Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 25 NEYTENDUR OSTAPASTA með tómatsalati er Morgunblaðið/Ásdís fljótlegur réttur. KAFFI Thomsen Sérstakur matseð- ill á sunnudögum HUSNÆÐIÐ er fremur hrátt, borðum er klambrað saman úr grófum spýtum, það er hátt til lofts og vítt til veggja. Gamalt tré- gólfíð gefur staðnum eigi að síður hlýlegan blæ og það er eins og kristalsljósakrónan í einu horninu hafi alltaf verið þarna. Þetta er Kaffi Thomsen sem er í því húsnæði í Hafnarstrætinu sem áður hýsti Thomsens magasín. Það má segja að Kaffi Thomsen sé kaffi- og matsölustaður virka daga en síðan færist líf yfir staðinn á föstudags- og laugardagskvöldum. „Húsnæðið hafði um skeið stað- ið autt og við ásælst það um tíma,“ segir Gísli Gunnarsson annar eig- enda Kaffi Thomsens en meðeig- andi hans er Sigurður Róbertsson. „Þegar við loks fengum húsnæðið þurfti ósköp lítið að gera fyrir það nema rífa af gólfum, smíða borð og gera aðrar minniháttar breyt- ingar. Við vildum hafa yfirbragðið hrátt og stóðum sjálfír í því að breyta, klömbruðum borðunum saman og rifum af gólfum." Gísli segir að á daginn sé Kaffi Thomsen sígilt kaffihús með ijúk- andi kaffi, brauði og tertum. Hann segist líka bjóða upp á ýmsa smá- rétti og stærri máltíðir ef því er að skipta. „Við erum að bjóða upp á súpu og brauð í hádeginu, fisk dagsins, kjötrétti, heitar samlok- ur, pastarétti og salöt svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hef ég komið nálægt veitingahúsarekstri og hef valið það besta af matseðl- unum frá þeim tíma og sett saman í þennan sem ég býð á Kaffi Thomsen. Mig langar líka að geta þess að ég legg áherslu á að við- skiptavinirnir fái stóra skammta og fari ekki svangir frá mér.“ Gísli segir að á sunnudögum sé venjulegi matseðillinn Ijarlægður og sérstakur sunnudagsseðill sett- ur fram. „Þá er ég með sfðbúinn morgunverð fyrir viðskiptavini, býð upp á egg og beikon, amerísk- ar pönnukökur og fleira í þeim dúr. Það má eiginlega segja að ég leggi alla hollustu tíl hliðar á sunnudögum." Gísli segir að opið sé alla daga frá klukkan ellefu, á virkum dög- um er opið til klukkan eitt eftir miðnætti og tíl þijú um helgar. Gísli segist aldrei fara eftir upp- skriftum en gefur lesendum hér uppskrift að tómatsalati og ostapasta sem fyrirhafnarlítið og fTjótlegt er að elda. Tómatsalat ______4 þroskaðir bufftómatar____ ______125 q mozzarellaostur______ 12 fersk basilblöð, söxuð í mjóar _____________ræmur_______________ _________1 msk hvítvínsedik______ ______1 tsk þurrkuð bergmynta____ salt og nýmalaður pipar eftir smekk Skerið tómata í þykkar sneiðar og raðið þeim á fat eða fjóra diska. Skerið ost í þykkar sneiðar og raðið sneiðunum á tómatana. Setjið tvo þriðju af basilblöðum, ólífuolíu, vín- ediki og bergmyntu, salti og pipar í glas með þéttu loki og hristið sam- an. Hellið sósunni á salatið og strá- ið síðan afganginum af basilblöðun- um ofan á salatið áður en það er borið fram. Ostapasta með kjúklingi og sveppum _________2 kjúklingabringur______ ___________150 q sveppir ________ _____________V2I rjómi___________ _________I msk rjómaostur________ ___________salt og pipgr_________ _________basil eftir smekk_______ _________kjúklingakraftur________ ___________hvítlauksolíg_________ Kjúklingur er skorinn í bita og steiktur í hvítlauksoiíu. Sveppir eru steiktir með og krafti og kryddi bætt á pönnuna eftir smekk. Rjómi er soðinn niður og rjómaosti bætt saman við. Þessu er hellt yfir soðið pastað. Morgunblaðið/Ásdís Lif og fjor a götumarkaði GÖTUMARKAÐI Kringlunnar lýk- ur í dag, laugardag. Margt var um manninn á göngum Kringlunnar síðastliðinn fimmtudag þegar mark- aðurinn hófst. Einhverjir verslunareigendur ætla að ná upp sannri markaðs- stemmningu í dag og bjóða við- skiptavinum sínum að prútta. Handverks- markaður á Garðatorgi í DAG, laugardag, klukkan 10 verð- ur opnaður handverksmarkaður á Garðatorgi. Milli 40 og 50 manns sYna og selja handverk sitt, til dæmis trévöru, postulínsmuni, gler- vöru, prjónavöru og leirmuni. Kvenfélagskonur eru með kaffi á könnunni og nýbakaðar vöfflur. Markaðnum lýkur klukkan 18. NVBYLAVEGI 2 SIM1: 554 2600 OPIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 PEUGEOT LJÓN Á VEGINUM! Peugeot 406 -fágaðvillidýr Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og með öfluga 1800cc vél sem gefur 112 hestöfl. Sannkallaður eðalvagn. Slepptu dýrinu í þér lausu! 1800cc vél, 112 hestöfl, vökva- og veltlstýrl, snúningshraðamœllr, loftpúðar fyrlr ökumann og farþega, fjarstýrðar samlœslngar, þjófavörn, rafdrlfnar rúður að framan, stiglaus hraðastllling á miðstðð, hœðarstilling á aðalljósuna hœðarstillt bllbeltl, bilbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta bdbelti í aftursœtum, nlðurfellanleg sœtlsbök að aftan 40/60, armpúði í aftursœtl, lesljós fyrir farþega í aftursœtum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stlllanleglr Innan frá, bensínlok opnanlegt innan frá, útvarp og segulband, stafrœn klukka, aurhlífar o.fl. Upplifðu Peugeot! reynsluakstri og leystu prófið. Ljónheppinn reynsiuökumaöur mun hljóta helgarferð fyrir tvo tll Parisar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.