Morgunblaðið - 20.12.1997, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Svipul sæmd
Mynd Johns Hustons um undir-
málsmenn, úrræðaleysi og ein-
manaleika er í hópi þeirra bestu
frá hendi hins snjalla leikstjóra,
en jafnframt ein sú fáséðasta.
Ástæðan sjálfsagt heldur dapur-
legt efnið. Aðalpersónumar eru
tveir bardagamenn hringsins. Sá
eldri (Stacy Keach), sem er tekinn
að fitna, átti sína góðu daga, en er
kominn í ræsið. Sá yngri (Jeff
Bridges) stefnir hraðbyiá á sömu
slóðir þótt hann hafí ljóslifandi
dæmi um afleiðingamar fyrir aug-
um.
Huston tók myndina í róna-
hverfi Stockton, niðurnítt um-
hverfíð, skítug hótelherbergin og
volkaðir íbúamir setja rétta
hnignunarblæinn á myndina.
Flesta aukaleikai’ana réð hann á
staðnum. Gamla boxara, róna og
daglaunamenn. Takið eftir öldrað-
um, þeldökkum ram sem segir
Tully (Keach) ft-á raunum sínum.
Huston nasaði hann uppi úti á
laukakri. Þegar hann hafði lesið
rulluna fyrir leikstjórann spurði
Huston hvort hann gæti lært
hana utanað. „Ég er búinn að
því“, svaraði karlinn. „hún var les-
in fyrir mig. Ég var að þykjast, ég
kann ekki að lesa“. Hann var ráð-
inn á staðnum. Bestur allra er þó
Stacey, Keach (Brando stóð hlut-
verkið til boða en Huston gekk
ekki á eftir honum) sem gamli
bardagamaðurinn sem glímir nú
við flöskuna en eygir von í
Bridges, sem á enn einn stórleik-
inn. Lánleysið fellur þeim að síð-
um. Kris Kristofferson er ekki
mikill leikari en hann hefur samið
nokkur gullfalleg lög og texta.
Eftirminnilegasta atriði Svipullar
sæmdar er upphafsatriðið. Tully
hefur verið að lina þjáningar sínar
undir sænginni inná sjúskuðu hót>
elherbergi og er að reyna að kom-
ast í form til að horfast í augu við
nýbyrjaðan daginn. Undir at-
burðarásinni er leikið lagið Help
Me Make It Through The Night
Þessi fallega melódía og hrópandi
bænin í textanum segir allt sem
segja þarf um ástand persónunn-
ar og gefur myndinni tóninn.
■kirkVz
Saga Klass
‘■ Y" ' i
Stöð 2 ►13.10 Laugardags-
myndirnar ganga í garð með
Prúðuleikurunum (The Muppet
Movie), (‘79)) kkVi, þeirri fyrstu og
bestu um brúðurnar vinsælu. Bæri-
legt bamagaman með fjölda gesta-
leikara í bland við Kermit, Svínku
og hvað þær hétu nú allar. Leik-
stjórinn, James Frawley, gerði
nokkrar forvitnilegar myndir en féll
fljótt í gleymsku.
Sjónvarpið ►20.50 Bandaríska
Eddie Murphy myndin Prins í
konuleit Coming to America),
(‘88)), er fyrsta og skársta mynd
grínarans eftir fyrstu stórsmel/ina
þrjá. Murphy fer með hlutverk auð-
ugs prins frá ónefndu Afríkuríki
sem kemur til Bandaríkjanna og
þykist vera fátæklingur til að ganga
í augun á stóru ástinni sinni. Auk
þess fer þessi forkostulegi en
óvandfýsni gleðigjafi með mýgrút
ólíkra smáhlutverka. Með aðstoð
förðunarmeistara bregður hann sér
m.a. í gervi gamals Gyðings. Gerí
aðrir strákar frá Harlem betur.
Leikstjórí er John Landis og fyrr-
um sjónvarpsstjarnan Arsenio Hall
fer með annað aðalhlutverkanna.
SV ogAI gefa kkV.íí Mynd-
bandahandbók heimilanna.
Sýn ►21.00 Um myndina Blóð-
taka 2 (Rambo: First
Blood Part II:), (‘85),
var fjallað á þessum
vettvangi fyrir tveim
vikum, hún virðist
því lífseig eins og
DIANA prins-
essa sjálf en með
hlutverk hennar í
kvikmyndinni fer
bresk klám-
myndaleik- :í
kona.
söguhetjan. Stendur fyrrí myndinni
langt að baki. Að þessu sinni er Ví-
etnam vettvangur ofurmennisins.
kk
Stöð 2 ^21.10 Hin sígilda Jóla-
saga eftir Charles Dickens er til
staðar að þesssu sinni í nýjum bún-
ingi sem Kanadamaðurinn George
Kaczender gerði 1995 og heitir
Skrugga (Ebbie). Landi hans, leik-
konan Susan Lucci, fer með hlut-
verk nánasarinnar sem fær fyrrum
viðskiptafélaga sinn afturgenginn í
heimsókn. Reynir hann með aðstoð
hjálparkokka sinna að vekja mann-
legar tilfinningai' hjá nirflinum. Not-
endur IMDb era sáttir við Skrögg
gamla á háum hælum og gefa 7,8 í
meðaleinkunn. Það er því ástæða til
að ætla að Skröggur hressi uppá
jólahaldið í ár eins og svo oft áður.
