Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DRAUGASKIPIN í Gráhundafirði skipta hundruðum og enda flest á hlið uppi í fjöru. ÁRNI Málmfreðsson vélstjóri með risahumar, en slíkir slæddust endrum og eins í trollið. Skúli Elíasson var þrjá mánuði á kolkrabbaveiðum í Máritaníu „Staðurinn sem Guð gleymdi“ Það var nöturleg sýn sem blasti við Skúla Elíassyni skipstjóra þegar hann sigldi togaranum Vídalín upp að ströndum Máritaníu sl. sumar. Hann segír hér Helga Mar Arnasyni af draugalegum skipsflökum, bíræfnum ræningjum og horuðum kindum. SKULI Elíasson skipstjóri með vænan corbina-fisk. SKALDBÖKUVEIÐAR eru með öllu bannaðar en þó kom fyrir að þær lentu í trollinu. SKÚLI Elíasson, skipstjóri á tog- aranum Vídalín, var á kolkrabba- veiðum við strendur Máritaníu sl. sumar. Vídalín er í eigu íyrirtækis- ins Vídalíns ehf. á Hornafirði en er leigður Spánverjum sem gera út skipið. Máritanía er í Norður-Afríku, markast af Senegal að sunnan, N- Atlantshafi að vestan, vestur-Sa- hara að norðan og Alsír og Malí að austan. Landið er rúm ein milljón ferkílómetra að stærð en strand- lengja landsins er aðeins 754 km löng. Máritanía var áður frönsk ný- lenda en fékk sjálfstæði 28. nóvem- ber 1960. Aætlaður fjöldi lands- manna er rúmar 2,5 milljónir og eru flestir þeirra múslimar. Ofnýtt auðlind Önnur af tveimur höfnum Márit- aníu er í Nouadhibou sem liggur fyrir botni Bahia de Cansado, víkur sem skagar vestur úr Bahia de Galgo eða Gráhundafirði. Grá- hundafjörður teygir sig u.þ.b. 20 sjómflur inn í ströndina og liggur frá suðri til norðurs. Cabo Blanco eða Hvítihöfði er skagi sem af- markar flóann að vestanverðu og skýlir þar með Nouadhibou fyrir Norður- Atlantshafsöldunni, sem og ríkjandi norðanvindinum. Skúli segir gríðarlegan fjölda skipa gerðan út frá Nouadhibou. Þar séu iðulega á mflli 130 og 140 kínverskir togarar, álíka margir togarar frá Evrópu, auk þess sem Máritanar geri sjálfir út 50 til 60 skip. Hann segir að í sínum huga sé stunduð mikil ofveiði á þessum slóðum sem endi fyrr eða síðar með því að gengið verður endanlega frá auðlindinni. „Heimamaður sagði mér að í júlí árið 1986 hefðu þeir fengið á einu skipi um 115 tonn af kolkrabba. Við þóttumst góðir ef við náðum 650 kflóum á sólarhring. Auk þess er þarna fjöldi rússneskra verk- smiðjuskipa sem eru á uppsjávar- veiðum með risa flottroll á aðeins 15-20 faðma dýpi.“ Skúli segir að oftar en ekki séu það skammtíma sjónarmið sem ráði stjórnun á veiðunum. í landinu sé stunduð nokkur námuvinnsla en námurnar skili litlum arði. „Márit- anar hafa sínar aðaltekjur beint og óbeint af fiskveiðum og þá mest í formi sölu veiðileyfa en þeir taka allt að 30% aflaverðmætis erlendra skipa í veiðileyfagjald.“ Flóinn fullur af draugaskipum Það fyrsta sem vekur athygli sjó- farenda þegar þeir nálgast Nouahi- bou er að sögn Skúla sá mikli fjöldi skipa sem liggur við ankeri skammt undan landi. Þar liggi fiskiskip af öllum stærðum og gerðum, allt frá smákoppum upp í stór og öflug rússnesk verksmiðjuskip. „Maður freistast til að halda að skipin séu öll að bíða löndunar en þegar nær kemur sér maður að megnið af þessum flota liggur þarna nánast í algeru hirðuleysi, oftar en ekki yfirgefin, sum mar- andi í hálfu kafi. Mörg þeirra hafa verið þama í tugi ára en önnur eru nánast ný, smíðuð eftir 1990. Skipin liggja þama togandi þrjóskulega í ankerisfestar þangað til þær slitna. Þá leggja þau af stað í sína síðustu ferð sem endar hvergi annarsstað- ar en beint uppi í fjöra þar sem þau bætast í hóp 130 flaka sem skreyta fjörar og flóa, svo ömurlegt er upp á að horfa.