Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lögreglan kvartar við Alþingi
vegna bifreiða fyrir framan húsið
Bifreiðum
ráðherra lagt
ólöglega
LÖGREGLAN í Reykjavík hef-
ur sent Alþingi formlega
kvörtun vegna bifreiða á vegum
þingmanna og ráðherra sem lagt
er ólöglega fyrir framan Alþing-
ishúsið. Minnt er á að ekki er um
lögleg bílastæði að ræða og að
þeir bílstjórar sem þar leggja
geta fengið punkta í ökuferils-
skrá samkvæmt umferðarlögum
sem nýlega tóku gildi.
í bréfinu er farið fram á að
bifreiðum sé ekki lagt fyrir
framan bygginguna og að Al-
þingi hlutist til um að bann við
því að svo sé gert verði virt.
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri
Alþingis, segir að óánægja lög-
reglu vegna bifreiða fyrir fram-
an Alþingi sé orðin gömul en
ekki hafi tekist að koma á varan-
lega skipan mála varðandi þetta
mál.
Nota ekki
ráðherrastæði
„Það hefur ekki tekist að fá
borgaryfirvöld til að samþykkja
stæði fyrir framan Alþingi, þrátt
fyrir tilraunir í þá veru um
áraraðir. Borgin telur götuna
svo þrönga og erfitt þar um vik
að allt mæli gegn því að búa til
stæði. Ég hef starfað hér í ein
fjórtán ár og þessi afstaða
Reykjavíkurborgar var tilkomin
fyrir mína tíð. En það er erfitt
um vik að geta ekki lagt þama
fyrir framan, sérstaklega þegar
verið er að afferma vörur eða
menn þurfa að skjótast inn í
húsið og út.
Ráðherrabílstjóramir hafa
stæði fyrir aftan Alþingi til um-
ráða og það stendur þeim opið,
en ýmsir vankantar hafa komið í
veg fyrir að svo sé gert. Það er
út af fyrir sig skiljanlegt að
óþægilegt sé fyrir menn sem era
önnum kafnir að geta ekki geng-
ið að bílnum fyrir utan, auk þess
sem þama verður að vera hægt
að stöðva þegar verið er að flytja
vaming inn í húsið, svo sem
matvæli sem koma þar daglega,"
segir Friðrik.
Hann kveðst telja æskilegt að
fyrir framan húsið væra nokkuð
stæði fyrir bifreiðir, jafnvel þótt
hann sé persónulega þeirrar
skoðunar að það sé nokkurt lýti
fyrir bygginuna að leggja bif-
reiðum fyrir framan.
Nýjar viðræður
fyrirhugaðar
,J>að hefur ekki reynt nýlega
á þessi mál og sennilega tvö eða
þijú ár síðan seinast var fitjað
upp á þessu efni, en vegna
kvörtunar lögreglu reikna ég
með að við hefjum eina ferðina
enn umræðu við borgaryfirvöld
um málið. Ég vona að við finnum
lausn sem hentar öllum,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
SABINE Auken biður Halldór Ásgrímsson að segja 4 lauf. Halldór vildi
heldur segja 3 lauf en Sabine knúði ráðherrann til hlýðni. Andstæðing-
ar Sabine og Jens Auken í fyrstu umferð voru Júlíus Siguijónsson og
Hrannar Erlingsson.
Tæplega 50 erlendir
spilarar á Bridshátíð
BRIDSIIÁTÍÐ, hin 17. í röðinni,
hófst í gærkveldi á Hótel JLoft-
leiðum. Það var Halldór Ás-
grimsson utanríkisráðherra sem
setti mótið, bauð gesti velkomna
og sagði fyrstu sögnina fyrir
heimsþekkta danska bridskonu,
frú Sabine Auken, sem hingað er
komin ásamt eiginmanni sfnum,
Jens Auken, einum þekktasta
bridsspilara Dana.
Mjög mikil þátttaka er í tví-
menningnum sem lýkur um kl.
19.30 í kvöld. 136 pör spila og er
spilaður barometer með Monrad-
fyrirkomulagi. Fyrstu verðlaun í
tvímenningnum eru 3.400 dalir
en 12 efstu pörin fá peningaverð-
laun.
