Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA TÓMASDÓTTIR 1919; og Eiríkur, f. 26.2. 1921. Sambýlismaður Helgu var Kristján Guðnason bóndi á Gýgjarhóli í Bi- skipstungum, f. I Þjórsárholti í Gnúpveijahreppi 25.8. 1894, d. 11.2. 1971. Dóttir Helgu og Kristjáns er Inga, f. 13.8. 1946. Eiginmaður henn- ar er Guðni Karls- son, f. 2.10. 1933 í -JÞ + Helga Tómas- dóttir fæddist í Brattholti í Bisk- upstungum hinn 11. júlí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi hinn 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Tómas Bjarnason, f. 24.4. 1886, d. 22.12. 1937, og Ósk Tómasdóttir, f. 21.8. 1883, d. 7.5. 1968. Þau bjuggu lengst af í Helludal í Biskups- tungum. Systkini Helgu eru: Sæunn, f. 1.10. 1911, d. 14.4. 1993; Jóhann, f. 3.10. 1912, d. 12.11. 1912; Gestur, f. 24.4. 1914, d. 6.2. 1915; Bjarni, f. 17.6. 1915, d. 28.8. 1993; Tóm- as, f. 11.9. 1916; Steinar, f. 27.11. 1917, Magnús, f. 22.4. Efstadal í Laugar- dal. Börn þeirra eru Viktoría, f. 12.11. 1969, Kristján, f. 25.5. 1973, og Sigþrúður, f. 14.2. 1978. Unnusti Sigþrúðar er Rúnar Þór Jóhannsson. Helga verður jarðsungin frá Haukadalskirkju í Biskups- tungum í dag, og hefst athöfn- in klukkan 14. Þegar ég heimsótti ömmu á spít- alann á Selfossi um jólin vissi ég ekki að það yrði í síðasta skipti T^2m ég sæi hana, þó að maður vissi að það kæmi að því að hún færi. Hún leit svo vel út og henni leið svo vel, þó að hún vildi auðvit- að vera heima á Gýgjarhóli. Hún komst heim og ég veit að þar er hún líka núna, þeysir trúlega um á gæðingi að reka kindur, það sem hana dreymdi alltaf um að gera eftir að líkaminn gaf sig. Ég á svo margar góðar minn- ingar um ömmu, alveg frá því ég var smábam og elti hana út um **llt að gefa rollum og ná í eggin hjá hænunum þó að ég væri alltaf dauðhrædd við þessar stóm, lituðu hænur sem hún átti þá. Mikið var líka gott að kúra uppi í rúmi hjá ömmu og syngja með henni um þijár litlar mýs. Síðan sníkti mað- ur auðvitað súkkulaði, þó að mamma og pabbi segðu að það mætti ekki, og við krakkarnir þurftum aldrei að bíða lengi eftir því að farið væri niður að ná í mola. Eftir að ég fékk bílpróf og eign- aðist bíl fórum við oft saman út að keyra, oftast út að hliði að líta eftir hestunum. Um leið fékk mað- ur mikinn og góðan fróðleik um -^Ömefni og atburði sem gerðust á hveijum stað. Líka var það oft þegar við sátum saman að hún sagði mér sögur frá því þegar hún var ung að alast upp í Helludal. Frá ýmsu sem hún tók upp á með Sæju systur sinni sem hún saknaði svo mikið. Eins og þegar þær vom að reyna að herma eftir mömmu sinni og frænku að ganga pijónandi á milli bæja. Það gekk nú ekki betur en svo að þær týndu öllum pijónunum úti á túni. Það hefur kannski orðið til þess að amma var aldrei mikið fyrir hannyrðir. Heldur kaus hún að þeysa um á hesti og vinna úti- verkin. Ég held líka að hún hafi verið svolítið fyrir að lenda í ævin- týram þegar hún var ung, uppi á fjöllum og í smalaferðum. Eins vora skýrar minningar hennar frá alþingishátíðinni 1930 og þegar hún var að vinna í Reykjavík um tíma rúmlega tvítug að aldri. Öllu gat hún lýst í smáatr- iðum eins og hvar þetta og þetta bændabýli var í Reykjavík, staðir sem era löngu horfnir, en urðu í frásögn hennar svo ljóslifandi fyrir mér. Mikið á ég