Morgunblaðið - 04.09.1997, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra um birtingu álagningar- og skattskrár Nauðsynlegt að samræma gagn- stæð sjónarmið STARFSHÓPUR á vegum fjármála- ráðuneytisins, sem fjallað hefur um hvort ástæða sé til að breyta laga- reglum um birtingu álagningar- og skattskráa og kannað hvaða reglur gilda um birtingu slíkra upplýsinga í öðrum löndum, skilar væntanlega Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra endanlegri niðurstöðu sinni í haust. „Þá fyrst get ég sagt til um hvert framhaldið verður," segir Friðrik. Fjármálaráðherra gaf á síðasta ári út reglugerð sem takmarkaði aðgang að álagningarskrám og byggðist sú ákvörðun á þeim sjónar- miðum Tölvunefndar að upplýsingar um tekjur manna væru persónuupp- lýsingar sem fara bæri varlega með. Reglugerðin var gagnrýnd harðlega á Alþingi og var fallið frá megin- breytingunni en látið nægja að gera minniháttar breytingar. I framhaldi af því fól íjármálaráðherra starfs- hópi að skoða málið nánar. Skilaði hópurinn áfangaskýrslu í mars sl. sem rædd var í ríkisstjóm en ákveð- ið var að afla frekari upplýsinga um efnið frá öðrum löndum. Þróunin í öðrum löndum að fólk eigi að njóta friðhelgi Fjármálaráðherra segir að í þessu máli takist á tvö gagnstæð viðhorf sem nauðsynlegt sé að sam- ræma með einhveijum hætti. „Þar er annars vegar um það viðhorf að ræða að birta skuli skrá yfir þá skatta sem greiddir eru til þess að auka aðhald almennings og hefur það sjónarmið verið ríkjandi hér á landi. Hitt sjónarmiðið byggir á friðhelgi einkalífs og á þau sjónar- mið hefur Tölvunefnd einkum lagt áherslu, ekki síst nú þegar mjög auðvelt er að nýta sér tölvukeyrðar skrár í sérstökum tilgangi eins og þeim að selja slíkar skrár aðilum, sem eru að markaðssetja vörur eða þjónustu," segir Friðrik. Fjármála- ráðherra segist ekkert geta sagt til um á þessari stundu hvort sjónar- miðið muni vega þyngra í endanleg- um niðurstöðum starfshópsins. „Mér sýnist augljóst af starfí nefnd- arinnar að mjög mismunandi reglur gildi um þessi mál í öðrum löndum og má geta þess að í Noregi eru eingöngu lagðar fram álagningar- skrár, í Svíþjóð eru aðgengilegar víðtækar upplýsingar úr skatt- skrám en í Danmörku eru slíkar upplýsingar taldar persónuupplýs- ingar og aðgangur að þeim mjög takmarkaður. Þessi hópur hefur verið að kanna þetta í fleiri löndum og mér sýnist að það gæti í vax- andi mæli þeirra sjónarmiða að fólk eigi að njóta friðhelgi hvað þessar upplýsingar varðar," segir Friðrik. Flýta birtingn skattskrár Friðrik segir að í áfangaskýrslu starfshópsins í mars sl. hafi komið fram það sjónarmið að eðlilegt væri að birta framvegis einungis skattskrá en ekki álagningarskrá, þar sem álagningarskráin byggði að verulegu leyti á áætlunum. „Til þess að gera skattskrána þannig úr garði að birting hennar gæti verkað sem aðhald þyrfti að flýta birtingu hennar en í dag líður tals- vert langur tími frá því álagningar- skrá er birt og þar til skattskrá ligg- ur fyrir. Fyrstu hugmyndir hópsins eru þær að með nútíma vinnubrögð- um, breytingum á framtölum og vinnu skattkerfisins megi jafnvel flýta fyrir málinu svo hægt sé að birta skattskrá við upphaf hvers árs ári eftir að talið er fram, hugsan- lega um sama leyti og menn eru að ganga frá skattframtölum sín- um. Það þýddi til dæmis að í upp- hafi ársins 1998 gætu legið fyrir skattskrár vegna tekjuársins 1996 eða um svipað leyti og menn eru að ganga frá skattframtölum sínum vegna ársins 1997,“ segir Friðrik. Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga Iðja og Verka- mannasamband verði sameinuð FÉLAGSFUNDUR í Verkalýðsfé- lagi Austur-Húnvetninga hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á forystumenn Landssambands iðnverkafólks og Verkamanna- sambands íslands að hefja nú þeg- ar viðræður um sameiningu þess- ara tveggja landssambanda ófag- lærðs verkafólks með það að markmiði að gengið verði frá sam- einingu fyrir næsta reglulegt þing Alþýðusambands íslands. Engar formlegar viðræður hingað til Guðmundur Þ. Jónsson, formað- ur Iðju, sagði að þessi hugmynd hefði verið nefnd áður en engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað milli landssambandanna um sameiningu. Hann sagðist ekki útiloka að þessi landssambönd sameinuðust, en sagði að vera kynni að þetta kallaði á frekari uppstokkun. Skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar væru alltaf til skoðunar og ættu að vera það. Fram að þessu hefðu menn hins vegar meira rætt um sameiningu félaga en landssambanda. Kynni að vera ávinningur af sameiningu Björn Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, sagðist telja að það kynni að vera ávinningur af því að þessi tvö landssambönd samein- uðust. Hann minnti hins vegar á að landssamböndin stæðu á gömlum merg og að mörgu væri að hyggja. Talsverð umræða ætti sér nú stað um sameiningu verkalýðsfélaga og félögin í Húnavatnssýslum hefðu einmitt nýlega samþykkt að sameina kraftana. Björn Grétar sagði að stjórn VMSI væri skylt að taka þessa ályktun Húnvetn- inga til skoðunar og það yrði gert á næstu vikum. Morgunblaðið/Kristinn Skólplagnir með nýrri aðferð > UNNIÐ var að því í gærdag að leggja nýja skólplögn undir Hverfisgötu í Reykjavík, frá Ingólfsstræti að Lækj- argötu. Til þess þurfti þó ekki að loka fyrir bílaumferð og grafa upp götu, eins og hingað til hefur verið gert við slíkar framkvæmdir, heldur var notast við nýlegri aðferð sem fyrirtækið Hreinsibílar hefur sérhæft sig í. „Aðferðin felst í því að renna eins konar fíltersokki, sem hefur ver- ið bleyttur í plastefnum, inn í gömlu skólplögnina. Þegar það er búið er sokkurinn þaninn út með vatni og hitaður," segir Jón Guðni Kristinsson eigandi Hreinsibíla. „Þegar búið er að hita sokkinn verður hann harður og myndar þannig nýtt plaströr innan í því gamla. Eftir það er farið með fjarstýrða myndavél eftir nýju lögn- inni og fræsara sem opnar fyrir hlið- arlagnir,“ segir hann. Að sögn Jóns tekur ekki langan tíma að leggja skólprör með þessum hætti, en fram- kvæmdir við Hverfisgötuna hófust snemma í gærmorgun og var lokið um kvöldið. Það eina sem íbúar við götuna þurftu að gera var að nota ekki heita vatnið meðan á fram- kvæmdum stóð. Þá segir Jón að þessi nýju rör endist lengur en gömlu steyptu skólprörin eða í að minnsta kosti 100 ár í staðinn fyrir 50 ár. Á myndinni er Hjörtur Sigurpálsson að koma fíltersokk inn í gamla skólprör- ið. SVR tekur við umsjón með strætisvögnum í Mosfellsbæ Sjö ára samningur um akstur án útboðs STRÆTIS V AGNAR Reykjavíkur hafa gert sjö ára samning við Meiri- háttar ehf. um akstur almennings- vagna í Mosfelisbæ, en fyrirtækið hafði einnig með höndum aksturinn meðan hann var á vegum Almenn- ingsvagna bs. SVR hefur umsjón með rekstri og þjónustu strætis- vagna í Mosfellsbæ frá 1. septem- ber síðastliðnum. Ekki var efnt til útboðs vegna akstursins, en leitað