Sjónvarpið ►22.55 Trúnaðar-
mál (Confídential Report), (‘55) er
hvalreki á fjörur kvikmyndaunn-
enda því hér er komin frekar fáséð
mynd eftir Orson Welles - reyndar
betur þekkt undir nafninu Mr.
Arkadian. Nokkuð leyndardómsfull
spennumynd sem telst ekki ein af
meirí háttar myndum hins mistæka
meistara en á góða spretti. Welles
leikur auðjöfurinn Arkadian sem
segist þjást af minnisleysi og ræður
m ann til að kanna fortíð
sína. En allir þeir sem
þekktu Hr. Arkadi-
ÍL an enda í líkhús-
■■A inu. Welles fram-
leiddi sjálfur (af
Hljómsveitin SAGA KLASS og söngvararnir
Sigrún Eva Ármannsdóttir og Reynir
Guðmundsson sjá um kraftmikla og góöa
danstónlist frá kl. 23.30.
André Bachmann og félagar
með lauflétta stemningu og líflega tónlist á
MÍMISBAR
nokkrum vanefnum) þessa fransk/
spænsku mynd, auk þess að leik-
stýra, skrifa handritið og fara með
aðalhlutverkið. Fékk til liðs við sig
trausta skapgerðarleikura eins og
Sir Michael Redgrave, Mischa
Auer, Akim Tamiroff, Katinu Pax-
inou og Peter Van Eyck. Forvitni-
leg, einkum í sögulegu samhengi,
það glittir í gullið þó meistaranum
sé tekið að fatast flugið. ★★Vá
Stöð 2 ►23.00 Svipul sæmdfFat
City), (‘72)
Sjá umfjöllun í ramma.
Stöð 2 ► 00.40 Bein ógnun (Clear
and Present Danger), (‘94) er þriðja
kvikmyndin sem gerð er með Harrí-
son Ford í hlutverki leyniþjónustu-
mannsins Jacks Ryans. Myndirnar
eru byggðar á mctsölubókum Toms
Clancy. Verkefni Ryans er að þessu
sinni í ævintýralegrí kantinum,
hann fæst við eiturlyfjabaróna í
Kólombíu. Góð, ★★★ skemmtun.
Með Willem Dafoe. Leikstjórain
spræk hjá Philip Noyce.
Stöð 2 ►03.00 Ef áskrifendur
Tvistsins hafa ekki séð Kika, (‘93),
inynd Pedros Almodóvars um förð-
unardömuna Kiku (Veronica
Forque) og umgengnisvandamál
hennar við móður sína, systur og
sambýlismann (Peter Coyote), ættu
þeir a.m.k. að setja á upptöku.
Mannlífíð h ans Almodóvars er engu
öðru líkt og persónumar fjölskrúð-
ugar sem endranær. Með Victoriu
Abríl.
Sæbjörn Valdimarsson
Klámmyndaleik-
kona sem Díana
► DAGBLAÐIÐ New York Post greindi nýlega
frá því að bresk klámmyndaleikkona muni leika
Díönu prinsessu í kvikmynd sem gerð verður um
ævi hennar. Leikkonan heitir Christina Hance
og lék hún í hinni frægu klámmynd „Our Wild-
est Orgies" auk þess sem hún lék í mynd-
bandi sem átti að vera af ástarleik Díönu
prinsessu og fyrrum elskhuga hennar,
James Hewitt, og bresku blöðin gerðu
allt vitlaust út af. Það er breski kvik-
myndagerðarmaðurinn David
Puttnam sem stendur fyrir gerð
myndarinnar sem á að vera um
„prinsessu fólksins“, en ekki eru all-
ir sáttir við leikkonuvalið. „Ef þeir
þurfa að gera kvikmynd um
Díönu á annað borð væri þá
ekki meira viðeigandi að nota
alvöru leikkonu," spurði breski
aðalsmaðurinn James Lally
blaðið. Framleiðandinn
Puttnam vísaði allri gagnrýni á
bug og sagði myndina verða til
heiðurs Díönu.
Miðasala og borðapantanir daglega á
Hótel Islandi kl. 13-17, simi 568-7111.
ín saga!
Viðar Jónsson
m skgmmtirjjestum tií kl. 03
Danskur jólamatur kr. 1.490
Lambalæri bearnaise kr. 790
Munið Þorláksmessuskötuna
<». CataCím
II
(Hamra6org 11,
sími 554 2166