Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 39 LOVÍSA BJÖRNSDÓTTIR + Lovísa Steinvör Björnsdóttir fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði 13. mars 1916. Hún lést á Sauðárkróki 29. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn L. Jónsson, f. 1879, d. 1943, og Margrét Björnsdótt- ir, f. 1881, d. 1970. Systkini Lovísu eru Jón, f. 1903, d. 1987. Móðir hans var Stein- vör Sigurjónsdóttir, f. 1882, d. 1911. Jón var kvæntur Sigríði Trjámanns- dóttur, f. 1888, d. 1969. Þau áttu einn son. Ingibjörg, f. 1917, gift Guðmundi Stefánssyni, f. 1915, d. 1972. Halldór, f. 1921, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur, f. 1919. Þau áttu sjö börn, þar af eru sex álffl. Árið 1935 giftist Lovísa Guð- vini Óskari Jónssyni, f. 1907, d. 1987. Þau slitu samvistir. Þeirra böm em: 1) Margrét, f. 1935. Hún giftist Birai Guðnasyni, f. 1929, d. 1992. Þeirra börn em Óskar Guðvin, f. 1957, kvæntur Erlu Kjartansdóttur, f. 1957. Þau eiga fjóra syni. Guðni Ragnar, f. 1959, kvæntur Önnu Marie Stefánsdóttur, f. 1962. Guðni á eina dóttur. Lovísa Birna, f. 1959, gift Vigfúsi Vigfússyni, f. 1959. Þau eiga tvö börn. Björn Jóhann, f. 1967, f sambúð með Eddu Traustadóttur, f. 1968. Þau eiga einn son. 2) Eiður Birkir, f. 1940. 3) Ingibjörg Aðalheiður (Stella), f. 1940. Lovísa bjó á Stóru-Seylu til 1943 er hún flutti til Sauðárkróks og hélt heimili með syni sínum og var með matsölu meðan heilsan leyfði. Útför Lovfsu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn Mð, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér lyá. (H. Andrésd.) Hún amma er dáin. Það kom eig- inlega á óvart þrátt fyrir háan aldur og mikil veikindi síðustu vikur æv- innar. Hún hafði alla tíð þokkalega heilsu og leit alltaf út fyrir að vera yngri en hún var í raun. Við bjugg- umst við að njóta samveru við hana mun lengur, en eins og við erum stöðugt minnt á þá ræður enginn sínum næturstað. Amma var höfðingi heim að sækja, við vorum ekki fyrr komin inn úr dyrunum en borðið var þakið kökum og tertum. Síðan var spjall- að um alla heima og geima en fáir höfðu betra vald á samræðulistinni en hún. Einnig hafði hún góða kímnigáfu er við nutum á slíkum stundum. Hún lét alltaf mikið með okkur barnabömin sín og síðar maka okk- ar og böm og nutum við öll ein- stakrar gjafmildi hennar. Tengda- fjölskyldum okkar sýndi hún sem og vinum og ættingjum sérstaka hlýju og ræktarsemi. Hún fylgdist mjög vel með okkur og tók virkan þátt í lífi okkar bæði á sólarstund- um og einnig er skugga bar á. Hún MINNINGAR var með á nótunum er fréttir og það sem var að gerast í bæjarfélaginu og þjóðfélaginu almennt bar á góma. Hún hafði gaman af tónlist og las mikið, gjaman ævisögur og ljóð. Hún var hispurslaus, hrein- skiptin en frekar hlédræg kona sem vildi ekki berast á og þoldi illa sýnd- armennsku. Eftirminnileg eru jólaboðin þegar fjölskyldan kom saman hjá henni á jóladag á Freyjugötunni og síðar Hólaveginum. Þá bauð hún upp á kanil-súkklaðidrykkinn góða og dýrindis veitingar, ekki síst ömmukleinurnar og rjómapönnu- kökumar sem aldrei klikkuðu. Ósátt var hún ef ekki var tekið hraustlega til matar síns og hélt við værum eitthvað lasin ef ekki vom kláraðir tveir diskar eða svo. Síðustu árin átti hún stundum erfitt með að sætta sig við breyttar aðstæður er tíminn veldur. Henni varð einnig tíðrætt um dauðann