Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 15 FRETTIR Siglufjarðarkaupstaður dæmdur til greiðslu vegna bakábyrgðar Gert að greiða 24,3 milljónir króna AKUREYRI Morgunblaðið/Guðmundur Þór Sj öttubekkingar gefa út Snjókorn Ólafsfjfinlur. Morgunblaðið. SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR var á fimmtudag dæmdur í Hæsta- rétti til að greiða Ríkisábyrgðasjóði rúmlega 23,5 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 1. febrúar 1995, að viðbættum 800 þúsund króna málskostnaði, vegna ábyrgða á lán- um sem Framkvæmdasjóður Islands veitti Dýpkunarfélaginu á Siglufírði árið 1988 og voru í vanskilum. Lánin voru til kaupa á dýpkunarskipi, dráttarbát og tveimur efnisflutn- ingaprömmum, og námu sem næst 46 milljónum króna í íslenskri mynt eftir gengi á þeim tíma. Lánin voru tryggð með veði í skip- unum en auk þess tókst ríkissjóður á hendur einfalda ábyrgð gagnvart Framkvæmdasjóði á endurgreiðslu lánsins, með því skilyrði að Siglu- fjarðarkaupstaður tækist á hendur bakábyrgð sem svaraði til eins fimmta hluta af skuld Dýpkunarfé- lagsins vegna þessara lána. Bæjarstjórinn á Siglufirði gaf út yfirlýsingu fyrir hönd bæjarsjóðs í ársbyrjun 1988 um einfalda ábyrgð kaupstaðarins gagnvart ríkissjóði á þessum hluta lánanna. Síðar sama ár fórst hið veðsetta dýpkunarskip í hafi og var nýtt skip Dýpkunarfélagsins sett að veði fyrir lánunum i þess stað. Af því tilefni var áréttað af hálfu Siglufjarðar- kaupstaðar með yfirlýsingu bæjar- NÚ STENDUR yfir í Hamborg ferðastefnan „Reisen 98“. Ferða- málaráð íslands stendur fyrir bás á stefnunni og eru þátttakendur Bláa lónið, Smyril Line, Flugleiðir, þýska ferðaskrifstofan Island To- urs auk Ferðamálaráðs Færeyja. Fyrirtækin kynna starfsemi sína, svara fyrirspurnum og dreifa kyim- ingarbæklingum auk þess sem myndbönd frá íslandi voru sýnd. Dieter Wendler Jóhannsson, for- stöðumaður Ferðamálaráðs íslands fyrir meginland Evrópu, sagði að Islandi væri sýndur mikill áhugi í þýskalandi og þátttakendur á sýn- ingunni í Hamborg hefðu einnig orðið vör við hann. Talsvert væri um að „gamlir kunningjar" úr ís- landsferðum létu sjá sig en einnig heimsótti básinn aðilar sem væru að kynna sér Island í fyrsta sinn sem mögulegan ferðastað. Markliópur- inn er hinn almenni ferðamaður. Ferðamönnum frá Þýskalandi fækkaði frá árinu 1996, en þá voru þeir um 34.000, en fóru niður í 30.000 árið eftir og voru þá næst- stærsti hópurinn á eftir Banda- ríkjamönnum. Gistinætur Þjóðverja voru þrátt fyrir það mun fleiri eða yfir 250.000 á móti um 60.000 gistinóttum Bandaríkjamanna. Is- land var ekki eina landið sem fann fyrir fækkun þýskra ferðamanna því Norðurlöndin öll auk Irlands liöfðu sömu sögu að segja. Astæðurnar fyrir fækkuninni FRUMVARP fjárhagsáætlunai’ fyr- ir ísafjai-ðarbæ og stofnanir hans var lagt fram til seinni umræðu í bæjarstjórn sl. fimmtudag. Frum- varpið, sem gerir ráð fyrir heildar- skuldaaukningu upp á 87 milljónir króna, var samþykkt með sex at- kvæðum meirihluta bæjai'stjórnar gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Að sögn Kristins Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og annars tveggja bæjarstjóra