Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 6
T 8661 .! I ÍIUOAaaADUAJ 6 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 aiOAJír/UDHQM MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fulltrúar lögreglu ræddu við ráðherra um reynslulausn Franklíns Steiners TVEIR fulltrúar lögreglunnar, Sturla Þórðarson og Arnar Jensson, gengu á fund Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra skömmu eftir að hann tók við embætti og óskuðu þess að Franklín Steiner, dæmdum ffkni- efnasala, yrði veitt reynslulausn gegn því að hann veitti lögreglunni upplýsingar sem leitt gætu til þess að fleiri fíkniefnasalar næðust. Full- trúar lögreglunnar höfðu áður aflað þessa samþykkis hjá þáverandi dómsmálaráðherra, Halldóri As- grímssyni, en það hvorki komist til framkvæmda í tíð hans né í ráð- herratíð Óla Þ. Guðbjartssonar sem tók við af Halldóri. „Málið hafði verið óafgreitt á borði forvera míns um nokkurn tíma og ég vissi ekki af því fyrr en nokkru eftir að ég kom í ráðuneytið,“ sagði Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra þegar hann er beðinn að rekja gang málsins. Á hann þar við Óla Þ. Guð- bjartsson sem gegndi embætti dómsmálaráðherra og hafði tekið við af Halldóri Ásgrímssyni. Þorsteinn segir að Sturla Þórðar- son og Amar Jensson hafi komið á sinn fund vorið 1991 og óskað reynslulausnar fyrir Franklín Stejn- er og vísað til þess að Halldór Ás- grímsson hefði veitt samþykki sitt en það síðan ekki komist í framkvæmd sem Þorsteinn segir að geti átt margar eðlilegar skýringar. Töldu sig geta fengið mikilvægar upplýsingar „Lögreglumennirnir gerðu mér grein fyrir því að lögreglan hefði leitað til þáverandi dómsmálaráð- herra þegar málið var til rannsókn- ar, talið að þeir gætu fengið umtals- verðar upplýsingar sem skiptu miklu máli varðandi það að koma böndum á fleiri glæpamenn og með því að veita fyrirheit um reynslulausn að hálfn- aðri refsingu,“ segir Þorsteinn og að lög heimili að slík lausn sé gefm að hálfnaðri refsingu eða að tveimur þriðju. „Þeir sögðu að forveri minn hefði veitt þeim leyfí til að afla þessara upplýsinga gegn þessu vilyrði. Ráðu- neytið taldi að fengnum þessum upp- lýsingum að það væri eðlilegast að fullnustumatsnefnd fjallaði um málið að nýju í ljósi þessara aðstæðna. Hún hafði áður synjað og málið verið kært stjórnsýslukæru til ráðuneytis- ins sem ekki hafði verið afgreitt af fyrri ráðherra.“ Dómsmálaráðherra segir að þegar þessar upplýsingar hafí legið fyrir hafí þótt eðlilegast að senda málið að nýju til fullnustumatsnefndar þannig að hún gæti tekið afstöðu í Ijósi þeirra. Hann fékk jafnframt staðfest hjá Halldóri Ásgrímssyni að hann hefði fallist á reynslulausnina. Nefndin féllst þá á beiðni um reynslulausn og Fangelsismálastofn- un veitti í samræmi við það reynslu- lausn. „Málið kom því aldrei til efnis- legrar afgreiðslu af minni hálfu eða ráðuneytisins á þessum tíma,“ segir Þorsteinn Pálsson. Óeðlilegt að lögreglan setji ráðherra í þessa stöðu Ráðherra segir lögregluna hafa sett ráðherrann í mjög erfiða stöðu með því að leggja svona mál fyrir hann. „Ég held að hann hafi ekki átt Töldu sig geta fengið mikilvæg- ar upplýsingar Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að setja fram tillögur að reglugerð um óhefðbundnar aðferðir lögreglunnar við rann- sókn sakamála. Segír hann mikilvægt við rannsókn fíkniefnamála að lögreglan nái sjálf í upplýsingar. Rætt er við fyrrverandi og núverandi dómsmálaráðherra um reynslulausn fíkniefnasala. Halldór Ásgrímsson Þorsteinn Pálsson Böðvar Bragason neinn annan kost en að gera þetta því þetta var spurning um að ná fleiri glæpamönnum en færri en samt innan marka laganna og ég held að þetta hafí verið mjög eðlileg viðbrögð af hálfu Hall- dórs Ásgríms- sonar, hann hlaut að hugsa um það fyrst og fremst að lög- reglan gæti haft hendur hári sem flestra glæpa- manna. Mér fannst hins vegar mjög óeðli- legt að lögreglan setti pólitísk stjórnvöld í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu til mála eins og þessara. Þess vegna gaf ég um það fyrirmæli þegar þetta gamla mál lá fyrir að lögreglan bæri ekki fleiri mál af