og alla þá mörgu er famir vom á und- an henni. Þá kom í ijós hve ljóð, ævisögur og viðtalsþættir í útvarpi vora henni mikils virði og styttu henni stundimar. Einkum vom henni hugleikin falleg ljóð eins og í inngangi þessa greinarkorns. Við færam sérstakar þakkir og kveðjur frá Eiði, sjmi hennar, er bjó með henni alla tíð og hugsaði um hana af alúð og umhyggju. Far þú í Mði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt (V. Briem) Barnabörn og Qölskyldur. Okkur langar að minnast kærrar föðursystur okkar með nokkram orðum. Andlátið bar fremur snöggt að þrátt fyrir að hún hefði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og þá sérstaklega frá síðast- liðnu hausti. Jólunum ætlaði hún að eyða heima en sú von brást. Að morgni jóladags var hún flutt á sjúkrahúsið og komst ekki meira heim. Við minnumst hennar fyrir sér- stakan artarskap við okkur systkin- in alla tíð. Alltaf mundi hún eftir af- mælunum okkar, þá var ekki nóg að senda kveðju heldur fylgdu alltaf blóm eða aðrar gjafir. Sama var á öllum merkisstundum í lífi okkar, svo og á jólum. Við undraðumst oft hve stálminnug Lóa var. Henni var gefið að halda því til hinstu stundar. Mikil gestrisni var henni í blóð bor- in og í hvert sinn er gesti bar að garði var þeim veitt af mikilli rausn og myndarbrag. Lóa var stórbrotin kona, trygg- lynd, ættrækin og vinamörg. Gjaf- mild var hún með afbrigðum. Við og foreldrar okkar þökkum henni sam- fylgdina og allan artarskapinn fyrr og síðar. Æja systir hennar sendir hjartans kveðjur og þakkar henni fýrir allt gott í gegnum árin. FarþúíMöi, Mður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og al!t.“ (V. Briem.) @texti: Við kveðjum Lóu í þeirri trú og vissu að nú h'ði henni vel, þá jarðnesk þraut að baki er. Biðjum Guð að gefa henni eilifan Mð. Af eilífðarþosi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir." (E.Ben.) Systkinin frá Stóm-Seylu. Nú er Lóa frænka okkar látin. Hún talaði við mig í síma úr sjúkra- húsinu tveim kvöldum áður en hún lést, en þar hafði hún dvalið meira og minna síðan í desember sl. Mikið hafði hún þráð að fá hvíldina, því í mörg undanfarin ár átti hún við veikindi að stríða. Ung að áram giftist Lóa bónda- syni úr sveitinni, Guðvin Jónssyni frá Valadal, og bjuggu þau fyrst um sinn á Stóra-Seylu og eignuðust þau 3 börn, Margréti og tvíburana Eið og Stellu. En samvistir þeirra urðu skammar og skildu þau að fáum ár- um liðnum. Flutti Lóa þá út á Sauðv árkrók, en Margrét dóttir hennar " varð eftir á Seylu hjá afa og ömmu sinni og ólst þar upp, en Eiður og Stella fluttu með móður sinni til Sauðárkróks tveim áram seinna. Varð þá að ráði að sómahjónin Páll Sigurðsson og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, sem bjuggu í Keldu- dal í Hegranesi tóku Stellu í fóstur og ólst hún síðan upp þar ásamt stóram bamahópi þeirra hjóna. Naut hún þar besta atlætis til full- orðinsára og er nú sjúkraliðið á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Eiður bjó alla tíð með móður sinni, en var frá* 8 ára aldri til fermingaraldurs á sumrin hjá Jóni Björnssyni, bónda og söngstjóra á Hafsteinsstöðum, og konu hans Sigríði Trjámanns- dóttur, en Jón var hálfbróðir Lóu. Margrét dóttir Lóu giftist Birni Guðnasyni, húsasmíðameistara á Sauðárkróki, en hann lést fyrir fá- um áram. Eignuðust þau 4 böm. Eftir að Lóa flutti út sveitinni