Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
íslensk erfðagreining gerir 15 milljarða króna samning við F. Hoffmann-La Roche
GRENJAÐU bara!
Breytingar á áskriftargjöldum Fjölvarps hjá
íslenska útvarpsfélaginu
Hægt að kaupa
Fjölvarpið eitt og sér
BREYTING verður á verðskrá ís-
lenska útvarpsfélagsins um næstu
mánaðamót og verður bæði um að
ræða lækkun og hækkun á áskrift-
arpökkum. Þá verður frá 20. febr-
úar hægt að fá Fjölvarpið eitt og
sér, en til þessa hefur það einungis
verið boðið í áskrift með Stöð 2 eða
Sýn. Kostar áskrift að Fjölvarpi
1.190 kr. með boðgreiðslum og
1.253 kr. sé greitt með gíró. Til að
ná Fjölvarpinu þarf örbylgjuloft-
net.
Hilmar S. Sigurðsson, markaðs-
stjóri Islenska útvarpsfélagsins,
segir að áhersla sé lögð á að halda
í lágmarki áskriftarverði Fjölvarps
fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og
Sýnar, sem fá það nú á 690 krónur.
Saman kostar því áskrift að
Fjölvarpi og Stöð 2 frá næstu
mánaðamótum 3.872 krónur en
kostaði áður 4.634 kr. Segir Hilm-
ar þennan áskrifendahóp þann
stærsta.
Hækkun verður hins vegar á
áskriftarpakka með Stöð 2, Sýn og
Fjölvarpi. Fer hann úr 4.772 í
5.363 krónur. Óbreytt verð er á
áskrift að Stöð 2 og Sýn, kr. 4.672
á boðgreiðslum. Áskrift að Sýn og
Fjölvarpi mun kosta 3.180 kr. en
var 2.590 kr. í öllum tilvikum er
miðað við boð- eða beingreiðslur.
Sé áskrift innheimt með gíróseðli
er það örlitlu hærra.
Rásum að fjölga í Fjölvarpi
í Fjölvarpi eru 12 rásir og er
hin 13. að bætast við á næstu vik-
um. Heitir sú rás Travel Channel
og fjallar um ferðalög, segir frá
heimshornaflakki og ævintýra-
ferðum. Sendir rásin út frá hádegi
til miðnættis. Nýlega breyttist ein
rásin; European Business News,
evrópska viðskiptarásin, samein-
aðist annam og heitir nú CNBC.
Eru þar fluttar áfram viðskipta-
fréttir og nú frá öllum heimsálfum
allan sólarhringinn. Þá segir
Hilmar að ráðgert sé að fjölga
rásum Fjölvarpsins enn frekar á
árinu.
Robert E. Rowthorn
aðalræðumaður Iðnþings
SAMTÖK iðnaðarins halda Iðn-
þing 20. febrúar næstkomandi. Af
því tilefni bjóða þau heimskunnum
hagfræðingi, Robert Eric Rowt-
hom, til landsins. Hann mun halda
erindi á Iðnþingi og fjalla þar um
breytt vægi framleiðsluiðnaðar í
vinnuaflsnotkun þjóðar. Samtök
iðnaðarins hafa fengið Robert E.
Rowthom til að gera nákvæma út-
tekt á því hvað hefur valdið minnk-
andi vægi framleiðsluiðnaðar í
heildarvinnuaflsnotkun hér á
landi. Mun hann kynna niðurstöð-
ur sínar á Iðnþingi.
í frétt frá Samtökum iðnaðarins
segir: „Robert E. Rowthom er
prófessor í hagfræði við háskólann
í Cambridge. Hann fæddist 20.
ágúst 1939 í Bretlandi, nam stærð-
fræði og hagfræði við háskólann í
Oxford, en hóf störf í Cambridge
háskóla 25 ára að aldri og hefur
starfað þar síðan. Hann hefur
sinnt gistifyrirlestrar- og prófess-
Fjallar um breytt
væg-i framleiðslu-
iðnaðar í vinnu-
aflsnotkun þjððar
prsstöðum við háskóla í Ástralíu,
Ítalíu, Japan, Mexíkó og Frakk-
landi svo að eitthvað sé nefnt.