Isa- fjarðarbæjar, var lítið um snarpar umræður á fundinum, a.m.k. ef mið- að er við afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrri ára, og að menn hefðu gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu í fjármál- um sveitarfélagsins. „Við vorum að greiða atkvæði um óráðsíuna á síð- ráðs í september 1988 að ábyrgð hans vegna lánanna stæði óbreytt. Jafnframt væri í gildi fyrirvari þess efnis, að nýi dýpkunarpramminn yrði ekki veðsettur frekar nema samþykki bæjarins kæmi til. Skuldabréfin tvö féllu í gjalddaga án þess að nokkur greiðsla hefði átt sér stað og hófst Framkvæmdasjóð- ur handa um fullnustuaðgerðir á hendui’ Dýpkunarfélaginu í ágúst 1991, þegar lögmaður sjóðsins sendi bæjarfógeta á Siglufirði beiðni um nauðungaruppboð á skipunum til lúkningar skuld félagsins. I beiðn- inni var skuldin talin nema tæpum 120 milljónum króna, að meðtöldum vöxtum og dráttarvöxtum. Nauðungaruppboð á grundvelli beiðnarinnar fór fram í desember 1992 og keypti Framkvæmdasjóður skipin á uppboðinu á samtals 37,5 milljónir króna. Sú greiðsla upp í skuldina sem í kaupverðinu fólst var umreiknuð til frádráttar við innlausn sjóðsins á henni, með tilliti tii vaxta og gengisbreytinga fram að þeim tíma, og þá metin á ríflega 43,2 millj- ónir króna. Bú Dýpkunarfélagsins var tekið til gjaldþrotaskipta skömmu síðar og lauk skiptum í byrjun mars 1995 án þess að nokkuð fengist greitt af eft- irstöðvum skuldabréfanna, sem Rík- isábyrgðasjóður hafði þá leyst til sín sagði Dieter aðallega vera óhag- stæð staða þýska marksins gagn- vart krónunni og gjaldmiðlum tengdum dollar. Einnig nefndi hann kalt vor 1997 sem náði fram til júní og leituðu Þjóðverjar því á sólríkari slóðir. Eins spilaði inn í fækkunina viss ólga í þýsku þjóðfé- lagi og tortryggni gagnvart rflds- stjórninni í Bonn sem hótaði aukn- um skattaálögum. Þá skiluðu heim- sókiúr Þjóðveija um áramót sér illa mest vegna sterkrar stöðu sam- keppnislandanna sem buðu glæsi- legar ferðir á fínum hótelum fyrir mun lægra verð. Dieter sagðist bjartsýnn fyrir þetta ár því ferðaskrifstofur „Búið að eyða öllu fyrirfram“ asta ári og því er ekkert til ráðstöf- unar á þessu ári nema lántökur. Það er búið að eyða öllu fyrirfram," sagði Kristinn Jón í samtali við blaðið. Samkvæmt frumvarpinu eru rekstrartekjur áætlaðar um 1.292 milljónir króna og rekstrarútgjöld 1.163 milljónir. Aætlað er að íjár- festa fyrir 265 milljónir króna og af- borganir lána eru áætlaðar 210 millj- fyrir tæpar 118 milljónir króna. í málinu krafðist sjóðurinn þess að Siglufjarðarkaupstaður greiddi einn fimmta hluta þessarar fjárhæðar og var sú krafa fyrst lögð fram í janúar 1995. Siglufjarðarkaupstaður hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að krafa Framkvæmdasjóðs á hendur ríkis- sjóði hefði verði fymd þegar Ríkisá- byrgðasjóður greiddi hana og ábyrgð kaupstaðarins því fallin nið- ur. Einnig var kröfunni mótmælt á þeim forsendum að ábyrgð kaup- staðarins vegna lánanna hafi verið ógild, þar sem skilyrðum laga um tryggingar hennar hafi ekki verið fullnægt. Ábyrgðir taldar gildar Hæstiréttur hafnaði þeirri mót- báru kaupstaðarins að ekki hefði verið stofnað til gildrar ábyrgðar gagnvart ríkissjóði, enda hefði kaup- staðurinn ekki sýnt fram á að laga- skilyrðum til veitingar ábyrgðarinn- ar hefði ekki verið fullnægt. Einnig komst Hæstiréttur að þeirri niður- stöðu að krafa Framkvæmdasjóðs samkvæmt skuldabréfunum væri öll ófyrnd gagnvart ríkissjóði. Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gísla- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason hæsta- réttardómarar kváðu upp dóminn. herma að vel sé bókað í ferðir til Islands í sumar. „Vetrarferðir í ár seljast líka vel og þá sérstaklega styttri ferðir frá fimmtudegi til sunnudags frá Frankfurt og Ham- borg en þar er um að ræða nýjung í ferðaframboði," sagði Dieter Wendler Jóhannsson. Yfir háannatímann munu Flug- leiðir fljúga sex sinnum í viku til Frankfurt og einu sinni í viku til Munchen og Kölnar auk annarra fastra áfangastaða, þar á meðal tvisvar í viku frá Hamborg. Aero Loyd mun einni fljúga einu sinni frá Frankfurt og LTU tvisvar frá DUsseldorf. Þá mun Atlanta fljúga einu sinni frá Berlín og Munchen. ónir. Það svarar til rekstrarhalla upp á 346 milljónir króna og til að brúa hann er áætlað að taka ný lán upp á 297 milljónir og selja ýmsar eignir fyrir 49 milljónir króna. I fréttatil- kynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að reksturinn skili 77 milljón- um króna til framkvæmda og greiðslu afborgana og vaxta, sem er um 17% skatttekna. Skatttekjur á árinu nema um 749 milljónum króna, sem er um 5 millj- óna króna hækkun frá fjárhagsáætl- un síðasta árs. Almennar rekstrar- tekjur eru áætlaðar 543 milljónir, sem er hækkun upp á 52 milljónir milli ára, og rekstrarútgjöld hækka um 111 milljónir ki’óna og munar þar mest um hækkun launa. NEMENDUR 6. bekkjar Barna- skóla Ólafsfjarðar gáfu á dögun- um út veglegt blað til fjáröflun- ar fyrir ferðasjóð bekkjarins. Blaðið, sem fékk nafnið Snjó- korn, er 8 siðna blað í brotinu A4 og hefur að geyma mjög fjöl- breytt efni, svo sem viðtöl, frétt- ir úr bæjarfélaginu, uppskriftir, tónlistarþátt og brandarahorn. Krakkarnir f bekknum hafa unn- KYNNINGARFUNDUR vegna út- komu bæklingsins „Þegar barnið þitt byrjar i grunnskóla“, sem fjall- ar um undirbúning skólagöngu barna með sérþarfir verður haldinn á Fosshótel KEA í dag, laugardag- inn 14. febrúar, kl. 14. Bæklingurinn er gefinn út af Þroskahjálp á Norðurlandi eystra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp en hann inniheldur leiðbeiningar fyrir foreldra en getur einnig nýst skóla- og fagfólki. Sett- ar eru fram hugmyndir um hvernig undirbúa má skólagönguna, hverjir FIMM ár eru á þessu ári liðin frá því Listasafnið á Akureyri hóf starfsemi og verður þess minnst með margvís- legum hætti. Fyrsta sýning í safninu á þessu ári verður opnuð í dag laugardag, 14. febrúar, með vatnslitamyndum eftir Ásgrím Jónsson og stendur hún til 19. apríl næstkomandi. Ásgrímur var einn af þekktustu listamönnum þjóð- arinnar en hann málaði allan sinn feril jöfnum höndum með vatnslitum og olíulitum. Á þessari sýningu er lögð áhersla á myndir þar sem hann valdi sér landslag að fyrirmynd og koma þær allar úr safni Ásgríms Jónssonar, sem var gjöf hans til ís- lenska ríkisins og er nú sérdeild í Listasafni