og settist að á Sauðárkróki stundaði hún ýmsa lausavinnu en síðar rak hún matsölu og hafði nokkra menn í fæði. Fór gott orð af öllum viður- gjörningi og líkaði mönnum vel að borða hjá henni, því þar ríkti mikil snyrtimennska og góðvild í fram- komu. Lóa eignaðist marga vini íf - þeim tíma, sem héldu tryggð við hana ævilangt. Oft komum við og böm okkar í Skagafjörð og alltaf var komið við hjá Lóu og veitti hún ætíð rausnar- lega. Viljum við þakka henni af alúð fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Lóa var í raun mikill höfðingi og mjög lík Margréti, móður sinni, og foður, Bimi bónda og hreppstjóra á Stóra-Seylu á umsvifamiklu heimili. Þar fór saman óvenjumikil risna við gesti og gangandi og vinnufólkið á staðnum. Við þökkum bömum hennar fyrir vinarhug f okkar garð og sendum þeim innilegar samúðarkveðjur frá okkur. Óskar Þórðarson og fjölskylda. HERMANN BJARNASON í Vestmannaeyjum, Kristbjörg, látin, bjó í Neskaupstað, Jón Sigfús, látinn, Bjarni Halldór, býr í Nes- kaupstað, Ragnar, látinn, bjó í Vest- mannaeyjum, Guð- mundur, bvr í Nes- kaupstað, Oskar, býr í Reykjavík, og Sverrir, býr í Hafnar- firði. Hermann var ógift- ur og barnlaus. Utför Hermanns fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hermann Bjarnason var fæddur á Gerðistekk í Norðfirði 23. janúar 1927. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 3. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans vom hjónin Halldóra Jónsdóttir, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970, og Bjarai Sigfússon, f. 27. desember 1986, d. 26. september 1941. Systkini hans em: Guðný, býr á Selfossi, Sigríður, látin, bjó í Vestmannaeyjum, Guðfinna, býr Látinn er elskulegur móðurbróð- ir minn Hermann Bjamason eftir erfið veikindi. Hann þjáðist af Park- inson-sjúkdómi sem smám saman dró úr honum lífsmáttinn. Fannst mér erfitt að horfa á hann missa smám saman mál og mátt. Her- mann var ungur er hann missti foð- ur sinn og tóku foreldrar mínir, Guðný Bjarnadóttir og Aii Þorleifs- son, fljótlega eftir það við búi á Gerðistekk. Ég ólst því upp með frænda mínum og var hann mér ætíð góður. Þær vora margar stundimar sem hann spilaði við mig og stytti lítilli telpu stundir og alltaf með sömu hógværðinni. Hann hafði yndi af tónlist og þá helst harmon- ikulögum, enda Bjarni afi minn góð- ur harmonikuleikari. Hermann vann við búskap og sótti sjó á trillu með föður mínum. Árið 1949 fluttu foreldrar mínir suð- ur til Reykjavíkur. Hennann flutti þá til móður sinnar í Sverrishús í Neskaupstað og síðan að Skorra- stað í Norðfirði og dvaldi þar í nokkur ár. Hjá Guðmundi bróðui- sínum bjó hann síðan til ársins 1961 að hann flutti aftur til foreldra minna sem þá bjuggu í Gljúfurholti í Ölfusi. Árið 1964 flutti hann með foreldram mínum að Klausturhól- um í Grímsnesi. Þau höfðu þá fest kaup á þeirri jörð og bjuggu þar miklu myndarbúi til ársins 1984 að þau fluttu á Lóurima 6 á Selfossi. Hann dvaldi hjá þeim allt þar til í janúar 1997 að hann fer á hjúkrun- arheimilið Ljósheima á Selfossi, þá orðinn mjög mikill sjúklingur. Hermann hafði ætíð mikið yndi af göngu og meðan hann hafði heilsu til fór hann daglega í gönguferðir um Selfoss og gekk þá hratt. Bömin mín og barnabömin átta hafa einnig átt samleið með Her- manni frá unga aldri og var mikið ástríki milli þeirra og hans. Fyrir mína hönd, Einars