Á morgun kl. 13 hefst svo
Flugleiðamótið í sveitakeppni en
þar eru þátttökusveitimar tæp-
lega 100 og þátttakendur nálægt
500. Þessi keppni stendur fram á
mánudagskvöld. Spilaðar em 10
umferðir og em fyrstu verðlaun
300 dalir en heildarverðlaun í
sveitakeppninni era 8.200 dalir
eða tæplega 600 þúsund íslenzk-
ar krónur.
fslenska útvarpsfélagið kaupir um 35% hlut í Islenska farsímafélaginu
Fjárfesting’in er um 100
milljónir króna í upphafi
Vonast er til þess að félagið geti boðið
GSM-þjónustu í lok apríl
ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hef-
ur gengið frá viljayfirlýsingu um
kaup á 34,8% hlut í íslenska far-
símafélaginu hf. sem undirbýr nú
rekstur GSM símakerfis hér á
landi. Hlutafé íslenska farsímafé-
lagsins er nú 4 milljónir dollara eða
tæpar 290 milljónir og nemur fjár-
festing ÍÚ því um 100 milljónum í
upphafi. Aðrir hluthafar í farsíma-
félaginu verða bandaríska fyrir-
tækið Walter Group með 17,4%
hlut, Westem Wireless með 47,3%
hlut og Ragnar Aðalsteinsson með
0,5%. Walter Group annast upp-
setningu á kerfinu hér á landi.
íslenska farsímafélagið var
stofhað í byrjun síðasta árs í þeim
tilgangi að sækja um og fá Jeyfi til
að reka GSM-þjónustu. Á þeim
tíma var því lýst yfir að félagið
hefði mikinn áhuga á því að fá ís-
lenska aðila til samstarfs.
Félagið áformar að bjóða GSM
þjónustu á fyrri hluta þessa árs, en
ekki liggur fyrir ákveðin dagsetn-
ing um gangsetningu kerfisins. Er
vonast til þess að hægt verði að
bjóða þjónustu í lok apríl. Eitt af
skilyrðum fyrir starfsleyfmu var
að starfsemin hæfist í síðasta lagi
níu mánuðum eftir leyfisveiting-
una eða fyrir maíbyrjun. Félagið
hefur tekið á leigu tvær hæðir í
nýju húsi í Síðumúla 28 undir
starfsemina, þar sem sett hefur
verið upp símstöð og annar búnað-
ur vegna reksturs kerfisins. Þegar
hafa verið ráðnir 16-17 starfsmenn
og ráðgert er að þeim fjölgi bráð-
lega í 40.
Þá lagði farsímafélagið inn um-
sókn í gær um að reka nýja þjón-
ustu fyrir þráðlausa síma, svo-
nefnda DCS 1800-síma sem era
með hærri tíðni en venjulegir sím-
ar.
ísland eftirbátur
annarra Norðurlanda
Fram kemur í frétt íslenska út-
varpsfélagsins að mikil gróska sé
nú í heiminum í þráðlausum fjar-
sldptum, þar sem ekki síst sé horft
til samrana fjölmiðlunar og síma-
þjónustu. Ljóst sé að ísland hafi
verið eftirbátur á Norðurlöndum í
þróun þráðlausrar símaþjónustu,
ekki síst varðandi samkeppni í
þjónustu og verði.
Þá bendir félagið á að mikið sé
að gerast í samspili alnetsins og
GSM-síma um þessar mundir. „Ég
held að þetta sé rökrétt skref fyrir
íslenska útvarpsfélagið að taka
þátt í þessu fyrirtæki og að við get-
um lært mikið af þessum nýju fé-
lögum frá Bandaríkjunum," sagði
Jón Ólafsson, stjómarformaður Is-
lenska útvarpsfélagsins. „Ég sé
fyrir mér framtíðina þróast þannig
að sjónvarp, tölvur og sími muni
færast nær hvert öðra.“
Jón Ólafsson benti á að félagið
væri nýbúið að ljúka afskiptum af
blaðaútgáfu. „Ég hef stundum sagt
að blaðaútgáfa sé fjölmiðill fortíð-
arinnar en alnetið sé fjölmiðill
framtíðarinnar. Alnetið og síma-
þjónusta er mjög nátengt.“
Engar efasemdir
þjáíÚ
Brad Horwitz, forstjóri
Westem Wireless, minnti á að fé-
lagið hefði lýst því yfír þegar um-
sókn um starfsleyfi var lögð fram
að það væri mikilvægt að hafa ís-
lenskan samstarfsaðila sem tæki
virkan þátt í stefnumótun við að
innleiða samkeppni á íslenska
markaðnum.
