Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ h FRETTIR I í I 20-40 mínútur að aka úr Grafarvogi á álagstímum Kvartað undan samg’önguerfíð leikum í áratug Mikil óánægja er meðal íbúa í Grafarvogi með samgöngur inn og út úr hverfinu. Guðjón Guðmundsson rifjar upp hvað Grafar- vogsbúum, borgaryfírvöldum og ríkisvaldinu hefur farið á milli á þeim áratug sem nú er liðinn frá þvi fyrst fór að bera á kvörtun- um 1989 um umferðarteppur í hverfínu. AÆTLAÐ er að það kosti um 170 milljónir króna að breikka Gullinbrú og 150-200 milljónir að gera endur- bætur á Víkurvegi út að Vestur- landsvegi. Kostnaðurinn greiðist af ríkissjóði enda flokkast báðar fram- kvæmdirnar undir þjóðveg í þétt- býli. Breikkun brúarinnar var á vega- áætlun 1994-1998 og var áætlað að hefja framkvæmdir á þessu ári. I ársbyrjun 1997 tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að draga úr opinberum framkvæmdum í ijósi stóriðju- og virkjunarframkvæmda sem fram undan voru og hættu á þenslu á verktakamarkaði. Akveðið var að ljúka við framkvæmdirnar við Ar- túnsbrekku sem þá voru komnar á fullan skrið en fresta öðrum vega- framkvæmdum, þar á meðal breikk- un Gullinbrúar. Grafarvogsbúar hafa kvartað undan erfíðleikum við að komast út úr hverfínu á álagstímum í mörg ár. Fyrir níu árum, 3. febrúar 1989, hélt Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, fund með íbúum Graf- arvogs. Með honum var Ingi Ú. Magnússon, þáverandi gatnamála- stjóri, og svaraði hann umkvörtun- um Grafarvogsbúa á þann veg að fyrirhugað væri að fjölga akreinum yfír Gullinbrú í fjórar. Hann sagði að endanleg lausn á samgönguvand- anum fengist þó ekki fyrr en með tilkomu umferðarmannvirkja yfír Elliðaárósa. í október 1992 samþykkti borgar- stjórn tillögu um endurskoðun á skiptingu vegafjár sem ríkisvaldið hugðist verja til að auka atvinnustig í landinu. Markús Öm Antonsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í til- lögu sem hann lagði fram að óviðun- andi væri að Reykjavlkurborg legði út fyrir kostnaðarsömum fram- kvæmdum sem ríkið ætti að standa straum af án þess að fyrir lægi skjalfest samkomulag um áætlanir og fjármögnun. Hefja skyldi við- ræður við fulltrúa ríkisstjórnar og Alþingis með það fyrir augum að ganga frá áætlunum um fram- kvæmdir og fjárveitingar ríkisins á næstu árum vegna umferðarmann- virkja í borginni. Á fundi í maí 1995 upplýsti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri að á vegaáætlun sem Alþingi hefði staðfest 1994 væri ráðgert að breikkun Gullinbrúar hæfíst 1998. Fyrir einu ári, 12. febrúar 1997, sagði borgarstjóri á hverfafundi í Grafarvogi að ljóst væri að tvöfóld- un Gullinbrúar væri orðin tímabær og að horft væri til tengingar yfir til Kleppsvíkur í náinni framtíð. Þar væri hafin verkfræðileg undirbún- ingsvinna. Borgarstjóri sagði að báðar framkvæmdimar væru fjár- magnaðar af vegaáætlun ríkisins og hefði Reykjavíkurborg því ekki for- ræði um tímasetningu fram- kvæmda. „Við á höfuðborgarsvæðinu höf- um lengi haldið því fram að fjár- framlög til þjóðvega á höfuðborgar- svæðinu séu of lág,“ sagði borgar- stjóri. Hún sagði einnig að borgar- yfirvöldum væri ljóst að hringtorgið á Fjallkonuvegi annaði ekki umferð á álagstíma og að lausnir þyrfti að finna á þeim vanda. Reykjavíkurborg fjármagni framkvæmdina I Jarðgöng eða brú yfir Klepps- vfk vænlegri kostur Á fundi borgarstjóra með Grafarvogsbúum í nóvember 1993 var enn fundið að því að sam- gönguleiðir inn og út úr hverfínu væru knappar og önnuðu ekki umferð. R-listinn felldi tillögu um lánstilboð í borgarráði Borgarstjóri sagði að útreikningar Vegagerðarinnar sýndu að hag- stæðasta aðgerðin væri endurbætur á Vesturlandsvegi með mislægum gatnamótum við Höfðabakka og nýrri Elliðaárbrú. Hann taldi tíma- bært að menn færu að skoða betur gerð brúar eða jarðganga yfir Kleppsvík sem yrði vænlegri kostur Óeðlilegt að taka lánstilboðum anlega yrði tekin afstaða til fjár- framlaga til verksins að tveimur ár- um liðnum, þ.e. á vordögum 1999, þegar vegaáætlun til tveggja ára yrði endurskoðuð. Síðastliðið vor bauðst Reykjavík- urborg síðan til að lána 45 milljónir kr. svo framkvæmdir gætu hafist við fyrsta áfanga Gullinbrúar, þ.e. breikkun frá Hallsvegi og út fyrir hringtorgið við Fjallkonuveg. Seinni áfanginn er smíði tveggja apríl 1997 lögðu sjálfstæðis- menn í skipulagsnefnd til á fundi nefndarinnar að tryggt yrði að framkvæmdir við breikkun Gullin- brúar frá Stórhöfða gegnum gatna- mót við Hallsveg hæfust á árinu 1997. Reykjavíkurborg