Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NANNA GUÐRUN HENRIKSDÓTTIR + Nanna Guðrún Henriksdóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1938. Hún lést í Reykjavík 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gyða Þórðar- dóttir og Henrik W. Ágústsson prentari. Nanna ólst upp með bræðrum sínum, Ragnari og Þórði, og fóstursystur, Guð- rúnu Björgvinsdótt- ur. Nanna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og síðan í Hjúkrunar- kvennaskólann og útskrifaðist þaðan 1960. Nanna giftist Gísla Svanbergs- syni í nóvember 1960 og átti með honum tvö börn. Þau eru: 1) Jó- hanna Vélaug, f. 28. marz 1962 prent- fræðingur. Hennar maður er Jónas G. Jónsson, vélaverk- fræðingur, og eiga þau tvö börn, Hönnu Lilju f. 22. september 1990, og Matthías, f. 8. júní 1993. Þau eru búsett í Reykjavík. 2) Þórður Vésteinn, f. 11. febrúar 1964, verkamaður í Reykjavík. Nanna og Gísli skildu. Seinni maður Nönnu var Halldór Magnússon bifreiðastjóri og giftust þau 1985. Halldór lifír konu sína. Utförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 22. janúar. Elsku Nanna frænka. Mig langar að kveðja þig með ör- fáum orðum. Við voram góðar vin- konur þótt aldursmunurinn væri rúm 30 ár. Við hittumst ekki oft, en yfirleitt hringdir þú í mig í upphafi hverrar viku. Ég man þó að þú gerðir undantekningu þar á og hringdir eitt fimmtudagskvöld sl. haust. Þú hafðir séð mig í fréttun- um og þú varst svo stolt af mér og gerðir mikið úr þessu. Þú fylgdist vel með því, sem var að gerast í þjóðmálunum, enda töluðum við um alla heima og geima. Óhætt er að segja að þú hafir haft skoðanir á hlutunum. Oftar en ekki kom hjúkrunar- fræðingurinn upp í þér, þó að þú veikinda þinna vegna hafir ekki get- að starfað við fagið í mörg ár. Þú gafst góð ráð, sem oftar en ekki báru góðan árangur. Þú talaðir alltaf opinskátt við mig um veikindi þín, enda báðar áhugamanneskjur um minnihlutahópa, þá sem þurfa oft að þola vanþekkingu og for- dóma. Þú varst svo stolt af mér og fjöl- skyldu minni. Það var auðfengið leyfið að fá að vera langamma bam- anna minna og þú stóðst þig með sóma í því hlutverki. Þú hafðir mik- ið fyrir því að fara niður í prent- smiðju tíl Þórðar bróður þíns að sækja „renninga" svo að Kjartan Orri hefði nóg að teikna og skrifa á. Þér fannst það skylda þín að hugsa vel um okkur þar sem Guðrún amma, uppeldissystir þín, dó langt um aldur fram fyrir 20 árum aðeins 47 ára gömul. Þú hafðir orð á því einhvem tímann að fólk skildi þig ekki alveg þegar þú talaðir um „langömmubörnin þín“, var það nema von? Það er aldrei að vita nema að þú og „Didda systir“, eins og þú kallaðir Guðrúnu ömmu alltaf, sitjið nú saman og skrafið um „barnabarnabörnin“ ykkar. Þú varst líka svo stolt af barnabörnun- um þínum tveimur og fékk ég iðu- lega að heyra sögur af þeim. Mér er minnisstæð heimsókn til þín þegar þú lást á sjúkrahúsi með langvinna lungnabólgu sumarið 1996. Þessi heimsókn gladdi þig mikið og þú sýndir stofufélaga þín- um stolt þessa þrjá ættliði, mömmu, mig og Karen Éik, sem var rétt rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar ég talaði við þig aðeins t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför mannsins míns, föður okkar, teng- daföður, afa og langafa, HALLS ÞORSTEINSSONAR frá Raufarhöfn, Silfurtúni 16a, Garði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Garðvangs og deildar 11B á Landspítalanum. Kristín Haraldsdóttir, Rannveig ísfjörð, Þorsteinn Hallsson, Kristbjörg Hallsdóttir, Sæmundur Torfason, Sylvfa Hallsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Jóna Halla Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir, Jens Sævar Guðbergsson, Lóa Hallsdóttir, Agnar Kolbeinsson, Ásta Hallsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Kæru vinir, nær og fjær! Hjartans þakklæti fyrir þá miklu samúð og hlýju, sem þið hafið sýnt okkur öllum vegna fráfalls okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA ÁRNASONAR, Garðatorgi 17, Garðabæ. