Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Boðhlaupari
í leigubfl
í BOÐHLAUPI á
hver og einn hlaupari
sinn þátt í árangri
hlaupasveitarinnar.
Hlaupari númer þrjú
stekkur ekki einn upp á
verðlaunapallinn og
dansar stríðsdans yfir
árangri sínum. Nema
auðvitað að hlauparinn
"%heiti R-listinn og boð-
hlaupið snúist um að
hreinsa strandlengju
Reylqavíkur. Undan-
farnar vikur hafa tals-
menn R-listans reist
sína eigin verðlauna-
palla til að stíga upp á
og dásama meint afrek sín í holræsa-
málum. Þar standa þeir móðir og
másandi af stolti yfir því hvað hol-
ræsaskatturinn þeirra heftn- skilað
góðum árangri síðustu þrjú árin. En
staðreyndin er auðvitað sú að þegar
Sjálfstæðismenn byrj-
uðu á hreinsun strand-
lengjunnar árið 1986,
---------*------------------
segir Arni Sigfússon,
þ.e. átta árum áður en
R-listinn varð til.
R-listinn tók við stjórn borgarinnar
árið 1994 var boðhlaupið á fullri ferð.
Sjálfstæðismenn byrjuðu á hreinsun
strandlengjunnar árið 1986, átta ár-
um áður en R-hstinn varð til. Þetta
''umfangsmikla verkefni var þá og er
enn mesta umhverfisátak á Islandi.
Sjálfstæðismenn treystu sér til að
hreinsa strandlengju Reykjavíkur án
þess að skattleggja borgarbúa sér-
staklega. En þegar R-listinn tók við
keflinu í þessu mikla boðhlaupi árið
1994 var það fyrsta verk hans að
leggja á sérstakan skatt
til að kosta framkvæmd-
irnar. Boðhlaupari R-
listans ákvað eiginlega
að taka leigubíl til að
auðvelda sér þátttökuna.
Fetað í fótsporin
Því skal ekki gleymt
að R-listinn er aðeins
skel utan um gömlu
vinstriflokkana. Þegar
hreinsun strandlengj-
unnar var til umræðu í
borgarstjórn árið 1986
sátu þeir hljóðir undir
áætlunum sjálfstæðis-
manna. Þá voru um-
hverfismálin ekki komin í tísku í
þeirra röðum.
Núna vildu allir Lilju kveðið hafa
og rembast við að tolla í tískunni á
verðlaunapallinum. Reyndar er það
svo að R-listinn hefur verið upptek-
inn allt þetta kjörtímabil við að feta í
fótspor okkar sjálfstæðismanna.
Gildir þá einu hvort rætt er um ein-
setningu gi’unnskólans, byggingu
leikskóla, göngustíga í borgarland-
inu, Nesjavallavirkjun eða hreinsun
strandlengjunnar. Hjá R-listanum er
ekkert frumkvæði að finna, engar
nýjungar - nema helst í dýrara emb-
ættismannakerfi, aukinni skatt-
heimtu, feluleik með skuldasöfnun
og dýrari lausnum án betri árangurs.
Nesjavallavirkjun er annað dæmi
um litla framsýni vinstriflokkanna í
R-listanum. Þegai’ sjálfstæðismenn
ákváðu að hefja byggingu Nesja-
vallavirkjunar árið 1986 var Alþýðu-
bandalagið á móti og Framsókn
treysti sér ekki til að taka afstöðu.
Framkvæmdakraftur
án skattheimtu
Hreinsun strandlengjunnar segir
sína sögu um þann framkvæmda-
kraft sem ætíð hefur einkennt meiri-
hluta sjálfstæðismanna í borgar-
Árni Sigfússon
stjórn. Árin 1986 og 1987 var unnið
að sameiningu holræsa meðfram
norðurströndinni. Næstu ár var því
haldið áfram um leið og byggðar
voru dælustöðvar við Laugalæk og
Ingólfsstræti. Þessu næst kom röðin
að suðurströnd borgarinnar, aðal-
ræsi meðfram Ægisíðu og inn með
Skerjafirði og byggingu dælustöðvar
við Faxaskjól. Árið 1992 var komið
að lagningu aðalútrásar frá Eiðs-
granda og samtenging holræsanna
stóð yfir af miklum krafti meðfram
allri strandlengjunni. Framkvæmdir
við dælu- og hreinsistöðina við Ána-
naust hófust 1993 og aðalholræsin
meðfram suðurströndinni voru sam-
tengd árið 1994.
Állt þetta var gert án þess að
Reykvíkingar þyrftu að líða fyrir það
með meiri sköttum. Á sama tíma
stóðu reyndar yfir fjölmargar aðrar
merkar stórframkvæmdir í borginni.