þessu tagi upp við ráðuneytið og það hefm- ekki verið gert. Sú viðmiðun- arregla var strax sett eftir að málið kom til minnar vitundar." Reglugerð um óhefðbundnar aðferðir Þorsteinn Pálsson sagðist hafa falið embætti ríkislögreglustjóra að gera tillögur að reglugerð varðandi óhefðbundnar aðferðir lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessum. Ríkislögreglustjóri hefði óskað eftir því nokkru fyrú1 áramót að unnið yrði að þeirri reglugerð á breiðari grundvelli og óskaði eftir þátttöku saksóknara. Kvaðst ráðherra hafa orðið við þeirri beiðni og skipað nýja nefnd þar sem saksóknaraembættið ætti aðild að og hún væri nú að störf- um. Þorsteinn lagði áherslu á að óhefð- bundnar aðferðir væru afar mikil- vægur þáttur í baráttu lögreglunnar. „Við megum ekki gleyma því að bráttan við fíkniefnin byggist ekki á formlegum kærum um aflbrot, hún byggist á því að lögreglan nái sjálf í upplýsingar og finni slóðir. Hún á þess vegna allt undir því að geta fengið upplýsingar, geta átt trúnað- arsamband við þá sem eru reiðubún- ir að gefa upplýsingar og ef það trúnaðarsamband brestur er hætt við að þessar upplýsingaleiðir lokist. Þá lamast barátta hennar. Þess vegna er mjög mikilvægt að lögregl- an hafi traust til þess að sinna þeirri baráttu með þeim ráðum sem al- mennt eru notuð af lögreglu í barátt- unni gegn fíkniefnaglæpamönnum.“ Lögreglumenn þurfa að vera í upplýsingasambandi „Ég stöðvaði það að reynslulausn væri notuð til að greiða fyrir því að fá upplýsingar en það breytir ekki því að lögreglumennirnir þurfa að vera í upplýsingasambandi og það hefur verið viðurkennt hér og er við- urkennt alls staðar að lögreglan þarf í ákveðnum tilvikum að greiða fyrir slíkar upplýsingar og til þess verðum við að treysta lögreglunni. Við eigum mjög mikið undir því að hún standi sig í þessari baráttu.“ Þegar málið kom til umræðu á Al- þingi fyrir síðustu áramót kvaðst Þorsteinn hafa gert grein fyrir því að hann hefði ekki tekið neina efnis- lega afstöðu í málinu. Ráðuneytið hefði vísað stjórnsýs'ukærunni tO nýrrar meðferðar hjá fullnustumats- nefnd og Fangelsismálastofnun sem veitt hefði reynslulausnina. Taldi það koma til greina ef það samrýmdist lögum og reglum Fulltrúar fíkniefnalögreglunnar gengu á fund Halldórs Ásgrímsson- ar, þáverandi dómsmálaráðherra, á árinu 1989 og ósk- uðu eftir að Franklín Steiner fengi reynslulausn þar sem það gæti skipt afar miklu máli varðandi uppljóstranir um fíkniefnamál. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ekki flett upp í dagbókum út af þessu tO- tekna máli, en sig minnti að það hefði verið á árinu 1989 að þeir hafi gengið á hans fund og sagt honum að það væri afar mikOvægt að tOtekin persóna fengi reynslulausn þar sem það gæti skipt mjög miklu máli varð- andi uppljóstranir í mikilvægum málum. Halldór sagðist ekkert muna eftir nafni þess aðila sem átti hlut að máli, enda hefði honum fundist á þeim tíma að það væri málinu óviðkom- andi. Nú hefði verið upplýst að um Franklín Steiner væri að ræða. „Ég sagði sem svo að ef þetta samrýmdist lögum og reglum teldi ég að þetta gæti komið til greina og ég sagði það vegna þess að hér erum við að berjast við mikla vá. Síðan gerðist ekkert meira í þessu máli fyrr en núverandi dómsmálaráð- herra hafði tal af mér 1991 eða 1992 og spurði mig um það hvort þetta samtal hefði átt sér stað og ég sagði svo vera. í framhaldi af því sendi hann málið tO fullnustumatsnefndar og menn þekkja framhaldið,“ sagði Halldór. Þarf að geta átt trúnaðarsamtöl „Ég vO í tilefni af þessum umræð- um harma það að það skuli ekki vera hægt að varðveita trúnaðarsamtöl sem eiga sér stað milli dómsmála- ráðuneytisins og lögregluyfirvalda. Það er alveg ljóst að dómsmálaráð- herra á hverjum tíma þarf að geta átt trúnaðarsamtöl við þessa aðOa og getur þurft að taka á sig margvísleg pólitísk óþægindi,“ sagði HaOdór ennfremur. Hann sagði að aðalatriðið í sínum huga væri að við þyrftum að standa við bakið á lögreglunni. „Þessir aðil- ar sem voru að vinna að þessum mál- um á sínum tíma voru að gera það af mikilli ósérhlífni og samviskusemi. Þeir lögðu sig mjög fram og þurftu á