Hann hefur einnig starfað við ráð-
gjöf, m.a. íyrir Evrópusambandið,
Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF),
Alþjóða vinnumálasambandið
(ILO) svo og einstaka ríkisstjórnir
og samtök iðnrekenda.
Robert hefur skrifað um tug
bóka þ.á m. The Geography of De-
industrialization og De-industri-
alization and Foreign Trade sem
báðar vom gefnar út síðari hluta
níunda áratugarins. Þá hefur fjöldi
greina verið birtur eftir hann í er-
lendum fagtímaritum. Má þar
nefna greinar eins og De-industri-
alization: some theoretical issues,
The Competitiveness of UK
Manufacturing Industry: 1979-
2003, The Role of Manufacturing
in the World Economy og De-
industrialization: Causes and
Implications.
Robert er einn þeirra hagfræð-
inga sem hefur rannsakað mest
hvað valdið hefur breyttu vægi
framleiðsluiðnaðar í vinnuaflsnotk-
un þjóðar. Hann hefur einnig lagt
talsvert til þeirrar hagfræði sem
að baki liggur. Það skýrir m.a. af
hverju IMF fékk hann á síðasta
ári til að gera úttekt á því hvað
hefur valdið þessari þróun í iðn-
ríkjunum síðustu þrjá til fjóra ára-
tugi. Niðurstöður hans vom til
umfjöllunar í The World Economic
Outlook sem IMF gaf út í maí 1997
og á sama tíma í einu þekktasta
hagfræðitímariti heims, The
Economist.“
Handlækningar í nútíð og framtíð
viddin. Þess vegna er hugmyndin
Skurðlækning-
ar hafa tækni-
væðst hratt
Jónas Magnússon
HRINGLAGA skurð-
stofur, vélmenni og
almyndatækni em
meðal þess sem Jónas
Magnússon prófessor mun
fjalla um í fyrirlestri um
handlækningar nútímans
og framtíðarinnar í dag,
laugardaginn 14. febrúar.
Fyrirlesturinn hefst
klukkan 14 í sal 2 í Há-
skólabíói og er öllum op-
inn.
Á sama tíma mun Mar-
grét Oddsdóttir skurð-
læknir gera aðgerð á sjúk-
lingi með vélindisbakflæði
á skurðstofu Landspítal-
ans og verður henni sjón-
varpað með fjarfundabún-
aði vestur í Háskólabíó.
„Á undan íyrirlestrinum
verður sýnd flókin skurð-
aðgerð með allri nýjustu tækni
sem við höfum yfir að ráða og
með aðstoð þjálfaðasta starfs-
fólks sem völ er á. Eg get rætt
við skurðlækninn meðan á aðgerð
stendur og hann getur að sama
skapi sagt gestum í Háskólabíói
frá því sem hann er að gera. Við
ætlum ekki bara að tala um hlut-
ina heldur sýna þá líka.“
Segir Jónas að fyrirlesturinn
sé fyrir lækna, stjómmálamenn,
áhugamenn um margmiðlun og
allan almenning.
- Hvaða gagn hefur hinn al-
menni borgari af því að mæta út í
Háskólabíó?
„Margir halda að skurðlæknar
séu almáttugir, sem er alrangt.
Við erum gersamlega handalaus-
ir án hjálpar sérþjálfaðra hjúkr-
unarfræðinga, svæfingarlækna,
tæknifræðinga, verkfræðinga og
svo framvegis. Framvindan er
orðin svo flókin að það þarf heil-
an her manna til þess að hlutirnir
gangi upp. Þetta er ein leið til
þess að skýra fyrir fólki af hverju
flóknar aðgerðir eru svona dýrar
og hvers vegna ekki er hægt að
fara með þær út um sveitir lands-
ins og skera upp, til dæmis á
Neskaupstað."
- Hvaða breytingar hafa orðið
á þessu sviði?
