Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 15 AKUREYRI Unglingar í þremur skólum vinna forvarnarverkefni í vímuvörnum Skartgripir, leirlist og leikrit UNGLINGAR í þremur skólum á Akureyri, Gagnfræðaskólanum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla, hafa seinni hluta vetrar verið á námskeið- um í leirmunagerð, skartgripagerð og leiklist og voru vímuvarnir þema- verkefni allra námskeiðanna. Þessi námskeið eru unnin í sam- starfi við Stórstúku íslands, íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar og áfengis- og vímuvarnanefnd Akur- eyrarbæjar. í leiklistarhóp eru nemendur í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Aðal- steinn Bergdal samdi handrit að leik- riti, en þeir tóku jafnframt þátt í handritsgerðinni. Leikritið hlaut nafnið Af hveiju ég? og ijallar um unglinga sem vinna við leirmuna- og skartgripagerð, líf þeirra og hvemig þeim tekst að höndla lífið. Nemendur Oddeyrarskóla voru þátttakendur í skartgripagerð undir handleiðslu Helgu Bjargar Jónasar- dóttur myndlistarkonu og nemendur Síðuskóla tóku þátt í leirmunagerð undir handleiðslu Drafnar Friðfinns- dóttur myndlistarkonu. Vinna nem- endanna fólst einnig í því að safna saman sígarettustubbum, sem þeir tíndu upp jafnt úti sem inni. Úr þeim bjuggu þeir til „listaverk“. Handverkssýning verður opnuð í Dynheimum næstkomandi þriðju- dag, 20. maí kl. 14 og verður hún opin alla virka daga milli kl. 14 og 18 og stendur hún til sunnudagsins 1. júní. Sýningar á leikritinu Af hveiju ég? verða í Dynheimum og er frum- sýning föstudagskvöldið 30. maí kl. 20.30, önnur sýning verður kvöldið eftir og sú þriðja sunnudagskvöldið 1. júní kl. 16. Aðgangur að sýning- unum er ókeypis. Áhugasamir um forvarnarstarf Námskeiðin og afrakstur þeirra voru kynnt á fundi í Gagnfræðaskól- anum í vikunni og kom þá m.a. fram að umræða um neyslu unglinga á Morgunblaðið/Kristján UNGLINGAR í þremur skólum á Akureyri hafa í vetur sótt nám- skeið þar sem þemað er vímuvarnir. Þessir krakkar í gagnfræða- skólanum, sem kalla sig Voff, sem stendur fyrir vímu- og for- varnarfræðsla, sýna leikritið Af hverju ég? í Dynheimum. áfengi og vímuefnum hefur aukist mjög og ákveðið hefur verið að gera grunnskólana vimulausa árið 2002. Þessi verkefni eru liður í því átaki. Einnig kom fram að unglingarnir eru mjög áhugasamir að vinna að for- vamarstarfi á þessum vettvangi og hafa margar hugmyndir, vilja fara nýjar leiðir og gera hlutina öðru vísi en fram til þessa hefur verið gert. Þegar skólar taka til starfa að Messur AKUREYRARKIRKJA: Hátíðar- messa hvítasunnudag kl. 11, þeir sem eiga 10 til 50 ára fermingaraf- mæli eru sérstaklega boðnir vel- komnir til messunnar. Kór Akur- eyrarkirkju syngur. Einsöngur, Sig- rún Arngrímsdóttir. Guðsþjónusta á Seli hvítasunnudag kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 14 á hvítasunnudag. Kirkjukaffi verður í safnaðarsal eftir messu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Enginn sunnudagaskóli eða samkoma á hvítasunnudag vegna móts á Löngu- mýri. Almenn samkoma annan í hvítasunnu kl. 20. Síðasti fundur krakkaklúbbsins á starfsárinu kl. 17 á miðvikudag, einnig síðasti fundur 11 plús mínus á fimmtudag kl. 17 sem og hjálparflokks sama dag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma, brauðsbrotning kl. 11 á hvítasunnudag. Hátíðarsam- koma, ræðumaður Vörður Trausta- son kl. 15.30, skírnarathöfn verður á samkomunni. Mikill og fjölbreyttur söngur. Bænastundir frá kl. 6-7 mánudags-, miðvikudags-, og föstu- dagsmorgna. Vonarlína, 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morgun kl. 11. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bæna- stund kl. 20 á hvítasunnudag og hátíðarsamkoma kl. 20.30. Ræðu- maður Jón Viðar Guðlaugsson. Sam- skot til starfsins. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Fermingarmessur á hvítasunnudag kl. 10.30 og 13.30. Messa á dvalar- heimilinu Hornbrekku kl. 13 annan í hvítasunnu. Ath. breyttan messu- tíma. SJÓNARHÆÐ: Hvítasunnudag- ur, almenn samkoma kl. 17. 