stuðningi ráðuneytisins og almenn- ings að halda. Ég tel það mjög mikd- vægt nú eftir að þetta gemingaveður hefur gengið hér yfir að menn standi við bakið á lögreglunni og hjálpi tO í að efla hana á þessu sviði á nýjan leik og hafa við hana samvinnu,“ sagði Halldór. Hann sagðist hafa verið á mjög góðum fundi um fíkniefnamál á Höfn í Homafirði á fimmtudagskvöld. Þar hefði komið fram mikiO áhugi borgar- anna að berjast gegn þessari vá. „Ég er viss um að fólk tekur þar höndum saman og ég tel að það þurfi að gerast í hverju einasta byggðarlagi í landinu, því það er enginn óhultur. Alþingi fs- lendinga þarf ekki síður að standa við baldð á lögreglunni og þeim sem eru að berjast gegn þessum vágesti,11 sagði Halldór einnig. Ekkert óeðlilegt Hann sagði aðspurður að ekkert óeðlilegt væri við það að gera sam- komulag eins og að framan greinir að því tilskOdu að farið væri að lög- um og reglum. Hér væri einungis um það að ræða að vega saman meiri og minni hagsmuni. Þannig hefði hann fengið upplýsingar um það í dóms- málaráðuneytinu að á ámnum 1991-92 hefðu 25 aðilar fengið reynslulausn vegna fíkniefnabrota. Hann þekkti ekki til þeirra mála, en hann væri almennt þeirrar skoðunar að það ætti að taka mjög hart á fíkni- efnabrotum, því þar væru menn að leika sér að lífi og framtíð annarra. Hins vegar væri það afar mikOvægt í baráttunni við fíkniefnabölið að þeir sem stunduðu þessa starfsemi væru aldrei óhiútir. Hluti af því væri að notast við uppljóstrara, því hvernig væri hægt að berjast gegn þessari starfsemi öðru vísi. „Það er mjög mikilvægt að það hvfli trúnaður og leynd yfir starfsaðferðum lögregl- unnar á þessu sviði,“ sagði Halldór. Hann sagðist telja að umfjöflunin að undanfómu hefði skaðað starf lög- reglunnar í þessum efnum. „En ég geri mér nú vonir um að þessi um- ræða sem fer í gang af þessu tílefni verði tfl þess að þróunin snúist við og fólk gerir sér betur grein íyrir því að lögreglan þarf á stuðningi þjóðarinn- ar að halda,“ sagði HaOdór að lokum. Meint trúnaðarbrot Sturla Þórðarson, yfirlögfræðing- ur lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, greindi frá því í blaða- frétt í fyrradag að hann og Arnar Jensson hefðu gengið á fund Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðheira og óskað eftir reynslulausn Frank- líns Steiners ef hann gæfi mikilvæg- ar upplýsingar. Böðvar Bragason lögreglustjóri segir aðspurður að hér sé um meint trúnaðarbrot að ræða og að mál Sturlu Þórðarsonar sé komið í afgreiðslufarveg. Hann hafi rætt við hann strax á fimmtudag. Málið sé farið af stað og muni hafa sinn gang, en málsatvik virðist vera nokkuð ljós. Hvorki náðist í Óla Þ. Guðbjarts- son né Sturlu Þórðarson í gær. Kastaðist 1 sjóinn þegar 7 tonna þungur plógrir féll útbyrðis „Hugsaði skýrt allan tímann „ÉG var heppinn að fá ekki plóginn í hausinn því þá hefði ég stein- drepist. Hann er sjö tonn að þyngd og datt nokkra sentímetra fyrir framan mig áður en hann fór í qóinn,“ segir Már Oskarsson, vélstjóri á kúfiskbátnum Skel ÍS, en hann fór í sjóinn þegar skipið var að veiðun; í Önundarfirði á miðvikudagskvöld. Már segist oft klæðast flotgalla en þetta kvöld hafi hann aðeins verið í veiyulegum sjógaila, en klæddur í ullarföt og með hjálm. Óhappið gerðist eftir að plógur Skeljar var hífður upp frá botni í togvír. Þegar hann kom upp hékk hann í blokk meðan verið var að tæma pokann. „Þegar við vorum að loka pokanum slitnaði hann og kastaðist í sjóinn. Eg stóð sjávarmegin við tógið úr hjálparspilinu sem var tengt í hann þá og tógið sló mig í sjóinn. Eg fékk eins og svipuhögg á sfðuna og skutlaðist út fyrir,“ segir Már. „Ég stakkst á kaf en mér skaut upp aftur, kannski 20 eða 30 metra frá bátnum sem var að fjarlægjast. Sjórinn var ískaldur en ég fékk samt ekkert sjokk og hugsaði skýrt allan tímann, var fljótur að átta mig á stöðunni og kom fljótlega auga á kaðalinn sem við drögum plóginn með eftir botninum. Eg synti að honum og ríghélt í hann þegar báturinn tók krappa stjórn- borðsbeygju og félagar mínir drógu mig að skipinu og tosuðu mig upp lunninguna,“ segir Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.