Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDÁGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ HALLDOR KILJAN LAXNESS Útförin gerð frá Krists- kirkju í Landakoti í dag ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness hefst með sálumessu í Kristskirkju í Landakoti klukkan 13.30 í dag. Bálför fer fram frá Fossvogskirkju og duft skáldsins verður lagt í jörð í kyrrþey að Mosfelli í Mosfellsdal. Prestar við athöfnina í Kristskirkju verða séra Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins, og séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöll- um í Kjós. Séra Jakob Rolland syngur sálumessu og séra Gunnar flytur minningarorð. Islensk tónlist fléttuð inn í hefðbundna Inn í athöfnina er fléttað íslenskri tónlist. Schola cantorum flytur undir stjórn Harðar Áskelssonar m.a. Um dauðans óvissan tíma, ljóð Hallgríms Péturssonar en Róbert Abraham Ott- ósson útsetti lagið, og Maríukvæði, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Halldórs Laxness, sem nýverið fannst í handriti. Forsöngvari er Gísli Magnason. Einsöngvari við útförina er Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Hún syngur Vertu, Guð faðir eftir Jón Leifs við ljóð Hallgríms Péturssonar og Vöggu- kvæði (Hvert örstutt spor), lag Jóns Nordals við ljóð Halldórs Laxness. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló Kom, dauðans blær, eftir Johann Sebastian Bach. Þá verður flutt hefðbundin tónlist við gregorí- anska sálumessu. Organistar við athöfnina verða Douglas A. Brotchie og Hörður Áskelsson. Þessir bera kistu Þeir sem bera kistu Halldórs Kiljans Laxness úr kirkju eru Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, Ólafur Ragnars- Duft skáldsins lagt í jörð í kyrrþey að Mosfelli son, útgefandi skáldsins, Jón M. Guðmundsson, iyrrverandi oddviti og bóndi á Reykjum í Mos- fellssveit, Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, Auður Jónsdóttir, dótturdóttir skáldsins, Halldór Þor- geirsson, tengdasonur Halldórs, og Halldór E. Laxness, sonarsonur hans. Kristskirkja verður opnuð klukkan 12.30. Fjöl- skyldu skáldsins og gestum hennar eru ætluð sæti austan megin í kirkjunni en opinberum gest- um vestan megin, u.þ.b. 50 sætum hvorum megin. Fyrrverandi forseti meðal opinberra gesta Forseta íslands og eiginkonu hans eru ætluð sæti á sérstökum stólum sem komið verður fyrir framan við bekkina vestan megin, Fremsti bekk- ur þar fyrir aftan verður auður, en næst honum sitja forsætisráðherra og eiginkona hans; Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, þá aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni og makar þeirra, forseti Alþingis, forseti hæstaréttar og biskupinn yfir Islandi ásamt eiginkonum, sendimenn er- lendra ríkja, formaður Rithöfundasambands Is- lands og fulltrúar Mosfellsbæjar. Að öðru leyti er kirkjan opin almenningi, utan hvað fulltrúum fjölmiðla verður afmarkað svæði aftast í kirkjunni vestan megin. Hátalarar utan við kirkju auk útvarps- og sjónvarpssendinga Vegna takmarkaðs sætarýmis í kirkjunni verð- ur komið fyrir hátölurum utan dyra við kirkjuna. Einnig verður fólki gefinn kostur á að fylgjast með útfórinni á sjónvarpsskjám í safnaðarheimili kaþólska safnaðarins á Hávallagötu 16, sem rúm- ar 130 manns í sæti. í Hlégarði í Mosfellssveit verður íbúum Mosfellsbæjar gert kleift að fylgj- ast með útsendingu Ríkissjónvarpsins á sýning- artjaldi. Þar mun sóknarpresturinn, séra Jón Þorsteinsson, ávarpa viðstadda og flytja bæn og sérstök getabók mun liggja frammi. Útfararskrá