Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ Ættfræðiþjónusta O.R.G. vinnur að því að koma sem allra mestu af ættfræði- legum upplýsingum á tölvutækt form. ■ Megináherslan er lögð á að skrá framættir íslendinga og að rannsaka ritaðar heimildir frá fyrri tímum, t.d. kirkjubækur, dómabækur, skuldaskrár og legorðsreikninga, sem nauðsynlegar eru til að ná fram tengingu milli ætta og stuðla að réttum ættrakningum. ■ Tvær byltingar urðu í íslenskri ætt- fræði, þegar mormónar Ijósmynduðu allar kirkjubækur sem til voru á íslandi og síðar þegar Friðrik Skúlason gerði hið fljótvirka ættfræðiforrit Espolin. FRÉTTIR Norrænn fundur dýraiækna Onæmi gegn sýklalyfjum þá, en ómetanlegt sé að hafa góða tæknimenn. Fleiri hafa þeir haft samband og gott samstarf við, söfn- in og einstaklinga, svo sem Gunn- laug Haraldsson þjóðháttafræðing á Akranesi, Þuríði Kristjánsdóttur, sem sér um Borgfirskar æviskrár, Kristján Sigfússon, Ytra-Hóli, sem sér um skráningu ábúendatals Eyjafjarðar, Eirík Eiríksson, fyrrv. bókavörð við Bókasafn Alþingis, Friðrik Skúlason tölvufræðing og ýmsa fleiri. Þegar Guðmundur er spurður hvort hægt sé að hafa samband við þá persónulega, játar hann því. Seg- ir að Oddur sé aðalmaðurinn í þessu út á við, en hægt sé að hafa sam- band við þá beint. Oft komi fyrir að hann svari fyrirspumum um ætt- fræði þama fyrir norðan. Síðan eigi hann nokkra fasta kúnna, ef svo má segja, sem skrifí honum öðru hverju og varpi fram spurningum, sem hann leysi úr eftir bestu getu. Ómældur áhugi Hvemig ætíi þessi óskaplegi áhugi þeirra hinna sé til kominn? Oddur kveðst vera alinn upp við þetta. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, en faðir hans fórst þegar hann var þriggja ára gamall. Þar var siður að spyrja fólk hverra manna það væri. Sem sjómanni á togurum gafst honum mikill tími til að lesa, hafði sérbókakassa fyrir sig með um borð og það vom ekki skáldsögur. Hann kom í land fyrir 10 ámm. „Ég hefi alltaf haft áhuga á ættfræði, sama með okkur Guðmund," segir hann. „Við emm gangandi tölvur, höfum þetta í höfðinu, sem léttir óskaplega mikið vinnuna. Eins kem- ur að miklu jgagni að ég hefi lesið svo mikið um Island. Við það að vera staðkunnugur verður miklu auðveld- ara til dæmis að staðfæra fólk. Við leggjum líka mikið upp úr því að fá menn frá viðkomandi stöðum til að vinna með okkur. Má þar nefna Austfirðinginn Eirík Eiríksson frá Dagverðargerði, fyrrverandi bóka- vörð á Alþingi, sem er alveg náma.“ En hvar kemur Reynir, loft- skeytamaðurinn, svo til sögunnar? Hann segir að Oddur hafi hringt í sig fyrir tveimur áram til að spyrja eitthvað út í ætt hans. Þeir höfðu þekkst þegar þeir vorum krakkar. Þegar þeir fóra að rekja saman ætt- ir sínar kom í ljós að þeir voru skyldir í báðar ættir, sem þeir vissu ekki. Raunar er Guðmundur líka af þessari ætt. Reynir kveðst ekkert hafa velt fyrir sér ættum. En Oddur kveikti svo rækilega í honum að síð- an hafa þeir verið í daglegu sam- bandi og oft á dag. Svo þetta sýnist vera bæði smitandi og gengur í ætt- ir og heltekur þá sem fá bakteríuna. Era íslendingar ekki allir af sömu ætt? „Algengasti skyldleiki Islendinga er 7. og 8. liður. Maður er ekki bú- inn að rekja ættir Islendinga ef þeir era ekki skyldir innan við 10. lið. Þá era menn gjaman komnir aftur til 17.-18. aldar.“ En hvað með kjörböm í sam- bandi við skyldleika, hvernig koma þau inn í skráninguna? Þeir segjast skrá öll kjörböm á kjörforeldra, ekki blóðforeldra, jafnvel þó vitað sé um þá. Enda er slíkt í samræmi við lög. En nú er þetta starf að verða um- fangsmeira og Ættfræðiþjónusta O.R.G. ætlar að fara að leigja hús- næði undir starfsemina. Þá með von um að geta selt þjónustuna til hvers sem er, vinna niðjatöl og framætt- arrakningar, skrár fyrir ættarmót, stéttatöl og slíkt. Þeir stefna að því að fá húsnæði sem fyrst. Ánafnað Landsbókasafni Þar lýkur ekki sögunni. Oddur Helgason kvaðst nú um helgina vera að ánafna fyrir hönd sína og konu sinnar, Unnar Bjargar Páls- dóttur, handritadeild Landsbóka- safnsins til