„Það væri nær að spyrja hvaða
breytingar hafi ekki orðið. Legu-
tími hefur styst, aðgerðir verða
sífellt flóknari og tækjum hefur
fjölgað. Skurðlæknir í dag þarf
að kunna skil á allri mögulegri
tækni og ljóst er að legutíminn
mun halda áfram að styttast enn
meira og að við munum fá ennþá
flóknari tæki. Við þurfum sífellt
færri rúm en miklu flóknari
skurðstofur. Einnig blasir við að
þau hús sem við vinnum í í dag
eru algerlega búin að
skila sínu hlutverki."
- Nú á að fara að
byggja enn fleiri.
„Já, og ég er ekki
ánægður með það. Á
netinu er fjöldi heima-
síðna um skurðstofur framtíðar-
innar. Ég get nefnt dæmi um
skurðgang á spítala sem tekur
tiltekið pláss, fýrir ofan hann þarf
síðan að vera samskonar gangur
fullur af tækjum sem síðan verða
látin síga niður úr loftinu þegar
þeirra er þörf. Einnig er fjallað
um kringlóttar skurðstofur þar
sem myndum af aðgerðinni er
varpað upp á veggi sem og al-
myndatækni. Þegar aðgerð er
gerð með aðstoð myndavélar er
þrívíddinni fórnað og því reynt að
notast við myndavélar með tvö
augu hlið við hlið. Því styttra sem
er milli þeirra, því minni er þrí-
► Jónas Magnússon fæddist á
Hofteigi 52 í Reykjavík árið
1952. Hann lauk landsprófi frá
Flensborg árið 1968 og stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reyþjavík árið 1971. Árið 1977
lauk hann embættisprófi í lækn-
isfræði frá Háskóla íslands og
hóf sérnám í skurðlækningum
árið 1979 í Svíþjóð. Jónas lauk
doktorsprófi í skurðlækningum
frá Háskólanum í Lundi árið
1989 og starfaði á Borgarspítal-
anum sem sérfræðingur í hand-
lækningum frá 1986-1991. Hann
varð prófessor við Landspítalann
1991. Eiginkona Jónasar er
Drífa Freysdóttir læknir og eiga
þau tvö börn. Jónas á jafnframt
þrjú börn af fyrra hjónabandi og
eitt barnabam.
sú að notast við sérstök þrívídd-
argleraugu. Hin leiðin er sú að
búa til „hologram“ eða almynd til
þess að vinna eftir. Henni er
varpað á loft skurðstofunnar og
aðgerðin því gerð í nokkurs kon-
ar sýndarveruleika.
Þá er fyrirsjáanlegt að rann-
sóknir sem gerðar eru íyrir að-
gerðir geti veitt nægar upplýs-
ingar þannig að unnt sé að búa til
sýndarsjúkling, sem hægt er að
gera aðgerð á aftur og aftur áður
en alvaran tekur við. Tölvur eru
líka notaðar æ meira og hlutverk
þeirra mun koma til með að
aukast í sífellu. Ef við ættum
næga peninga myndi ég kaupa á
morgun vélmenni sem hlýddi
raddskipunum og héldi mynda-
vélinni í aðgerð. Hann myndi ég
til dæmis nota í öllum speglunar-
aðgerðum sem ég geri.“
- Er framþróunin mest í grein-
um skurðlæknisfræð-
innar?
„Það er ekki spurn-
ing. Skurðlækningar
hafa tækja- og tækni-
væðst mjög hratt og
námið mun breytast á
þann veg að þjálfun skurðlækna
verður að hluta til eins og hjá
flugmönnum."
- I einhvers konar skurðstofu-
hermi þá?
„Já, og það mun líka taka tíu ár
að þjálfa almennilega skurð-
lækna. Við eigum í ákveðnum erf-
iðleikum með að fá ungt fólk í
þetta starf, það er hreinræktaða
spítalalækna í flókin verkefni."
- Það er engu líkara en að
skurðlæknuinn sé orðinn ein-
hvers konar hljómsveitarstjóri.
„Já, það er alveg rétt. Það er
kominn tími til þess að leiða fólk
inn i 21. öldina."
Skurðlæknar
eru eins og
hljómsveitar-
stjórar