Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Rætt á þingi um embætt- isfærslu ráðherra RANNVEIG Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks jafnaðarmanna, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær um fundarstjóm forseta og sagði að í ljósi nýrra og alvarlegra upp- lýsinga sem fram hefðu komið, varðandi málefni fíkniefnadeildar lögreglunnar, hefði þingflokkur jafnaðarmanna óskað eftir umræðu utan dagskrár um embættisfærslu ráðherra. „Við höfum óskað eftir því að umræður fari fram á mánudag, svo tryggt sé að nauðsynlegar upplýs- ingar liggi fyrir og að hæstvirtum ráðherrum, Þorsteini Pálssyni og Halldóri Asgrímssyni, gefist ráð- rúm til að undirbúa svör sín, meðal annars um að þinginu hafi verið veittar villandi upplýsingar og um meinta aðild þeirra að reynslulausn dæmds sakamanns,“ sagði Rann- veig. Hefúr forseti þingsins orðið við beiðninni og mun umræðan fara fram á mánudaginn. vc>u nt’iabi & HALLDÓR BOLJAN LAXNESS Ijúra nkuí i2« þíts rfii er ❖ HsL'ur ]nay il* eft ícrr, fðbMism bcr vtó hí Blað um ævi og störf Halldórs Laxness BLAÐ um ævi og störf Hail- dórs Laxness fylgir Morgun- blaðinu í dag. Þar er m.a. Ijallað um kvikmyndir gerðar eftir sögum skáldsins, leikrit þess, stjórnmálaskoðanir, vinnuaðferðir og skáldskapar- viðhorf. Myndlistarmenn túlka skáldið, kaflar úr sam- tölum við Halldór eru birtir, myndir úr lífi hans og störf- um, brot úr verkum hans og birtar greinar eftir einstak- linga. BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - menn- ing/listir/þjóðfræði. Meðal efnis er viðtal við skáldið Tomas Tranströmer, fjallað er um yflrlitssýningu á verk- um Francis Bacon, miðbæ Kópavogs, teiknibók Þorvalds Sívertsen og í Lesbókinni birt- ist í dag síðari hluti greinar um Mettu Hansdóttur. FRÉTTIR Morgunblaðið/Atli Vigíiísson Laxá í Aðaldal um allt hraun Laxamýri - Krapastífla í Laxá varð til þess að áin rann út í hraunið fyrir neðan bæinn Knútsstaði í Aðaldal. Vatnið fyllti hraun- gjótur og ísinn sem myndaðist yfir er mjög varasamur yfirferðar. Það er nokkuð al- gengt að Laxá flæði yfir bakka sína. Stundum á hún það til að skaða seiðabú- skap sinn í vatnalátum, því seiðin verða eft- ir í hraunboUunum þegar sjatnar. Að þessu sinni var flóðið stórt og flæddi vatnið und- ir þjóðveginn og vestur að Sandsbæjavegi í Aðaldal. Endurgreiðsla ofgreidds eldsneytisgjalds Samkomulag við Cargolux Kvartað vegna auglýsinga um skóreimara SAMKOMULAG hefúr tekist milli samgönguráðuneytisins og Cargolux um endurgreiðslu ofgreidds eldsneyt- isgjalds. Ríkið endurgreiðir Cargolux eldsneytisgjald á tímabilinu frá októ- ber 1994 til ársloka 1997. Með vöxtum er þessi upphæð rúmar 9,7 milljónir kr. en í samkomulaginu felst að end- urgreiðslan er án vaxta frá haustinu 1994 til 1. janúar 1996. í samkomu- laginu felst einnig að Cargolux fellur frá öllum frekari kröfúm vegna greiðslu eldsneytisgjaldsins. Þórarinn Kjartansson, forstjóri Flugflutninga, sem er umboðsaðili Cargolux hérlendis, sagði að með þessu samkomulagi sé málinu lokið milli aðila í vinsemd. „Cargolux fellst á að gera engar frekari kröfur aftur í tímann varð- andi endurgreiðslur á þvi eldsneytis- gjaldi sem þegar hefur verið greitt. Samkomulagið lokar því máli hvað varðar það eldsneytisgjald sem hef- í KJÖLFAR atkvæðagreiðslu með- al íslenskra sýnenda á sjávarút- vegssýningunni í Laugardalshöll hafa Sýningar ehf. ákveðið að gang- ast ekki fyrir sjávarútvegssýning- unni FishTech ‘99 í Laugardalshöll 1.-4. september 1999. Atkvæði voru talin í gær og féllu þannig að 65,6% studdu Nexus Nedia, sem nú áformar að halda íslensku sjávar- útvegssýninguna í Kópavogi, og 34,4% studdu Sýningar ehf. Gerð var grein íyrir 93,8% atkvæða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hittust forsvarsmenn sýningarfyrirtækjanna á fundi í gærmorgun áður en atkvæði voru talin og undirrituðu samkomulag sín í milli um að það fyrirtæki sem ur verið innheimt af Cargolux til þessa. Frá og með 1. janúar hefur eldsneytisgjald ekki verið innheimt af Cargolux," segir Þórarinn. Enn innheimt af Evrópuflugi Hann segir að til framtíðar bíði fé- lagið niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar ábendingu samkeppnisráðs um að almennt beri að jafna aðstöðu samkeppnisaðila hvað varðar elds- neytisgjald. Eldsneytisgjald sé enn innheimt af öðru flugi en áætlunar- flugi til Bandaríkjanna, t.a.m. af flugi Cargolux frá Islandi til Lúxem- borgar. A þeim leiðum greiði Flug- leiðir ekki eldsneytisgjald þar sem þeir kaupi ekki eldsneyti heldur eigi það sjálfir. Þetta mál snertir ekki síður aðra flugrekendur, eins og t.d. íslands- flug sem fljúgi daglega fraktflug milli íslands, Bretlands og Belgíu. yrði undir að talningu lokinni myndi draga sig í hlé. Óvíst er hvort fallið verður frá 24 milljóna króna leigusamningi, sem borgin hafði gert við Sýningar ehf., vegna leigu Laugardalshallar að gengnu útboði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist i samtali við Morgunblaðið í gær ekki enn hafa fengið formlegt er- indi þar um, en sagðist bíða eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnum Sýninga ehf. „Ég tel sjálfsagt að ræða málin við þá, en það er ekki tímabært að segja til um það nú hvemig þau mál koma til með að þróast.“ ■ Ekkert verður/20 S JÓN V ARPSMARKAÐURINN ehf. hefur sent kvörtun til Sam- keppnisstofnunar vegna auglýs- inga Lánasýslu ríkisins þar sem því er varpað fram, að aflokinni langri söluræðu um svokallaða skóreimara, megrunarteppi o.fl., að ef hægt sé að eyða í næstum hvað sem er ætti ekki að vera úr vegi að eyða líka í spamað. Sjónvarps- markaðurinn tel- ur auglýsingarn- ar ekki samræm- ast 2. málsgrein 21. greinar sam- keppnislaga, þar sem segir að aug- lýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skuli ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppi- nautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað sé til óviðkomandi mála. Samanburður við neyslu Magnús Kjartansson, innkaupa- stjóri Sjónvarpsmarkaðarins, segir að með kvörtuninni sé Sjónvarps- markaðurinn að leita upplýsinga um „hvort rétt sé að Lánasýsla rík- isins sé að nota almannafé til að níða niður ákveðna viðskiptagrein og bera sparnað saman við neyslu en ekki annan sparnað". Hann seg- ir að í framhaldi af þessu megi spyija að því hvenær rfldð fari t.d. að auglýsa: „Láttu tennurnar í þér skemmast - og eyddu í sparnað." Magnús segir umræddar auglýs- ingar Lánasýslu ríkisins fela í sér beina árás á Sjónvarpsmarkaðinn. „í söluaðferðum okkar gerum við ekki sparnað eða opinbera aðila á nokkurn hátt tortryggilega en okkur fínnst að þeir séu að gera það gagnvart okkur - og það er al- menningur sem greiðir." Aðspurður hvort hann óttist ekki að erindi Sjónvarpsmarkaðar- ins til Samkeppnisstofnunar verði túlkað sem skortur á skopskyni tekur Magnús fram að hann hafi ákaflega gaman af umræddum auglýsingum en hins vegar sé spurning undir hvaða formerkjum þær séu sýndar. „Þær eru vel gerðar og myndu sóma sér ein- staklega vel í áramótaskaupi eða stuttum grínþáttum. En ef maður hugsar aðeins lengra kemst maður að því að hér er ríkið að selja vöru og notar til þess þá aðferð að reyna að koma því inn hjá al- menningi að þessi nýja at- vinnugrein sé tortryggileg og að þeir sem að henni standa hafi engan ann- an ásetning en að hafa fólk að fíflum. Á bak við húmorinn leynist það að okkur er gerður upp ásetn- ingur í viðskiptum okkar. I þessu felst beinn áróður sem við teljum okkur alls ekki eiga skilið,“ segir Magnús. Ekki beint gegn neinum Helgi Helgason hjá auglýsinga- stofunni Góðu fólki, sem hefur gert auglýsingamar, kveðst nyög undrandi yfir kvörtun Sjónvarps- markaðarins. „Sérstaklega vegna þess að í raun er þessum auglýs- ingum ekki beint gegn neinum á markaðnum. Þessir aðilar eru ekki keppinautar og það er alls ekki verið að hvetja fólk til þess að draga úr viðskiptum eða neyslu af neinu tagi.“ Hann bendir á að í auglýsingunum sé fólk hvatt til að eyða líka í sparnað og leggur áherslu á orðið „líka“. „Skilaboðin eru: „Hafðu sparnaðinn með!“ Við erum einfaldlega að segja að sparnaður sé eins og hver önnur neysla,“ segir Helgi. Að sögn Ónnu Bimu Halldórs- dóttur, starfsmanns Samkeppnis- stofnunar, er kvörtun Sjónvarps- markaðarins nú til umsagnar hjá Lánasýslu ríkisins. Sýningin í Höll- inni úr sögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.