“ Óprúttnir utanbæjarmenn Skúli segir fjölda smábáta á ferð- inni í flóanum, að þvi er virðist við fyrstu sýn á stefnulausum þvælingi. Þegar betur betur sé að gáð komi í ljós að þessir smábátar skiptist einkum í tvo hópa. Annars vegar fiskimenn sem rói allt upp í 15 sjó- mílur frá landi á opnum trébátum og veiða kolkrabba í gildrur en hins vegar „harkarana" sem hafi viður- væri sitt af flutningum á milli skipa og lands. „Þeir síðamefndu eru eins konar leigubílar eða leigubátar flóans en meðal áhafna þeirra era oft náung- ar sem virða eignaréttin lítils og era þekktir fyrir vafasama hirðu- semi. Þessi kallar hafa iðulega þann háttinn á að þeir gera sér upp eitt- hvert erindi til að komast um borð í skipin að deginum til og kynna sér aðstæður. Ef ekki er þeim mun betri vakt á nóttunni er heimsókn þessara skratta vís og eru þeir þá jafnan fljótir að athafna sig, hirða allt sem mögulegt er að koma í verð. Þeir náðu þannig eitt sinn af okkur þremur togrúllum að nætur- lagi og í tvígang þufti ég að stugga þeim frá skipinu. Það er reyndar sammerkt með Nouadhibou og merkum kaupstað á Norðurlandi, ef einhver gerir eitthvað af sér þá er það undantekningarlaust utan- bæjarmaður. Þannig era þjófarnir nær eingöngu frá Senegal og þá sérstaklega frá Dakar, segja heimamenn mér.“ Að sögn Skúla er margt ólíkt með útgerðarháttum á Islandi og í Afriku. Vinnulagið sé annað, auk þess sem þar þekkist ekkert sem heiti vökulög og ástandið væntan- lega líkast því viðgekkst í sjó- mennsku á Islandi um aldamót. A yídalín var 19 manna áhöfn, tveir íslendingar auk Skúla, en annars Spánverjar og Máritanar. Lifandi kostur „Þeir vora flestir ágætir verk- menn en það er ótal margt sem okkur þykir óhugsandi en þeim al- veg sjálfsagt. Eitt sinn sáum við tvær kindur híma stjórnborðsmeg- in á trolldekkinu á einu máritanísku skipi, svo horaðar að telja mátti í þeim rifbeinin á löngu færi. „Af hverju eru þær með kindur um borð?“ spurði ég fávís innfæddan kunningja minn. „Þetta er kostur- inn,“ svaraði hann rogginn eins og ekkert annað væri sjálfsagðai-a. „Þegar vantar í pottana þá...“ svo dró hann fingur þvert á barkann á sér svo ekkert varð misskilið. „Af hverju era kindurnar svona horað- ar?“ spurði ég. „Hér er ekkert gras að hafa,“ svaraði kunninginn, hissa á þekkingarleysi mínu. „Þeir bleyta pappír í vatni og gefa skepnunum að éta,“ bætti hann við. Og eftir út- litinu á rollunum að dæma þá sá ég enga ástæðu til að rengja hann. Spölkorn frá lá einn af fjölmörg- um kínverskum toguram sem stunda veiðar við strendur Márit- aníu. Ekki sá ég kindur þar um borð en nokkrir mjóslegnir hundar væfluðust um dekkið. „Er þetta líka kostur?" spurði ég og ætlaði aðeins að stríða kunningja mínum. „Já,“ svaraði hann að bragði, „Kín- veijum finnast hundar afbragðs matur og þeir stela öllum hundum sem þeir mögulega geta.“ Elsta atvinnugreinin Skúli segist ekki hafa haft mörg tækifæri til að kynna sér land og þjóð. Hann hafi þó komist í land af og til en sér hafí sýnst fátækt vera mikil og víða ófagurt um að litast. Hann hafi til dæmis farið í verslun- arferð í aðalverslunarhverfi Nou- ahibou. „Þarna ægir öllu saman; alls kon- ar verslanir, klæðskerar, skómak- arar og slátrarar sem sér vart í fyr- ir flugum. í stuttu máli sagt allt það sem nauðsynlegt getur talist á svona stað. Aðalflutningatækin eru asnakerrur og varla verður þver- fótað fyrir þeim þarna á Laugaveg- inum. Annarleg lykt og trúarleg tónlist hangir í loftinu, nokkrir hundar, sem komast hjá því að lenda í kjaftinum á Kínverjunum. hlaupa snuðrandi á milli húsanna. Eitt sinn vék sér að okkur svertingi sem talaði hrafl í ensku. Hann kvaðst vera frá Nígeríu og vera umboðsmaður í elstu atvinnugrein sögunnar og vera með nokkrai ungar og fallegar stúlkur á boðstól- um. Umboðsmenn fyrir Ghana- stúlkur voru líka nokkuð áberandi í þessum geira atvinnulífsins." Þannig segir Skúli að í sínum augum sé Nouadhibou staðurinn sem Guð gleymdi, ekki beint ferða- mannastaður í nútímalegum skiln- ingi en gleymist trauðla þeim sem þangað kemur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.