Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 30

Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 30
30 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fmgraför Carlosar fundust á París. Reuters. SÉRFRÆÐINGUR lögreglunnar í París bar um það vitni í réttarhöld- unum yfir „Sjakalanum Carlosi" í gær að fingraför hans hefðu fund- izt í íbúð í borginni sem tveir fransk- ir leyniþjónustumenn og uppljóstr- ari þeirra voru myrtir í árið 1975. Vitnisburður sérfræðingsins kom fram á sjötta degi réttarhalda vegna þrefaldrar morðákæru á hendur hinum goðsagnakennda hermdar- verkamanni Carlosi. Sagði sérfræð- ingurinn að enginn vafi léki á því að fingraför sem fundizt hefðu á viskífiösku og glösum í íbúðinni væru Carlosar. vettvangi Carlos, sem kallaður hefur verið „Sjakalinn" en heitir í raun Illich Ramirez Sanchez og er frá Venez- úela, er ákærður fyrir morð á tveimur óvopnuðum leyniþjónustu- mönnum og líbönskum uppljóstr- ara þeirra í einni af reglubundnum heimsóknum sínum til uppljóstrar- ans. Carlos, sem fram að þessu hefur talað mikið við réttarhöldin, sagði ekkert í gær og reyndi ekki að ve- fengja að fingraförin væru hans. Verjandi hans, Isabelle Coutant- Peyre, sagði fingraförin hafa getað verið tekin „hvar sem er“. •V SKÓR FYRIR KARLMENN STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Domus Medica - Kri Galway Hague kvongast Gíslunum í Texas sleppt VOPNAÐUR maður, sem tók 80 ung börn í gíslingu á barna- heimili í Texas, sleppti tveimur síðustu gíslunum í fyrrinótt og gafst upp án þess að til átaka kæmi. Vopnaðir lögreglumenn höfðu setið um barnaheimilið í 30 klukkustundir þegar mað- urinn lagði frá sér skamm- byssu sína og gekk út úr barnaheimilinu. Skömmu áður hafði hann sleppt fimm ára syni sínum og sjö ára stjúpsyni. Drengina sakaði ekki. „Maðurinn var þreyttur og börnin voru farin að þreytast og ég hygg að hann hafi tekið að hugsa um velferð barn- anna,“ sagði lögreglustjóri Plano, útborgar Dallas í Tex- as. Maðurinn var færður í fangelsi og ákærður strax fyr- ir mannrán. Ættingjar mannsins og drengjanna grétu af gleði og féllust í faðma þegar gíslatök- unni lauk. Maðurinn er á saka- skrá en ættingjar hans sögðu að hann hefði aldrei ætlað að gera börnunum mein og tekið þau í gíslingu í örvinglun eftir að hafa deilt harkalega við fyrrverandi eiginkonu sína, sem starfaði á barnaheimilinu. WILLIAM Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, gekk í gær að eiga unnustu sína, Ffion Jenkins, í þinghúsinu í London. Jenkins, sem er 29 ára Wales- búi, er sögð gædd miklum per- sónutöfrum og breskir íhalds- menn vonast til þess að brúð- kaupið og umfjöllun fjölmiðla um það bæti ímynd flokksfor- mannsins, sem nýtur miklu minni vinsælda en Tony Blair forsætisráðherra ef marka má skoðanakannanir. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag Þrír Króatar látnir lausir Haag. Reuters. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Haag gaf í gær út tilskipun um að þrír Bosníu-Króatar, sem dómstóllinn hefur haft í haldi frá í október vegna gruns um aðild að stríðs- glæpum, skyldu látnir lausir án tafar. Yfirsaksóknari, Louise Arbour, greindi frá því að ákærur á hendur Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaöu nýju Nilfisk GM-400 ryksugumar /ponix HATÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Marinko Katava, Pero Skopljak og Ivan Santic, yrðu felldar niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þessir þrír voru í hópi tíu Bosníu- Króata sem gáfu sig fram við dóm- stólinn í október eftir að Banda- ríkjamenn höfðu beitt Króata diplómatískum þrýstingi. Höfðu allir verið ákærðir vegna fjölda- morða á múslímum í Mið-Bosníu 1993. Anto Furundzija, Bosníu-Króati sem var handtekinn i Bosníu á fimmtudag, neitaði í gær sakargift- um frammi fyrir dómstólnum í Haag. Furundzija var handtekinn ásamt öðrum Bosníu-Króata, Vlatko Kupreskic, og er þeim gefið að sök að hafa tekið þátt í fjölda- morðunum 1993. Kupreskic særðist í átökum við hollensku gæsluliðana sem hand- tóku hann og er búist við að hann komi fyrir dómstólinn síðar. pels Litir: Brúnn og svartur. Verð kr. 12.980 Æðislegur velúrtrefill fylgir nú hverjum keyptum síðum pels á meðan birgðir endast. Fallegir litir. Falleg gjöf handa elskunni þinni! f \ TÍSKUVÖRUVERSLUN Straumar Laugavegi 55; sfmi 561 8414 LISTAVERK I JOLAGJOF Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist Opið til kl. 22.00 — Gallerí Fold, Rauðarárstíg, sími 551 0400 og Kringlunni, sími 568 0400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.