Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 47 ÞÁTTTAKENDUR á Landsmótinu í skólaskák 1997. Fremstir sitja sigurvegararnir með verðlaun- in. Bragi Þorfinnsson sigraði í eldri flokki og Guðjón Heiðar Valgarðsson í yngri flokki. Bragi Þorfinnsson sigrar á Landsmótinu SKAK Akrancsi 8 . — 1 1 . m aí LANDSMÓTí SKÓLA- SKÁK 1997 Yfir 3.000 grunnskólanemar tóku þátt í undankeppninni. Einungis 24 þeirra fengu þátttökurétt á Landsmótinu. BRAGI Þorfínnsson sigraði í eldri flokki á Landsmótinu í skóla- skák, sem fram fór á Akranesi 8.-11. maí. Bragi hafði mikla yfirburði á mótinu og vann alla andstæðinga sína, 11 að tölu. Hann hefur lengi verið í hópi efni- legustu skákmanna landsins og sigraði einnig á þessu móti 1995. í fyrra varð hann í 2. sæti á eftir Jóni Viktori Gunnarssyni. Guðjón Heiðar Valgarðsson sigraði í yngri flokki, fékk 9'A vinning af 11. Hann bætir sig töluvert frá síð- asta ári þegar hann lenti í 4.-5. sæti. Landsmótið var hið 19. í röð- inni, en það er haldið til skiptis í kjördæmum landsins. Það hefur nú verið haldið a.m.k. tvisvar sinnum í hveiju kjördæmi. Nú var komið að Vesturlandskjördæmi að halda mótið og var því valinn staður á Akranesi, þar sem mikill uppgangur hefur verið í skákiðk- un meðal skólabarna. Undirbúningur Landsmótsins fer þannig fram, að fyrst eru haldin skólamót og komast efstu menn úr þeim á sýslumót. Síðan eru haldin kjördæmamót þar sem sigurvegarinn fer á Landsmót. Sum kjördæmi senda fleiri en einn keppanda á Landsmótið, en góð frammistaða þar tryggir kjördæminu fleiri sæti á næsta móti. Talið er að yfir 3.000 kepp- endur taki þátt í undankeppni víðs vegar um landið og er þetta því fjölmennasti skákviðburður sem haldinn er hér á landi. Það er því umtalsvert afrek að kom- ast í lokakeppnina á Landsmót- inu. Á Landsmótinu er teflt í tveim- ur flokkum. Yngri flokkur er fyr- ir nemendur úr 1.-7. bekk grunn- skóla, en í eldri flokki keppa nem- endur úr 8.-10. bekk. Tólf kepp- endur eru í hvorum flokki og tefla allir við alla, alls 11 umferðir. Lokaröð keppenda í eldri flokki varð þessi: 1. Bragi Þorfinnsson (Rvk.) 11 v. 2. Davíð Kjartansson (Rvk.) 9 v. 3. Bergsteinn Einarsson (Rvk.) 8 '/i v. 4. -5. Hjalti Rúnar Ómarsson (Reykja- nes) og Stefán Kristjánsson (Rvk.) 7 v. 6. Ólafur fsberg Hannesson (Reykja- nes) 6 v. 7. -8. Halldór Bjarkason (Vestfirðir) og Björgvin Reynir Helgason (Suður- land) 4 v. 9.-10. Ólafur Arnar Sveinsson (Aust- urland) og Egill Öm Jónsson (Norð- url. eystra) 3'/i v. 11. Sigurður Már Sturluson (Vestur- land) 2'/i v. 12. Garðar Bergmann Gunnlaugsson (Vesturland) 0 v. í yngri flokki urðu úrslitin þessi: 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson (Rvk.) 9'/i v. 2. Halldór Brynjar Halldórsson (Norð- url. eystra) 8'/i v. 3. Birkir Öm Hreinsson (Reykjanes) 8 v. 4. Björn ívar Karlsson (Suðurland) 8 v. 5. Ómar Þór Ómarsson (Rvk.) 7 ’/s v. 6. Einar Ágúst Árnason (Rvk.) 7 v. 7. Elí Bæring Frímannsson (Reykja- nes) 5 v. 8. Páll Óskar Kristjánsson (Vestur- land) 4 '/i v. 9. -10. Kristinn Darri