Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 31 YFIRLYSING Villandi umfjöllun um Bláa lónið Forstöðumenn Bláa lónsins hf. hafa beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu. BANASLYS varð í Bláa lóninu 4. maí sl. þegar fjögur ungmenni fóru að næturlagi inn á svæðið til að baða sig í lóninu með þeim afleið- ingum að eitt þeirra, ung stúlka, drukknaði. Stjórn og starfsfólk Bláa lónsins hf. votta aðstandendum stúlkunnar sína dýpstu samúð á sorgarstundu. Bláa lónið hf. mun fara vandlega yfir málið og kanna allar leiðir, sem í valdi þess eru, til að slíkur atburður endurtaki sig ekki. í kjölfar þessa atburðar hefur orðið mikil og villandi umfjöllun í fjölmiðlum um öryggi baðgesta í Bláa lóninu, sem hefur verið til þess fallin að kasta rýrð á starfsfólk, stjórnendur og eigendur baðstaðar- ins við Bláa lónið, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hefur samþykkt heil- brigðisnefndar Suðumesja á fundi nefndarinnar 6. maí sl. um hertar öryggiskröfur við lónið í kjölfar þessa slyss og rangfærslur um dauðsföll í Bláa lóninu verkað sem olía á eld í þessu efni. Umræðan hefur gengið svo Iangt á köflum, að um hreinan atvinnuróg hefur verið að ræða. Vegna þeirrar aðfarar, sem Bláa lónið hf. hefur orðið fyrir vegna þessa máls, vill félagið koma á fram- færi eftirfarandi upplýsingum og staðreyndum: 1. Baðgestur er einstaklingur, sem greiðir aðgangseyri til að njóta þjónustu sund- eða baðstaðar. Ör- yggi gesta baðstaðarins við Bláa lónið hefur verið forgangsmál hjá stjórnendum Bláa lónsins hf. frá því að félagið tók við rekstri hans 1. janúar 1994. Félagið hefur haft frumkvæði í þessum efnum og alltaf verið reiðubúið til að ræða þessi mál við hlutaðeigandi eftirlitsaðila og meta hvort eitthvað mætti betur fara. Svo mun að sjálfsögðu verða áfram. 2. Eftirlit með Bláa lóninu og svæðinu í kring utan opnunartíma baðstaðarins hefur miðast við að hindra innbrot og skemmdir á verð- mætum. Hingað til hefur Bláa lónið hf. ekki talið það í sínum verkahring að gæta öryggis þeirra, sem fara um svæðið að næturlagi. Ekki er hægt að líta framhjá eigin ábyrgð viðkomandi í slíkum tilvikum. Það er ljóst að heimsóknir fólks um nætur á sund- og baðstaði hefur lengi verið vandamál víða um land. 3. Gagnrýni hefur beinst að því, að girðing kringum lónið hafí legið niðri á einum stað, en það gerðist af völdum óveðurs fýrir nokkru og að þetta hafi auðveldað aðgang óviðkomandi. í ljósi framanskráðs og þess að það átti að vera búið að fjarlægja þennan hluta girðingarinnar vegna framkvæmda, sem Hitaveita Suður- nesja hefur ákveðið í aðliggjandi hluta lónsins, fór ekki fram viðgerð á girðingunni. Af ófyrirsjáanlegum orsökum hafa þessar framkvæmdir tafist, en þær eru nú hafnar. Þessar framkvæmdir eru undir- búningur vegna byggingar nýs orkuvers og er nú byrjað að byggja hraungarð þvert yfir lónið austast til að afmarka framkvæmdasvæði Hitaveitu Suðurnesja. Á þennan hraungarð kemur girðing, sem leys- ir hina eldri af hólmi. Við þessar framkvæmdir mun Bláa lónið minnka um fjórðung. 4. Mönnum hefur verið tíðrætt um mörg „dauðaslys" í Bláa lóninu á undanförnum árum í ljósi skýrslu, sem sýslumannsembættið í Reykja- nesbæ mun vera að vinna og upplýs- ingar hafa verið birtar úr í fjölmiðl- um. Hefur jafnvel verið látið að því liggja, að núverandi rekstraraðili bæri ábyrgð á þeim dauðsföllum 22 Cb LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 París sértilboð í júlí og ágúst frákr.21 a272 Vt tl %tfl ' Heimsferðir bjóða sín vikulegu flug júll Og til Parísar í júlí og ágúst fimmta árið —' í röð og nú á einstöku tilboði í apríl. þú getur valið um eingöngu flugsæti, flug og bíl eða valið um eitt af okkar vinsælu hótelum í miðbæ Parísar, hvort sem þú vilt búa í hjarta Latínuhverfisins eða á slóðum listamanna í Montparnasse. Verð kr. 35.900 Vikuferð, flug og hótel, Hotel Appollinaire, 2., 9., 16. og 23. júlí. Skattar innifaldir. 21.272 Verð kr. Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, til Parísar fram og til baka í júlí. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 sem orðið hafa síðan menn tóku upp á því að baða sig í Bláa lóninu. í því sambandi er nauðsynlegt að benda á, að þrjú þeirra dauðs- falla er orðið hafa við Bláa lónið urðu á árunum 1984-6, þegar eng- inn rekstur var við lónið. Þrír mismunandi aðilar hafa stað- ið fýrir rekstri baðstaðarins við Bláa lónið á undan félaginu. Á þeim tíma urðu tvö dauðsföll, annað drukknun, hitt hjartaáfall í bíl á stæði við lónið. Bláa lónið hf. vill undirstrika, að félagið hóf rekstur baðstaðarins við Bláa lónið 1. janúar 1994. Ljóst er að Bláa lónið hf. ber ekki ábyrgð á atburðum, sem urðu í lóninu fyrir þennan tíma. Stuttu eftir að rekstur félagsins hófst, drukknaði skoskur ferðamaður, sem heimsótti lónið í hópi landa sinna. Vegna þessa slyss var farið yfir öryggisreglur bað- gesta og þær hertar. Ekki hafa orð- ið banaslys í Bláa lóninu síðan, en gestafjöldi hefur aukist um helming á starfstíma félagsins. 5. Í símskeyti heilbrigðisnefndar Suðurnesja til Bláa lónsins hf. dags. 7. maí sl. koma fram kröfur um að lónið skuli grynnkað, þannig að það sé hvergi dýpra en 160 cm, settar skuli niður bryggjur út í lónið til eftirlits, lónið allt girt af og vaktað allan sólarhringinn ásamt við- bragðaáætlun. Telur nefndin að ör- yggi baðgesta sé hvergi nærri tryggt í ljósi hins sviplega atburðar aðfaranótt 4. maí sl. í skeyti nefndarinnar er frestur til að verða við þessum kröfum til 1. júní nk. ella verði baðstaðnum lokað án frekari viðvörunar. Á fundi með forráðamönnum heil- brigðisnefndarinnar í dag mun Bláa lónið hf. formlega gera athugasemd- ir og óska eftir skýringum m.a. á því: Til hvaða lagaákvæða nefndin telur sig sækja heimiid til að taka þessa stjórnvaldsákvörðun. Þá verður óskað eftir rökstuðn- ingi nefndarinnar fyrir þessari ákvörðun, á hvaða gögnum hún er byggð og hvernig atburður- inn 4. maí sl. tengist þessari ákvörðun. Einnig hvort og þá hvenær nefndin eða starfsmenn heil- brigðiseftirlits kynntu sér síðast ástand öryggis baðgesta í Bláa lóninu. Hvers vegna nefndin eða starfs- menn heilbrigðiseftirlits hafi engar formlegar athugasemdir gert um öryggismál baðgesta í Bláa lóninu undanfarin misseri hafi hún/þeir talið öryggismál- um svo ábótavant, sem lesa má í símskeyti nefndarinnar frá 7. maí sl. og yfirlýsingum fram- kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í fjölmiðlum sama dag. 6. Lögfræðingar Bláa lónsins hf. draga í efa, að heilbrigðisnefnd Suðurnesja sé lögmætt stjórnvald til að taka ákvarðanir um öryggi baðgesta við Bláa lónið. Komi í ljós að lögmætisregla stjórnsýsluréttar hafi ekki verið brotin þá hafa þeir bent á að fram- koma nefndarinnar brjóti í bága við margar aðrar reglur stjómsýslurétt- ar svo sem um rannsókn, jafnræði, meðalhóf og rétt til andmæla. í ljósi þessa mun Bláa lónið hf. kanna rétt sinn til skaðabóta vegna ábyrgðarlausrar framkomu opin- bers aðila sem hefur verið grunnur mjög skaðlegrar umfjöllunar um starfsemi félagsins og ímynd þess og vegið að starfsheiðri og æru stjómenda og starfsfólks félagsins. 7. Á rekstrartímabili Bláa lónsins hf. hefur lónið styrkt sig verulega í sessi sem einn vinsælasti viðkomu- staður erlendra ferðamanna á ís- landi. U.þ.b. 150.000 gestir heim- sóttu baðstaðinn við Bláa lónið í fyrra og voru um 110.000 þeirra erlendir. Jókst fjöldi gesta um 20% frá árinu áður og hefur verið útlit fyrir áframhaldandi aukningu í ár. Bláa lónið er ein styrkasta stoð ferðaþjónustu á Suðurnesjum og sem dæmi um vinsældir þess hefur bandaríska sjónvarpsstöðin ABC ákveðið beina útsendingu morgun- þáttarins „Góðan daginn, Ameríka!“ frá lóninu að morgni 16. maí. 8. Eitt af meginmarkmiðum með stofnun Bláa lónsins hf. var að koma starfsemi við lónið fyrir með varan- legum hætti á glæsilegum baðstað, sem hæfði starfseminni og ímynd lónsins og íslands. Félagið hefur unnið að undirbúningi og fjármögn- un þessa verkefnis undanfarin ár. Því miður hefur framvinda ekki orð- ið eins hröð og menn hefðu óskað, þar sem verkefnið er ijárfrekt, en nú standa vonir til að úr rætist á næstu mánuðum. Að sjálfsögðu munu öryggisþættir vegna baðgesta vega mjög þungt í starfsemi á hinum nýja stað. 9. Forráðamönnum Bláa lónsins hf. er að fullu ljós sú ábyrgð, sem á þeim hvílir, að vel takist til um rekstur baðstaðarins við þær bráða- birgðaaðstæður, sem nú ríkja og ekki síst öryggi baðgesta. Félagið er og hefur ávallt verið reiðubúið til samstarfs við alla, sem orðið geta að liði í því efni. Það verður ekki gert með þeim vinnubrögðum sem sumir opinberir aðilar og fjölmiðlar hafa viðhaft á undanförnum dögum. F.h. Bláa lónsins hf., Eðvarð Júlíusson, (sign) stjómarformaður. Grímur Sæmundsen, (sign) framkvæmdastjóri. STEINAR WAAGE . • ■ . I W *í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.