Þannig fæst kaupmáttar-
aukningin
Borgin hélt áfram uppbyggingu
holræsakerfisins eftir að nýr meiri-
hluti R-listaflokkanna tók við. Nú
standa forystumenn R-listans nánast
grátklökkir yfir framkvæmdunum,
sem eru þó ekkert annað en framhald
á þvi sem sjálfstæðismenn byrjuðu á.
Munurinn er þó sá að fjórða árið í röð
fá Reykvíkingar nú inn um bréfalúg-
umar rakkun fyrir 30% hærri fast-
eignagjöldum, vegna holræsagjalds
sem R-listinn lagði á snarlega eftir að
hann tók við völdum.
Þessi nýi skattur hefur þýtt 40 til
120 þúsund króna kaupmáttarskerð-
ingu fyrir hvert heimili í Reykjavík á
kjörtímabili R-listans.
Ingibjörg Sóh-ún, borgarstjóri R-
listans, hefur lofað að halda þessari
skattheimtu áfram, ef hún heldur
meirihlutanum, en til greina komi að
skatturinn lækki eitthvað síðar!
Reykvíkingar geta aukið kaup-
mátt sinn með þvf að gefa R-listan-
um frí í kosningunum í vor. Við sjálf-
stæðismenn höfum lýst því yfir að
skattinum verði strax dælt á haf út
ef við fáum til þess meirihluta í kosn-
ingunum. Við höfum til þess gott
dælukerfi og við stöndum við loforð
okkar - ólíkt þeim meirihluta vinstri-
manna sem nú stýrir borginni.
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
monna í borgarstjóm Reykjavfkur.
Grundvallarmann-
réttindi í hættu?
** í FLESTUM vest-
rænum ríkjum hefur
samtryggingin orðið
ofan á við fjármögnun
heilbrigðiskerfisins.
Hið opinbera hefur
tekið frumkvæðið og
tryggir öllum aðgang
að þessari heilbrigðis-
þjónustu gegnum al-
mannatryggingar eða
með beinni fjármögn-
un. Hlutdeild af heild-
arútgjöldum hins opin-
bera í heilbrigðismál-
um hefur hlutfallslega
farið lækkandi og er í
dag 6,84 af vergri þjóð-
^arframleiðslu en var árið 1991 7,04.
Okkur hefur því tekist nokkuð vei
að halda þessum útgjöldum innan
skynsamlegra marka og stöndumst
vel samanburð við önnur vestræn
lönd á þessum sviðum. Ekkert rétt-
lætir því, að gerðar verði róttækar
breytingar.
Leiðir ekki til sparnaðar
Það liggja fyrir tillögur frá
stjómamefnd um aðhaldsaðgerðir
Landspítalans er verið hafa mikið í
umræðunni að undanförnu, en þar
j^kemur fram, að aðgerðum verði
fækkað við hjartadeild Landspítal-
ans og þá sérstaklega skuli fækka
kransæðavíkkunum og hjartaþræð-
ingum. Einnig eru lögð til stóraukin
þjónustugjöld sjúklinga.
I mínum huga eru það grundvall-
armannréttindi og einn mikilvæg-
asti hluti lífsgæða að góður aðgang-
_jir sé að heilbrigisþjónustu. Frétt
þessi er því ógnvekj-
andi og leiðir hugann
að því hvort umræddur
niðurskurður leiði í
raun til sparnaðar eða
hagræðingar. Jóhann
Rúnar Björgvinsson
hagfræðingur hefur
ritað margar athyglis-
verðar greinar um heil-
brigðismál þar sem
hann fjallar m.a. um
flatan niðurskurð.
Hann telur afleiðingar
að það dragi úr fram-
leiðni og úr þjónustu-
lund við almenning og
leiði sjaldan til raun-
verulegs sparnaðar. Hann byggir
þessa skoðun á hagfræðilegum
rannsóknum og í staðinn leggur
hann til að ráðist verði í formbreyt-
ingar á heilbrigðiskerfinu í því
skyni að virkja aðila til skynsam-
legri og hagkvæmari nota á fjár-
munum. Enginn hvati er í núver-
andi kerfi til að rekstraraðilar
standi sig og árangur oft einskis
metinn og best reynist fyrir menn
að halda að sér höndum. Skussamir
verða við þessar aðstæður heiðrað-
ir, en þeir duglegu líða.
Ekki virðist hér vera um faglega
ráðgjöf að ræða. Takist kransæða-
víkkun vel dvelur sjúklingur einn
sólarhring á sjúkrahúsi og getur
hafið vinnu að viku liðinni. Þetta
kemur í stað kransæðaaðgerða er
taka langan tíma og eru kostnaðar-
samar. Til að hefja læknismeðferð
við hjartasjúkdómum er hjarta-
þræðing nauðsynleg og byggist öll
Einn mikilvægasti hluti
lífsgæða, segir Sigurð-
ur Helgason, er góður
aðgangur að heilbrigð-
isþjónustu.
læknismeðferð á þeim niðurstöð-
um.