og afkomenda minna færi ég honum bestu þakkir fyrir samfylgdina og bið Guð að blessa sálu hans. Innilegar þakkir til foreldra minna og þá sérstaklega til móður minnar sem annaðist hann mest af öllum alla tíð af ótrúlegri ástúð. Bestu þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi og bið ég þeim öllum guðsblessunar fyrir þeirra störf. Þegar ég leystur verð þrautunum fiá, þegar ég sólfagra landinu á, lifi og verð mínum lausnara þjá. Það verður dásamleg dýrð handa mér. (Lárus Halld.) Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi hann hvfla í friði. Dóra María Aradóttir. Hemmi frændi minn er látinn eft- ir erfið veikindi. Boðin um lát hans skára mig djúpt í hjarta, en um leið þakka ég fyrir þau mörgu ár sem ég átti með honum. Fimm ára gömul flutti ég að Klausturhólum til ömmu, afa og Hemma frænda, en hann var þar vinnumaður. Öll verk sem hann tók sér fyrir hendur vann hann vel, jafnvel þó að við stelpum- ar væram að þvælast fyrir þar sem við áttum ekki að vera. Okkur tókst stundum að ergja hann, en voram samstundis fljótar að forða okkur því við vissum að Hemmi mundi taka rækilega í okkur ef hann næði til okkar. Þau voru mörg fimmtu- dagskvöldin sem ég og Hemmi sát- um uppi í herberginu hans og spil- uðum Ólsen Ólsen, Löngu vitleysu eða Svarta Pétur og hlustuðum á útvarpsleikritið, en þá var nú ekk- ert sjónvarp á fimmtudagskvöldum. Alltaf átti Hemmi eitthvert nammi sem lítil stelpa hafði ekkert á móti að fá að smakka. Mér er líka ofarlega í minni 23. janúar 1977, en þá hélt Hermann upp á fimmtugsafmælið sitt. Komu vinir og ættingjar í kaffi og kökur og mikið var um gjafir. Þar á meðal var plötuspilari og harmonikuplöt- ur, en eitt af því sem Hermann hafði hvað mest gaman af var að hlusta á tónlist. Kvöld þetta þegar gestimir vora famir fóram við tvö inn í stofu og þar reyndi Hemmi að kenna frænku sinni að dansa við harmonikutónlist. Þetta gekk nú svona upp og ofan, en þessu kvöldi mun ég seint gleyma. Þegar við fluttum á Selfoss var ekki eins mikið um að vera hjá Her- manni, hann þurfti ekki lengur að fara í fjósið eða fjárhúsin og ekki var mikill heyskapur í garðinum, en hann fann sér gott áhugamál, sem var gönguferðir. Hermann gekk bæinn endilangan og stundum oft á dag. En dagar líða og sólin sest. Með áranum fóra veikindin að gera vart við sig hjá Hermanni. Þau leiddu til þess að gönguferðunum fækkaði smám saman. Veikindi hans urðu það alvarleg að hann varð að fara á hjúkranarheimili og þar var reynt að hugsa um hann eftir bestu getu. Við heimsóttum hann eins oft og mögulegt var og reyndum að stytta honum stundir. Mikið varð hann glaður ef fólk af yngri kynslóðinni kom að heimsækja hann, enda hafði Hermann mikið gaman af bömum og þeirri gleði sem þeim fylgir. <T Með þessum orðum vil ég þakka Hemma fyrir þær samverastundir sem við áttum og vona að honum líði vel þar sem hann er nú. Guð blessi hann og alla hans aðstandendur. Hann hvfli í friði. Kolbrún Dóra Gunnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR JENNÝAR BJÖRNSSON, áður tii heimilis að Garði við Vatnsenda. Hulda Björnsdóttir, Jón Hólm Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Rakel Jónsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, MAGNEU JÓH. INGVARSDÓTTUR, Dalbraut 27. Katrin og Inga Jóna Sigurðardætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.