Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 ÚR VERINU Meirihluti studdi Nexus Media í atkvæðagreiðslu Horfíð frá að halda FishTech-sýninguna íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi Engin sjávarútvegssýning verður haldin í Laugardalshöllinni haustið 1999, eins og til stóð, eftir að ljóst varð í gær að meirihluti -----------------------7------------------ íslenskra sýnenda vill Islensku sjávarút- vegssýninguna. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að báðir sýningarhaldarar hitt- ust á fundi í gærmorgun og gerðu með sér samkomulag um að sá, sem yrði undir eftir talningu atkvæða, myndi draga sig í hlé. ____________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Zjírínovskí í Bagdad SÝNINGAR ehf. hafa ákveðið að gangast ekki fyrir sjávarútvegssýn- ingunni FishTech ‘99, sem áformað var að halda í Laugardalshöll dag- ana 1.-4. september 1999, eftir að hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu meðal sýnenda sem staðið hefur yfir undanfama daga. Atkvæði féllu þannig að 65,6% sýnenda lýstu stuðningi við Nexus Media Ltd., sem nú vinnur að skipulagningu Is- lensku sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum í Kópavogi, og 34,5% lýstu stuðningi við Sýningar ehf. Atkvæðagreiðslan náði tii þeirra íslensku fyrirtækja, sem þátt tóku í síðustu sjávarútvegssýningu og haldin var í Laugardalshöll haustið 1999. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hittust forsvars- menn beggja sýningarfyrirtækjanna á fundi í gærmorgun áður en at- kvæði voru talin og undirrituðu samkomulag sín í milli um að það fyrirtæki, sem yrði undir, myndi draga sig í hlé. „Eg er með ánægður með kosn- ingaþátttökuna, afgerandi stuðning við Nexus Media og tel mjög drengi- legt af Sýningum ehf. að draga sig í hlé að fenginni niðurstöðu," sagði Reynir Guðjónsson, framkvæmda- stjóri ísmar hf., sem var eitt þeirra þrettán íslensku fyrirtækja, sem stóðu að skipulagningu atkvæða- greiðslunnar, sem tryggja átti að að- eins yrði haldin ein sýning á næsta ári en ekki tvær, eins og útlit var fyrir. „Þar sem fyrir liggur vilji meirihluta sýnenda í þessu máli og til þess að lægja þær öldur, sem ris- ið hafa, draga Sýningar ehf. sig nú í hlé,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá fyr- irtækinu. 93,8% þátttaka Atkvæði voru talin hjá Coopers & Lybrand-Hag- vangi í gær, en kjörgengi höfðu allir þeir, sem sýndu á sjávarútvegssýningunni 1996, alls 155 fyrirtæki. Af þeim voru 136 sem tóku þátt eða 87,7%. Þessi fyrirtæki skiptu með sér 433 atkvæðaseðlum og af þeim skiluðu sér 406 seðlar og var því gerð grein fyrir 93,8% atkvæða. Fékk hver út- hlutað einu atkvæði fyrir hverja byrjaða 10 fermetra. Fermetrar á útisvæði töldust að hálfu í samræmi við leigutjald. Sú regla var jafnframt viðhöfð að atkvæði þeirra, sem tilkynntu með form- legum hætti að þeir ætl- uðu ekki að taka þátt í sýningunni 1999 voru dregin frá heildarat- kvæðafjölda og ekki notuð við útreikning á kosningaþátttöku. Forsendur atkvæðagreiðslunnar voru þær að með því að skila inn at- kvæðum lýstu þátttakendur yfir ein- dregnum vilja til að aðeins yrði um eina sýningu að ræða og að styðja þá sýningu sem ofan á yrði í at- kvæðagreiðslunni. Skilyrði fyrir þessu ákvæði var að a.m.k. 70% at- kvæða skiluðu sér í atkvæðagreiðsl- unni. Hlutverk Coopers & Lybrand- Hagvangs hf. við framkvæmdina var að tryggja nafnleynd þátttakenda, fylgjast með að farið yrði að þeim reglum sem settar voru um at- kvæðagreiðsluna og að annast taln- ingu atkvæða. Öll framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar var að öðru leyti í höndum vinnuhóps, sem skipaður var fulltrúum þeirra fyrirtækja, sem stóðu að atkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan kemur ekki á óvart „Að sjálfsögðu fognum við feng- inni niðurstöðu. Hins vegar kemur hún okkur ekki mjög á óvart vegna þess að við höfðum fundið allan tím- ann fyrir mjög sterkum meðbyr. Eftir á að hyggja, hefði ef til vill ver- ið best að atkvæðagreiðslan hefði farið af stað strax fyrir hálfu ári þegar þessi samkeppni hófst þannig að hægt hefði verið að beina orku og fjármunum í undirbúningsstarfið í stað þess að eyða því í karp,“ sagði Ellen Ingvadóttir, kynningarstjóri íslensku sjávarútvegssýningarinn- ar, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að úrslit lágu fyrir. „En við er- um að sjálfsögðu mjög ánægð og þetta staðfestir það sem við fundum að menn hafa áttað sig á því hversu sterk Islenska sjávarútvegssýningin er orðin. Einnig les ég út úr þessum niðurstöðum að menn vilja ekki tefla í tvísýnu þeim árangri, sem náðst hefur.