Bein stríðsyfirlýsing
Þjónustugjöld á sjúklinga ganga
þvert gegn yfirlýstri stefnu í heil-
brigðismálum um greiðan aðgang,
sem kemur fram í sjúklingalögum.
Með því að innleiða þjónustugjöld á
sjúkrahúsum er enn vegið að sjúk-
Iingum, ekki síst þeim er minna
mega sín fjárhagslega. Hætta er á
að þeir efnaminni gætu orðið án
þjónustunnar. Rétt er fyrir stjóm-
málaflokkana að gera sér grein fyr-
ir að hér er um mikið pólitískt mál
að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur haft í sinni forystu öfluga stuðn-
ingsmenn þeirra þjóðfélagsþegna er
minna mega sín. Fylgi hans meðal
aldraðra hefur verið einstaklega
mikið fram til þessa. Mikil breyting
hefur því miður orðið á þessari þró-
un og mest ber nú á þeim er telja að
hér skuli markaðslögmálin ríkja.
Það er ljóst, að muni Sjálfstæðis-
flokkurinn breyta um stefnu, þá er
fylgi hans að mínu mati í hættu.
Forsætisráðherra verður því að
taka af skarið, eins og hann hefur
oft gert við svipaðar aðstæður.
Höfundur er lögfræðingur.
Sigurður Helgason
Samningar
kúabænda
Á kynningarfundum
sem haldnir hafa verið
undanfarið vítt og
breitt um landið um
nýjan búvörusamning í
mjólkurframleiðslu
hefur ekki verið að
heyra að nein teljandi
óánægja sé meðal kúa-
bænda um einstök at-
riði eða samninginn í
heild. Sjálfsagt má
finna eitthvað í honum
sem hægt væri að setja
spurningarmerki við,
eins og til hvers er
kvóti þegar framleiðsla
er í jafnvægi. En engin
mannanna verk eru
fullkomin og samningar eru nú einu
sinni samkomulag milli aðila, þar
sem reynt er að samræma ólík sjón-
armið og ná fram viðunandi niður-
stöðu sem ég tel nú reyndar að hafi
tekist í þessu tilfelli. Hvort mjólkur-
framleiðendur telji að þessi niður-
staða sé viðunandi fyrir þá eða ekki
kemur í ljós í póstatkvæðagreiðslu
um samninginn sem fer fram dag-
ana 10.-18. febrúar. Kúabændur fá
þá í fyrsta sinn að greiða atkvæði
beint um jafn veigamikið mál sem
/
Eg vil hvetja kúa-
bændur alla sem einn,
segir Ragnar Þor-
steinsson, til að taka
afstöðu gagnvart samn-
ingnum og samþykkja
hann.
mjólkursamningurinn er og varðar
jafn miklu um afkomu þeirra og
starfsöryggi næstu árin. Þar sem
samningur þessi fjallar eingöngu
um starfsskilyrði í mjólkurfram-
leiðslu, eins og fram kemur í mark-
miðum hans, er ekki nema eðlilegt
að þeir einir hafi atkvæðisrétt sem
þá framleiðslu stunda. Ég vil hvetja
kúabændur alla sem einn að taka
afstöðu gagnvart samningnum og
samþykkja hann með það miklum
meirihluta að enginn þurfi að velkj-
ast í vafa um hver vilji þeirra sé í
þessum efnum.
í þeim kjörgögnum sem mjólkur-
framleiðendur fá send í pósti 10.
febrúar um mjólkursamningin verð-
ur einnig að finna kjörseðil, þar sem
kjósa á um samstarfssamning
(verkaskiptingu) milli Bændasam-
taka íslands og Landssamtaka kúa-
bænda. Um kosningarétt til hans
gildir öðru máli en mjólkursamn-
ingsins, því af samþykktum Bænda-
samtaka Islands má ráða að stað-
festing verkaskiptasamninga skuli
fara í atkvæðagreiðslu meðal starf-
andi bænda í hverri búgrein, í þessu
tilfelli bæði framleiðendur mjólkur
og nautgripakjöts. Það er háð því að
þeir falli undir skilgreiningu um
hverjir geti talist félagsmenn aðild-
arfélaga BI. Því hef ég óskað eftir
því í bréfi til Bændasamtaka Is-
lands að stjórn þess endurskoði fyr-
irkomulag atkvæðagreiðslunnar og
kjörskrár þær sem unnið er eftir
með tilliti til þessa.