mun liggja frammi á þessum þremur stöðum; í Kristskirkju, við safnaðarheim- ilið á Hávallagötu og í Hlégarði. Fjölskyldan fer til kapellu - gestir til erfidrykkju í boði ríkisstjórnar Að athöfninni lokinni heldur líkfylgdin niður Túngötu, um Suðurgötu, Vonarstræti og Frí- kirkjuveg áleiðis að Fossvogskirkju þar sem kist- unni verður komið fyrir við altarið. Þaðan verður bálför Halldórs gerð en duft hans verður jarðsett að Mosfelli í Mosfellsdal í kyrrþey. Nánasta fjölskylda Halldórs Kiljans Laxness fylgir kistu hans í Fossvogskapellu en aðrir gest- ir halda til erfidrykkju á Hótel Sögu í boði ríkis- stjórnar íslands. U mferðartakmarkanir Ríkisútvarpið sjónvarpar útförinni, sem verður einnig útvarpað á Rás 1. Lögreglan í Reykjavík mun standa heiðursvörð við kirkjudyr, annast öryggisgæslu og stjórn um- ferðar um svæðið við Kristskirkju meðan á útför- inni stendur. I því skyni verður almennri umferð um Túngötu lokað við Hofsvallagötu og Garða- stræti, um Ægisgötu við Öldugötu og um Hóla- vallagötu við Hávallagötu frá klukkan 12.30 og fram undir klukkan 15. Sálumessa mun viðameiri athöfn en útför að lúterskum sið ÚTFÖR Halldórs Kiljans Lax- ness hefst með sálumessu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti klukkan 13.30 í dag. I kaþólskum sið er altarisþjón- ustan með sakramentin einn meginþáttur athafnarinnar. Séra Kristján Valur Ingólfs- son, rektor í Skálholti, sem hef- ur aflað sér sérmenntunar í lít- úrgískum fræðum, var spurður á hvern hátt útfarir í kaþólsk- um sið væru einkum frá- brugðnar útfararathöfn lút- erskrar kirkju. „Ferli athafnar- innar er í sjálfu sér ekkert ólíkt því sem menn þekkja úr messu lúterskra en sumir þættir eru mun ítarlegri en hjá okkur,“ svarar Kristján. „Hins látna er minnst í messunni og í tengslum við alt- arisgönguna og flutt er sérstök fyrirbæn fyrir hinum látna í messunni. Við látum okkur hins vegar nægja að nefna nafn hins látna í útfararathöfninni sjálfri og biðja honum velfam- aðar en í kaþólsku kirkjunni er þetta í rauninni mun meiri at- höfn,“ segir hann. Messa með altarisgöngu Kristján segir að útfarir að lúterskum sið hafi ekki verið tengdar altarisgöngu en útfar- arathöfn kaþólskra sé í raun heil messa með altarisþjónustu. I altarisgöngunni sé sérstaklega minnst lifenda og látinna. „Þá fellur minning þess sem verið er að kveðja inn í þá minningu. Þeir hugsa þetta þannig að nær Jesú Kristi komist þeir ekki en með þessu móti. Þetta er meg- inmunurinn, kaþólskir hugsa þetta í ferli messunnar en við höfum alveg sérstaka athöfn,“ segir Kristján. Smurningin kemur til viðbótar fyrirbæninni Séra Jakob Roland, prestur kaþólska safnaðarins á Islandi, syngur sálumessuna við útför Halldórs í dag. Séra Jakob veitti Halldóri hinstu smum- ingu að kaþólskum sið íyrir andlátið. Kristján Valur segir að við andlát kaþólsks manns neyti hann altarissakramentis- ins. „Það er hugsað nokkurn veg- inn eins og nesti fyrir leiðina heim. Síðasti undirbúningurinn undir andlátið er að játa syndir sínar, fá fyrirgefningu og neyta máltíðarinnar,“ segir hann. „Smurningin er í rauninni við- bótartákn sem bætist við ákveðna fyrirbæn, og á upp- runa sinn í gyðingdómi, þar sem menn eru smurðir til emb- ætta. Þá er sett olía á enni og í lófa viðkomandi. Þetta er því ekki eingöngu gert meðal kaþ- ólskra og er raunar líka þekkt hjá lúterstrúarmönnum sem hluti af bæninni. Þar sem við erum manneskjur þurfum við meira en orð. Okkar kirkja hef- ur oft verið gagnrýnd fyrir að vera of bundin við orðið eitt en ekki