fjármagnaði framkvæmdirnar að öllu leyti þar til fé fengist til þeirra samkvæmt vegaáætlun. í tillögunni sagði að forgangsmál væri að breikka Gull- inbrú og tryggja eðlilega aðkomu að Grafarvogssvæðinu. Málinu var vís- að til borgarráðs þar sem fulltrúar R-listans felldu tillöguna. í maí á síðasta ári var samþykkt ný vegaáætlun á Alþingi. Upphaf- lega var gert ráð fyrir hefðbundinni endurskoðun vegaáætlunar til fjög- urra ára en nokkrum dögum fyrir afgreiðslu var tilkynnt að vegaáætl- unin tæki aðeins til tveggja ára, þ.e. 1997 og 1998. Um svipað leyti sam- þykkti skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar áskorun til samgöngu- ráðherra um að verða við tillögu um framlag úr vegasjóði til breikkunar á Gullinbrú. Borgarráð gerði tillög- una að sinni og samþykkti ennfrem- ur að fengist framlag af vegafé á árunum 1997 og 1998 myndi borgar- ________ ráð flýta undirbúningi svo framkvæmdir gætu hafist haustið 1997. Þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyr- ir fé til að breikka Gullin- brú á vegaáætlun ákvað ““““““ borgarráð að fela borgar- verkfræðingi að hefja hönnun á Morgunblaðið/ Ásdís 23 ÞÚSUND bflar aka daglega um Gullinbrú samkvæmt talningu í aprfl 1997. I áætlun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir að á þessu ári fari 36 þúsund bflar daglega um brúna. breikkun brúarinnar og var veitt 5 milljóna króna lán til Vegagerðar- innar til að kosta hönnunina. , Sfl^ð.tvþfþldgGullinþrú,, í bréfí samgönguráðuneytisins til borgarráðs vegna framkvæmda við Gullinbrú sem lagt var fram í borg- ,...,.grcáúUjl4lí.L9í!7 kom fram að.yænL akreina brúar við hlið Gullinbrúar. Heildarkostnaður við báða áfang- ana er áætlaður um 170 milljónir kr. í bréfí vegamálastjóra til borgar- ráðs segir að breikkun Gullinbrúar hafi í röðun sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu átt að fá aðalfjár- veitingu árið 1998 en í vegaáætlun til næstu tveggja ára sé hún ekki á blaði. Ríldsendurskoðun hafi komist að þeirri niðurstöðu að óeðlilegt sé að taka lánstilboðum nema Alþingi hafi áður samþykkt viðkomandi framkvæmd í vegaáætlun. I fram- haldi af því hafi samgönguráðuneyt- ið ákveðið þá vinnureglu að ekki yrði tekið lánstilboðum í vegafram- kvæmdir nema þær væru í vega- áætlun. I grein í Morgunblaðinu 7. ágúst sl. segir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra að Reykjavíkurborg hafi sýnt skilning á þeirri ákvörðun rík- isstjómarinnar að draga úr opin- berum framkvæmdum vegna stór- iðju- og virkjunarframkvæmda á ár- unum 1997 og 1998. Breikkun Gull- inbrúar hafi ekki verið á dagskrá milli sín og borgarinnar þegar gengið hafi verið frá vegaáætlun í maí 1997. Samgönguráðherra sagði jafnframt að engu að síður væri ljóst að nauðsynlegt væri orðið að huga að því að breikka biúna og vinna að úrbótum á gatnamótunum norðan Grafarvogs. Tveggja vikna frestur Á fundi borgarráðs um miðjan janúar sl. var samþykkt tillaga borgarstjóra um að leitað yrði eftir heimild Vegagerðarinnar til að bjóða hið fyrsta út breikkun Gullin- brúar frá Stórhöfða að --------- Hallsvegi. í tillögu borg- arstjóra er bent á að framkvæmdin þoli ekki meiri bið en orðin er. Jafnframt samþykkti borgarráð að ríkisstjórn- inni yrði veitt lán fyrir ummæli Regla tekin upp um að taka ekki lánstitboðum fyrsta áfanga framkvæmdarinnar ef þörf krefði þar til fé fengist á vegaáætl- un. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, sagði 5. febrúar sl. að ljúka mætti hönnun verksins á einni til tveimur vikum og fengi hugmyndin ekki brautargengi á næstu tveimur vikum .myndu borg- > t i > i i aryfirvöld sjálf ráðast í fram- kvæmdirnar upp á von og óvon. Samgönguráðherra sagði þetta gott tilboð og líklegast væri best að doka við í hálfan mánuð og láta borgaryfirvöld um málið. Færi svo gæti hann lagt til á móti að fram- kvæmdum við Víkurveg yrði flýtt en þær myndu kosta á bilinu 150-200 milljónir kr. í Morgunblað- inu 7. febrúar sl. segir samgöngu- ráðherra að hann geti ekki tekið borgarstjóra um hálfs mánaðar frest alvarlega þar sem útboðsgögnin liggi ekki einu sinni fyrir. „Eins og málin standa nú er hönnun Gullinbrúar ekki lokið og borgin ““““““ stefnir að því að brúin verði tekin í notkun á næsta ári. Hins vegar er undirbúningur út- boðs á breytingum á gatnamótum við hringtorgið í Grafarvogi og breikkun götunnar við Gullinbrú á lokastigi. Því verður jafnvel hægt að bjóða verkin út í þessum mánuði eða þeim næsta,“ sagði Halldór Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.