Þegar litið er á samstarfsamning-
inn vakna margar spurningar um
hvernig við ætlum að haga okkar fé-
lagskerfi í framtíðinni. Vissulega er
það nauðsynlegt og brýnt að félög
og stofnanir í landbúnaði hafi skýra
stefnu og markmið, vilji og ætli sér
að vinna saman, og komi þannig í
veg fyrir tvíverknað og ómarkviss
vinnubrögð. Þau markmið sem BI
og LK setja sér með þessum sam-
starfsamningi eru góðra gjalda verð
og nauðsynleg.
I fyrsta kafla samningsins kemur
fram að LK skuli hafa forystu um
stefnumörkun í málefnum kúa-
bænda - og svo ætla þeir að vera
vinir og það er vel. í
öðrum kafla er LK
m.a. ætlað að annast
markaðsmál, gæðamál,
verðflokkun afurða,
samskipti við afurða-
sölufyrirtæki og til-
nefna meirihluta
fagráðs í nautgripa-
rækt. Hafa forystu um
mótun starfshátta
fagráðs er varða rann-
sóknir, fræðslu og leið-
beiningaþjónustu. Fa-
gráði er einnig ætlað
að koma þeim sem
vinna að rannsóknum,
kennslu og leiðbeining-
um til að vinna saman
og mikið væri nú gott og blessað ef
það gengi. I þriðja kafla er fjallað
um atriði sem BÍ á að annast vegna
nautgriparæktar, en í raun sýnist
mér þar varla nema eitt atriði sem
fellur undir þessa skilgreiningu, hitt
skal unnið í samvinnu, samráði eða
að tillögu LK. Þegar svo kemur að
fimmta lið fer málið að flækjast en
hann hljóðar svo: „Þegar reynsla er
komin á framkvæmd samningsins
með tilliti til verkefnatilfærslu skal
skipting búnaðarmálasjóðsgjalds
endurskoðuð." Raunar flækist málið
svo að formaður LK gat ekki svarað
því á fundi í Ýdölum 30. janúar sl.
hvað þetta þýddi og raunar neitaði
hann því að nokkurs staðar væri
minnst á þetta gjald í samningnum.
En hvað getur þessi fimmti liður
þýtt, er þá ætlunin að LK fái þann
hlut sem kúabændur greiða í bún-
aðargjaldinu og annist þá þær
skyldur og ábyrgð sem því fylgir,
s.s. leiðbeiningaþjónustu fyrir naut-
gripabændur og fleira. Ef svo fer
munu búnaðarsamböndin ekki leng-
ur bera kostnað og ábyrgð við leið-
beiningar og þjónustu við þá.
Hvernig verður staðan þegar öll bú-
greinafélög eru búin að taka til sín
það sem þau eiga? Hvað er þá með
BI að gera annað en að fylgjast með
innflutningi landbúnaðarvara? Er
þá nokkuð að gera með búnaðar-
sambönd og búnaðarfélög? Ekki
verður leiðbeiningaþjónustan skil-
virkari en hún er í dag ef dreifa á
henni á mörg búgreinafélög. Hafa
ekki ráðunautar búnaðarsamband-
anna verið að starfa nógu mikið
hver í sínu horni við að finna upp
hjólið, þó það hafi heldur skánað
með tilkomu Lotus Notes-tölvukerf-
isins. Réttara teldi ég nú að öll
stjórnun og samhæfing leiðbein-
ingaþjónustunnar væri á einni
hendi, þ.e.a.s. hjá BÍ.
Eru e.t.v. BI, búnaðarsamböndin
og búnaðarfélögin orðin að nátt-
tröllum sem best er að láta morg-
unsólina senda geisla sína á? Erum
við kannski að grafa skurði í stað
þess að vera að moka ofaní þá?
Koma upp kerfi í landbúnaðinum
sem verður til lítils gagns og kostn-
aðurinn við það verður hvergi tek-
inn nema úr okkar vösum, hvort
sem þar er eitthvað til eða ekki.
Mig minnir að tilgangurinn með að
sameina stéttarsambandið og bún-
aðarfélagið væri fyrsta skrefið í því
að einfalda og efla félagskerfið og
minnka kostnaðinn við það. Er það
rétt að við séum að kljúfa okkur í
litla máttvana hagsmunahópa og
skera á þau tengsl sem eru okkar á
milli? Við erum þó allir bændur
þótt búgreinarnar sem við stund-
um séu að mörgu leyti ólíkar, en
grunnur okkar er sá sami og við
eigum mikla sameiginlega hags-
muni sem við verðum að standa
saman um. Við skulum svo muna
að það gildir sama um þennan
samning eins og mjólkursamning-
inn, brýnt er að allir taki afstöðu
svo viljinn sé skýr, en hugleiðið
málið vandlega fyrst; er þetta sú
leið sem við viljum feta?
Höfundur er bóndi í Sýrnesi
Aðaldal.
Ragnar
Þorsteinsson