Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 49
Átaki Krabbameinsfé-
lags Islands vel tekið
BRJOSTAKRABBAMEINSATAKIÐ
sem Krabbameinsfélagið kynnti fyrir
einum mánuði hefur farið vel af stað.
Seldir eru sérmerktir stuttermabolir
til ágóða fyrir baráttuna gegn þessu
algengasta krabbameini meðal ís-
lenskra kvenna, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Krabbameinsfélaginu.
Þar segir ennfremur: „Nú eru
bolir til sölu í meira en þijátíu tísku-
verslunum bæði á höfuðborgarsvæð-
inu og landsbyggðinni. Verslanirnar
taka engan þóknun fyrir söluna og
aðrir sem leggja félaginu lið í þessu
verkefni gefa einnig sinn hlut svo
að allur ágóði renni tii Krabbameins-
félagsins.
Þegar hafa verið seldir á annað
þúsund bolir og er það miklu betri
árangur hlutfallslega en náðst hefur
í sambærilegu átaki í Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Mexíkó og Argentínu.
Stúlkurnar sem taka þátt í úrslit-
um Fegurðarsamkeppni íslands
föstudaginn 23. maí leggja Krabba-
meinsfélaginu lið við kynningu á
baráttunni gegn brjóstakrabba-
meini. Þær ganga í bolum sem eru
merktir átakinu og dreifa bækling-
um í verslunum. Laugardaginn 17.
maí kl. 13-15 verða þær í Kringl-
unni.
Ýmsar upplýsingar um bijósta-
krabbamein og baráttuna gegn því
hafa verið settar á veraldarvefinn
(http://www.krabb.is/bijost). Þar er
m.a. efni nýja bæklingsins sem nefn-
ist: Berð þú heilsu þína fyrir btjósti?"
Færeyska sj ómannaheimilið
Messa í Háteigskirkju
FÆREYSK-íslensk messa verður
haldin í Háteigskirkju hvítasunnu-
dag kl. 14.
Sálmar verða sungnir á færeysku
og einnig verður boðið til altaris-
göngu. Prestur verður sr. Helgi
Hróbjartsson en hann hefur verið
kristniboði í Eþíópíu í mörg ár og
er nýkominn frá Færeyjum þar sem
hann hafði raðsamkomur og messur
víða í Færeyjum.
Eftir messu verður boðið til
kirkjukaffis í Færeyska sjómanna-
heimilinu.
Tíu keppa
til úrslita
í fatahönn-
unarkeppni
NÝLEGA valdi dómnefnd í fata-
hönnunarkeppni Smirnoff þá 10 sem
komast í úrslitakeppnina er haldin
verður í Súlnasal Hótels Sögu þann
23. maí nk. Alls tóku 20 nemendur
í fatahönnun þátt í undanúrslitum
og voru þeir frá Iðnskólanum í
Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, Myndlista- og handíða-
skóla íslands og Danmarks Design
Skole.
Allir eru þátttakendur nemar í
tískuhönnun og fataiðnaði og heita:
Sæunn Huld Þórðardóttir, Jón Auð-
arson, Fanney Erla Antonsdóttir,
Bergþóra Guðnadóttir, Guðný Guð-
mundsdóttir, Egill Kolevi Karlsson,
Bprnja Emilsdóttir, Margrét Rósa
Einarsdóttir, Hulda Karlotta Krist-
jánsdóttir og Kristín Berglind Valdi-
marsdóttir.
Þema keppninar í ár ber heitið
„Aratugurinn fýrir aldamót" og sá
nemandi er vinnur í úrslitakeppninni
verður þátttakandi fyrir íslands hönd
í Smimoff International Fashion
Awards 1997 er fram fer í Lundúnum
í nóvember nk. í lokakeppninni er
búist við fulltrúum frá allt að 40 þjóð-
um er valdir hafa verið úr hópi yfir
6.000 þátttakenda.
Þess má geta að árið 1995 sigr-
aði Linda Björg Arnadóttir í aðalúr-
slitakeppninni er haldin var í Suður-
Afríku.
Landakots-
skóli 100 ára
100 ÁRA afmæli Landakotsskólans
verður haldið hátíðlegt laugardaginn
24. maí nk.
í fréttatilkynningu segir að vonast
sé til að fyrrverandi nemendur og
velunnarar skólans sjái sér fært að
mæta ásamt boðsgestum og fagna
með skólanum á þessum tímamót-
um.
Hátíðin hefst kl. 15 með samkomu
í Landakotskirkju. Að því búnu verð-
ur gengið til samkomutjalds sem
reist verður á leiksvæði skólans. Þar
verður flutt tónlist, ávörp og leik-
þáttur. Gestum er boðið að skoða
sýningar í skólahúsinu. Um kl. 17
leikur hljómsveit skólabarna í sal
skólans og kór skólans syngur nokk-
ur lög undir stjórn Margrétar Pálma-
dóttur.
