Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 24

Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 24
AUK / SlA K826-38 24 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 UR VERIIMU MORGUNBLAÐIÐ Nokia GSM 1611, 22.900 kr* Nokia GSM 3110, 36.900 kr.* Nokia GSM 8110, 47.900 kr.* 135 g, 70 klst. biótítni, 2 klst. taltimi Hátækni Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! nægjulegt iólatilboð Innifalið í veröi hvers síma er stofngjald ásamt hleöslutæki í bílkveikjara og leðurtaska, samtals aö verömæti um 7.400 kr. 151 g, 95 klst. biðtími, 2,7 klst. taltími 250 g, 140 klst. biðtími, 3,5 klst. taltími Ástand sjávar kringum allt landið talið gott HEILDARNIÐURSTÖÐUR sjó- rannsóknaleiðangurs Hafrann- sóknastofnunar nú í desember sýna að hlýsjórinn að sunnan er óvenju- áhrifaríkur miðað við undanfarin ár og þar gætir enn lítillar vetrarkæl- ingar. Auk þess hefur kaldi Austur- íslandsstraumurinn vikið undan Norður- og Austurlandi frá því í ágúst. Þá er ástand sjávar á miðun- um allt í kringum landið gott. Hlýi sjórinn að sunnan var bæði tiltölulega heitur (8-9,5°C) en þó einkum saltur (allt að 35,2%o) miðað við meðalárferði. Hans gætti í ríkum mæli fyrir Vestflörðum með hita milli 6 og 7°C og seltu yfir 35,0%o og náði hann inn á vestanverð norð- urmið allt austur á móts við Siglu- nes (hiti þar 4-5°C) og jafnvel eitt- hvað austar en þá með lækkandi hitastigi og seltu er nálgaðist venju- legt vetrarástand. Fyrir Austurlandi var sjávarhiti tiltölulega hár á land- grunninu (2-4°C) og selta var þar um 34,8%o en með þunnu ferskara yfirborðslagi. Kalda tungan í Austur-íslands- straumi fyrir Norðaustur- og Aust- urlandi hefur vikið fyrir hlýja sjónum síðan í ágúst og var tiltölulega langt undan með hitastig undir 0° og seltu um 34,6-34,8%o. I leiðangrinum var unnið að ýms- um öðrum verkefnum. Skal þar fyrst nefna fjölþjóðaverkefni, sem stutt er af Evrópusambandinu og gengur undir nafninu VEINS. Markmið þess er að mæla og fylgjast með breyti- leika í varma- og efnaflæði milli Norður-íshafs og Atlantshafs og smíði reiknilíkans, sem hjálpartækis til ákvörðunar á hvaða mælingar kann að vera nauðsynlegt að gera í framtíðinni svo unnt verði að öðl- ast betri skilning á og fylgjast með hlutverki norðurhafa í langtíma veð- urfarsbreytingum á komandi árum. Þá var einnig unnið að gagnasöfn- un vegna annars fjölþjóðaverkefnis, sem nefnt hefur verið ESOP-II og er einnig styrkt af Evrópusamband- inu. Hlutverk þess er m.a. að rann- saka hita-seltu hringrásina í Norður- Grænlandshafí og tengsl hennar og áhrif á hringrás heimshafanna. Varpað var út 10 rekduflum á vöidum stöðum fyrir sunnan og vest- an land. Dufl þessi eru notuð til að fylgjast með hafstraumum umhverf- is landið og er fylgst með reki þeirra með aðstoð gervihnatta. Þetta er samvinnuverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar og bandarískra aðila. Einnig var varpað út tveim veð- urrekduflum fyrir Veðurstofu ís- lands. Þá var safnað sýnum til isotopamælinga fyrir Geislavarnir ríkisins og að lokum var skipt um tvo straummæla, sem eru á lang- tímalögn í lokaða hólfinu á Hom- banka. Hlutverk þeirra er að fylgj- ast með flæði atlantssjávar inn á norðurmið. Leiðangursmenn voru: Jóhannes Briem, leiðangursstjóri og hafrann- sóknarmennimir John Mortensen, Magnús Danielsen og Bjöm Sigurðs- son. Jón Ólafsson prófessor var með í hluta leiðangursins. Skipstjóri var Ingi Lárasson. Norðmenn gegn veiðileyfi Stakfells Setja Smugu- veiðar fyrir sig ÓVÍST er, að Stakfellið, sem nú er gert út frá Færeyjum, fái leyfi til að veiða við Noreg á næsta ári. Hefur skipið haft þetta leyfi í sam- ræmi við samninga milli Færeyinga og Norðmanna en að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, setja Norðmenn það fyrir sig, að skipið veiddi á sínum tíma í Smugunni. Hraðfrystistöðin seldi