Röðulsson (Vesturland) og Olgeir Pétursson (Austurland) 3 v. 11. Jakob Sævar Sigurðsson (Norðurl. vestra) 1 'U v. 12. Jónas Þrastarson (Vestfirðir) 'A v. Mikil endurnýjun hefur orðið í þessum flokki frá því í fyrra og árangur skákmanna utan höfuð- borgarsvæðisins er betri en þá. Sérstaklega má þar benda á góð- an árangur Halldórs Brynjars Halldórssonar, Norðurlandi eystra, sem náði 2. sæti. Voratskákmót Hellis hefst á mánudag Hið árlega voratskákmót Tafl- félagsins Hellis hefst á annan í hvítasunnu, mánudaginn 19. maí. Því verður svo fram haldið mánu- daginn 26. maí. Umhugsunartími er 25 mínútur á skák. Mótið verð- ur haldið í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1, Mjóddinni. Sam- kvæmt auglýstri dagskrá er gert ráð fyrir þremur skákum hvort kvöld. Til greina kemur þó að hafa fjórar skákir seinna kvöldið þannig að alls verði tefldar sjö umferðir, ef keppendur kjósa það heldur. Keppendur ákveða hvor leiðin verður valin áður en mótið hefst. Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn og kr. 600 fyrir utan- félagsmenn sextán ára og eldri. Þeir yngri greiða kr. 200 ef þeir eru í félaginu en annars kr. 400. Verðlaunapeningar verða fyrir þijú efstu sætin. Þorsteinn Þorsteinsson sigrar á atkvöldi Taflfélagið Hellir hélt atkvöld mánudaginn 5. maí. Fyrst voru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hafði 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þijár atskákir, með hálftíma umhugsun. Úrslit urðu þau að Þorsteinn Þorsteinsson sigraði á mótinu, vann allar sex skákirnar. Þor- steinn var mjög virkur í íslensku skáklífí, en hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár og er nýlega fluttur aftur til íslands. Þetta er góður árangur hjá Þorsteini, því mótið var vel skipað, eins og sést á röð efstu manna: 1. Þorsteinn Þorsteinsson 6 v. 2. Hrannar Baldursson 5 v. 3. -4. Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson 4'/i v. 5.-8. Andri Áss Grétarsson, Eiríkur Björnsson, Jóhann Ragnarsson og Pétur Viðarsson 4 v. o.s.frv. Mótið var haldið í Hellisheimil- inu í Þönglabakka 1. Þátttakend- ur voru 30. Kristján Eðvarðsson efstur á hraðmóti 12. maí Kristján Eðvarðsson sigraði á hraðmóti Taflfélagsins Hellis, sem haldið var mánudaginn 12. maí. Kristján fékk 10 vinninga í 11 umferðum. Mótið var haldið í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1. Þátttakendur voru 12. Röð efstu manna varð þessi: 1. Kristján Eðvarðsson 10 v. 2. Hrannar Baldursson 9'/i v. 3. Sveinn Kristinsson 8'/i v. 4. Stefán Kristjánsson 7'/i v. o.s.frv. Stefán Kristjánsson er greini- lega í mikilli framför. Hann er 15 ára og tefldi á 1. borði fyrir Hagaskóla á íslandsmóti grunn- skólasveita fyrir skömmu. Þar náði hann bestum árangri 1. borðs manna. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson GEITABJALLA (Pulsatilla vulgaris) VEÐRÁTTAN und- anfarnar vikur hefur minnt okkur óþyrmi- lega á að vorvind- arnir eru ekki bara glaðir, glettnir og hraðir, heldur geta þeir níst gegnum merg og bein. Það hefur sjálfsagt ýms- um farið eins og mér að þrátt fyrir að lo- papeysan hefi verið dregin fram hafi kuldinn og næðing- urinn verið þvílíkur að ég hef ýtt vor- verkunum í garðin- um til hliðar. Döpr- um augum hef ég horft á sviðn- aðar blaðrendur og páskaliljur og ýmislegt fleira hefur verið niðurlamið undan vindinum. Þeg- ar svona viðrar vildi ég helst geta breitt dúnsæng yfir blóma- beðin. Þó er ein jurt í garðinum sem ég hef litlar áhyggjur af þótt kólni á vorin, en það er geitabjall- an. Þessi voijurt gægist upp úr moldinni í apríl-maí líkt og sveipuð eigin loðfeldi og bíður þess að hlýni áður en hún sýnir blómin. Geitabjallan er ákaflega eftirsótt enda einstaklega falleg. Blómin eru mjög stór miðað við að jurtin verður aðeins 15-20 sm á hæð. Algengasti blómlitur- inn er dökkfjólublár en fræflarn- ir eru sterkgulir og mynda þann- ig eins og lýsandi blett í miðju blóminu. Blöðin eru ljósgræn, tvífjaðurskipt og mjög fínleg. Blómið umlykur síðan krans af löngum fínskiptum reifablöðum. Öll jurtin er þétt silkihærð í fyrstu, en blöðin verða nær hár- laus þegar líður á sumarið. Geita- bjallan er til í ýmsum litbrigðum, hvítum, bleikum, vínrauðum og bláum og erfitt er að gera upp á milli hvert þeirra er fallegast. Geitabjalla ætti að standa framarlega í beði. Hún er líka kjörin steinhæðajurt en hafa verður í huga að þegar líður á sumar- ið þarf hún töluvert pláss því laufið vex mikið og helst fal- legt allt sumarið en visnar ekki eins og hjá ýmsum vorblóm- strandi jurtum. Að blómgun lokinni réttir geitabjallan vel úr blómstönglin- um. Fræin fá langan silkihærðan svifhala og mynda þannig ljómandi fallegar biðukollur áður en vindurinn feykir þeim brott. Biðukoll- urnar eru svo fallegar að það er líkt og jurtin blómstri í annað sinn. Geitabjallan tilheyrir einni stærstu ætt blómplantna, sól- eyjaættinni, en geitabjölluætt- kvíslin er lítil, hýsir aðeins um 30 tegundir. Geitabjöllumar vaxa á norðurhveli jarðar og eru flest- ar fjallaplöntur að uppruna. Ýmsar þeirra vaxa villtar í Evr: ópu, allt norður í Skandinavíu. í Danmörku eru þijár villtar teg- undir. Danir kalla jurtina kúa- bjöllu, en við notum geitabjöllu- nafnið, sem vísar dálítið til fjalla eða brattlendis, því geiturnar eru fótfimar og frægar fyrir klett- apríl. Geitabjöllu er best að fjölga með sáningu. Fræinu er best að sá sem allra fyrst í létta sand- eða vikurblandaða mold. Geita- bjallan hefur verið ræktuð hér- lendis um langt skeið. Dálítið er mismunandi hvað hún verður langlíf og hún þolir frekar illa flutning, skiptingu og hvers kyns hnjask og kann best við sig í létt- um, fijóum og myldnum jarðvegi. Á frælista Garðyrkjufélags Is- lands í ár eru um 15 mismun- andi afbrigði geitabjöllu, sem gaman væri að glíma við að koma til. S.Hj. BLÓM VIKUNNAR 354. þáttur llmsjón Ájjústa Bjornsdóttir - Gœðavara Gjafavaia matar otj kafnstell. Allii veröllokkar. ^ /\óV)/7^K\\v\V verslunin Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsíi (rgii hönnuðir m.d. Gianni Versace.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.