Á hátíðisdegi skólans kemur út
afmælisrit sem verður til sölu í skól-
anum. Ritið verður prýtt gömlum
og nýjum myndum.
Sunnudaginn 25. maí verða auk
þess sérstök hátíðarhöld fyrir nem-
endur og aðstandendur þeirra. Nem-
endur fá tilkynningu um dagskrá
með sér heim, segir ennfremur í
fréttatilkynningu.
Nýr formaður
Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags
Reykjavíkur var haldinn 21. apríl sl.
í húsi Landgræðslusjóðs við Skógar-
hlíð. Gerð var grein fyrir störfum
félagsins sl. ár og stöðu þess nú.
Stjórn félagsins kom saman 5.
maí til að skipta með sér verkum
og er aðalstjórn nú þannig skipuð:
Formaður Ólafur Sigurðsson, arki-
tekt, varaformaður Þorvaldur S.
Þorvaldsson, forstöðumaður Borg-
arskipulags, ritari Guðrún Geirsdótt-
ir, viðskiptafræðingur, gjaldkeri
Sturla Snorrason, framkvæmda-
stjóri, og meðstjómandi Birgir ísl.
Gunnarsson, bankastjóri.
Krossgátublað-
ið komið út
KROSSGÁTUBLAÐIÐ sem Gísli
Ólafsson gaf út á árunum 1961-
1979 og hóf endurútgáfu 1994 hefur
verið selt til Ó.P.-útgáfunnar ehf.
sem í dag gefur út Heimiliskrossgát-
ur, Krossgáturitið og Krossgátubók
ársins 1997.
Krossgátublaðið mun því halda
áfram að koma út í lítið breyttri
mynd. Gísli Ólafsson lést í desember
1995 og skildi eftir sig töluvert af
óbirtum krossgátum sem birtast
munu í væntanlegum tölublöðum
Krossgátublaðsins, ásamt krossgát-
um eftir aðra höfunda. Krossgátu-
blaðið mun væntanlega koma út 3-4
sinnum á ári.
Trúnaðar-
bréf afhent
1 Lúxemborg
GUNNAR Snorri Gunnarsson, sendi-
herra, afhenti 15. maí sl. Jean stór-
hertoga af Lúxemborg trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra Islands í Lúxem-
borg með aðsetur í Brussel.
Hvítasunnu-
hátíð R-listans
Ingibjörg Sólrún Einar Már
Gísladóttir Guðmundsson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Reykjavíkurlistanum:
„Borgarstjóri og borgarfulltrúar
Reykjavíkurlistans bjóða til hvíta-
sunnuhátíðar á Hótel Borg á annan
í hvítasunnu, 19. maí næst komandi,
í tilefni þess að ár er nú til kosn-
inga. Fagnaðurinn er opinn öllu
stuðningsfólki Reykjavíkurlistans og
boðið verður upp á vandaða skemmti-
dagskrá. Veislustjóri verður Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
Þijú ár eru nú liðin síðan Reykja-
víkurlistinn sigraði í borgarstjómar-
kosningum í Reykjavík. Framboð
Reykjavíkurlistans og sigur hans í
kosningunum 1994 má rekja til þeirr-
ar víðtæku samstöðu sem náðist með-
al þeirra íjögurra flokka og annars
áhugafólks um breytta stjómarhætti
í borginni sem að Reykjavíkurlistanum
standa. Rétt ár er nú til næstu kosn-
inga og er undirbúningur þeirra hafinn
hjá Reykjavíkurlistanum.
Hvítasunnuhátíðin er fagnaður
fyrir stuðningsfólk Reykjavíkurlist-
ans. Hátíðin hefst kl. 19.00. Á meðan
á borðhaldi stendur verður glæsileg
dagskrá undir stjóm Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Sér-
stakur ræðumaður kvöldsins verður
Einar Már Guðmundsson rithöfundur.
Meðal þeirra sem fram koma em:
Hinn óvenjuiegi sönghópur Emil
og Anna Sigga flytja þjóðlög, lög frá
Viktoríutímanum og lög frá þessari
öld. Sönghópinn skipa Anna Sigríður
Helgadóttir (mezzosópran), Berg-
steinn Björgúlfsson (baritón), Ingólf-
ur Helgason (bassi), Sigurður Hall-
dórsson (kontratenór), Skarphéðinn
Þór Hjartarson (tenór) og Sverrir
Guðmundsson (tenór).
Jóhannes Kristjánsson stjómmála-
skýrandi bregður sér á borgarstjórn-
arfund!