Stakfellið til Færeyja í haust og á sjálf nokk- urn hlut í útgerðarfyrirtækinu, sem gerir það út. Að undanfömu hefur skipið verið við veiðar við Svalbarða og í rússneskri lögsögu í Barents- hafi en hefur auk þess haft leyfi til að veiða ufsa sunnan 62. gráðu við Noreg. Furðar sig á vinnubrögðunum Jóhann sagði, að nú vildu Norð- menn afturkalla þetta leyfi og á þeirri forsendu, að Stakfellið hefði HÉR Á landi er nú stödd 4 manna sendinefnd forráðamanna kín- versks skipasmíðaiðnaðar, m.a. frá Guang Zhou Huangpu Ship- yard skipasmiðastöðinni sem m.a. hefur boðið í smíði nýs hafrann- sóknaskips fyrir Hafrannsóknar- stofnun. Af því tilefni mun Ic- eMac-Fiskvinnsluvélar ehf., sem er umboðsaðili skipasmíðastöðv- arinnar hér á landi, bjóða til ráð- stefnu á Hótel Sögu kl. 14 á laug- ardag. Á ráðstefnunni mun Gao Feng, forstjóri China State Ship- á sínum tíma verið að veiðum í Smugunni. Þessu hefðu Færeyingar mótmælt en ekki væri von á, að botn fengist í þetta fyrr en á næsta ári. Þetta mál hefur ekkert snert hagsmuni útgerðarinnar enn að sögn Jóhanns og hann sagði það alveg ókannað hvort fysilegt væri að fara í ufsann við Noreg miðað við aðra kosti, sem skipið hefði. Á hinn bóg- inn væri það furðulegt, að forsaga skips, sem selt hefði verið, skyldi ráða því í hvaða verkefni það mætti fara. Kvaðst hann ekki hafa heyrt um svona vinnubrögð áður og ekki vita hvort Norðmenn hefðu nokkra lagastoð fyrir þeim. Sagði Jóhann, að þetta sýndi best hvaða brögðum Norðmenn beittu okkur. Stakfellið er nú að veiðum innan rússnesku lögsögunnar en aflinn hefur almennt verið heldur tregur í haust. Sagði Jóhann, að hann færi þó heldur batnandi. building Corp, fjalla um skipa- smíðaiðnað í Kína, Dong Zhi Cheng, framkvæmdastjóri Guang Zhou skipasmíðastöðvarinnar, mun fjalla um tæknikunnáttu og gæði í kínverskum skipasmíðaiðn- aði, Bolli Magnússon, skipatækni- fræðingur, mun ræða smíðalýs- ingar, gæði og verð og Daníel Friðriksson, skipatæknifræðing- ur, mun segja frá kynnisferð sem farin var til Kina sl. september. Á milli framsöguerinda verða fyr- irspurnir úr sal. Ákvörðun LÍÚ um verkbann Sjómenn vilja úr- skurð Fé- lagsdóms SJÓMANNASAMBAND íslands ákvað í gær að fá úr því skorið fyr- ir Félagsdómi hvort heimildin fyrir verkbanni, sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, LÍÚ, aflaði sér nýlega, væri lögleg. Er það mat lögfræðinga Sjómannasambands- ins, að það hafí ekki verið lögum samkvæmt að telja atkvæði frá öll- um útvegsmannafélögunum sam- eiginlega. LÍÚ aflaði sér heimildarinnar til að geta svarað boðuðu verkfalli vél- stjóra með verkbanni á aðra skip- veija um borð í skipum, sem eru með aflmeiri vélar en 1.500 kw. í fréttatilkynningu frá Sjómannasam- bandinu segir, að hingað til hafi því verið haldið fram, að sjómannafé- lögin 37 verði að taka um það ákvörðun hvert fyrir sig hvort efnt verði til verkfalls en LIÚ hafí hins vegar talið sér heimilt með tilvísan til laga Vinnuveitendasambands ís- lands að te(ja öll atkvæði í útvegs- mannafélögunum sameiginlega. í yfirlýsingu Sjómannasambands- ins segir, að það hafi grandvallar- þýðingu fyrir verkalýðshreyfinguna í heild að fá úr þessu skorið og af þeim sökum meðal annars hafi ver- ið ákveðið að vísa málinu til Félags- dóms. ------♦ ♦ «---- Mæla síld og loðnu ÁKVEÐIÐ hefur verið, að hafrann- sóknaskipin bæði, Ámi Friðriksson og Bjami Sæmundsson, fari í nýjan loðnu- og síldarleiðangor strax eftir áramót eða 2. janúar. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði, að til að skipin fengju gott næði við mælingarnar fyrir austan, yrði farið fram á, að svokallaðar tilraunaveið- ar jneð flotvörpu yrðu ekki stundað- ar á meðan en vegna þess, að síldin hefur haldið sig mest við botninn, hefur ekkert fengist í nótina lengi. Kynna nýsmíði fiskiskipa í Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.