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem hjúkruðu honum í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Helga Einarsdóttír, Einar Gíslason, Hanna Ólafsdóttir, Gísli, Ásgeir og Helgi Einarssynir og aðrir aðstandendur. MINNINGAR þremur dögum fyrir andlát þitt vor- um við að tala um að ég þyrfti að koma fljótlega að sækja þig í heim- sókn. Þú varst svo sæl og ánægð, nýbúin að kaupa þér ný föt, sem þú sagðir mér að þú værir svo fín í. Én því miður verður aldrei úr þeirri heimsókn. Ég mun sakna þín og þinna skemmtilegu símtala. Takk fyrir samveruna, elsku Nanna frænka. Þú gafst mér svo miklu meira en þú gast vitað. Þín frænka, Guðrún Lilja Númadóttir. Mín fyrstu kynni af Nönnu voru 1966 í gegnum Þórð bróður hennar, en Þórður og ég vorum þá farin að skjóta okkur saman. Nanna var myndarleg og notaleg kona og fór strax vel á með okloir þrátt fyrir níu ára aldursmun. Á þessum tíma var Nanna gift tveggja barna móðir og vann sem hjúkrunarkona á Borgarspítalanum. Hagræddi hún vinnutímanum þannig að hún vann aðallega á næturvöktum til að geta verið sem mest með krökkunum sínum, Jóhönnu og Þórði. Hún var góð móðir og saumaði nær allt á krakkana. Nanna var myndarleg í höndunum og heimilið hennar var alltaf hreint og þrifalegt. Eftir að ég eignaðist mín böm fórum við oft saman í bíltúra upp í sveit þegar gott var veður. Þetta voru alltaf skemmtilegar ferðir. Nanna hafði gaman af ferðalögum og naut þess að vera í náttúrunni. Ein eftirminnilegasta ferðin var þegar Nanna fékk sumarhús í Mos- fellssveitinni og vorum við þar í vikutíma í yndislegu veðri. Þá fór- um við i gönguferðir, tíndum blóm og jurtir og nutum þess að vera til. Það var alltaf gaman að koma í krakkaafmælin til Nönnu. Hún bak- aði súkkulaðifígúrukökur og þar var Þórður aðalprakkarinn. Eftir að Nanna missti heilsuna hringdi hún í fjölskylduna og hélt þannig góðum tengslum við alla vini, frændfólk og venslamenn. Barnabömin vora hennar gimstein- ar síðustu árin og fylgdist hún vel með þeim stolt og sagði mér sögur af þeim með ánægju. Ásta mágkona. + Brynhildur Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 15. október 1979. Hún lést 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 6. desember sl. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottíns í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og raunafrí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla er þín hjá Lambsins stól. Dóttir i dýrðar hendi Drottins, min, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann, elskar þig svo kært. Pú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Hugurinn leitar tíl baka þegar við komum í heimsókn upp í Oddgeirs- hóla. Alltaf varst þú brosandi. Þið vorað þrjár systurnar, Harpa, Elín og svo þú í miðjunni. Þið systumar vorað svo líkar og svo samrýndar að það var yndislegt á að horfa, enda var ekki nema eitt og hálft ár á milli ykkar. Það var svo gaman að koma til ykkar. Alltaf vorað þið tilbúnar að fara með bæjarbömunum út að skoða dýrin eða leika í heyinu. Einnig minnumst við stundanna þegar þið voruð litlar og vorað í heimsókn hjá ömmu á Selfossi og þegar ein sagði eitthvað tóku hinar undir eins og bergmál og alltaf vor- uð þið glaðar og hamingjusamar og ekki minnkaði gleðin þegar þið svo eignuðust lítinn bróður, hann Einar, sem var uppáhald ykkar systranna. Og svo urðuð þið stórar og þurft- uð að taka ákvörðun um hvað þið vilduð gera í framtíðinni. Þú varst alveg ákveðin í því hvað þú vildir gera. Hestar og ferðamennska var það sem þú hafðir mestan áhuga á og var ferðin út til Þýskalands sumarði 1996 þér mjög mikil- væg og hafðir þú mikla gleði og ánægju af henni. Þú varst líka alltaf svo jákvæð og dugleg. Þú varst í Fjöl- brautaskóla