“ Verðum í Kópavogi Þrátt fyrir að hætt hafi nú verið við FishTech ‘99 í Laugardalshöll, segir Ellen engin áfonn vera uppi um að færa ís- lensku sjávarútvegssýn- inguna aftur á sinn gamla stað. „Við gerðum samn- ing við Kópavogsbæ um að sýningin verði haldin þar og við þann samning verður staðið. Samn- ingurinn sem slíkur er trúnaðarmál, en hins vegar er í honum málsgrein þar sem menn lýsa yfir gagnkvæm- um samstarfsvilja til framtíðar. Sýn- ingaraðstaðan í Kópavogi virðist vera mun betri heldur en í Laugar- dalshöll. Bæði er aðstaðan þar undir þaki mun stærri auk þess sem að- koman, bílastæði og annað, virðist betri. Við erum ákaflega ánægð með að hafa gert samning við Kópavogsmenn.“ Ellen segir að á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð, hafi fjöldi fyrirtælqa skráð sig á íslensku sjáv- arútvegssýninguna og gera megi ráð fyrir að þau fyrirtæki, sem ekki hafi nú þegar skráð rými, geri það á allra næstu dögum. Fleiri sýningar í undirbúningi Sýningar ehf. voru stofnaðar á síðasta ári af Kynningu og markaði ehf. og Samtökum iðnaðarins sem alhliða vörusýningarfyrirtæki. Sam- hliða undirbúningi að sjávarútvegs- sýningu hefur fyrirtækið unnið að sýningum fyrir ýmsar aðrar at- vinnugreinar. Sýningar ehf. munu því starfa áfram að öðrum verkefn- um sem í undirbúningi eru, segir m.a. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. Eins og fram hefur komið, höfðu Sýningar ehf. tryggt sér Laugar- dalshöllina eftir að borgarráð ákvað að bjóða leigu hennar út. Sýningar ehf. buðu tæpar 24 milljónir í leig- una á móti 14,5 milljónum kr. frá samkeppnisaðilanum. Skv. útboðs- lýsingu var helmingur leigunnar greiddur um síðustu mánaðamót og lögð var fram bankatrygging fyrir restinni. Jón Hákon Magnússon, stjórnarformaður Sýninga ehf., sagði enga ákvörðun liggja fyrir um það innan stjórnar fyrirtækisins hvort farið yrði fram á niðurfellingu leigunnar í ljósi þess að hætt hafi nú verið við sýninguna. Það mál yrði væntanlega skoðað eftir helgina og þá í viðræðum við borgaryfirvöld. Að svo stöddu væri því ótímabært að segja til um hvert framhald málsins yrði. Borgin stóð andspænis tveimur vondum kostum „Það er út af fyrir sig ánægjuefni að komin sé sú niðurstaða að það verði aðeins ein sjávarútvegssýning vegna þess að það á sjálfsagt við um mig eins og marga aðra að hafa ekki trú á tveimur sjávarútvegssýningum á sama svæði á sama tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Að hennar mati eru sýnendur sjálfir hinir réttu aðilar til þess að gera upp á milli sýningarhaldara og miklu nær að þeir geri það heldur en að eitthvert pólitískt stjómvald taki það að sér. „Helst hefði mér þó fundist að sýnendur hefðu átt að vera búnir að velja miklu fyrr. Það hefði sparað heilmikinn tíma, ómak og peninga." Gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu Af að líkum lætur, er ljóst að ís- lenska sjávarútvegssýningin verður ekki haldin í Laugardalshöll, segir borgarstjóri. „í sjálfu sér skiptir það ekki meginmáli. Aðalatriðið er að það verði ekki nema ein sýning og að sú sýning verði á höfuðborg- arsvæðinu því það er alveg ljóst að sýning af þessari stærðargráðu gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu og breytir engu um þær tekjur, sem verða til í Reykjavík." Að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar var það aldrei hugmynd borgarinnar að gera leigu Laugardalshallar að sérstakri tekjulind fyrir borgarsjóð. Aftur á móti hafi útboðsleiðin verið eina færa leiðin í stað þess að ætla borg- arráði að velja annað hvort fyrir- tækið. „Borgin stóð andspænis tveimur kostum og báðum vond- um.