varðveislu eftir sinn dag ættfræðibókasafn sitt og þau gögn sem því fylgja. Þau eiga ekki lögerf- ingja og kveðst hann vera búinn að leggja of mikið á sig til að vilja að það sundrist. Fylgja gjöfinni þau skilyrði að því sé ekki sundrað og það verði tileinkað Eiríki Eiríkssyni frá Dagverðargerði. FUNDUR um sýklalyfjaónæmi var haldinn á Sundvollen við Osló fyrir skömmu. Þáttakendur vora um 140, frá 12 löndum, þó meiri hluti þeirra væri frá Norðurlöndunum. Fundurinn var haldinn á vegum samtakanna NKVet, sem eru sam- starfsvettvangur norrænu dýr- læknafélaganna á sviði dýralæknis- vísinda. Samtökin urðu 20 ára á þessu ári og af því tilefni var frum- kvöðlum að norrænu samstarfi á sviði dýralæknavísinda boðið til fundarins, en fulltrúi Islands í hópi þeirra var PáO Agnar Pálsson, fyrr- verandi yfirdýralæknir. Fulltrúi Is- lands í NKVet er nú Rögnvaldur Ingólfsson dýralæknir. „Bakteríur sem ónæmar eru fyr- ir sýklalyfjum eru vaxandi vanda- mál í flestum löndum heims. Genin sem stjórna því að bakteríumar verða ónæmar geta borist á milli ólíkra tegunda, t.d. frá bakteríum í dýraafurðum, fóðri eða umhverfinu til sýkla í mönnum og dýrum. Þetta hefur þær afleiðingar að ýmsir sjúkdómar verða illviðráðanlegir og jafnvel ólæknandi. Ónæmið breiðist tiltölulega hratt út og er óhætt að segja að um alheims- vandamál sé að ræða,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að á fundinum hafi menn verið sammála um að mikilvægt sé að koma á norrænu samstarfi um að fylgjast með og stemma stigu við útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmis á Norðurlöndunum. Sömuleiðis að mikilvægt sé að draga úr notkun á sýklalyfjum því ofnotkun og/eða röng notkun á þeim auki hættu á myndun ónæmis hjá bakteríum. Rætt var um ábyrgð dýralækna á þessu sviði og mikilvægi þess að þeir legðu sitt af mörkum tO að draga úr þessu vandamáli með því m.a. að tryggja að sýklalyf væru notuð á réttan hátt. Gagnrýni kom fram á notkun ýmissa þjóða á sýklalyfjum sem vaxtarhvetjandi efni í dýrafóður. Á fundinum var sérstaklega tekið til þess að íblönd- un sýklalyfja í fóður hafi aldrei ver- ið leyfð í Noregi og á Islandi en nú stæðu hinar Norðurlandaþjóðirnar frammi fyrir vaxandi vandamáli með ónæma bakteríustofna vegna notkunar sýklalyfja á þennan hátt. „Islenskir dýralæknar hafa verið meðvitaðir um vandamál tengd notkun sýklalyfja á undanfömum árum. Á síðasta ári markaði Dýra- læknafélag Islands sér t.d. stefnu varðandi notkun sýklalyfja við júg- ursjúkdómum í mjólkurkúm. Markmið hennar er m.a. að draga úr notkun sýklalyfja svo sem kost- ur er til að koma í veg fyrir ónæmi gegn lyfjunum og minnka hættu á lyfjaleifum í afurðunum,“ segir þar ennfremur. PANTAÐU STRAX, HRINGDU NÚNA Freistanai kræsingar Veislusmiðjunnar á jólahlaðborði; forréttir, aðalréttir og eftirréttir. Húsið opnar kl. 19. Borðhald hefst klukkan 20 og stendur til 23. Píanótónlist undir borðahaldi. Hljómsveitin Upplyfting ásamt Ara Jónssyni mun skemmta til kl. 03. Ari mun kynna nýja diskinn sinn; „Allt sem pú ert“. Borðapantanir 588-7400 og 568-6220 Verð 2.690- Hreindýrapaté með orange-sósu. Sjávarréttir í hvítvíns-tómathlaupi. Gœsaliframús með Cumberland-sósu. Laxa- og humarterrine með cognac-rúsínum. Sveitapaté meö púrtvínsósu. Silfur hafsins í fólaformi, með hverabrauði. Grafinn lax með aspas-sinnepsósu. Ekta dönsk rifjasteik með sykurgljáöum kartöflum og rauðkáli. Jólahangikjöt með jafningi, jarðeplum og meölœti. Sænsk skinka með rauðvínsósu og rjóma- gratínkartöflum. Hunangsgljáður kalkúnn með villisveppasósu. Fjallalamb á íslenska vísu. Ris al a mand með ávaxtasaft. Bláberjaterta Romm-rjómarönd Ostar með ávöxtum. Ananas „Bundt cake“ Sykurgljáðar kartöflur Gratínkartöflur Laufabrauð Rauðkál Grænar baunir, sósur, brauð og salat VHSLUSMIÐJAN Veislur og veitingar, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík. sími 588-7400 hlaðborð Veislusmiðju Ari Jónsson og Upplyfting, Jlt í einum ka á 2. 6. og 13. desember, Danshúsinu í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.