Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna Málsskotsnefnd verði skipuð Morgunblaðið/Ásdís BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, Ólafur Skúlason bisk- up íslands, sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslusljóri Þjóðkirkjunn- ar, Svanhildur Kaaber, varaformaður fræðsluráðs Reylgavíkur og sr. Jakob Hjálmarsson við kynningu á áliti um sjálfsvíg. Álit Þjóðkirkjunnar um forvarnir vegna sjálfsvíga ungmenna Trúarfræðsla efld innan skólakerfisins MEIRIHLUTI menntamálanefndar Alþingis leggur til að skipuð verði málskotsnefnd sem skeri úr um hvort úrskurðir Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Tillagan er í samræmi við kröfur náms- mannahreyfínganna, en við aðra umræðu um frumvarp um lánasjóð- inn i gær, bentu stjómarandstæð- ingar á fjölmargar aðrar kröfur námsmanna og úrlausnaratriði sem meirihlutinn hafí ekki sinnt. Minnihluti menntamálanefndar bendir á að þótt í frumvarpinu sé kveðið á um lækkun endurgreiðslu- hlutfalls í 4,75% hafi það ekki áhrif á alla námsmenn, því aðeins sé gert ráð fyrir að lækka viðbótargreiðslur sem byggjast á útsvarsstofni ársins á undan. Fastar greiðslur haldist óbreyttar og því hafí frumvarpið engin áhrif á fólk með árstekjur á bilinu 800-1100 þúsund. HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags, sakar Guðmund Bjarnason umhverfísráð- herra um að hafa tvívegis brotið lög með breytingum á mengunarvama- reglugerð í tengslum við undirbún- ing að byggingu álvers á Gmndar- tanga. Hann segir ráðherranum sæmst að segja af sér vegna þess- ara lagabrota og valdníðslu sem hann hafí gerst sekur um við með- ferð málsins. Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokks og for- maður umhverfisnefndar Alþingis, segir Hjörleif koma óorði á um- hverfísmálin með því að tengja þau öfgum og sérlund. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um rétt almennings til athugasemda við starfsleyfí til atvinnurekstrar, sem fram fóru á Alþingi í gær. Hjörleifur segir umhverfisráð- herra hafa takmarkað möguleika almennings á því að koma á fram- Minnihlutinn gagnrýnir að sam- tímagreiðslur hafí ekki verið teknar upp og segir Framsóknarflokkinn hafa svikið kosningaloforð þess efn- is. Hann lýsir einnig efasemdum um að jafnræðis sé gætt varðandi vaxtastyrk sem ætlað er að mæta kostnaði vegna lántöku hjá bönk- um, því öllum sé veittur sá styrkur, óháð því hvort þeir verði fyrir slík- um kostnaði. Minnihlutinn gagnrýnir að ekki hafi verið felld niður krafa um ábyrgðarmenn fyrir námslánum og bendir á skýrslu Ríkisendurskoðun- ar frá árinu 1995 þar sem segir að það stangist á við lög um hlut- verk sjóðsins þar sem segir að hann eigi að tryggja tækifæri til náms án tillits til efnahags. ítarlegri lög,skortir í áliti minnihlutans segir að í núverandi úthlutunarreglum náms- færi athugasemdum vegna starfs- leyfís álverksmiðju á Grundartanga með ólöglegum breytingum á reglu- gerð. Fyrri breytingin var gerð í júlí 1996 þegar felld var niður heim- ild til málskots til sérstakrar úr- skurðamefndar vegna úrskurða stjórnar Hollustuvemdar ríkisins um athugasemdir. Hjörleifur gerði athugasemdir við þessa breytingu í bréfí til Hollustuverndar og í umræðum á Alþingi. Í janúar 1997 breytti ráðherrann reglugerðinni aftur eftir viðræður við stjórn Holl- ustuvemdar þannig að málskots- réttur til úrskurðamefndar