“ Bíð eftir viðbrögðum Að sögn borgarstjóra er ótíma- bært að fjölyrða nokkuð um þann samning, sem nú er í gildi á milli borgarinnar og Sýninga ehf. vegna leigu Hallarinnar fyrr en forsvars- menn fyrirtækisins láta frekar í sér heyra varðandi þau mál. Þeir hefðu skýrt sér frá niðurstöðunni í gær, en ekki farið formlega fram á niður- fellingu leigunnar. „Ég bíð bara eft- ir því að þeir bregðist við í þessu máli. Ég tel sjálfsagt að ræða málin við þá, en það er ekki tímabært að segja til um það nú hvernig þau mál þróast." RÚSSNESKI öfga-þjóðernis- sinninn Vladímír Zjírínovskí heldur á krabbameinssjúku stúlkubarni í Bagdad, með veggmynd af Saddam Hussein Iraksleiðtoga í bakgrunni. Zjírínovskí, sem er í heimsókn í YITZHAK Mordechai, varnarmála- ráðherra ísrael, sagði í gær að ísraelar myndu fara þess á leit við Bandaríkjastjóm að árásum á írak yrði frestað ef undirbúningi Israela við hugsanlegri gagnárás Iraka væri ekki lokið. „Það er engin trygging fyrir því að þeir muni verða við óskum okkar en þeir munu öragglega taka tillit til þess á hvaða stigi viðbúnaður okkar er,“ sagði Mordechai. í Persaflóastríð- inu árið 1991 skutu Irakar 39 Scud- eldflaugum á ísrael. Mordechai átti í gær fund með sendiherra Bandaríkjanna í Israel og urðu þeir ásáttir um að Israler fengju nægan tíma til að undirbúa sig. Til þessa hafa Irakar ekki haft uppi hótanir gegn ísraelum vegna deilunnar við Bandaríkin en al- menningur í landinu óttast efna- eða sýklavopnaárás og hefur mikið verið að gera í dreifingarmiðstöðv- um þar sem gasgrímum er úthlut- að. Israelska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að faraar væru að berast sendingar af gasgrímum handa Palestínumönnum er búa á þeim svæðum á Vesturbakkanum, sem Israelar ráða enn yfir. í Persaflóastríðinu ákváðu Isra- elar að svara ekki árásum íraka en hafa nú ítrekað sagt að þeir áskilji sér rétt til að svara öllum árásum, sem kunna að verða gerðar á land- ið. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísrael, sagði í viðtali við breska dagblaðið Times í gær að Iran kynni innan tíðar að verða meiri ógnvaldur í þessum heims- írösku höfuðborginni í þeim yf- irlýsta tilgangi að votta Saddam Hussein stuðning sinn, bauðst til að taka hina þriggja ára gömlu stúlku með sér til Moskvu til að hún geti notið betri læknismeð- ferðar. hluta en írak. í viðtalinu segir Net- anyahu að líklega muni Iranar inn- an árs geta hafið framleiðslu á langdrægum eldflaugum er næðu til skotmarka í Evrópu og jafnvel í meiri fjarlægð. Fengu bandaríska aðstoð á síðasta áratug Breska sjónvarpsstöðin Channel Four greindi frá því í gær að Bandaríkjastjórn hefði á síðasta áratug aðstoðað Iraka við að undir- búa framleiðslu efna- og sýkla- vopna. Sagðist sjónvarpsstöðin hafa undir höndum leynileg bandarísk gögn um fjórtán sendingar lífefna til Iraks á árunum 1985-1989. Með- al annars hefðu verið sendir nítján skammtar af bakteríunni er veldur miltisbrandi og fjórtán skammtar af sperðilsýkli er veldur bótúlíneitr- un. Bandaríska viðskiptaráðuneytið veitti leyfi fyrir útflutningnum með leyfi utanríkisráðuneytisins, að sögn sjónvarpsstöðvarinnar. Ýmis eiturefni voru einnig flutt til íraks. „Ótrúleg vitleysa“ Haft er eftir Stephen Bryer, sem var háttsettur embættismaður í vamarmálaráðuneytinu á síðasta áratug, að hann og nokkrir sam- starfsmenn hefðu árangurslaust reynt að koma í veg fyrir þennan útflutning. „Þetta var vitleysa, ótrúleg vitleysa, og ég held að þeir sem stóðu fyrir þessu hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að gera,“ sagði Bryer. Einnig kom fram í þættinum að Bretar hefðu selt Irökum mótefni ríð taugagasi. Drengilegt að draga sig ihlé 65% studdu Nexus Media Irakar sagðir hafa fengið efni til fram- leiðslu sýklavopna frá Bandaríkjunum Arás frestað fyrir Israela? Jerúsalem, London. Reuters. i ; > t i i \ I i i i i i i í i í i i f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.