við það sem fylgir því eins og snertinguna, lyktina og bragðið," segir Kristján. .axncss rTw\: steiwiu’ i uílhuuiét irvel til Nordcns magiskc reaUst ' - wxlens mest xetyciande áfattare var agisk realis* lÍM l WtR ItVVNTÍf Mikil umfjöllun í dönskum blöðum DANSKIR fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um ævi og störf Halldórs Kiljans Laxness síðustu daga og farið lofsamlegum orðum um skáldskap hans. Á meðfylgjandi mynd sjást úrklippur úr dönsku blöðunum og tala fyrirsagnirnar sínu máli. Sendiherra BandarfkJ- anna í samúðarkveðju tll forseta íslands Verður minnst vegna stórbrotins framlags DAY Olin Mount, sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi, hefur sent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, bréf þar sem hann færir forsetanum og íslensku þjóðinni samúðarkveðjur vegna andláts Halldórs Laxness, fyr- ir hönd sendiráðsins og bandarísku ríkisstjórnai-innai-. „í bréfinu segir að Laxness hafi skrifað í einni af skáldsögum sínum að maðurinn væri alltaf einn og því ætti að kenna í brjósti um hann, elska hann og syrgja. Vegna þeirrar miklu samkenndar með fólki, sem sé svo ríkur þáttur í bókum Laxness, og vegna síns listfenga stíls, hafi Halldór Laxness orðið virtur og vin- sæll rithöfundur um heim allan. „Islenska þjóðin má vera stolt af því að hann var sannur heimsborgari sem höfðaði til fólks um allan heim. Stærstu dagblöð í Bandaríkjunum og um allan heim minnast nú Hall- dórs Laxness. ísland hefur misst einn sinn mesta son, en hans verður ávallt minnst vegna hins stórbrotna framlags síns til íslenskra bók- mennta og heimsbókmenntanna," segir í bréfi sendiherrans. „Ég vil deila því sem bandarískur starfsbróðir Halldórs Laxness sagði eitt sinn um eina bóka hans: „Þetta er þannig skáldsaga að hún minnir mann á það hvað maður gleðst yfir því að hafa lært að lesa,“„ segir í bréfi Day O. Mount sendiherra. Samúðarkveðja sænska menntamála- ráðherrans ísland og Norður- lönd misst mikinn listamann MARITA Ulvskog, menntamálaráð- herra Svíþjóðar, hefur sent Birni Bjarnasyni menntamálaráðheiTa samúðarkveðju vegna fráfalls Hall- dórs Laxness. I bréfinu segir að ráðherrann vilji fá að koma á framfæri djúpri og inni- legri hluttekningu sænsku ríkis- stjórnarinnar í sorg íslensku þjóðai-- innar vegna hins mikla missis sem Island hefur orðið fyrir við fráfall Halldórs Kiljans Laxness. „Ég vil biðja þig fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar að koma á framfæri samúð okkar til frú Auðar Sveinsdóttur Laxness," segir þar. „Halldór Kiljan Laxness var einn þeirra, sem hæst bar, í menningarlífi Islands og Norðurlandanna og einn af fremstu rithöfundum nútímabók- mennta. Með fráfalli Halldórs Kilj- ans Laxness hefur ísland og Norð- urlönd misst mikinn listamann," seg- ir í bréfi Marita Ulvskog til Björns Bjarnasonar. Samúðarskeyti flnnska menntamálaráðhenrans Djúp þátttaka í sorg pj óðarinnar CLAES Andersson, menntamála- ráðherra Finnlands, hefur sent starfsbróður sínum, Birni Bjarna- syni, samúðarskeyti í tilefni af and- láti Halldórs Laxness. Claes Andersson er skáld og í til- kynningu frá finnska sendiráðinu segir að í skeytinu komi ráðherrann á framfæri fyrir hönd Finna „djúpri þátttöku okkar í sorg íslensku þjóð- arinnar" við lát Halldórs Laxness. „I skeyti menntamálaráðherrans segir ennfremur að Laxness var mikils metinn rithöfundur í Finn- landi og verk hans tilheyra alheims- bókmenntunum," segir í fréttatil- kynningu finnska sendiráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.