var sett- ur inn að nýju, en í staðinn var afnuminn málskotsréttur til Holl- ustuvemdar ríkisins. Ólík lögfræðiálit Hjörleifur segir að í báðum tilvik- um hafí verið brotin lög um holl- ustuhætti og heilbrigðisrétt þar sem tekið sé fram að tvö úrskurðarstig lána felist valdaafsal til stjórnar sjóðsins og að gera hefði átt lögin ítarlegri. Núverandi kerfí byggist á lögum, reglugerð og úthlutunar- reglum stjómar sjóðsins. Minnihluti nefndarinnar leggur fram nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, meðal annars þá ’ að framfærslukostnaður verði ákvarðaður á grundvelli skil- greindrar framfærsluþarfar en nú- verandi framfærsluáætlun er frá árinu 1974. Þá er lagt til að sam- tímagreiðslur verði teknar upp eft- ir fyrsta misseri, að krafa um ábyrgðarmenn verði felld niður, einnig heimild til töku lántöku- gjalds og heimild til að hækka vexti, að föst, árlega endurgreiðsla lækki í 34 þúsund krónur, að hlut- fallsgreiðsla lækki í 4,5% og að svigrúm vegna veikinda, dauðs- falla, þungunar og skipulags skóla verði aukið. skuli vera vegna ágreinings um starfsleyfí. Varðandi síðara tilvikið vísar hann til lögfræðiálits sem Magnús Thoroddsen vann fyrir Hollustuvernd ríkisins og úrskurðar úrskurðarnefndarinnar frá 26. apríl síðastliðnum í kæmmáli Odds Bene- diktssonar vegna starfsleyfísins. Umhverfisráðherra hafnaði ásökunum þingmannsins og vísaði til álits Eiríks Tómassonar lög- manns um málið, en hann kemst ÞJÓÐMÁLANEFND Þjóðkirkjunnar kynnti í gær álitsgerð um sjálfsvíg. Þar hv'etur hún skólayfirvöld til að taka upp trúar- og siðgæðisfræðslu í eldri bekkjum gmnnskóla sem og að þeirri niðurstöðu að síðari reglu- gerðarbreyting ráðherrans sam- rýmist lögum. Ráðherrann hafnaði því að ástæða væri til þess að hann segði af sér, enda hefði hann unnið að undirbúningi málsins af fremsta megni og eftir bestu samvisku. Hann segir löggjöf um málið vera vanbúna, en að hann hafí leitað leiða til að opna leið almennings til að koma með athugasemdir. til þess að slík fræðsla verði eitt af kjarnafögum framhaldsskólanna. Rit þetta er unnið af Þjóðmála- nefnd Þjóðkirkjunnar í framhaldi af skýrlu um Könnun á tíðni og orsök- um sjálfsvíga á íslandi. Skýrslan sýndi að tíðni sjálfsvíga hefur aukist meðal ungs fólks hin síðustu árin. Bent er á að kirkjan búi yfír mikilli reynslu og fagþekkingu í slíkum málum og að það sé löngu tímabært að þeirri þekkingu sé komið áleiðis til þeirra sem standi unga fólkinu næst, bæði uppalenda, kennara og námsráðgjafa í skólum. Fyrirbyggj- andi aðgerðum sé nauðsynlegt að koma inn í skólakerfíð. Sr. Sigurður Pálsson segir í grein sinni, að „fræðsla um trú, siðgæði og lífsskoðanir ætti að fá meira rými í efstu bekkjum grunnskóla og fá sæti sem kjarnagrein í framhalds- skólum.“ Eins og málum er háttað í dag lýkur trúarlegri uppfræðslu við fermingu, jafnvel þó að náms- skrá geri ráð fyrir slíkri fræðslu t.il loka gagnfræðináms. Þjóðmálanefnd telur ástæðu til að minna á það í hve ríkum mæli skólinn sinnir and- legum, tilfínningalegum og félags- legum þroskaþörfum ungmenna. Menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, sagði þjóðkirkjuna eiga fulltrúa í einni þeirra nefnda sem vinna að nýrri námsskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla. „Það er fullúr hugur okkar að sjónarmið kirkjunnar komist inn í þá vinnu,“ sagði ráðherra- Sem annan