Morgunblaðið - 20.12.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 20.12.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÁ getur nú landsbyggðarlýðurinn endanlega hysjað upp um sig brækurnar og komið sérburt . . . Lögfræðiaðstoð laganema Sifja- og erfða- mál algengust Birgir Tjörvi Pétursson HVERT fimmtu- dagskvöld býður Orator, félag laga- nema, upp á ókeypis lög- fræðiaðstoð gegnum síma. Það eru laganemar á fjórða og fimmta án í lög- fræði við Háskóla Islands sem standa að þessari þjónustu. Birgir Tjörvi Pétursson er fram- kvæmdastjóri lögfræðiað- stoðarinnar ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni. -Hvað er langt síðan laganemar fóru að bjóða almenningi ókeypis lög- fræðiaðstoð? „Frá árinu 1931 og fram til ársins 1935 buðu laga- nemar efnalitlu fólki upp á lögfræðiaðstoð,“ segir Birgir Tjörvi. „Þessi þjón- usta var síðan lögð niður en árið 1981 var ákveðið að taka upp á því á ný að gefa almenningi kost á endurgjaldslausri ráðgjöf. Hún hefur síðan verið starfrækt yfir vetrarmánuðina einu sinni í viku, þ.e.a.s. á fimmtudagskvöld- um frá klukkan 19.30 til klukkan 22.“ Birgir Tjörvi segir laganema mjög áhugasama um að sinna lögfræðiþjónustunni. „Ráðgjöfin er góð þjálfun íyrir laganema sem eru að ljúka námi en henni sinna nemendur fjórða og fimmta árs í lögfræði. Við leggj- um áherslu á að vera nokkur á vakt þessi fimmtudagskvöld, helst þrjú til fjögur sem fórum síðan saman yfir þau mál sem til okkar berast og gefum skjól- stæðingum okkar ráðleggingar." -Getið þið ieyst úr málum þeirra sem til ykkar leita? „Stundum eru málin það skýr að okkur tekst að gera það. Oft eru þau líka mjög flókin og þá ekki alltaf á okkar færi að leysa þau í einföldu símaviðtali. Til þess þyrftum við að hafa öll gögn í höndunum. Við getum á hinn bóginn leiðbeint fólki með hvert það getur leitað með mál sín.“ - Hvers konar mál er algeng- ast að sé ieitað með til ykkar? „Við fáum fyrirspumir um mál sem snerta ýmis svið mannlífs- ins en það er algengast að fólk leiti upplýsinga hjá okkur vegna sifja- og erfðamála. Þetta eru þá mál sem varða til dæmis hjú- skap, forræði eða arf.“ Birgir Tjörvi bendir á að þar sem umrædd mál séu oftar en ekki tilfinningalegs eðlis séu þau flókin. Hann segir nemendur forðast að gefa endanleg svör við flóknum ágreiningsefnum þar sem málsatvik eru oft flókin og atburðarásin hefur tekið langan tíma. „Við reynum að skýra út hvaða reglur gilda og hvemig þær hafa verið túlkaðar og geti hugs- anlega átt við í viðkomandi máli. Eitt höfuðmarkmið okkar hefur verið að hjálpa fólki að taka fyrstu skrefin í að leita réttar síns og það virðist takast í flest- um tilfellum.“ -Er þessari þjónustu ykkar vel tekið? „Já, það er alveg óhætt að segja það. Það er misjafnt hversu margir hringja inn á hveiju fimmtudagskvöldi en frá því við setjumst niður klukkan 19.30 og fram til klukkan 22 hringir síminn látlaust. Eg er ►Birgir Tjörvi Pétursson er fæddur í Reykjavík hinn 11. maí árið 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1992 og stundar nú nám við lagadeild Háskóla íslands. Birgir 'Tjörvi er annar af tveimur fram- kvæmdastjórum Lögfræðiað- stoðar Orators sem veitir fólki ókeypis lögfræðiþjónustu á fimmtudagskvöldum. þess fullviss að færri komast að en vilja. Það er engin spuming að það er rík þörf fyrir þjónustu sem þessa.“ - Hafa þeir sem til ykkar leita ekki efni á að leita tii lögfræð- ings? „Það kemur fyrir að fólk ber því við að hafa ekki efni á lög- fræðiaðstoð. Við eigum á hinn bóginn mjög erfitt með að meta það í gegnum síma hvort sú er raunin.“ Birgir Tjörvi segir að fyrst og fremst leiti einstaklingar með mál sin til þeirra og af báðum kynjum. Fyrirtæki hafa greiðari aðgang að lögfræðiþjónustu heldur en einstaklingar og leita því síður til okkar. „Lögfræðiaðstoðin getur sparað fólki heilmikla peninga ef málið er einfalt. Séum við ekki í þeirri aðstöðu að geta leyst mál fyrir þá sem hringja til okkar þá vísum við þeim áfram til lögmanna. Þegar fólk á í samskiptum við stjóm- völd höfum við oft getað bent á umboðsmann Alþingis sem tek- ur við kvörtunum án endur- gjalds. Þá hvílir einnig leiðbein- ingaskylda á stjómvöldum og höfum við þá reynt að greiða úr því hvert viðkomandi á að snúa sér. Sé málið milli tveggja einstaklinga er oft eina úrræðið að leita til lögmanna." Birgir Tjörvi bendir á að ef lögfræðinemar geti ekki leyst úr málum komi fyrir að þeir biðji fólk að hafa samband síðar þegar búið er að athuga betur mál viðkomandi. „Við lát- um ekki senda okkur gögn en það getur komið upp sú staða að við tökum okkur tíma til að kynna okkur betur mál. Eins og ég sagði em laganemar mjög áhugasamir um að sinna lög- fræðiaðstoðinni og eru tilbúnir að leggja töluvert á sig. Þetta er því gagnkvæmt því við önnum vart eftirspurn." „Anna vart eftirspurn" »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.