íslandi. Sýningin er gott dæmi um samstarf safnanna. Næsta sýning verður opnuð 25. apríl, á verkum Rojs Friberg, sem er þekktur sænskur listamaður. Hann sýnir verk sín í öllum þremur sölum safnsins; sérstæð vaxmálverk, grafík og innsetningar. Þessi sýning stend- ur til 6. júní. Mexíkósk indíánalist Þriðja sýning ársins nefnist Ground og verður opnuð 13. júní. Þeir sem sýna eru Kristján Guð- mundsson, Allan Johnston frá Skotlandi og Franz Graf írá Austur- ríki. Sýningin fjallar um teikninguna sem grunn listsköpunar og þær að- ferðir sem þessir listamenn tjá hana með. Sýningin er samstarfsverkefni með Piers Art Centre á Orkneyjum og Galleri Stadspark í Krems í Áust- urríki. Mexíkósk indíánalist verður sýnd um mánaðamótin júlí og ágúst en hún kemur frá Listahátíð í Reykjavík og fjallar um sjálfstjáningu og sjálfs- ið að þessu verkefni í samráði við kennarana sina, þau Andra Marteinsson og Guðrúnu Unn- steinsdóttur. Sýndu þau blaðinu mikinn áhuga og fylgdust m.a. með því þegar það var prentað. Kannski eru hér á ferðinni fram- tíðarblaðamenn sem hugsanlega eiga eftir að láta að sér kveða á blaðamarkaðnum, t.d. hjá Morg- unblaðinu. ættu að sjá um undirbúning og hvenær hann ætti að fara fram. Auk þess eru í honum reynslusögur for- eldra og upplýsingar um lagaleg réttindi, greiningu, námsáætlun einstaklings, samvinnu heimilis og skóla, meðferð trúnaðargagna og stuðning við foreldra. Á fundinum munu höfundarnir, Ingibjörg Auðunsdóttur og Svan- fríður Larsen, kynna bæklinginn og þær hugmyndir sem ligga honum til grundvallar. Á fundinum gefst tækifæri til fyrirspurna og um- ræðna og kaffiveitingar verða í boði. skoðun mexíkóskra indíána á afar sérstæðan hátt. I september verður opnuð samsýn- ing sem hlotið hefur nafnið „Deep feelings", en þar er um að ræða sýn- ingu listamanna frá Norðurlöndum og Þýskalandi. Islensku fulltrúarnir eru Daði Guðbjörnsson og Helgi Þ. Friðjónsson, en aðrir m.a. Michael Kvium, Markku Laakso, Teresse Nordtvedt og Milan Kunce. Þessi sýning er samvinnuverkefni með Norrænu húsunum í Reykjavík og Færeyjum og Horsens Kunstmuse- um í Danmörku. Safnakennsla Listasafnið á Akureyri hefur feng- ið heimild fyrir hálfri stöðu safna- kennara og verður fræðslustarf aukið mjög í kjölfarið, en sérstök áhersla verður lögð á fræðslu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Jafnfram verða tíðar sýningar á mynd- og fræðslumyndbondum um ýmsa þætti myridlistar auk innsetn- inga og fyrirlestra. Messur Möðruvallarprestakall: Guðs- þjónusta verður í Glæsibæjar- kirkju næstkomandi sunnudag, 15. febrúar, kl. 14. Kór kirkj- unnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Bamastund veður í guðsþjónustunni. Sara Helgadóttir kemur með gítar- inn og syngur með bömunum. Þá verður guðsþjónusta á dval- arheimilinu í Skjaldarvík kl. 16 sama dag. Ferðaráðstefna í Hamborg FERÐAMÁLARÁÐ Islands er með bás á ferðaráðstefnunni Reisen 98 í Hamborg. Fjárhagsáætlun ísafjarðar gerir ráð fyrir 87 milljóna kr. skuldaaukningu ísafirði. Morgunblaðið. Undirbúningur skólagöngu barna með sérþarfir Listasafnið á Akureyri fímm ára á þessu ári Fjölbreyttar sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.