0ssur Andreassen frá Færeyjum talar. Kaffi og meðlæti á eftir. Sund fyrir vorprófín KRAKKARNIR í Gagnfræðaskól- anum í Ólafsfirði notuðu tækifær- ið áður en vorprófin hófust og slettu úr klaufunum. Höfðu þau sundlaugina út af fyrir sig og héldu sundlaugarpartý. Keppt var í alls kyns íþróttum, m.a. var Sóknarleysingjar í Möðruvallasókn Hafa rétt á að nota kirkjuna HÓPUR foreldra fermingarbarna í Möðruvallasókn hefur nýtt sér heim- ild í lögum frá árinu 1882 og leyst sóknarbönd, en það veitir þeim heim- ild til að leita til annars prests en eigin sóknarprests til að vinna fyrir sig embættisverk. Biskup íslands hefur skipað svo fyrir að sóknarleys- ingjarnir eigi skýlausan rétt á að nýta kirkjuna að Möðruvöllum frá kl. 10.30 til 12 á annan í hvíta- sunnu, en þann dag fer fram ferm- ing 6 barna í sókninni sem sérá Hulda Hrönn Helgadóttir í Hrísey sér um. Sóknarpresturinn á Möðru- völlum, séra Torfí Stefánsson Hjaltalín hefur auglýst messu á sama tíma en í henni kemur fram að séra Hulda Hrönn Helgadóttir sóknarprestur í Hrísey annist ferm- ingu og altarisgöngu í messunni. Séra Torfi hefur verið í námsleyfi frá því í haust en kom til starfa 1. maí síðastliðinn. Séra Hulda Hrönn annaðist prestakallið meðan á náms- leyfi hans stóð og sá um undirbúning fermingarbarnanna. Prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis og biskup Islands höfðu farið fram á það við foreldra barnanna að fermt yrði í lok apríl, áður en Nám í svædameöferð 'mðbragðsfrœði Fyrsti hluti námsins verður • á Akureyri 28.-3I. maí • á Egilsstöðum 28.-31. maí • í Reykjavík 4.-7. júní snerting skynjun r þekking eru kjörorð námsins I Nuddkóli Nuddstofu Reykjavíkur, sími 557 5000. Katrín Jónsdóttir, Akureyri, sími 462 4517. nýju verður byijað á fullum krafti og verður verkefnið tekið upp aftur. Leikritið verður þá sýnt í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar auk skóla í nágrannabyggðum. Útskriftartón- leikar Elmu ELMA Óladóttir gitarleikari held- ur útskriftartónleikar í Ak- ureyrarkirkju næstkomandi þriðjudagskvöld, 20. maí kl. 20. Elma stundaði lengst af nám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Emi Viðari Erlendssyni, en í vetur hefur hún lært hjá Kristjáni Þ. Bjamasyni. EÍma lýkur stúdents- prófi af tónlistarbraut frá Mennta- skólanum á Akureyri í vor. Á tónleikunum leikur Elma verk eftir J.S. Bach, Karólínu Eiríksdóttur, N. Paganini og J. Turina. Tónleikarnir em öllum opnir og er aðgangur ókeypis. keppt í boðsundi á vindsæng. Eft- ir sundferðina fóru krakkarnir sem leið lá í félagsmiðstöðina Tunglið þar sem þau gæddu sér á pítsum og dönsuðu fram eftir kvöldi. Á myndinni má sjá hressan hóp unglinga í heitum potti. sóknarprestur kæmi úr leyfi en for- eldrarnir vísuðu til þess að hefð væri fyrir fermingu í Möðruvalla- kirkju um hvítasunnu. Þakkarávarp Öllum þeim, sem sendu okkur kveðjur og sýndu okkur hlýhug á 70 ára brúðkaupsafmæli okkar viljum við þakka af alhug. Blessun Guðs veitist ykkur ríkulega. Margrét Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson, Reynivöllum 6, Akureyri. Til sölu raðhús og parhús 3ja og 4ra herbergja á einni hæð með bílskúr. Tilbúin fljótlega. Sýnum þegar þér hentar. Hafðu samband! 7^3 Trésmíðaversktæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 600Akureyri Símar 461 2366 • 852 7066 • 892 7066 Fyrir utan skrifstofutíma 892 7066. AKUREYRARBÆR Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í jarðvegsskipti, lagnir, hellulögn og götulýsingu í verkið: Strandgata Húsagata milli Lundargötu og Hríseyjargötu Tilboðið nær til endurbyggingar 230 lengdarmetra af götu og tilheyrandi holræsalögnum, vatnslögnum, lagningu jarðstrengja rafveitu, hellulagnar gangstétta og gerð graseyja. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 3.700 m3. Lagnaskurðir 270 m. Lengd fráveitulagna 370 m. Lengd vatnslagna 230 m. Lengd rafstrengja 340 m. Fylling 3.700 m3. Kantsteinn 650 m. Hellulögn 1.150 m2. Graseyjar 1.500 m2. Skiladagur verksins er 29. ágúst 1997. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 20. maí á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtudaginn 5. júní kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.