álits Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar á að ganga til samninga án undangeng- ins útboðs, og samþykkti stofnunin það samhljóða, að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns stjómar SVR. Jóhann Siguijónsson, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, segir að samn- ingurinn tryggi verktakanum 39 milljónir á ári, sem sé lækkun um 4 milljónir á ári frá fyrri samningi sem gilti undanfarin fímm ár. Jó- hann segir að bæjarstjórn Mosfells- bæjar, sem borgi brúsann, hafí sam- þykkt samhljóða að fara þessa leið, enda hafi náðst lækkun á fargjöld- um sem komi bæjarbúum til góða. Árni Þór Sigurðsson sagði að Meiriháttar ehf. myndi annast akst- urinn á vegum SVR til að byrja með. Vagnarnir yrðu málaðir í litum SVR og bæru merki SVR. Sama gjaldskrá myndi gilda og á leiðum innan Reykjavíkur og vagnarnir yrðu í talstöðvarsambandi við stjórnstöð SVR. Akstrinum yrði þannig stjórnað af SVR þó vagnarn- ir væru frá öðru fyrirtæki. Leiða- kerfið yrði óbreytt í vetur. Reiknað væri með að gerðar yrðu breytingar í vor, en SVR hefði ákveðið að end- urskoða leiðakerfi sitt árlega. Þá yrðu bæði akstursleiðir og tímatöfl- ur endurskoðaðar með það fyrir augum að tengja leiðakerfið enn betur leiðakerfi vagna í Reykjavík. „í raun er þetta þannig að það eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ sem eru að kaupa þessa þjónustu af SVR og ákveða þess vegna hversu mikla þjónustu þau vilja fá,“ sagði Árni. Hann sagði að rætt hefði verið um hvort fara ætti í útboð nú vegna akstursins en niðurstaðan hefði orð- ið sú að framlengja samninginn við Meiriháttar ehf. þar sem þeir hefðu haft þennan akstur með höndum og verið með samning í gildi. Það hefði verið lagt fyrir stjórn Inn- kaupastofnunar og samþykkt sam- hljóða að standa þannig að málum. Árni sagði að þegar SVR tæki við akstri til Kjalarness, sem gerist í vetur í aðdraganda þess að sveitar- félögin sameinuðust, myndi það sama gerast. Teitur Jónasson hefði haft sérleyfi upp á Kjalarnes og það yrði farið í viðræður við hann um aksturinn þangað til að byija með. SVR fær 3 milljónir á ári Jóhann Siguijónsson bæjarstjóri sagði að SVR fengi 3 milljónir króna á ári fyrir að hafa umsjón með leiðakerfinu, annast útgáfu og sölu á farmiðaspjöldum og fl. „Mos- fellingar telja sig hafa mikinn hag af samvinnu við nágrannasveitarfé- lagið og við erum sannfærðir um að enn frekari hagræðing næst síð- ar meir. Samningurinn við verktak- ann, sem hefur ekið hér síðustu fímm ár, er ágætur og alltaf hægt að endurskoða hann ef tilefni gefst til.“ Skjálfti í Eyjafjarðarál JARÐSKJÁLFTI fannst í Ólafs- firði og á Siglufirði kl. 16.31 í gær. Að sögn Gunnars Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu íslands, voru upptök skjálftans, sem mældist 3,7 á Richter-kvarða, um 24 kílómetra norð-austur af Siglufirði, úti í Eyjafjarðarál. Gunnar sagði ekki sérstaka ástæðu til að óttast að skjálfta- virkni á þessum slóðum væri að færast í aukana, eða að hún væri að færast austar. Gunnar sagði að á þriðjudag hefði verið hrina af skjálftum tölu- vert vestar, eða út af Gjögri, og mældust þeir stærstu um 3,3 á Richter. „Þessir skjálftar eru á svokölluðu Húsavíkur-Flateyjar misgengi og þar hefur verið tölu- verð virkni annað slagið frá 1994. Skjálftinn sem Ólafsfirðingar og Siglfirðingar fundu virðist hins vegar hafa verið stakur. Eftir- skjálftar hafa verið mjög litlir og fáir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.