Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 48
^48 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /fth sja TtNNJSSK/RTFlbi/ÞþiTTf' Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk ímyndaðu þér að skauta! Þar eru Hvað ertu að lesa? „Hvernig á að aka svellslípivél“ _jl peningarnir, Magga ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík ® Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Að standa í báða fætur á Austurlandi Frá Valdimar Kristinssyni: FYRIR nokkru voru veitt verðlaun fyrir lífræna ræktun á Héraði. Bóndinn í Vallarnesi þakkaði fyrir sig og sagði af því tilefni að þjóð- in yrði að fara að gera upp við sig hvort hún ætlaði „að stíga í álfótinn eða kálfótinn“. Þetta þótti fyndið enda laglega orðað. Þarna hefur líklega óvart verið komist að kjarna málsins, þar eð þeir sem stíga fast í annan fótinn geta riðað til falls. Svo gæti einn- ig farið um margar byggðir á ís- landi. Samkvæmt nýlegu yfirliti er alvarleg fólksfækkun á tíu svæðum á landinu og þar af eru tvö svæði sem taka yfir dijúgan hluta Austurlands. Eigi breyting að verða á þarf mikil atvinnuupp- bygging að eiga sér stað. En reynslan sýnir að hún dugir ekki ein. Fólkið þarf að vera nægjanlega margt til að standa undir íjöi- breytilegum atvinnutækifærum og margvíslegri þjónustu nútímasam- félags. Austurland er ekki vel undir þetta búið, þar sem aðeins 9 þús. manns búa á svæðinu frá Hellis- heiði eystri að Berufirði. Það er eins og hverfi í Reykjavík eða hálfur Kópavogur. Raunar er að- eins eitt hérað utan Suðvestur- lands sem fullnægir þjónustukröf- um fólks, það er Eyjafjörður með Akureyri. Má þó varía minna vera enda þótt íbúar séu á þriðja tug þúsunda. Búast má við að trjáræktin eigi eftir að gera mikið fyrir Fljótsdals- hérað, og ekki skaðar að lífræn ræktun fýlgi í kjölfarið, en betur má ef duga skal til að snúa vörn í sókn austfirskum byggðum til bjargar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er ekki hægt að koma auga á neitt annað nægjan- lega stórt, sem stuðlað getur að nauðsynlegum umskiptum, en ál- ver og olíuhreinsun, sem einmitt kunna að bjóðast á næstunni. Engan tíma má missa því margt bendir til að um gæti verið að ræða síðasta tækifærið til að styrkja byggð með áhrifamiklum hætti utan Faxaflóa. Er þá einnig hugsað til þess að öflugt Austur- land gæti orðið samstíga Norður- landi, og þá einkum Eyjafirði, í' samkeppni við „Borgríkið“ syðra. (Sjá einnig bréf til Mbl. 11. nóv. sl.) Haft er eftir Halldóri Asgríms- syni í Mbl. 25. nóv. sl., að Fram- sóknarflokkurinn hafi vanmetið mikilvægi sterkra byggðakjarna. Stórfelld uppbygging á Austur- landi fellur einmitt vel að róttæku endurmati byggðastefnunnar. Yf- irlýsing Finns Ingólfssonar í sama blaði, um olíuhreinsunarstöð í Skagafírði, eru hins vegar leifar af gömlu stefnunni. Þar að auki er fráleitt að beina stórum olíu- flutningaskipum inn á hafsvæði þar sem hætta á hafís er marg- föld á við siglingu að Austurlandi. Vilji heimsbyggðin frémur framleiða léttmálma annars staðar en hér á landi með ailt að tíu sinn- um meiri mengun, er það enn eitt dæmið um hvernig „vinir“ jafnt sem óvinir valta yfir hina fáu og smáu. Þá segja sumir að ekki séu önnur ráð eftir en að selja raforku um sæstreng til útlanda. í fyllingu tímans getur vel verið að það gæti orðið dijúg tekjulind fyrir þjóðarbúið, en nokkrir vélgæslu- menn orkuvera munu ekki koma Austurlandi á flug. Þá er þess fremur að vænta að flýta þurfi lóðaúthlutun á Kjalarnesi vegna borttfluttra Austfirðinga, sem sjá hag sínum betur borgið í „Borgrík- inu við Faxaflóa". VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475* Brúðhjón Allur boröbúnaður Glæsileg gjafavara - Brúðarhjóna listar , VERSLUNIN Latigavegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.