eftir að sakna henn- ar ömmu minnar, en sögumar hennar og frásagnir á ég eftir að geyma í hjarta mínu. Og styrkur hennar og þrautseigja, húmor og lífssýn á alltaf eftir að vera mér sú fyrirmynd sem aðeins sú besta amma getur gefið. Mig langar til að þakka öllum þeim sem gerðu ömmu kleift að vera heima á Gýgjarhóli þessi síð- ustu ár. Ég veit hvað það var henni mikils virði. Það var líka mikils virði fyrir mig. Viktoría Guðnadóttir. í dag fylgjum við Helgu Tómas- dóttur til hinstu hvílu. Af því til- efni lít ég um öxl og rifja upp þær góðu stundir sem ég átti með henni föðursystur minni. Jafnframt verð- ur mér hugsað til þeirra litríku persónu sem Helga hafði að geyma. Ekki get ég áttað mig á því hve gamall ég var þegar ég man fyrst eftir Helgu, en víst er að það hef- ur verið skömmu eftir að ég fer fyrst og muna eftir mér. Allar götur síðan hafa samskipti okkar verið mikil og aldrei borið skugga þar á. Milli okkar ríkti gagnkvæm INGVAR SIGURBJÖRNSSON + Ingvar Sigurbjörnsson fæddist á Þóroddsstöðum í Grímsnesi 25. september 1940. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 15. maí. •"^■’Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. 3* Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Kata, Sigurbjörn, Hjördís og ijölskylda, við vottum ykkur samúð okkar. Megi góður guð gefa ykkur styrk í þessari sorg. Rannveig, Victor og dætur. virðing, virðing sem full var af hlýju og glaðværð. Helga var fædd í Brattholti 1910. Hún fluttist með foreldram sínum að Helludal í Biskupstungu- m árið 1915 og bjó hún þar í for- eldrahúsum fram á fertugsaldur. Allmörg sumur var Helga ráðs- kona á Gýgjarhóli hjá Krisjáni Guðnasyni bónda þar. Þau tengd- ust síðar tryggðaböndum og eign- uðust dótturina Ingu árið 1946. Fyrstu æviár Ingu höfðu þær mæðgur vetursetu í Helludal en það mun hafa verið um 1950 sem þær fluttust alfarið að Gýgjarhóli, og átti Helga þar heimili allar göt- ur síðan. Kristján lést 1971 og um svipað leyti stofnaði Inga heimili í Kópavogi með manni sínum Guðna Karlssyni. Þau hafa þó haft sitt annað heimili á Gýgjarhóli og hlúð vel að Helgu. Heimili sínu sýndi Helga svo mikla tryggð til æviloka að hún vildi helst hvergi annars staðar dvelja. Þó Helga gerði ekki víðreist um ævina, var hún býsna vel að sér á mörgum sviðum. Hún hafði sterka athyglisgáfu, og tók vel eftir öllu sem gerðist í kringum hana og var oft vel að sér um tíð- indi sem gerðust víðsfjarri henni. í hvert skipti sem ég heimsótti Helgu var fyrsta spumingin ævin- lega: „Fréttirðu nokkuð, væni minn?“ Og oft kom í kjölfarið góð- látleg yfirheyrsla um hvort skepn- ur hefðu orðið á vegi mínum. Oft- ast var undirritaður fréttafár, en reyndi þó að tína eitthvað frétt- næmt til, en það var jafnvel oftar að Helga gat flutt mér meiri frétt- ir en ég henni. Og alltaf fylgdu með vel ígrandaðar athugasemdir, skoðanir á mönnum og málefnum vora oftast stutt undan. Hún gaf öllu góðan gaum. Ein af myndum hugans er ferð okkar Helgu ásamt bræðrunum í Helludal til Hafnar- flarðar að kistulagninu Sæunnar, systur þeirra, þá hafði Helga ekki farið suður yfir Hellisheiði í aldar- fjórðung. Þá naut hún þess að virða fyrir sér þær stórfelldu breytingar sem orðið höfðu á þessum langa tíma og dáðist ég að því hvað hún var kunnug mörgum kennileitum