Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 37 FRÉTTIR . Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson BÚIÐ er að taka fyrstu skóflustunguna að nýju veiðihúsi við Langá á Mýrum, en það gerði Einar bóndi á Jarðlangsstöðum. Honum til halds og trausts var Jóhannes Guðmundsson bóndi á Anabrekku og formaður veiðifélagsins til margra ára. Hræringar í leigumálum STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur verður með stóraukinn fjölda valkosta og stangardaga er verðskrá félagsins kemur út á næstu vikum. Hefur félagið bætt við sig veiðisvæðum bæði í leigu og umboðssölu og enn munu ekki öll kurl vera komin til grafar. Fyrst er að nefna, að SVFR hefur tekið í umboðssölu stóran hluta veiðitímans í Laxá í Kjós sem erlendir aðilar hafa á leigu, en umboðsmaður þeirra hér á landi er Ásgeir Heiðar. Ásgeir er eftir sem áður með opnunina, út- lendingatímann, sem stendur frá mánaðamótum júní/júlí til miðs ágústs, en eftir það mun SVFR sjá um sölu veiðidaga. Laxá í Kjós hefur verið vaxandi að gæð- um. Þannig veiddust um 1.200 laxar í ánni síðasta sumar saman- borið við rúmlega 700 í fyrra. Þykir Laxá öðrum ám fremur hafa grætt vel á uppkaupum laxa- netanna undir Akraljalli. Þá er ljóst að SVFR átti hæsta boðið í helming veiðiréttarins í Fáskrúð í Dölum. Hermt er að félagið hafi boðið 1.350 þúsund krónur og hreppt pakkann. Er um að ræða tvær stangir, en helming- inn á móti leigir Stangaveiðifélag Akraness. Þarna veiddust nokkuð á annað hundrað laxar síðasta sumar. Dalaárnar allar hafa verið í nokkurri lægð síðustu sumur en sem endranær ríkir bjartsýni um að betri tíð sé í vændum með blóm í haga. Áður hefur verið greint frá leigusamningi SVFR um veiðirétt- inn í Krossá á Skarðsströnd í Dölum. Eftir því sem komist verð- ur næst mun fleira vera í farvatn- inu en ekki þó orðið umræðu- hæft. Þá má bæta við þetta að allar líkur eru á því að SVFR bjóði félagsmönnum sínum vorveiði í Soginu fyrir landi Bíldsfells og Ásgarðs. Mikíl og vaxandi bleikju- veiði hefur verið í Soginu síðustu sumur. Um er að ræða staðbund- inn stofn að stórum hluta og því ljóst að þarna gæti borið vel í veiði. Félagið hefur til afnota góð veiðihús á þessum slóðum. Blanda hreinsast Síðustu sumur hefur orðið mik- ilsverð breyting á Blöndu. Með gerð Blöndulóna hefur mikið af jökulleirnum síast úr vatninu og hefur áin verið til mikilla muna hreinni og allt að því tær á stund- um. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var, er áin byltist fram dökkbrún og ófrýnileg. Í þá daga var eina leiðin að veiða lax í ánni að húkk’ann með tröllsleg- um græjum og gerðu menn það óspart og fóru ekki leynt með þó veiðiskapurinn bryti í bága við landslög. í dag er ástandið annað og menn eru jafnvel oftlega að veiða laxinn á flugu. í gögnum sem liggja fyrir má lesa svokallað „sjóndýpi" eða „sjónrýni“ í Blöndu, en það hefur verið mælt reglulega eftir að virkj- unartilstandið á heiðum frammi hófst. í gögnum frá sumrinu 1996 kemur t.d. fram að sjóndýpi í Blöndu allt frá 25. maí og fram vfir miðjan ágúst var 140 senti- metrar. Eftir það minnkar sjón- dýpið er menn byrja að hleypa fram hjá Blöndulóni. Sjóndýpið á veiðitíma minnkar stöðugt, er aldrei minna en 30 sentimetrar, sem hefði trúlega þótt silfurtært miðað við ástandið fyrir tíma virkjunar. Listamanna- ball í Þjóð- leikhúskjall- aranum FJÖLNIR, tímarit handa íslending- um, mun standa fyrir listamanna- balli í Þjóðleikhúskjallaranum á full- veldisdaginn 1. desember í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans. Samkoman hefst klukkan níu um kvöldið og stendur fram yfir mið- nætti. Polkahljómsveitin Hringir mun leika fyrir dansi, minni íslands, karla og kvenna verða mælt fram og sung- in, einnig minni iistamanna, gagn- rýnenda, menntamálaráðherra og menningarmálanefndar. M.a. mun Mikael Torfason fara með minni æskufólks og Jón Viðar Jónsson með minni leikara. Boðið verður upp á listræn skemmtiatriði af ýmsu tagi og áhorfendaverðlaun sýningarinnar Myndlist ’97 verða afhent, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Aðgangseyrir að ballinu er 700 kr. en 400 kr. fyrir félaga í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans. Gestir eru beðnir að mæta í samkvæmisklæðn- aði. Fræðslumynd um leitarhunda FRÆÐSLU- og heimildarmynd um leitarhunda er komin á myndband ásamt bækling um efni hennar. Bæklingurinn, sem er með út- skýringarmyndum, fjallar m.a. um sögu hundsins, þroska, þjálfun og veiðihvöt sem nýtt er við Ieita hér á landi. Einnig eru upplýsingar um tilurð og hegðun lyktar, vinds og veðurfars og efni um hinn almenna hundaeiganda sem og björgunar- sveitir. Útgefandi er Kvikmyndafélagið Pamela. Opið hús í Mörkinni 6 í TILEFNI af 70 ára afmæli Ferða- félags íslands verður opið hús í Mörkinni 6 sunnudaginn 30. nóvem- ber kl.15-17. Forseti félagsins, Haukur Jóhannesson, mun ávarpa gesti, leikin verður létt tónlist og boðið upp á afmæliskaffi. Allir vinir og velunnarar félagsins eru vel- komnir. Á undan, kl. 14.00, verður ganga frá Mörkinni 6 upp í Elliðaárdal. Kl. 17 hefst myndasýning. Sverre A. Larsen, framkvæmdastjóri Norska ferðafélagsins, sýnir lit- skyggnur frá ljaUahéruðum í Noregi. Sögusýning FÍ, Á ferð í 70 ár, verður opin frá kl. 14-18 á sunnu- dag. Þar er á myndrænan hátt greint frá upphafi og starfsemi félagsins, og sýndir ýmsir munir sem tengjast Ferðafélaginu. Steinþór Sigurðsson listmálari hannaði sýninguna. filodazd SOKKABUXUR SEM MÓTA LÍKAMANN ÞÚFBNNUR MLHSENN SLIM UP Útsölustaðir. HagkaupSkcifen,HagkaupKringlan, Aí\ /)nn Hagkaup Akureyri, Fjarðarkaup og í flestum apócekum. ■” Udl Ný sending - ótrúlegt verð m.a. 6 stk. Afghan heilsilki ca. 130 x 190 á aðeins 74.900 stk. Pakistan Bochara, ca 125x185 29.800 stk. Ekta handmálaðir býsanskir íkonar - verð frá 2.900 HÖTÉÍy REYKJAVIK SIGTÚNI Idag 30. nóvfrá 14-19 mánud. 1. des. frákl. 13-19 þriðjud. 2. des. frá kl. 13-19 miðv.d. 3. des. frá kl. 13-19 (síðasti dagur). QBCS) RAÐGREIÐSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.