Undir lok borðhaldsins mæta
Rússíbanar til leiks og með þeim
dansparið Hany Hadaya og Bryndís
Halldórsdóttir sem sýnir eldheitan
argentínskan tangó ki. 12 á miðnætti.
Margrét Pálmadóttir kórstjóri
Kvennakórs Reykjavíkur og Halldór
Gunnarsson tónlistarmaður leiða
sönggleði gesta.
Húsið verður opnað kl. 22.30 fyrir
aðra en matargesti. Rússíbanamir,
þeir Guðni Fransson, Einar Kristján
Einarsson, Jón Skuggi, Þorsteinn
Daníelsson og Kjartan Guðnason
leika hina óviðjafnanlegu kletzmer-
músík með suður-amerískum sveifl-
um og sígaunatöktum til kl. 1.00.
Verð fyrir þríréttaða glæsimáltíð
er 3.200 kr. en miðaverð eftir að
borðhaldi lýkur kl. 22.30 er 1.000 kr.
Miðasala er í höndum borgarfull-
trúa og varaborgarfulltrúa Reykja-
víkurlistans en einnig er hægt að
kaupa miða í bókaverslun Máls og
menningar á Laugavegi."
Annar áfangi
raðgöngu um
Reykjaveginn
FERÐAFÉLAG íslands og Útivist
efna annað árið í röð til sameigin-
legrar raðgöngu um gönguleiðina
frá Þingvöllum að Reykjanesvita
sem nefnd hefur verið Reykjavegur.
Raðgangan hófst 4. maí en á
hvítasunnudag, 18. maí, verður
annar áfangi genginn og þá frá
Heiðarbæ við Þingvallavatn að
Dyrdal vestan Nesjavalla. Kapp-
kostað verður að halda gönguhraða
við flestra hæfi. Brottför er kl.
10.30 frá BSÍ, sunnanmegin, og
Mörkinni 6, en fyrir Suðurnesja-*
menn verða sætaferðir með Sérleyf-
isbílum Keflavíkur kl. 10.
Nemendur
smíðavals KHÍ
með sýningu
NEMENDUR smíðavals KHÍ eru
með sýningu á verkum sínum kl.
11-16 í dag, laugardag, í listhúsi
KHÍ, Skipholti 37. Verkin sem sýnd
verða eru verk nemenda sem unnin
hafa verið í vetur.
Sundstaðir í
Reykjavík opnir
alla helgina
SUNDLAUGAR íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur verða opnar
alla hvítasunnuhelgina.
LEIÐRÉTT
Ríkharð Óskar Jónsson
í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt.
frá andláti Ríkharðs Óskars Jónsson-
ar. Þau leiðu mistök urðu að Ríkharð
Óskar var sagður heita Ríkharð Öm
og era aðstandendur beðnir innilegr-
ar afsökunar á þeim mistökum.
Rangt heimilisfang
fermingarbarns
RANGT heimilisfang birtist með
nafni fermingarbarns í blaðinu í
fyrradag. Fermingarbarnið heitir
Ándri Örn Arnarson og býr á P.iks-
dalersgatan 23c, 41481 Gautaborg.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
Hundafími í Húsdýragarðinum
í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð-
inum á hvítasunnu og annan í hvíta-
sunnu kl. 13.30-14 og 15.30-16
báða dagana mæta nokkrir félagar
úr íþróttadeild Hundaræktarfélags
íslands og kynna fyrir gestum
garðsins íþróttina Hundafimi
(Agility).
„Þar mæta m.a. hundurinn Moli
sem er 28 sm á hæð og hundurinn
Adam sem er 70 sm. Félagar þeirra
eru af öllum stærðum þar á milli.
í fyrstu munu hundamir sýna
hvernig lítil braut er leyst af loppu,
hoppa yfir prik, fara í gegnum dekk,
troða sér í göng, vega salt og margt
fleira. Síðan munu tvö lið keppa
hvort á móti öðru í eins braut.
Á sunnudag, hvítasunnudag, verða
Sprell leiktæki, Hoppukastali og
Risarennibraut í garðinum og Bréf-
dúfufélag Reykjavíkur verður með
dúfusleppingu kl. 15,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Húsdýragarðinum.
K&ÍLUIUilOL
niA/omt
GRIP SHIFT skiptar
CR0-M0 stell
FJallahlólabúðin
G.Á.PÉTURSS0N ehf
Faxafeni 14 • Sími 568 5580
SHIMAN0
bremsur/gfrar
Afsláttur allt að 20% af 1336 árgerðinni.
RABGREIBSLUR “(D MIKIÐ ÚRVAL FYLGIHLUTA OPIÐ FRÁ KL. 9-18 LAU. 10 - 16