvað hún var yndisleg amma. Amma á Refsstað var einstök kona, einstak- lega jákvæð og hlý manneskja og við systumar eigum margar yndis- legar minningar tengdar henni. Þegar við vorum litlar vorum við í sveit á Refsstað hjá afa og ömmu og þar var eins og ekkert væri of gott fyrir okkur og hún gerði allt til að okkur liði sem best. Margt kemur upp í hugann þegar við rifj- um upp tímann með ömmu á Refs- stað, t.d. þegar við fórum í okkar árlegu beijaferðir upp í fjall, hún var svo frá á fæti að við höfðum varla við henni, þá naut hún þess að fræða okkur um náttúruna og landið. Amma hafði mjög fallega söngrödd og hafði yndi af söng og söng mikið fyrir okkur og hún kunni ógrynni af Ijóðum og lögum. Oft fannst okkur hún hafa óþijótandi orku, henni féll aldrei verk úr hendi en þrátt fyrir mikið annríki var hún einstaklega lífsglöð enda minnumst við hennar ósjaldan syngjandi við verkin. Hún sagði alltaf að hana hefði langað til að læra að syngja en aðstæður er hún var ung kona buðu ekki upp á það. Amma var mjög fróð og vel lesin og var óþreyt- andi við að segja okkur sögur frá uppvexti sínum á Ljósalandi og búskap þeirra afa á Refsstað. Minni hennar var óbrigðult um menn og málefni og svo að eftir var tekið. I okkar huga var amma síung bæði í hugsun og í fasi og átti mjög gott með að umgangast fólk á öllum aldri, böm löðuðust mjög að henni og synir okkar töluðu oft um hvað þeir ættu hressa og glaðlynda langömmu sem alltaf var hlæjandi. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðmál- um og fylgdist vel með og hafði mjög ákveðnar skoðanir og það var mjög gaman að rökræða við hana. Lífshlaup hennar einkenndist af glaðværð og jákvæðni og hún vann sig út úr erfiðleikum með jákvæðn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.