„Það var mikilvægt fyrir okkur
að stór íslenskur hluthafi kæmi til
skjalanna sem ekki aðeins hefði
þekkingu á íslenska markaðnum
heldur hefði sýnt mikinn árangur
við markaðssetningu. Af öllum
þeim fyrirtækjum sem við ræddum
við á Islandi var aðeins eitt fyrir-
tæki sem hafði engar efasemdir um
markaðinn eða að framsækið fyrir-
tæki gæti náð árangri í samkeppn-
inni, en það var íslenska útvarpsfé-
lagið.“
HeildarQárfesting
um 1,8 miHjarðar
Uppbygging á dreifikerfi ís-
lenska farsímafélagsins hf. er langt
komin, en henni er stjómað af
Walter Group sem er alþjóðlegt
ráðgjafar- og eignarhaldsfyrirtæki
á sviði fjarskiptatækni með höfuð-
stöðvar í Seattle í Bandaríkjunum.
Brad Horwitz sagði í samtali við
Morgunblaðið að áætlað væri að
heildarfjárfesting í GSM-kerfinu
yrði kringum 25 milljónir dollara
um mitt ár 1999, en það svarar til
um 1,8 milljarða, DCS 1800-síma-
kerfið fyrirhugaða kallaði einnig á
miklar fjárfestingar til viðbótar.
Um það hvort íslenski markað-
urinn stæði undir svo mikilli fjár-
festingu sagði Horwitz, að áætlanir
félagsins gerðu ráð fyrir þetta væri
arðvænlegur markaður. „Það er
ennþá mikill vöxtur hér á landi.
Þegar litið er á farsímanotkun á Is-
landi í samanburði við notkunina á
Norðurlöndum kemur í ljós að Is-
lendingar era aðeins hálfdrætting-
ar í þessum efnum.“ Horwitz sagði
um verðlagningu á farsímaþjón-
ustu hér á landi að gjöldin væra í
meðallagi miðað við það sem tíðk-
aðist í Bandaríkjunum. Verð þjón-
ustunnar væri því alls ekld óeðli-
lega hátt.
Neyðar-
kall frá
Þórsmörk
NEYÐARKALL barst frá
ferðalöngum á leið til Þórs-
merkur um hádegi í gær og var
í fyrstu haldið að um útlend-
inga í nauðum væri að ræða,
enda kallið óskýrt og erfitt að
staðsetja það.
Lögreglan á Hvolsvelli fór af
stað um klukkan 14 í gær til at-
huga hvað væri á seyði, en eft-
irgrennslan leiddi í ljós að ís-
lendingur á Þórsmerkurslóð
hafði fest bifreið sína í miklum
krapaelg. Ekkert amaði að
manninum og losaði lögreglan
hann úr klípunni og hélt ásamt
honum til byggða.
Átökum
afstýrt milli
tveggja skóla
ÁTÖKUM milli nemenda í
Hamraskóla í Grafarvogi og
Valhúsaskóla á Seltjamarnesi
var afstýrt af lögreglu og yfir-
mönnum skólanna í gær.
Nemendur Valhúsaskóla
höfðu haft spumir um að gera
ætti út um deilumál milli nem-
enda skólanna þennan dag og
höfðu þeir búið sig undir átökin
með því að verða sér úti um
barefli. Að sögn lögreglu var
hnífur tekinn af einum nem-
anda. Lögregla var við skólann
í gær með lið í þremur bílum en
það tókst að koma á sættum áð-
ur en slagsmál brutust út.
íslendingar
í 4. sæti í
Japan
ÍSLENSK bridssveit varð í 4.
sæti á sterku bridsmóti sem
lauk í Japan í gær.
íslendingamir spiluðu við
japanska sveit um 3.-4. sætið á
mótinu og töpuðu í 32 spilum,
44-64. Sigurvegarar á mótinu
urðu Bretar, sem áður höfðu
lagt íslendinga í undanúrslit-
um.
Islenska liðið var skipað
Bimi Eysteinssyni, Karli Sig-
urhjartarsyni, Sævari Þor-
bjömssyni og Þorláld Jónssyni.
NATO
Yfírmaður
heraflans í
heimsókn
WESLEY K. Clark, hershöfð-
ingi og yfirmaður sameiginlegs
herafla Átlantshafsbandalagsins
(SACEUR), kemur til íslands í
boði Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra á mánudag.
Ráðgert er að Clark eigi
fundi með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra, utanríldsráð-
herra og utanríkismálanefnd.
Tvisvar
eldur í Her-
kastalanum
ELDUR kom upp í fataskáp á
stigagangi í Herkastalanum
seinni partinn í gær. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn en ein-
hverjar skemmdir urðu vegna
sóts og vatns.
Eldur kom einnig upp í
raslafötu á þriðju hæð hússins
síðastliðinn fimmtudag. Tækni-
deild lögreglunnar rannsakar
eldsvoðana en ekki liggur ljóst
fyrii' um upptökin.