þátt í fyrirbyggjandi ! aðgerðum og sálusorgun benda þeir sr. Árni Pálsson og sr. Jón Bjarman á Rauða kross húsið og neyðarlínu þess og segja slíkt athvarf verða mörgum til huggunar ef ekki björg- unar á örðugum stundum, þegar freistingin að binda endi á líf sitt sækir að. Starfsleyfí álvers á Grundartanga Sakar umhverfis- ráðherra um tvö- falt lögbrot Sjúkradagpeningar atvinnulauss fiölskylduföður A engan annan rétt Heimdell- ingar velja þingmann ársins STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur valið þing- mann ársins 1996. Að þessu sinni varð fyrir valinu Pétur H. Blöndal, þingmaður Reyk- víkinga. Elsa B. Valsdóttir afhenti Pétri H. Blöndal við- urkenninguna í gær. Pétur H. Blöndal hefur starfað ötullega gegn for- ræðishyggju, í anda þeirrar hugmyndafræði sem Heim- dallur hefur að leiðarljósi, Morgunblaðið/Ásdís segir í frétt frá Heimdalli og má þá fyrst nefna andstöðu hans við hækkun sjálfræðis- aldurs í 18 ár. Hann hefur einnig verið talsmaður val- frelsis í lífeyrisjóðsmálum og einkavæðingar ríkisfyrir- tækja auk annarra málefna sem Heimdellingar hafa bar- ist fyrir. ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir að samkvæmt lögum eigi atvinnulaus fjölskyldu- faðir, sem er á biðlista eftir krans- æðaaðgerð og hefur einungis um 20 þúsund króna sjúkradagpeninga sér til framfæris, engan rétt á bótum vegna tímabundinnar örorku áður en hann fer í aðgerð eins og Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra sagði í blaðinu í gær. Ásta Ragnheiður segir að maður- inn sé eins og 7.000 aðrir íslendingar á biðlista eftir aðgerð og það sé eng- inn hámarkstími á bið eftir aðgerð. Meðan á biðinni standi eigi sjúklingur ekki rétt á öðru en sjúkradagpening- um. Örorka vegna veikinda fáist ekki metin fyrr en eftir eitt ár á sjúkradag- peningum nema ljóst sé að um varan- legt heilsuleysi verði að ræða. Eftir aðgerðina sé hins vegar hugsanlegt, og líklegt, að maðurinn verði talinn hafa þörf fyrir endur- hæfingu í 1-3 mánuði og þegar þar komi sögu öðlist hann rétt á endur- hæfíngarlífeyri ef hann er í viður- kenndri meðferð. Við endurhæfíngarlífeyri missir maðurinn sjúkradagpeninga en fær þá grunnlífeyri sem er um 13.000 krónur og síðan tekjutryggingu sem er um 25 þúsund krónur eða sam- tals um 38 þúsund krónur á mán- uði, auk hugsanlegrar uppbótar ef um lyija- eða lækniskostnað er að ræða, um það bil 5.000 kr, og e.t.v. bamalífeyri sem er um 11.000. Ef ekki er um „viðurkennda end- urhæfingarmeðferð" að ræða heldur aðeins bið eftir bata halda hins veg- ar sjúkradagpeningar áfram án nokkurs endurhæfíngarlífeyris eða viðbótar af öðru tagi. „Það sem ég er að benda á er að það þarf að breyta þessum regl- um. Það er fullt af fólki sem á ekki rétt á neinu nema bótum úr al- mannatryggingunum, fær bara sjúkrapeninga til framfærslu og á engan rétt úr sjúkrasjóðum stéttar- félaga. Þetta eru t.d. sjálfstætt starfandi fólk, launamenn utan stéttarfélaga og opinberir starfs- menn á atvinnuleysisbótum, því opinberir starfsmenn hafa enga sjúkrasjóði. Einnig ungt fólk sern ekki er komið á vinnumarkað og námsmenn; allir þeir sem ekki eru í vinnu þegar þeir veikjast. Það er mjög algengt að fólk sem er á at- vinnuleysisbótum missi heilsuna- Þessu fólki er ætlað að lifa á innan við 20 þúsund krónurn á mánuði,“ segir Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.