Suður- lands, þú varst að vinna í kaupfélaginu, þú varst á kafi í íþrótt- um, hestamennsku og svo áttir þú stóran vinahóp sem stóð við hlið þér í veikindum þínum. Þú varst á fullu í skólanum þrátt fyrir veikindin og þó að þú gætir ekki skrifað aftraði það þér ekki, áfram skyldir þú halda. Dugnaðurinn í þér var alveg ótrúlegur og henni mömmu þinni, sem fylgdi þér í gegnum veikindin. En veikindin sigraðu að lokum og við kveðjum þig, kæra vina. Við þökkum þér fyrir þær stundir sem við höfum átt með þér, en minningin um góða stúlku lifir. Elsku Magga, Maggi, Harpa, Elín og Einar, megi góður guð hjálpa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Stefania, Ólafur, Guðný og Gunnar. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR LAUFEY BJARNADÓTTIR Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér Þvi veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ drottinn minn. Unnur Kristín. + Laufey Bjamadóttir var fædd á Sleggjulæk í Stafholtstung- um 1. desember 1915. Hún lést á Selfossi 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 13. febrúar. Ég hef komið að Ketilvöllum með foreldrum mínum frá því ég var smákrakki og því alltaf þekkt Laufeyju. Sumarið 1994 og 1995 þegar ég var í sveit þar kynntist ég henni fyrir alvöra og sá og fann hversu frábær og góð kona Laufey var. Hún kunni ógrynni af ljóðum og oftar en ekki kom það fyrir þeg- ar ég var að spjalla við hana um heima og geima að hún fór með vísu sem átti við umræðuefnið. Oft á kvöldin, þegar við voram einar heima á Ketilvöllum, sátum við inni í stofu og hún fór með ljóð og sagði mér sögur frá því hún var lítil og hvemig lifnaðarhættir vora þá og þótt ég sé unglingur þreytt- ist ég aldrei á að hlusta á hana heldur dáðist að hvað hún mundi öll þessi kvæði og og fór með þau öll án þess að fipast nokkum tím- ann. Laufey var mikill dýravinur og það dæmi sem ég þekkti var sam- bandið milli hennar og hundsins Putta. Svona samband milli manns og skepnu hef ég aldrei séð og hef ég trú á að hún hafi átt fleiri slík við önnur dýr um ævina. Laufey var með eindæmum barngóð og alltaf brosti hún til manns. Hún átti líka nammiskál með ýmsu góðgæti í sem hún læddi til manns og var óspör á. Ég mun alltaf minnast þess þegar ég var þarna og stelpurnar fóru í ferðalag í tvo daga, að fyrsta dag- inn sem við vorum einar dreif hún sig í að baka flatkökur, lifðum við á þeim nær eingöngu þar til stelpumar komu enda voru þær þá nærri búnar. Ég fór oft í heimsókn að Ketíl- völlum eftir að ég hætti að vinna þar en nú finnst mér það hafa ver- ið allt of sjaldan. Því tími Laufeyj- ar vinkonu minnar er kominn og kveð ég hana með miklum söknuði. Takk, Laufey, fyrir allar góðu stundirnar. Gróa, Guðný, Grímur og Kiddi, þið eigið alla samúð mína. í bpgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Við Laufey áttum margar góðar stundir saman þegar ég var á sumrin á Ketilvöllum. Það vora einstök kvöld sem við vorum einar heima. Þá sagði hún mér ýmsar sögur síðan hún var ung, af ömmu og langömmu og margt fleira. Mér fannst svo gaman að hlusta á hana rifja upp gamla tíma og auðvitað fékk ég konfekt með, því var aldrei sleppt. Svo voru þessar óteljandi vísur sem hún fór með, það var ótrúlegt hvað hún kunni margar vísur. Skemmtilegast af öllu var að sjá hvað henni fannst gaman að fara með vísumar - því brosi gleymi ég aldrei. Þegar ég hætti að vera á sumrin á Ketilvöllum hittumst við sjaldn- ar, en þegar ég kom í heimsókn spurði hún alltaf hvenær ég ætlaði að koma aftur. Við vorum mjög góðar vinkonur og hún var mér sem amma. Laufey er vinkona sem ég mun alltaf geyma í mínu hjarta. Meðanveðriðerstætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans þóð upp við Ijóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei ein á ferð. (ísl. höf. óþekktur.) Jóhanna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.