á leiðinni. Eftir þessa ferð var ég margs vísari. Ég varð var við að Helga vakti athygli í þau fáu skipti sem hún kom innan um fólk, hún skar sig úr á vissan hátt, hafði sérstaka framkomu og það fylgdi henni ákveðinn virðuleiki. Henni var lag- ið að skreyta skoðanir sínar og endurminningar með glaðværð og kímni, því lundin var létt, þó hún væri föst á sínu og léti fólk heyra ef henni mislíkaði. Hún var vinur vina sinna og kunni vel að meta það sem fyrir hana var ge'rt. Það kom í minn hlut að annast ýmsa snúninga fyrir Helgu, frá því ég var á unglingsaldri. Það var mér ljúft. Fyrir fá störf hef ég fengið jafn innilegt þakklæti. Slíkt þakk- læti yljar um hjartarætumar. Barnabömin þrjú, Viktoría, Krist- ján og Sigþrúður, vora ömmu sinni sannkallaðir augasteinar. Þeirra velferð og framtíð vora henni allt. Það færði henni mikla hamingju að sjá þau vaxa og dafna. Þau hafa kunnað vel að meta vel- vild ömmu sinnar og sýnt henni mikla tryggð. Það er dauflegt að hugsa til þess að eiga ekki oftar eftir að njóta samvista við Helgu. Austur- bærinn á Gýgjarhóli verður heldur tómlegur án hennar. En þetta er leiðin okkar allra og ég veit að hún Helga kveið ekki fyrir að yfirgefa heiminn, hún efaðist ekki um góð- ar viðtökur handan móðunnar miklu. Nú hefur hún verið leyst frá þrautum gigtarinnar og er sæl og hraust í nýju landi. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir allar okkar góðu samverustundir, Helga mín. Blessuð veri minning þín. Inga, Guðna og barnabörnunum sendi ég, ásamt föður mínum og Steina, mínar bestu samúðarkveðj- ur. Kristófer Tómasson. + 01ga Sigur- björg Jónsdótt- ir var fædd á Kimbastöðum í Skarðshreppi í Skagafirði 2. mai 1903. Hún lést i Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Kimbastöðum og síðar í Borgargerði í sömu sveit og sambýliskona hans, Björg Sig- urðardóttir frá Vatnskoti í Hegranesi. Björg missti ung föður sinn og ólst að nokkru upp hjá föðurbróður sínum, Stefáni Stefánssyni bónda á Heiði í Gönguskörðum. Olga Sigurbjörg, giftist Jóni Jónssyni bónda á Hafsteins- stöðum og síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði árið 1926, 21. maí 1888, d. 5. nóv. 1972. Þeirra börn eru Jón Hafsteinn, fv. menntaskóla- Þegar ég nú kveð vinkonu mínu Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Gýgjar- hóli koma í hugann margar góðar minningar frá liðinni tíð, allt frá því ég fluttist í Skagafjörð. Þá bjó Sigurbjörg ásamt Jóni bónda sín- um og sonum þeirra tveim í næsta nágrenni við Vík, í fyrstu upp á holti er Steinholt heitir. Þar bjó fjölskyldan í fallegu timburhúsi, sem bar nafn af holtinu og síðar á Gýgjarhóli skammt frá. Það var mikið lán fyrir mig, borgarstúlkuna, sem kunni fátt til búverka í sveit að eiga svo góðan granna. Þegar Steinholtsbærinn brann fluttist fjölskyldan til okkar í Vík og bjó þar um eins árs skeið. Þá urðu kynni okkar enn nánari og mikið lán fyrir mig að Sigur- björg var á heimili mínu. Þá fædd- ist Ingibjörg ,elsta dóttir mín. Þótt komið væri fram á sumardaginn fyrsta var veður og færð slík að hvorki náðist í lækni né ljósmóður í tæka tíð. Þá bjargaði Sigurbjörg málum, gerðist ljósmóðir, tók á + Elías Sigfússon fæddist í Valstrýtu í Fljótshlíð 17. mars 1900. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 7. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 16. maí. Við systkinin viljum minnast hans afa okkar, sem nú hefur kvatt þennan heim. Við minnumst hans með hlýhug og söknuði. Hann var hjartahlýr og raungóður maður með sterkan persónuleika. Það er svo margt sem rennur í gegnum huga u..n,ar er við hugsum til hans afa. T.d. hvernig hann upplifði fortíðina er hann sagði okkur með sinni orðsnilld sögur af bersnku sinni úr Fljótshlíðinni, frá honum Grána sínum og prakka- rastrikunum. Svo ljóslifandi vora frásagnir hans að það var eins og þetta allt saman hefði gerst í gær. Fljótshlíðin var honum afar kær eins og fram kemur í einu af mörg- um ljóðum er hann orti. Mín Fljótshlíð fagra og kæra, í friðsæld björt og hlý, því vil ég fögnuð færa og flytja ljóð á ný. Þú ert minn æskuheimur, þú ert mitt draumaland. Þinn heiði og hái geimur kennari, f. 22.3 1928, og Ingvar Gýgjar, bygginga- fulltrúi, f. 27.3. 1930. Jón Haf- steinn er kvæntur Soffíu Guðmunds- dóttur, tónlistar- kennara. Þeirra börn eru Guðmund- ur Karl, f. 12.12 1951, Olga Björg, f. 20. 3. 1954, Nanna Ingibjörg, f. 7.10 1955, og Jón Ingvar, f. 4.2. 1957. Ingvar Gýgjar er kvæntur Sigþrúði Sigurðar- dóttur, sjúkraliða. Þeirra börn eru Þuríður Dóra, f. 1. 11. 1955, Jón Olgeir, f. 6.6. 1957, Sigurður Hafsteinn, f. 9.3. 1959, Magnús, f. 11.11. 1960, og Ingvar Páll f. 1.10. 1972. Afkomendur Olgu Sigurbjarg- ar _eru 34. Útför Olgu Sigurbjargar verður gerð frá Sauðárkróks- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. móti barninu og allt var um garð gengið þegar Torfi læknir loksins kom. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýndu æðraleysi Sig- urbjargar og að gæfan fylgdi öllum hennar verkum. Systkinin frá Vík, böm Árna Hafstað mágs hennar, nutu öll vin- áttu hennar frá bemskuáram, dáðu hana og virtu, enda lét hún sér mjög annt um þau alla tíð. Sigurbjörg var falleg kona og gáfuð, hún geislaði af hlýju og glæsileik, hvar sem hún fór. Nú bý ég á holtinu rétt fyrir norðan bæinn hennar í Steinholti þar sem vinátta okkar hófst og hélst alla tíð síðan. Farðu vel, kæra vinkona, við öll frá Vík, eldri sem yngri, norðan heiðar og sunnan, þökkum Sigur- björgu samfylgdina og vottum son- um hennar, Jóni Hafsteini og Ing- vari Gýgjari og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Áslaug Sigurðardóttir. er himneskt geislaband. Ég man enn morgunstund er sólin sveif í heiði og signdi 5511 og grund. Þeim okkar er dvöldu til iangs eða skamms tíma erlendis, var hann manna duglegastur að skrifa bréf með sinni sérstöku og fallegu rithönd. Alltaf fylgdi með fallega ort ljóð og myndir af fallega land- inu okkar til þess að sýna útlend- ingunum. Ekki er hægt að minnast hans afa án þess að pólitík komi upp í hugann. Hann var pólitískur eld- hugi og stór-krati, óþreytandi að ræða um þjóðmálin og fátt sem hann ekki hafði skoðun á. En þrátt fyrir sterkar skoðanir var húmor- inn aldrei langt undan. Við erum þakklát fyrir þær stundir, sem við áttum með honum afa okkar. Hvíli hann í friði og ró. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það ölium, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Eyþór, Ómar, ívar, Edda, Ester og makar. OLGA SIG URBJÖRG JÓNSDÓTTIR ELIAS SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.